Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 61 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Óþokkaskapur Kona hringdi til Velvak- anda, mjög sár, og skýrði frá sér- stökum óþokkaskap, sem hún sagðist ekki hefði truað að til væri, ef hún hefði ekki orðið vitni að honum sjálf. Hún hefur haft það fyrir venju, þegar harðna tekur á dalnum hjá smáfuglunum, að gefa þeim mat í garðinum sínum, Þessa síðustu frostdaga hefur hún gefið þeim tvisvar til þrisvar á dag. Fuglarn- ir eru farnir að þekkja hana og kroppa kornið sitt við fætur hennar. Einn morguninn, þegar hún kom út, varð hún vör við þröst, sem flögraði við grindverkið. Hún veitti honum ekki nánari athygli þá, en þegar hún kom út síðar um daginn og sá sama fuglinn á sama stað fór hún að gæta betur að. Sá hún þá að þrösturinn hafði verið bundinn á öðrum fætinum við grindverkið. 0 Og annar til Konan þurfti að nota hníf til þess að losa fuglinn úr helsinu, svo margir voru hnútarnir. — Þegar hún svo gætti betur að, sá hún annan fugl, starra, bundinn á sama hátt — og gat bjargað hon- um sem hinum fyrri. Viðmælandi Velvakanda var að velta þvi fyrir sér, hvernig inn- ræti þeirra eða þess, sem þetta gerði, væri. Hún kvaðst miklu frekar sorgbitin en reið. Að vísu fyndi hún mjög til með málleys- ingjunum, sem væru pyntaðir, en ekki væri kannski siður ástæða til þess að vorkenna þeim vesalings, mannlegu verum, sem fengju það af sér að misþyrma þeim, sem varnarlausir væru. Væri það ósk hennar^aðijjeir eða sá, sem þetta hefði gert, hugsaði málið í ein- rúmi — og gérði sér ljóst hvaða verknað hann hefði framið. 0 Misskilin auglýsingastarf- semi Haraldur Jónsson hringdi og fórust honum orð á þessa leið: „Ég var að hlusta á fréttaflutn- ing frá Alþingi og fannst heldur fróðlegt að heyra hugmyndir þingmanna um fjárlagafrumvarp- ið. Ég sperrti eyrun við þegar sagt var, að einn þingmanna Alþýðu- bandalagsins hefði lagt þunga áherzlu á, að kaupmenn fengju ekki ríkisstyrk til að skipuleggja aukna hagræðingu í atvinnugrein sinni. Nú er Ijóst, að slík hagræðing yrði þegar allt kæmi til alls til bóta fyrir neytendur fyrst og fremst, þannig að mér finnst hlýtur þú að hafa séð hana oft og mörgum sinnum. — Það getur meira en verið. sagði Burden — En að minnsta kosti hef ég þá aldrei nokkurn tfma veitt henni minnstu athygli. — Ég held að maður geti ekki sagt að hún sé Ijót eða beinlínis óspennandi. Hún hefur dálftið gamaldagsandlit — svona andlit eins og maður sér f fjölskyldu- albúmum. Þér fyndist hún kannski ekki falleg, Mfke, en þú myndir ekki gleyma andlitinu á henni. — Jæja, hvað um það, ég virðist hafa gleymt þvf samt, sagði Burden. Hann revndi að ýta til- hugsuninni um frú Parsons frá sér og fór að ræða efni kvik- myndarinnar við konu sfna. 2.KAFLI Burden var fljótur að sofna, hann hafði vanið sig á það f starf- inu að geta slakað á og fengið hvfld, enda var hún oft rofin. Meira að segja hér f þessu héraði var meira en nóg að gera. Sfminn hringdi klukkan sjö. — Já Burden hér. — Þetta er Ronald Parsons. Hún er ekkl komin heim. Og þessi auglýsingabrella þing- mannsins heldur álappaleg. Þessi leiðindaáróður, sem lengi hefur verið við lýði hér á landi, um að kaupmenn séu óvinir neytenda, er orðinn nokkuð hvimleiður. Allir vita, að verzlunin hefur átt i vök að verjast, og þegar til lengdar lætur hefur slíkt ástand áhrif á hagsmuni neytenda. Hjá því getur ekki farið. Hvers vegna sífeilt þarf að reyna að koma því inn hjá neytendum að kaupmenn níðist á þeim, skil ég ekki, en finnst mál til komið að lát verði á þessari vitleysu. Hagsmunir kaupmanna og neyt- enda fara saman, og þann dag, sem ég heyri kommaþingmann halda þvl fram, að hann vinni gegn hagsmunum neytenda, verð ég undrandi.“ 0 600 manns í suðrænni sól og kreppuvælið B.G. skrifar: „Velvakandi. Ég las i blaði, að um jólin yrðu um 600 íslendingar á suðrænum sólarströndum. Þetta er út af fyrir sig ágætt og ég óska hinum hamingjusömu til lukku með það. En meðan „þjóðflutningar" i suðræna sól eiga sér stað allan ársins hring, er ekki hægt að vera sivælandi um kreppu, eins og gert hefur verið hér á landi undan- farin misseri. Nú segir eflaust einhver, að ekki séu allir svo vel settir að hafa efni á því að frílysta sig á baðströndum, en þá vil ég benda á, að ekki er hægt að tala um kreppu þegar allir hafa i sig og á, eins og hér hefur verið mörg undanfarin ár. Það þyrfti að gera meira af því að rifja upp raunverulega kreppu, sem heyrir fortiðinni til, guði sé lof. Enn eru margir, sem muna þessa tíma. Einn þeirra er Aron i Kauphöllinni og var bæði fróðlegt og gagnlegt að hlusta á hann lýsa kjörum almennings hér á landi fyrir fáeinum áratugum, þótt ekki væri alls kostar ákjósan- legt hvernig farið var að þvi að bjarga sér, en það er líklega eins og gengur og gerist á öllum tím- um. Þegar ég var að komast til manns fór ég til iðnnáms í Reykjavík, vegna þess að í sveit- inni var ekkert við að vera. Þá mátti halda á spöðunum til að láta endana ná saman og greiða leigu fyrir smáherbergiskytru, þar sem ekkert var inni nema borð, stóll og rúmið. Ekki var um að ræða annað en olíulampa til að lýsa upp herbergið, og það var ekki látið loga nema nauðsynlegt væri. Ég Ieið ekki skort og held, að mér hafi ekki orðið meint af þessu hallærislifi, en það sem maður sá I kringum sig hefur orðið til þess, að manni verður illt af að hlusta á fólk, sem hefur allt til alls, jafnvel þótt það þurfi stundum að halda utan um pen- ingana sina og sjá til þess að þeir fari I rétta staði, þegar svo er verið að tala um kreppu. Kreppuvælið passar nefnilega ekki alveg við mannalætin i sam- bandi við landhelgismálið. HÖGNI HREKKVÍSI .. og íllur þá um er rætt! NY SENDING FRÁ FUGLAVÍK ! U r»‘ ” ■; | 4^5 SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Sudurlandsbraut 12 simi 844 88 senur 17 Ijósa SERÍAN SEM ÞOLIR SPENNUMISMUN. SERÍAN SEM LOGAR ÞÓ EIN PERA BILI. SAMÞYKKT AF RAFMAGNSEFTIRLITI RÍKISINS. VERÐ AÐEINS KR. 3.950. heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8 Jakkar úr enskumef cylnderse Lauth Vesturgötu Laugavegi 39 Glæsibæ 33? SIGGA V/GGA S AíLVERAKí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.