Morgunblaðið - 09.01.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976
Atvinnu
skipting
Hlutfallsleg skipting
atvinnu eftir starfsgrein-
um I landinu er Ihugun-
arefni. Samkvæmt
„ Hagtölum iðnaðarins"
var hlutur iðnaðarins
(mannár 1973) 25.1%
af heildaratvinnusköpun
I landinu. Að vlsu verður
að hafa það I huga, að
frumatvinnuvegir þjóð-
arinnar. sjávarút-
vegur og landbúnaður,
leggja iðnaðinum til
mikilvæg hráefni, svo
erfitt er að draga skörp
skil milli þessara at-
vinnugreina. Þessir
frumatvinnuvegir kalla
og á umfangsmikinn
þjónustuiðnað. Þannig
eru atvinnugreinar
þjóðarinnar hver annarri
háðar og byggja á
sameiginlegum grunni.
þegar grannt er skoðað.
Engu að siður er
iðnaðurinn (vinnsla inn-
lendra hráefna með-
talin) lang drýgsti þáttur
atvinnusköpunar I
landinu. Þetta er vert að
hafa I huga, einkum á
erfiðum timum i efna-
hagslifi þjóðarinnar,
þegar saman þarf að
fara það tvennt, að
vinna gegn verðbólgu.
óhagstæðri viðskipta-
og greiðslustöðu þjóðar-
búsins út á við og halda
uppi fullri atvinnu i land-
inu. þ.e. að sigla fram á
þeim skerjum efnahags-
kreppunnar, sem viða
um lönd hafa komið
fram i víðtæku atvinnu-
leysi. Það er þvi meir en
timabært að byggja að
þvi sem styrkt gæti
stöðu iðnaðarins I land-
inu.
Stærstur er hlutur
iðnaðar i Reykjaneskjör-
dæmi, reiknað I mannár-
um 1973, eða 34.8% en
fer lægst i Suðurlands-
kjördæmi eða 18.4%
Útflutnings-
iðnaður
Hlutur iðnaðarfram-
leiðslu i heildarút-
flutningi ársins 1974 er
talinn 21.6% Þar er
hlutur álverksmiðjunnar
langstærstur eða 4.7
milljarðar af rúmlega 7
milljarða útflutningi.
Annar útflutn-
ingsiðnaður var sem
hér segir þetta ár:
1) Loðsútuð skinn og
húðir 439 m.kr., niður-
soðnar og niðurlagðar
sjávarafurðir 491 m.kr.
kisilgúr 329 m.kr.,
prjóna- og ullarvörur
770 m.kr. og ýmsar
iðnaðarvörur 212 m.kr.
Enginn vafi er á þvi að
hlutur iðnaðar i út-
flutningi þjóðarinnar
getur farið mjög vaxandi
ef rétt er á málum
haldið.
Á1 og kísilgúr
Þeim, sem harðast
deildu á ál- og kisilgúr-
verksmiðjur á sinni tið,
hefur efalaust gengið
gott eitt til, sumum
hverjum, og varnaðar-
orð þeirra sjálfsagt orðið
jákvæð varðandi fyrir-
byggjandi mengunar-
varnir. En skylt er einnig
nú i Ijósi reynslunnar að
lita á hinar jákvæðu
hliðar.
^ — Miðað við erfiða
gjaldeyris- og viðskipta-
stöðu þjóðarinnar hefur
um fimm milljarða út-
flutningsverðmæti
þessara verksmiðja (árið
1974) haft mjög jákvæð
áhrif.
S — Orkufrekur
iðnaður (álverksmiðjan)
var beinlinis forsenda
þess að ráðizt var i Búr-
fellsvirkjun og ýtti veru-
lega undir og flýtti orku- .
rannsóknum og fram-
kvæmdum, þann veg. að |
við stóðum betur að vigi |
en ella i orkukreppunni i
(hækkun oliuverðs) og
búum við mun lægra I
rafmagnsverð en ella |
væri.
0 — Álverksmiðjan .
er I raun atvinnu- 1
skapandi vtðar en i I
nágrenni sinu. Fram- |
leiðslugjald frá henni er i
helztur tekjustofn ,
Byggðasjóðs, sem fjár- 1
magnað hefur og mun I
marga atvinnufram- |
kvæmdina viðs vegar i
um landið.
0 — Þessar verk- '
smiðjur hafa haft vlðtæk |
tekjuöflunaráhrif fyrir |
viðkomandi sveitar- i
félög, bæði sveitarsjóði
og hafnarsjóði, en Húsa- I
vikurhöfn og Hafnar- |
fjarðarhöfn hafa allt I
aðra og betri rekstrar- i
stöðu en aðrar hafnir I |
landinu, sem flestar eru I
þungur baggi á sveitar- |
félögum sinum. |
Þannig mætti fleira til .
tina. En reynslan, sem 1
fyrir liggur, hefur sem I
betur fer afsannað i j
aðalatriðum þær þröng- |
sýnu og neikvæðu full- .
yrðingar sem á sinni tið
var á loft haldið gegn I
þessum verksmiðjum,
einkum í Þjóðviljanum ■
og þingræðum fulltrúa
Alþýðubandalagsins. Á I
erfiðum atvinnutímum
eins og nú eru verður |
gildi þessara fyrirtækja 1
auðsærra öllum. i
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
JAZZDANSSKÓLI
IBEN SONNE
KENNSLUSTAÐIR
REYKJAVÍK:
Skúlagötu 32
Kennsla byrjar 1 3. janúar
BREIÐHOLTI:
Fellaskóla (Fellahellir)
Kennsla byrjar 9. janúar.
Barnafl. — unglingafl.
Innritun og upplýsingar daglega i sima 1 2384.
( DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS «*<► , . ,
Laugardag 10. janúar
hefst
BÚTASALA
IJTSALA
mikið niðursett verð
7
Keflavík
Til sölu glæsileg húseign við Tjarnargötu. Á efri
hæð er 5 herb. vönduð íbúð með stórum
suðursvölum. Sérinngangur. Á neðri hæð er
127 fm verzlunarhúsnæði sem má stækka um
80 fm. Húseignin selst í einu lagi eða hvor hæð
fyrir sig.
Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns,
Vatnsnesvegi 20, Keflavik,
símar 1263 og 2890.
Enginn kemst
hjá æfingu
ef hann vill tala erlend tungumál.
Æfinguna færðu hjá okkur.
Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefj-
ast 1 2. janúar.
Síðasti innritunardagur!
sími 10004 og 11109
Málaskólinn Mímir
Brautarholti 4.
Til sölu
Flugvél af gerðinni HELIO SUPER C0URIER H.
295 vélin er af STOL gerð og hentar vel til flugs
á litlar og ófullkomnar flugbrautir.
Vélin hefur verið notuð í tæpt ár hér á landi við
sjúkra-, póst- og farþegaflutninga á Vestfjörð-
um og hefur reynst mjög vel.
Með vélinni getur fylgt nýr skíðabúnaður af
fullkomnustu gerð sem völ er á.
Einnig getur fylgt nokkuð af varahlutum.
Nánari upplýsingar veitir:
Flugfélagið Ernir h. f.,
ísafirði.
Tilkynning um
breytta
verzlunartíma
Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á
liðnu ári, viljum við vekja athygli á breyttum
verzlunartíma, á föstudögum og laugardögum.
Framvegis verður Kaupgarður opinn sem hér
segir:
Mánudaga —
fimmtudaga: 9-12 og 13-18.
Föstudaga 9-12 og 13-20
Laugardaga 10-12
Kaupgarður
■ Smiöjuvegi9 Kópavogi