Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976
25
VELX/AKAIMDI
iVelvakandi svarar í síma 1Ó-100
kl. 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
% Er bráðum
fullsaddur
„Miðaldra" skrifar eftirfarandi
pistil og er hvassorður i garð sjón-
varpsins. Nú hef ég þraukað með
sjónvarpstæki allt frá þvf að við
íslendingar eignuðumst okkar
eigin sjónvarpsstöð; ég átti ekkert
tæki meðan Kaninn sat einn að
krásunum og langaði satt að segja
ekkert að eiga það. Nú er hins
vegar svo komið, að ég er kominn
á fremsta hlunn með að selja
þennan „imbakassa" minn, eða að
minnsta kosti að fá rétta aðila til
þess að innsigla hann.
Maður hefði ekki haldið, að
íslenska sjónvarpið gæti versnað,
en þó sýnist mér sem yfir-
standandi vetur ætli jafnvel að
slá öll fyrri met í þessum efnum.
Svo gersamlega er aumingja sjón-
varpsforustan meira að segja bú-
in að gefast upp, að hún er byrjuð
að endursýna hversdagslegustu
þætti jafnvel þremur fjórum vik-
um eftir frumsýninguna! Nú á
þriðjudag buðu þeir okkur til
dæmis aftur í Færeyjatúr (og að
auki með framhaldi daginn eftir),
þó að upplýst sé i dagskrá, að
þessi sami þáttur hafi verið á
skjánum þann 10. desember.
Satt að segja sýnist manni nú
upp á síðkastið sem þeir sjón-
varpsmenn séu hreinlega að
gefast upp. Hvort er það peninga-
leysi eða andleysi sem veldur —
eða er það hvortveggja?“
0 Forgangur
„blikkbeljunnar“
Göngu-Hrólfur skrifar:
„Þið fáið sjálfsagt margt bréfið
þarna vegna færðarinnar hér á
götunum undanfarna daga, en þó
langar mig að leggja orð i belg. Ég
er svo dæmalaust óánægður með
það, hvað lítið er gert fyrir okkur
þessi, sem kjósum að fara ferða
okkar á tveimur jafnfljótum. Ég
læt það vera þó að gangstéttirnar
okkar séu ekki beinlínis skafnar
og snurfusaðar jafnharðan og
snjó festir á þeim, en hálf finnst
mér það samt fautaleg vinnu-
brögð þegar snjónum á bila-
brautunum er beinlinis rutt upp á
gangstéttirnar. Mér finnst eigin-
lega stundum sem ég sé orðinn
eins konar annar flokks borgari
þegar ég sé vinnubrögðin. Þar
sem ég bý eru snjógarðarnir hví-
likir alveg undir húsunum, að þar
er I rauninni engum fært nema
djörfustu krökkum og fuglinum
fljúgandi. Hins vegar er allt fint
og fágað þar sem blikkbeljunni er
ætlað að komast leiðar sinnar.
Ég er sárgramur út af þessu og
á eftir að verða reiðari ef þetta er
— Hvernig fór þetta með
njósnarann? Giftist hann Ijðsk-
unni eða hinni?
— Hann giftist hinni, sagði
Helen Missal hirðulevsislega.
— Þér vitið þessari sem spilaði
á fiðiu.
— Jæja, ég þarf ekki að tefja
vður lengur, frú Missal.
— Ég þarf iíka að flýta mér. Ég
á pantaðan tfma í lagningu.
— Ef þér vilduð nú bara segja
mér nafnið á vini vðar — þessum
sem var með vður f hfóinu...
Helen Missal leit á þá til
skiptis. Wexford kuðlaði pappfrs-
örkina saman og henti henni f
bréfakörfuna.
— Já, en þér hljótið að skilja
að það get ég ekki gert. Ég get
ekki farið að blanda honum inn f
þetta.
— lhugið það nú aðeins nánar,
frú Missal. Hugsið um það á
meðan þér látið snyrta á vður
hárið.
Burden opnaði dvrnar riddara-
Iega fvrir henni og hún gekk
hratt út og án þess að Ifta um öxl.
— Ég var að tala við einn
nágranna minn, sagði Burden
— Það er frú Joncs sem býr við
Tabard road númer nfu. Hún sem
sú skipan sem okkur er ætluð í
framtiðinni."
^ Mínusum
veiðiþjófana
S.B. skrifar af tilefni þorska-
stríðsins:
„Nú eru Bretarnir byrjaðir að
stæra sig af þvf, að þeir afli jafn-
vel óvenjuvel undir herskipa-
verndinni, og í Morgunblaðinu las
ég svo í gær, miðvikudag, að þeir
gerðu ráð fyrir að hirða hérna af
miðunum okkar allt að 150
þúsund tonn í ár, sem er vitanlega
langt yfir það aflamagn, sem telj-
ast má forsvaranlegt, ef fiskur á'
ekki að ganga hér til þurrðar áður
en lýkur. Kannski það vaki fyrir
þessum undarlegu nágrönnum
okkar að eyðileggja i eitt skipti
fyrir öll þá auðiind, sem gerir
okkur kleift að búa hér, þvf að
maður er svei mér þá farinn að
halda, að það sé eftir öðru. Við
megum heldur ekki gleyma því,
að við eigum i höggi við gamalt
nýlenduveldi, og ég held að þegar
veidi Bretans var mest, hafi þeir
einmitt kært sig kollótta um, hver
yrðu afdrif hinna arðrændu, ef
„stóri bróðir“ sjálfur hafði bara
nóg upp úr krafsinu.
Við getum víst því miður ekki
bægt rányrkjumönnunum frá
ströndum okkar, en við gætum nú
kannski samt komið þeim í
skiining um, að sá aflahlutur, sem
HÓGNI HREKKVÍSI
g®3 SIG6A WóGA £
SIMI I MIMI ER 10004
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám
Fiskiskip
Til sölu er 1 60 tonna stálskip, velútbúið með
nýrri vél til afhendingar á vertíð strax.
Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 11.
Simi 14120, 14174 heima 30008.
þeir stæra sig af núna, sé geymd-
ur en ekki gleymdur. Það kom
auðvitað aldrei til mála að sam-
þykkja það aflamagn, sem
Bretarnir ætluðust til að fá hér á
miðunum, góð eitt hundrað
þúsund tonn ef ég man rétt. Svo
langt ætluðum við samt að seilast
sjálfir til sátta að leyfa þeim að
taka hér 65,000 tonn. Nú finnst
mér það hins vegar ekki koma til
mála eins og nú er komið. Við
eigum að gera Bretum það
fullkomlega ljóst, að þegar þeir
státa af þvf leynt og Ijóst, að þeir
ætli sér að taka hér úr sjónum
tugþúsundir tonna af fiski um-
fram það magn, sem meira að
segja þeirra eigin fiskifræðingar
telja forsvaranlegt, þá verði sú
tala tekin með í reikninginn,
þegar sá dagur rennur upp — og
hann mun renna upp — að bresk
útgerð verður að sætta sig við það
aflamagn sem við skömmtum
henni. Við eigum að mínusa Breta
fyrir hvern þann fisk sem þeir
draga nú á miðum okkar i full-
komnu trássi við afleiðingarnar
fyrir okkur og raunar öll grann-
riki okkar."
# Þvf miður
Orðsending til „Aldraðrar":
Bréf þitt er þvi miður allt of
langt, og þar sem tekið er fram, að
ekki megi „saxa það i sundur", þá
getum við ekki birt það að svo
stöddu — nema þér snúist hugur.
Athugið
Breyttur
opnunartími
Föstudaga til kl. 8
Laugardaga frá 10-12
SKEIFUNN115■ I SlMI 86566
Utsala — Útsala
á hljómplötum,
aðeins í 2 daga.
Úrval af stórum hljómplötum á verði frá
aðeins
kr. 295
Fást eingöngu í verzlun
okkar Hafnarstræti 3
1=
Hljómplötudeild
Hafnarstræti 3 - 20455.