Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÍ), MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Vísismenn stefna Olafi Jóhannessyni MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlvsing frá þremur af fimm stjórnarmönnum Vfsis, þar sem segir, að þeir hafi ákveðið að stefna Óiafi Jóhannessyni dóms- málaráðherra vegna ummæla hans um meirihluta blaðstjórnar Vfsis. Ennfremur kom það fram í Vísi í gær, að Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Vfsis, hefur ákveðið að stefna dóms- málaráðherra fyrir ummæli hans. Morgunblaðið reyndi í gærkvöldi að ná í dómsmálaráðherra vegna þessa máis en það tókst ekki. Hér fer á eftir yfirlýsing meiri- hluta stjórnar Reykjaprents hf. útgáfufélags Vísis: Undanfarna daga hefur Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra margsinnis borið útgáfustjórn Vísis eða meirihluta hennar hin- um þyngstu sökum. Ráðherranum hefur verið gefinn kostur á að draga ummæli sín til baka án frekari eftirmála, en hann hefur ekki þegið það boð. Af þessum sökum sjáum við undirritaðir stjórnarmenn í útgáfustjórn Visis okkur ekki annað fært en að láta höfða mál á hendur dómsmálaráð- herra vegna hinna óréttmætu og alvarlegu ásakana hans, enda munum við ekki sitja undir slík- um aðdróttunum frá einum æðsta ráðan anni þjóðarinnar. Smáufsinn verndaður út árið Eins og sagt hefur verið frá í Mbl. hefur sjávarútvegsráðu- neytið tilkynnt friðun á veiði- svæði sem markast af Beru- fjarðarál og Lónsdýpi utanvert á grunninu þar og er markmiðið að vernda smáufsann þar. Islenzkir og vestur-þýzkir togarar hafa stundað þar talsvert veiðar en í samtali í gær við Matthías Bjarna- son sjávarútvegsráðherra kvaðst hann ekki vita til annars en frið- unarlögin hefðu verið virt, enda hefði utanríkisráðuneytið til- kynnt viðkomandi aðilum um málið. Þá hefur ráðuneytið sent út að- vörun til sjómanna um að veiða ekki i Djúpálnum við Vestfirði, a.m.k. um sinn, en Hafrannsókna- stofnunin á eftir að kanna svæðið nánar. Vegna árása dómsmálaráðherra á skrif Vísis viljum við árétta að Vísi er ritstýrt eftir reglum frjálsrar blaðamennsku. 1 þessu felst, að ritstjórn blaðsins hefur úrslitaráð um efni þess án ihlut- unar útgáfustjórnarinnar gagn- stætt því, sem tíðkast um ritstjórn flokksstýrðra blaða. Eftir þessu grundvallarsjónarmiði verður Vísi áfram stjórnar, svo að tryggð verði þróun frjálsrar blaða- mennsku í landinu. Reykjavík, 2. febrúar 1976, Ingimundur Sigfússon, Þórir Jónsson, Guðmundur Guðmunds- son. I stjórn Reykjaprents hf. eru ennfremur dr. Gunnar Thorodd- sen, félagsmálaráðherra, og Sveinn R. Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Dagblaðsins, en þeir rita ekki undir fyrrgreinda yfirlýsingu. Enn bjarga bílbeltin: Gekk heill út úr bíl- flakinu Grundarfirði 3. feb. SKÖMMU eftir hádegið f dag varð það óhapp á veginum á milli Grundarfjarðar og Ólafsvfkur að bifreið snerist í hálku á veginum og nam staðar utan hans, á hvolfi. Flughálka er hér á öllum vegum og akstursskilvrði af þeim sökum mjög erfið. Þetta var nýlegur jeppi af Scout-gerð og bifreiðarstjórinn, Garðar Eiriksson, útibússtjóri Samvinnubankans i Grundarfirði, einn á ferð. Hús bílsins lagðist alveg saman og trúlega er bíllinn því sem næst ónýtur. Þeir sem fyrst komu á vettvang töldu með ólíkindum ef nokkur hefði komizt ómeiddur út úr svo illa förnu farartæki. En Garðar slapp nánast ómeiddur, gat losað sig og gengið inn að bænum Búlands- höfða og gert aðvart i síma. Telur Garðar í samtali við undirritaðan i kvöld, að enn einu sinni hafi bílbelti sannað ágæti sitt því hefði hann ekki verið með þau á sér segist hann trauðla trúa þvi að hann væri hér til frásagnar. —Emil. Benedikt Gröndal: Þær unnu hratt og ákveðið þessar tvær stöllur í saltfiskinum hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í gær við að taka saltfisk af þurrkgrindum, en þær gáfu sér þó tfma til að spjalla ofurlítið í bland. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur Helgason. 6700 tonn af loðnu 23 bátar með afla í gær I GÆRKVÖLDI höfðu 23 bátar tilkynnt loðnunefnd alls um 6700 tonn síðan á miðnætti í fyrra- kvöld. Bátarnir voru: Guðmundur með 600 tonn, Óskar Halldórsson 370, Kristbjörg 230, Huginn 400, Harpa 280, Sæberg 170, Isleifur 260, Flosi 150, Pétur Jónsson 370, Svanur 340, Helga 270, Óskar Magnússon 43o, Albert 290, Ólaf- ur Magnússon 270, Eldborg 540, Bergur 170, Rauðsey 430, Álfta- fell 200, Húnaröst 270, Faxi 180, Þorkatla II. 150, Helga II. 300 og Bjarnarey 90. Hundruð tonna af þangi á reki Látrum 3. feb. Hundruð tonna af þangi hefur rekið á fjörur hérna með vestan- áttinni sfðustu daga, en hér er um að ræða þangið sem sumir töldu oliufláka á hafinu fyrir nokkrum dögum. Tugir tonna hafa rekið hér á heimafjöruna, en það sem er sérstakt við þennan reka er fyrst og fremst tvennt, það hve mikið þangið er og smákurlað og hitt hve mikið af sölvum er í þanginu. Meiri hluti þangsins er smágert og óræktarlegt þang eins og mikið er af á innanverðum Breiðafirði, enda hafa menn látið sér detta í hug, að þessi reki sé eitthvað í sambandi við þang- vinnsluna þar. — Þórður Brezku togararnir: Heimtuðu fullar bæt- ur, ella af miðunum Úrslitakostum þeirra ekki sinnt á tilskildum tíma í gær Brezku togaraskipstjórarnir á Austfjarðamiðum sendu brezkum stjórnvöldum boð um úrslitakosti I gær þar sem þeir fóru fram á tryggingu fyrir fullum bótum fyr- ir túrinn, en ella myndu þeir sigla af Islandsmiðum kl. 18 I gærkvöldi. Lloydsman bað um frest til kl. 19, en skipstjóri drátt- arbátsins bar boðin á milli. Brezk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að þau hefðu fengið boðin frá togurunum, en vildu ekkert segja um málið og seint í gærkvöldi höfðu togararnir hvorki fengið svar við boðum sín- um eða hreyft sig af þeim stað þar sem þeir lónuðu I gær. landið í fyrrinótt og létu þeir reka á sömu slóðum og þeir hafa verið á s.l. daga. 1 talstöðvar- spjalli brezku skipstjóranna á Austfjarðamiðum f gær kom fram að þeir hafa getað fiskað Iftið að undanförnu og einn togaraskip- stjórinn gat þess að hann hefði aðeins getað togað 13 sinnum á 14 dögum. Þá bar mikið á rifrildi f spjalli skipstjóranna, aðallega um það hvernig ætti að skipta þeim pen- ingum milli togaranna, sem brezka stjórnin hefur heitið þeim Hvorki hyggilegt né líklegt til árangurs — að skera á allar viðræður Benedikt Gröndal. formaður Alþýðuflokksins, lýsti þvi yfir f umræðum á Alþingi í gær um skýrslu forsætisráðherra um við- ræðurnar f London, að það væri hvorki hyggilegt né Ifklegt til árangurs að skera nú á allar við- ræður. Hann sagði, að rétt væri að kanna skammtíma samninga til þriggja mánaða, þótt Alþýðu- flokkurinn vildi hafa þar allan fyrirvara á um efnisatriði. Benedikt Gröndal, vakti athygli á hugsanlegri breytingu á afstöðu EBE-ríkja til 200 mílna fiskveiði- lögsögu. Sýnt virtist að þau mundu styðja 200 mílna auðlinda- lögsögu á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna — en ekki er allt gull sem glóir, sagði flokks- formaðurinn. EBE-ríkin telja sig hafa betri aðstöðu, eftir en áður, til að fylgja fram skilyrðisbund- inni alþjóðareglu um slika fisk- veiðilögsögu, þar sem fram kæmi ákvæði um „hefðbundinn veiði- rétt“, „kvótaskiptingu" eða ein- hvers konar gjörðardóm. Vmis ríki, sem staðráðin væru i að færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur, hygðust samhliða semja um veiðirétt við aðrar þjóðir. — Mikilsvert væri þvf að við héldum þann veg á málum, er hamlaði gegn því, að slfk skilyrðisbundin ákvæði fylgdu væntanlegum sam- þykktum hafréttarráðstefnunar um nýja alþjóðareglu á þessum vettvangi. Það gæti orðið okkur verulega óhagstætt. Benedikt taldi of mikla leynd hafa hvílt og of lengi yfir niður- stöðum Lundúnaviðræðna for- sætisráðherra og fylgdarliðs hans. Ljóst væri'hins vegar nú að hug- myndir Breta væru óaðgengilegar og samstaða væri um að hafna þeim. Ástæða væri til að staldra við þessa samstöðu og leggja áherzlu á, að hún mætti áfram vara, en málið ekki nýtt til póli- tískrar sundrungar inn á við. Hugmyndir Breta um samninga væru bæði bundnar alltof miklu veiðimagni og alltof löngum samningstíma. Þeir hefðu ekki enn dregið réttar ályktanir af fiskifræðilegum staðreyndum um ástand fiskstofnanna á tslands- miðum né þýðingu nytjafiska okkar fyrir efnahagslegt sjálf- stæði landsins. Þrátt fyrir þetta væri hvorki hyggilegt né líklegt til árangurs að skera nú á allar viðræður. I því Framhald á bls. 27 Samkvæmt upplýsingum Land- vegna veiðitaps á meðan samn- helgisgæzlunnar voru engir ingaumleitanir fara fram I land- brezkir togarar að veiðum við helgisdeilunni. Daglegar yfirhe\Tslur í Alþýðubankamálinu HJÁ sakadómaraembættinu 1 Reykjavík hefur undanfarið ver- ið þingað daglega I Álþýðubanka- málinu svonefnda. Að sögn Sverris Einarssonar, sakadómara, sem hefur með málið að gera, bárust öll gögn frá Alþýðubank- anurn f s.l. viku og hafa sfðan verið daglegar yfirheyrzlur vegna þessa máls. Sem kunnugt er óskaði bankaráð Alþýðubankans eftir því að fram færi opinber rannsókn á við- skiptavinum bankans við flugfél- agið Air Viking og forstjóra þess, en það leiddi síðan til þess að saksóknari óskaði eftir þvi að fram færi rannsókn á viðskipta- vinum bankans við átta önnur fyrirtæki og einstaklinga eftir að í ljós hafði komið að skuldir þeirra viðbankann töldust óeðli- Iega miklar. Jarðskjálftavirknin hefur minnkað um helming Páll Einarsson jarðfræðingur tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi, að jarðskjálftavirkni á Mývatns- svæðinu hefði minnkað mikið síðustu daga, en Páll er nú við rannsóknir á svæðinu. Sagði hann, að fyrir tveimur sólarhring- um hefðu mælzt 500—600 smá- kippir og nokkrir sterkari, en i gær var fjöldi kippa kominn niður i 250. Þó kvað hann þetta vera mikla jarðskjálftavirkni, en flestir kippanna koma aðeins fram á mælum. Þá var einnig rólegt i Axarfirði í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.