Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976
18
Minning:
Barbara Moray
Williams Árnason
19. IV. 1911
31. XII. 1975
Það var íslandi mikill ávinning-
ur á kreppuárunum er hin list-
haga og gáfaða breska kona Bar-
bara Moray Williams heillaðist
svo af sögu lands og þjóðar að hún
kom hingað út, giftist íslenskum
listamanni og starfaði hér síðan.
Segir svo frá menntabraut henn-
ar og þeim viðburði í verki Björns
Th. Björnssonar, Islensk myndlist
(II. bindi, bls. 229): „Hún er ætt-
uð úr Hampshire í Suður-
Englandi, fædd hinn 19. apríl
1911 i Peterfield, dóttir A. Moray
Williams, málvisindamanns og
fornfræðings. Það lá því nærri að
hún færi í listaskólann í
Winchester er hún hafði lokið al-
mennri menntun, en sú borg er í
senn höfuðstaður Hampshire og
fræg listaborg að fornu fari, bygg-
inga, kirkjulegra málverka, hann-
yrða og bókaskreytinga. Eftir
þriggja ára nám í Winchester
School of Art fluttist hún í Royal
College of Art í Lundúnum, þar
sem hún stundaði nám i önnur
þrjú ár, og þá einkum á sviði
málmristu og tréstungu. Þaðan
lauk hún prófi vorið 1935.
Hin stutta heimsókn Barböru
til íslands varð henni æði afdrifa-
rík, því hér festist hún ekki að-
eins með annan fótinn heldur
hjartað allt. Hún kynntist
Magnúsi Á. Árnasyni, hinum list-
fenga þúsundþjalasmið...“
Hamingjusamt hjónaband þeirra
entist nær fjóra áratugi og Island
átti i henni einn sinn besta
borgara í hópi listamanna. Hag-
leiksverk hennar, sem hún vann
kappsamlega að allt þetta tímabil,
eru fjölmörg og öll í flokki
ágætustu listaverka, hvort sem
um er að ræða bókaskreytingar,
vatnslitamyndir, málverk á gler
og tré, veggskreytingar, mynstur-
tjöld, klippingar eða lopavinnu.
Barnamyndir Barböru þóttu lengi
með albestu verkum hennar, en
hún var einlægur barnavinur,
skemmtin og gestrisin svo af bar.
Barbara Árnason var víðförull
heimsborgari og mátti sjá verk
hennar á listaverkamarkaði víða
erlendis, og jafnan hjá bestu
fyrirtækjum sinnar greinar i
Paris, London og Edinborg. Bar
hún hróður tslands um öll lönd
þar sem hún sýndi og seldi lista-
verk sfn.
Myndskreyting Barböru á
Passíusálmaútgáfu Menningar-
sjóðs (1961) er einstætt lista-
verkasafn, sem hún vann að í sjö
ár (1944—1951) og sem betur fer
eru frummyndirnar i eigu Lista-
safns íslands. Með því stórverki
einu saman hefur Barbara heitin
reist sér óbrotgjarnan minnis-
varða.
Barböru Árnason verður sárt
saknað af íslenskum listunnend-
um og vinum, en hún snart með
menningu sinni og fágaðri fram-
komu viðkvæmustu strengi
þeirra, sem áttu því láni að fagna
að eignast vináttu hennar.
Blessuð sé minning Barböru
Moray Williams Árnason.
H.F.
Kveðja frá Félagi fslenskra
myndlistarmanna
ísienskir myndlistarmenn og
fjölmargir vinir kveðja í dag Bar-
böru Árnason. Þótt starfsævi
hennaryrði alltof stutt, varð dags-
verk hennar drjúgt vegna sjálfs-
aga og ötullar vinnu. Hún var
velmenntaður listamaður, sem
auðgaði íslenska list með fjöl-
breytilegum og fáguðum mynd-
verkum sínum. Hún stundaði að
aukinni listmennt með því að
veita félögum sínum um árabil
utanfararstyrkj, svo að þeir
mættu víkka sjóndeildarhring
sinn. Ungum myndlistarmönnum
varð hún oft aflgjafi með
hvatningarorðum, sem mælt voru
af víðsýni og góðvild. Hún var
óbrigðull stuðningsmaður félags
síns í blíðu og stríðu. Barbara
vann hugi allra, sem kynntust
henni og störfuðu með henni.
Félag íslenskra myndlistarmanna
sendir Magnúsi Á. Árnasyni og
fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
In memoriam
Á skrifborðinu mínu liggur lítil
mynd af hýreygri hnokkintátu.
Hún er eftir Barböru Árnason. Ég
hafði hugsað mér einhvern dag-
inn að keyra í Kópavog og biðja
um áritun, sem hafði láðst. Nú er
það of seint. Mannvinur er látinn.
En minning mun lifa í þessari
litlu telpu, sem heldur á logandi
kerti í hvorri hendi og beinir til
himins. Er ég nú lít þessa mynd
enn eitt sinn finnst mér hún
geyma ákall til almættis um
aukna mannúð og miskunn á jörð.
Það var eftir heitstrengingu
slíkra hugsjóna að ég hitti Bar-
böru fyrst. Hlýtt handtak hennar
jók mér hug til fyrstu starfa á
vegum Amnesty International á
Islandi — samtaka sem vonum
seinna hösluðu sér völl hér i harð-
býli norðurhjara. Barbara og eig-
inmaður hennar, Magnús A.
Árnason, listamaður, voru ein af
stofnfélögum íslandsdeildar þess-
ara samtaka sem fyrir fórnfúst
starf þúsunda þegna um gjörvall-
an heim eru orðin að virtu og
áhrifamiklu afli í viðleitni verald-
ar barna til varnar og varðveislu
æðsta markmiðs mannlegs lífs:
Frelsis til orðs og æðis.
+
Útför
GUÐBJARGAR
SIGURBJÖRNSDÓTTUR
MYRVANG,
Turistvejen 42,
Tromsdal, Tromsö,
Noregi
fer fram í dag 9 janúar
Fyrir hönd barna hennar og
annarra aðstandenda
Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir.
Sigbjartur Sigurbjörnsson,
Guðmundur Sigurbjörnsson,
Marla S. Óskarsdóttir.
+
Systir mín
MARGRÉTBJORNSSON
(GUÐMUNDSDÓTTIR),
Lundar Manitoba, Canada,
andaðist 2 jan 1 976 Útförin hefur farið fram
Rannveig Guðmundsdóttir,
Laufásvegi 38,
Reykjavfk.
Móðir okkar +
ÞÓRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR
frá Neðra Nesi
lézt miðvikudaginn 7 janúar
Sigurður Þorbjörnsson Þórdfs Þorbjörnsdóttir
Halldór Þorbjörnsson
+
GUÐJÓN GUÐBJÖRNSSON
fyrrv. skipstjóri,
Ránargötu 14, Reykjavlk
lést I Vífilsstaðarspitala 8 janúar,
Matthea Jónsdóttir,
Þuríður Guðjónsdóttir, Páll Ólafsson,
Helga Guðjónsdóttir, Sigvaldi Jóhannsson.
+
Eíginmaður minn, faðir, sonur og bróðir okkar,
RAGNAR GUÐNASON
vatnsmaður hjá Reykjavlkurhöfn,
Langholtsvegi 89.
sem lézt 29 desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
laugardaginn 10 janúarkl 10 30,
Laufey Hermannsdóttir,
Ólafur Rangarsson,
Jórunn Magnúsdóttir og systkiní hins látna.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar , ,
JÓNFRIÐAR ELÍASDÓTTUR
frá Miðhúsum I Vatnsfjarðarsveit.
Árni Stefánsson,
Arndls Stefánsdóttir.
Kristln Stefánsdóttir,
Páll Stefánsson.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
LÚÐVÍKS JÓNSSONAR,
meinatæknis.
Guðrún Sæmundsdóttir og börnin.
Skrifstofur okkar verða
lokaðar
eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jarðarfarar
Hjartar Jónssonar gjaldkera.
Bæjarútgerð Reykjavíkur.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar.
STEINGRÍMUR GUÐBRANDSSON,
Hjaltabakka 22,
andaðist 5 janúar.
Sigrún Gunnarsdóttir og börn.
+
Eiginmaður minn,
GUNNLAUGUR ÁSGEIRSSON
kaupmaður
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 2 janúar kl 3. e.h
Blóm vinsamlegast afbeðin.
Valgerður Apdrésdóttir
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Skipstjóra,
Vlfilsgötu 21.
Sigurjón Þórðarson, Guðmundur Þórðarson,
Sigrún Sigurðardóttir. Esther Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför
HJARTAR E. GUÐMUNDSSONAR.
forstjóra,
Hrlsateigi 27,
Guð blessi ykkur öll.
Eygló V. Hjaltalln,
Vigfús Hjartarson, Pálmi G. Hjartarson.
Sigursteinn Hjartarson, Guðmundur B. Hjartarson,
Jytte Hjartarson, Björg D. Snorradóttir.
og barnabörn.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
ÁSTRÍÐAR S. SIGURÐARDÓTTUR,
Kristinn Guðnason,
Helga Kristinsdóttir, Ólafur Magnússon,
Ása Kristinsdóttir, Svavar Björnsson,
Ólafur Kristinsson, Auður Linda Zebitz
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
MARTIN TÓMASSON,
forstjóri,
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
1 0 janúar kl 2 e h
Bertha Gfsladóttir,
Eyjólfur Martinsson, Sigrfður Jakobsdóttir,
Rósa Martinsdóttir, Ársæll Lárusson,
Emilia Martinsdóttir. Sigurður Skarphéðinsson
og barnabörn.