Morgunblaðið - 19.12.1975, Page 32
64
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975
Séra Gísli Brynjólfsson:
Mannfólk mikilla sæva
— Staðhverfingabók —
Þessi bók er í lausu máli, Ijóðum og myndum
lýsing á horfinni byggð. Hún er átthagarit í
fyllsta skilningi þess orðs, en samt svo mikið
meira. ( lausu máli og mörghundruð Ijósmynd-
um birtast okkur á síðum þessarar sérstæðu
bókar hörð lífskjör hinna fræknu sjósóknara á
Suðurnesjum. Bókin er jafnframt samnefnari
fyrir íslenskt mannlíf á liðnum öldum allt fram
á þennan dag.
Steinar J. Lúðvíksson:
Þrautgóðir á raunastund
Sjöunda bindi björgunar- og sjóslysasögu
fslands.
Þessi bók fjallar um árin 1925—1927, en áður
var búið að rekja atburði áranna 1928—1958
og fjalla einnig um brautryðjendur og forystu-
menn slysavarna hérlendis. Drjúgur hluti hinnar
nýju bókar fjallar um Halaveðrið mikla árið
1925, en þegar það skall á voru margir togarar,
bæði íslenskir og erlendir, við veiðar á Hala-
miðum og lentu þeir flestir í kröppum dansi og
tveir þeirra fórust með .allri áhöfn.
Sýnir og vitranir
eftir Erich von Dániken
í þýðingu Dags Þorleifssonar.
( fjórðu bók sinni sem út kemur á íslandi fjallar
Erich von Dániken um ráðgátur sem heillað
hafa mannkynið frá örófi alda. Höfundurinn hef-
ur kannað sýnir og vitranir um víða veröld og
telur að hér sé um raunverulega atburði að
ræða. Niðurstöður hans hafa vakið svo mikla
athygli að þær eru nú ræddar um allan heim,
enda er Dániken einn víðlesnasti höfundur
vorra daga.
Bókin sem breytt getur lífi þínu:
Jökull Jakobsson:
Feilnóta í fimmtu
sinfóníunni
Mannleg náttúra lætur ekki að sér hæða, nú
fremur en fyrri daginn. Kona þingmannsefnisins
í Arnarnesinu býr í ástlausu hjónabandi og
leitar sífellt burt frá veruleikanum með síð-
hærðum strákslána í Þingholtunum. Það er
talsvert önnur sinfónia sem hljómar í bedda-
ræflinum undir bárujárnssúðinni eða í bein-
hvíta hjónarúminu í svefnherberginu gegnt
Gálgahrauni. Einn getur kallað fram undursam-
lega tóna þar sem annar nær engu nema óræðu
surgi.
Ár gullna apans
Fimmta bók Colin Forbes.
Þýðandi: Björn Jónsson.
Þrjár milljónir sterlingspunda voru greiddar
fyrir kvikmyndaréttinn.
Olía, arabar, skemmdarverk, allt eru þetta orð
sem hljóma í eyrum okkar daglega og aldrei er
að vita hvenær og hvar næsta sprengja spring-
ur. Þetta er hörkuspennandi bók er segir frá
ráni arabiskra skemmdarverkamanna á risa-
stóru olíuskipi, sem þeir hyggjast sprengja í
loft upp í höfninni í San Francisco. Atburða-
rásin er vægðarlaus og við hæfi óskeikullar
frásagnargáfu höfundarins.
Undraverður árangur
jákvæðrar hugsunar
eftir Norman Vincent Peale,
í þýðingu Baldvins Þ. Kristjánssonar.
Þetta er bók sem sýnir hvernig fólk getur unnið
bug á erfiðleikum sínum, forðast ósigur og mis-
tök og lifað glatt og öruggt I stað þess að búa
við óvissu og ringulreið. Hápunkturinn er hinn
hrífandi þáttur um undraverkin, hina miklu
titrandi orku, sem okkur ennþá aðeins órar fyrir.
Hinn andlegi heimur getur bjargað okkur, ef
við aðeins lifum í samræmi við hann.
Björn Þ. Guðmundsson,
borgardómari:
Formálabókin þín
Handbók fyrir lærða og leika sem geymir sýnis-
horn allra helstu samninga og löggerninga sem
fyrir koma í daglegum störfum manna. Upp-
bygging bókarinnar er við það miðuð að vera
sem auðveldust í notkun. Efninu er skipað í níu
meginflokka, en þess utan er efnisyfirlit og
orðaskrá svo ítarleg, að þar er um nær tæmandi
leiðarvísi við notkun bókarinnar að ræða. Þetta
er bók sem hver og einn hefur gagn af að eiga.
Elín Kristjánsdóttir:
Some lcelandic Recipes
Litla matreiðslubókin sem þú sendir erlendum
vinum í jólagjöf — og hún kostar lítið.
Þessi bók er ekki stór, aðeins 80 litlar síður, en
hver segir að gjöf þurfi alltaf að vera svo voða
stór og dýr. Það eru gæðin sem skipta máli.
Þessi litla bók geymir fjölmargar uppskriftir
íslenskra rétta, sem margir útlendingar hafa
þegar prófað og lokið lofsyrði á. Bókin er svo
lítil fyrirferðar að hana er hægt að senda í stóru
umslagi hvert sem er.
og íeiftúrfrn ffotttm ohhnn
\ '. Ivfwalarittír
dr.Knstjánl'Jdjmt
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
Horfnir starfshættir
Formáli eftir dr. Kristján Eldjárn.
Daglaunamaðurinn, þúsundþjalasmiðurinn,
fræðaþulurinn og hinn ritgjarni orðhagi, Guð-
mundur frá Lundi, hefur skilað samtíð sinni
bók sem mun lifa í framtíðinni. Hér eru á ferð-
inni fróðleiksþættir og heimildir um lífsbjargráð
og menningarsnið á sviðum horfins þjóðlífs sem
íslenskri menningarsögu er mikill fengur í.
Þetta er bók sem á erindi til allra sem unna
þjóðlegum fróðleik og með nokkrum sanni má
segja að hún brúi bilið milli bókar Jónasar frá
Hrafnagili og okkar daga.
Snjólaug Bragadóttir frá Skáldaleek.
Holdið er torvelt að
temja
Holdið er torvelt að temja er samtímasaga úr
borgarlífinu um listamenn og lífsglatt fólk, þar
sem ástin á það til að hafa endaskipti á tilver-
unni og enginn veit hver annars konu hlýtur að
lokum. Spennan vex frá fyrstu blaðsíðu og
heldur stíganda allt til enda. Þetta er fjórða bók
hinnar ungu skáldkonu. Hinar fyrri voru allar
uppseldar en fást nú aftur í bókabúðum.
Holdiö
ertorveltað
temja
GÓD BÓK ER GULLIBETRI
Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722