Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 15
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1976
15
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Niðurstaða
ríkisstjórnar
Ríkisstjórnin sendi brezku
ríkisstjórninni orðsend-
ingu í gær, þar sem hún til-
kynnir, að huqmyndir Breta
um fiskveiðiheimildir þeim til
handa hér við land, sem settar
voru fram í viðræðum Geirs
Hallgrímssonar og Harolds
Wilsons í Lundúnum fyrir rúmri
viku, séu ekki aðgengilegar
fyrir Islendinga en jafnframt
lýsir rikisstjórnin því yfir, að
hún sé reiðubúin til að taka
upp viðræður um samkomulag
til skamms tíma. Þetta er niður-
staða ríkisstjórnarinnar eftir að
hafa fjallað ítarlega um skýrslu
forsætisráðherra um viðræð-
urnar í London og eftir að hafa
haft samráð við þingflokka
stjórnarflokkanna og forystu-
menn stjórnarandstöðu. Þessi
niðurstaða þarf engum að
koma á óvart' Áður en Geir
Hallgrímsson hélt til London
benti hann á, að svigrúm ríkis-
stjórnarinnar til samninga við
Breta væri mjög naumt vegna
ástands þorskstofnanna á ís-
landsmiðum en það veldur þvi,
að grundvallarmunur er á
aðstöðu okkar nú til samninga
við Breta og þegar viðræður
hafa farið fram í fyrri þorska-
stríðum milli forsætisráðherra
þessara tveggja ríkja
Kjarninn i hugmyndum Breta
um samkomulag i landhelgis-
deilunni er að þeir fái að veiða
hér við land samtals 85 þús-
und lestir af fiski, þar af
65—75 þúsund lestir af
þorski. Siðasta tilboð þeirra
fyrir þessar viðræður hafði
verið um 110 þúsund lesta
hámarksafla en siðasta tilboð
(slendinga, sem síðan féll
niður, var 65 þúsund lesta há-
marksafli en 55 þúsund lestir
af þorski Eftir það, sem á und-
an er gengið, hlýtur það að
valda miklum vonbrigðum, að
Bretar skyldu ekki tilbúnir til
þess að lækka sig meir en raun
ber vitni um.
í greinargerð forsætisráð-
herra til Alþingis í gær kom
fram það mat hans, að Bretar
væru ekki tilbúnir til þess að
meta forgangsrétt strandríkis
eins og vera ber og að Bretar
geri sér ekki nægilega grein
fyrir þeim mun, sem er á mikil-
vægi fiskveiða Breta annars
vegar og íslendinga hins vegar
í efnahagslífi þessara tveggja
ríkja.
En um leið og ríkisstjórnin
hefur lýst því yfir, að þessar
hugmyndir Breta séu ekki að-
gengilega- hefur hún lýst sig
reiðubúna til þess að taka upp
viðræður við Breta um sam-
komulag til skamms tíma.
Þessari afstöðu ríkisstjórnar-
innat ber að fagna Það er litið
mark takandi á þeim stjórnar-
andstæðingum, sem hafa uppi
gífuryrði en engin rök í um-
ræðum um landhelgisdeiluna
hér innanlands og halda því
fast fram, að við höfum engin
efni á því að láta nokkurt fisk-
magn af hendi við aðrar þjóðir
en horfa hins vegar algerlega
fram hjá þeirri staðreynd að
aðrar þjóðir, a.m.k Bretar, eru
tilbúnir til þess að taka hér það
aflamagn, sem þeim hentar,
ófrjálsri hendi og undir her-
skipavernd. Það dugar lítt til
þess að vernda þorskstofnana
að hlusta á slíka menn, sem
stinga höfðinu í sandinn og
neita að horfast í augu víð
veruleikann.
í þessu sambandi er ástæða
til að undirstrika ummæli
Einars Ágústssonar, utanríkis-
ráðherra í umræðunum á
Alþingi í gær er hann sagði, að
við yrðum að hafa í huga það
meginmarkmið að vernda fisk-
stofnana og hamla gegn of-
veiði. Utanríkisráðherra sagði,
að ef hægt væri að ná viðun-
andi samningum til skamms
tíma, sem tryggðu betur
þennan höfuðtilgang út-
færslunnar en áframhaldandi
ófriður ættum við hiklaust að
gera slíkan samning. Þetta er
rétt. Þetta er eina skynsamlega
afstaðan í landhelgisdeilu
okkar við Breta og sú eina, sem
byggir á staðreyndum og rök-
um. í umræðunum á Alþingi i
gær vakti það einnig athygli að
Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, lét í Ijós þá
skoðun að það væri hvorki
hyggilegt né líklegt til árangurs
að skera nú á allar viðræður.
Þessi ummæli Benedikts Grön-
dals vekja vonir um að Alþýðu-
flokkurinn muni taká ábyrga
afstöðu tíl landhelgisdeilunnar
gagnstætt því ábyrgðarleysi,
sem að sjálfsögðu veður uppi
hjá kommúnistum, sem reyna
að telja þjóðinni trú um, að við
getum sigrað Breta í þessu
þorskastríði með valdbeitingu!
Nú, þegar það liggur fyrir,
sem við mátti búast fyrirfram,
að viðræður forsætisráð-
herranna í London hafa ekki
leitt til samkomulags, ber að
leggja megináherzlu á að ná
samkomulagi til skamms tíma,
t.d. til þriggja mánaða, við
Breta. Fyrstu viðbrögð í Lund-
unum benda til þess, að brezLa
ríkisstjórnin sé reiðubúin til
þess að athuga þann mögu-
leika. Það er engum til góðs, að
sá leikur hefjist á ný á fiskimið-
unum hér við land, sem staðið
hafði um tveggja mánaða skeið
og var kominn á svo alvarlegt
stig, að hvenær sem var gátu
voðaatburðir gerzt.
bráðabirgða
samkomulags
I umraeðum var í bili vikið til hliðar
ágreiningi um, hvort um einkarétt eða
Greinarger ð til Alþingis um viðræður í Ivundúnum
athugað þær ástæður og aðdraganda
þeirra, sem leitt hafa til hinnar íslensku
reglugerðar frá 15. júlí 1975, og ákveðið
að fallast á 200 sjómílna fiskveiðilögsögu
Islands sem þátt i samkomulagi því, sem
undirritað er i dag og heimilar breskum
fiskimönnum, er byggja afkomu sína og
efnahagslega velferð á áframhaldandi
veiðum á Islandsmiðum, og halda þeim
veiðum sínum enn um skeið." En þetta
orðalag felur i sér algera og skýra viður-
kenningu.
Gildistími
Um gildistíma hugsaniegs samkomu-
lags voru settar fram fjórar hugmyndir.
1. Að samningurinn yrði til ákveðins
tíma. 2. Að samið yrði til ákveðins tima
eða miðað við lokadag Hafréttarráð-
stefnunnar, ef henni lyki áður en
umsaminn samningstími yrði liðinn.
Fram kom, að nauðsynlegt yrði að skil-
greina nánar hvað fælist í orðinu „loka-
dagur" Hafréttarráðstefnunnar, ef slíkt
ákvæði yrði notað. 3. Samningur gæti
hugsanlega gilt þar til Hafréttarráð-
stefnunni lyki. Og 4. Samið yrði um 6
mánaða uppsagnarfrest, eins og er i
samningi Islendinga og Belga.
Bókun 6
Varðandi protokoll 6 og viðskipta-
samning lslendinga við Efnahagsbanda-
lagið, komu fram þau sjónarmið, að
Bretar myndu beita sér fyrir því, ef
samkomulag tækist um fiskveiðar
breskra togara innan 200 mílna lögsög-
unnar, að protokoll 6 kæmi til fram-
kvæmda og tollalækkunum yrði hagað
þannig, eins og samningurinn hefði
verið í gildi allt frá því að hann var
undirritaður. Hins vegar töldu Bretar að
ákvæðin í protokoll 6 mætti túlka á þann
veg, að tollarnir á islenskum sjávar-
afurðum byrjuðu fyrst að lækka frá og
með gildistöku ákvæðisins, og þess
vegna þyrfti að fjalla sérstaklega um
þetta mál innan vébanda Efnahags-
bandalagsins og í viðræðum við það.
Hugmyndir Breta
Bretar lögðu á það áherslu, að ákvæði
um önnur atriði en aflamagn i hugsan-
legum samningi, s.s. viðurkenningu,
mundu auðvitað ráðast af því, að sam-
komulag tækist um aflamagn og hve
mikið það yrði.
Þegar dregnar eru ályktanir af við-
ræðunum, er eftirfarandi ljóst:
1. Bretar fallast á, að Islendingar
ákveði hver verði leyfilegur hámarksafli
þorsks.
2. Bretar vilja fá ákveðið hlutfall af
þessum þorskafla, sem verði heldur
lægra en aflahlutfall þeirra 1974 og
1975.
3. Varðandi aflamagn óska Bretar eftir
að fá 28% af leyfilegum hámarksafla
þorsks, eða minnst 65 þús. iestir og mest
75 þús. lestir af þorski, en 85 þús. lestir
þegar aðrar fisktegundir reiknast með.
Viðhorf Breta
valda vonbrigðum
Þótt Bretar viðurkenni einhliða rétt
okkar til að ákveða hámarksafla þá urðu
þessi viðhorf Breta mér mikil vonbrigði
og mest af því:
1. Að forgangsréttur strandríkis er
ekki metinn af þeirra hálfu eins og vera
ber.
2. Að Bretar gera sér enn ekki nægi-
lega grein fyrir þeim mun, sem er á
mikilvægi fiskveiða Breta annars vegar
og Islendinga hins vegar, í efnahagslífi
landanna. Þótt íslendingar byggi 80%
útflutnings sins á fiskafurðum og helm-
ingur þeirra sé þorskur.
Orðsending
til Breta
Rétt hefur þótt að ætla sér
rúman tíma tH að kanna inni-
hald viðræðnanna i London, þrátt fyrir
þetta, enda eru hér um mikilvæg þátta-
skil að ræða og máli skiptir, með hvaða
hætti lagt er upp í næsta áfanga.
Á fundi rfkisstjórnar i gær var gerð
samþykkt sem kynnt var og leitað
samráðs um í utanríkis- og landhelgis-
nefndum í morgun.
Hef ég í samræmi við það afhent
Framhald á bls. 27
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra:
Hér fer á eftir skýrsla Geirs
Hallgrfmssonar forsætisráðherra til
Alþingis um viðræðurnar f London.
Þriðjudaginn 27. jan., lauk fjögra daga
viðræðum minum og samferðamanna
minna við Harold Wilson, forsætis-
ráðherra Bretlands, og aðra breska ráð-
herra um fiskveiðideilu íslendinga og
Breta. Til viðræðnanna var stofnað eftir
að bresk herskip og herflugvélar höfðu
verið kvödd út úr 200 milna fiskveiðilög-
sögu Islands og hætt aðstoð sinni við
ólögmætar veiðar breskra togara innan
lögsögunnar. Islenska ríkisstjórnin hafði
þá rætt við Joseph Luns, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins og leitað
eftir stuðningi bandalagsríkjanna. Til-
kynning Breta um brottkvaðningu her-
skipanna var gefin út eftir fund fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins
og James Callaghan, utanríkisráðherra
Bretlands. Jafnframt lá þá fyrir að
stjórnmálasambandi Islands og Bret-
lands yrði slitið 24. janúar s.l., ef bresku
herskipin og flugvélarnar væru enn að
störfum innan 200 mílnanna þann dag.
Svo var ekki og kom því ekki til slita
stjórnmálasambands landanna.
Samráð
heima fyrir
Á þeirri viku, sem liðin er, síðan við-
ræðunum lauk, hef ég skýrt ríkisstjórn-
inni, forystumönnum stjórnarandstöðu-
flokkanna, utanríkismálanefnd og land-
helgisnefnd, frá gangi viðræðnanna.
Þingflokkar hafa rætt málið. A opinber-
um vettvangi hefur hvorugur aðili skýrt
frá gangi viðræðnanna fram til þessa, í
samræmi við samkomuiag um það efni í
viðræðulok.
Áður en ég hélt til fundar við breska
ráðamenn, lýsti ég því yfir að til
fundanna væri stofnað í þeim tilgangi að
kanna allar hliðar Iandhelgisdeilunnar í
því skyni að skilgreina ágreiningsefnin
eins nákvæmlega og unnt væri. Mun ég
nú gera stutta grein fyrir helstu efnis-
atriðum málsins, en vil áður þakka öllum
samferðamönnum mínum fyrir mikil-
vægt framlag þeirra f viðræðunum.
*
A hverju byggist
útfærslan?
I upphafi viðræðnanna lagði ég
áherslu á að útfærsla íslensku fiskveiði-
lögsögunnar í 200 sjómílur byggðist á
drögum að nýjum hafréttarsáttmála sem
byggður væri á umræðum á Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.fram að
þessu, en þessi drög eru jafnframt mat
nefndarformanna ráðstefnunnar á af-
stöðu meiri hluta þátttökuríkja til efnis-
ákvæða nýs hafréttarsamnings. I 46.
grein þessara draga segir m.a. „Efna-
hagslögsaga skal ekki ná lengra en 200
sjómílur frá grunnlínum, sem landhelgi
miðast við.“
I 50. grein stendur m.a.: „Strandríki
ákveður sjálft hámark sjávarafla í efna-
hagslögsögu sinni.
Að fengnum þeim bestu upplýsingum
sem völ er á, ber strandríki að tryggja
með viðeigandi eftirliti og friðun, að
ofveiði stofni viðhaldi fisks og annara
sjávardýra á yfirráðasvæði sínu ekki í
hættu...
Ráðstafanir þessar skulu einnig stefna
að því að veiðiþol þeirra fisk- og dýra-
stofna, sem veiddir eru, verði jafnan í
hámarki...“
Og i 51. grein draganna að hafréttar-
sáttmála stendur m.a.: „Strandríki
ákveður sjálft getu sína til að nýta fisk
og aðra stofna sjávardýra í efnahagslög-
sögunni...“ Og þar stendur einnig, að
strandrfki beri „að veita öðrum ríkjum
aðgang að þeim hluta aflans, sem um-
fram er.“
Ég benti á að við teldum að um engan
umframafla væri að ræða, því að við
gætum sjálfir veitt allan þann afla, sem
stofnarnir við Island þyldu.
Jafnframt vakti ég athygli á þeirri
staðreynd að Bretar og Islendingar væru
sammála um meginniðurstöður Haf-
réttarráðstefnunnar. Tóku Bretar undir
það en sögðu um leið, að drögin að
hafréttarsáttmála væru aðeins frumvarp
og enn væri ekki unnt að segja neitt
ákveðið um endanlegt efni hafréttarsam-
þykktarinnar.
Forsendur
forgangsrétt Islendinga væri að ræða, en
rætt um, ef bráðabirgðasamkomulag
ætti að nást milli landanna, yrði í því að
taka tillit til 1. friðunarsjónarmiða, 2.
forgangsréttar tslendinga og 3. að hve
miklu leyti væri hægt að veita breskum
fiskimönnum aðstöðu til þess að veiða
mjög takmarkað magn af fiski við ísland
um einhvern takmarkaðan tíma.
I hugsanlegu samkomulagi yrðu einn-
ig að vera ákvæði um einhverskonar
vióurkenningu á yfirráðum Islendinga
yfir 200 mílunum, fjölda skipa, veiði-
svæði, verndunaraðgerðir s.s. möskva-
stærð og lágmarksstærð þorsks, gildis-
töku á protokolli 6 I samningi tslands og
Efnahagsbandalags Evrópu, auk
annarra atriða sem eiga heima í slíkum
samningi.
Umræðurnar snérust um þessi málefni
á viðræðufundunum. Fiskifræðingar
beggja landanna héldu sérstakan fund
og skiluðu áliti. Einnig komu lögfræði-
legir ráðunautar saman til fundar til að
pólsk klæðning á botnvörpupoka, (d)
loka svæðum þar sem togveiðar og í
ýmsum tilvikum allar veiðar eru
bannaðar. Slík svæði yrðu ýmist lokuð
árið um kring eða um takmarkaðan tíma.
Hámarksafli yrði breytilegur frá ári til
árs, en íslenskir fiskifræðingar töldu
ekki timabært að ræða leyfilegan
hámarksafla fyrir árið J977 og síðar.
Breskir fiskifræðingar telja þorsk-
stofninum við tsland ekki eins mikla
hættu búna og íslenskir starfsbræður
þeirra halda fram. Þeir telja að stofninn
muni rétta við, ef leyfilegur hámarksafli
1976 yrði 300 þúsund lestir og ekki yrði
farið fram úr þvi marki um ókomin ár,
uns stofninn hefði rétt vió. Þessu til
viðbótar yrði tekin upp 135 mm
lágmarksmöskvastærð og lágmarkslengd
þess þorsks sem landa má yrði 43 cm.
Auk þess yrði einungis leyft að nota
svokallaða pólska klæðningu á poka,
samkvæmt Norðaustur-Atlantshafs fisk-
veiðiráðsins."
Ylðhorf
Breta
valda
vonbr ig ðum
ræða lagalega hlið málsins, og gerðu þeir
m.a. tillögur um það, hvernig viður-
kenningu gæti verið háttað.
Mismunandi
afstaða
fiskifræðinga
Eins og kunnugt er mæltu íslenskir
fiskifræðingar með 230 þús. tonna
hámarksafla þorsks á yfirstandandi ári í
skýrslu sinni, dags. 13. okt. s.l. I sameig-
inlegri skýrslu breskra og islenskra
fiskifræðinga frá því í nóvember s.l.
telja Bretarnir fullnægjandi að miða við
250—265 þús. tonna ársafla, en í skýrslu,
sem þeir sendu með orðsendingu Harold
Wilson 20. janúar s.l., miða þeir við 300
þús. tonna ársafla þorsks á Islandsmið-
um.
Við bentum á þetta ósamræmi í skýrsl-
um fiskifræðinga Breta, en fiski-
fræðingar þjóðanna komust ekki að sam-
eiginlegri niðurstöðu. Eftir umræður
þeirra á milli sömdu þeir álit, þar sem
segir:
„Allt frá árinu 1970 hefur hrygningar-
stofninn minnkað jafnt og þétt á Islands-
miðum. Breskir og íslenskir fiski-
fræðingar eru sammála um að stofninn
muni minnka enn frekar á næstu
þremur árum, ef ekkert verði að gert og
viðkomubrestur sé þá yfirvofandi. Því er
nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari
hnignun hrygningarstofnsins og óhjá-
kvæmilegt er að gera nauðsynlegar
friðunarráðstafanir til að tryggja við-
reisn hans. Islenskir og breskir fiski-
fræðingar eru hinsvegar ekki á einu máli
að því er varðar hve róttækar slíkar
verndunaraðgerðir þurfi að vera.
Islenskir fiskifræðingar telja, að þorsk-
stofninn sé þegar í hættu og markmið
þeirra sé að stofninn rétti við eins fljótt
og kostur er. Þeir hyggjast ná takmarki
sínu með því að (a) leyfilegur hámarks-
afli þorsks árið 1976 verði 230 þúsund
lestir, (b) lágmarksstærð þess þorsks,
sem landa má, verði 50 cm í stað 43 cm,
(c) möskvastærð verði aukin í 155 mm
og einungis verði heimiluð svokölluð
Hver skal vera
hámarksafli?
I umræðum um þetta álit fiskifræðing-
anna kom fram, að þegar hefði verið
ákveðið með reglugerð að lágmarksstærð
þess þorsks, sem landa má af íslandsmið-
um væri 50 cm. Einnig kom það fram, að
Bretar væru reiðubúnir til þess að
fallast á friðunaraðgerðir íslendinga
miðað við lokun svæða, möskvastærð og
annað slíkt, ef þessar friðunaraðgerðir
næðu jafnframt til allra, sem veiðar
stunda á Islandsmiðum. Voru Bretum í
því sambandi kynnt ákvæðin um þessi
atriði í samningi Islendinga og Vestur-
Þjóðverja frá því í haust.
Kjarni viðræðnanna var eðlilega um
það, hver skyldi vera leyfilegur
hámarksafli á þorski á Íslandsmiðum og
hvernig sá afli ætti að skiptast milli
þeirra, sem stundað hafa veiðar á þess-
um miðum. Eins og fram kom i áliti
fiskifræðinganna, telja islenzku fiski-
fræðingarnir að aflinn megi ekki fara
fram úr 230 þúsund tonnum, en þeir
bresku segja að hann megi vera 300
þúsund tonn. Bresku ráðherrarnir
sögðust skilja nauðsyn fiskverndar á Is-
landsmiðum, en þeir sögðu einnig, að ef
breskir togarar yrðu útilokaðir frá veið-
um á þessum miðum, mundi það leiða til
atvinnuleysis og mikilla vandræða í
breskum fiskibæjum.
I lok umræðnanna um þennan þátt
málsins lýstu Bretar því yfir, að þeir
gætu fellt sig við að Islendingar ákvæðu
einhliða leyfilegan hámarksafla. Hins
vegar færu þeir fram á að breskir
togarar fengju hlutdeild í þessum afla,
og hagkvæmast væri að þeirra áliti að
miða við ákveðna prósenttölu af aflanum
í því sambandi auk þess sem gert yrði
ráð fyrir veiðum á öðrum fisktegundum
en þorski.
Greinilega kom fram í viðræðunum, að
ekki var unnt að leysa deiluna með því
að heimila Bretum veiðar annarra fisk-
tegunda en þorsks. Slíkar veiðar eru í
augum Breta aðeins til uppfyllingar.
I öllum umræðum um hugsanlega
skiptingu á leyfilegu hámarksaflamagni
á Islandsmiðum, lagði ég megin áherslu
á forgangsrétt strandríkisins til veiða.
Bretar yrðu að viðurkenna þennan for-
gangsrétt í verki, engu síður en þeir
gerðu með atkvæði sínu á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna 1958. En í
samþykkt ráðstefnunnar segir að hug-
takið um forgangsrétt strandríkis feli f
sér að strandriki skuli hafa forgangsrétt,
ef íbúar þess byggja fyrst og fremst
afkomu sína á fiskveiðum.
Skipting
aflamagnvs
— Mismunandi
leiðir
Miðað við þær viðræður sem fram fóru
mánudaginn 26. janúar. lagði islenska
sendinefndin fram eftirfarandi skjal f
upphafi fundar þriðjudaginn 27. janúar:
„Heildar leyfilegur hámarksafli á Is-
Iandsmiðum árið 1976—77 verður 265
þúsund lestir. Aðrar þjóðir hafa eða
munu fá heimildir til aó veiða um 20.000
lestir þannig aó eftir yrðu um 245
þúsund lestir. Afli íslendinga nokkur
undanfarin ár hefur verið um 240
þúsund lestir. Ræddar voru ýmsar leiðir
hvernig unnt yrði að skipta þessum 245
þúsund lestum milli Breta og íslendinga.
1. Kanadiska „reglan“. (Hér er átt við
samning, sem gerður hefur verið á veg-
um Norðvestur-Atlantshafs fiskveiði-
nefndarinnar um 50% niðurskurð fisk-
veiða allra ríkja nema Kanadamanna
undan ströndum Kanada). Samkvæmt
þessari „reglu“ yrði afli strandríkis
óbreyttur, þ.e. 240 þúsund lestir, þannig
að í hlut Breta kæmu þá 5 þúsund lestir.
Augljóst er, ef tekið er tillit til þeirra
viðræðna, sem þegar hafa farið fram, að
þessi „regla“ muni ekki leiða til lausnar
núverandí deilu Breta og Islendinga.
2. Prósentu „reglan". Samkvæmt
þessari „reglu“ myndu Bretar og Islend-
ingar deila aflarýrnun í sömu hlutföllum
og afli þeirra var árið 1975, en þá varð
þorskafli Islendinga um 240 þúsund
lestir, en þorskafli Breta á Islands-
miðum um 100 þúsund lestir. Samkvæmt
þessari reglu yrði þorskafli Breta við
Island árið 1976 72 þúsund lestir, þ.e.a.s.
hann minnkaði um 28 þúsund lestir frá
s.l. ári. Þorskafli Islendinga á þessu ári
yrði 173 þúsund lestir og minnkaði um
67 þúsund lestir miðað við undanfarin
ár. Heildar þorskafli Breta árið 1975 var
u.þ.b. 280* þúsund lestir (100 þúsund í
Barentshafi, 100 þúsund við tsland og 80
þúsund í Norðursjó). Þannig er 28 þús-
und lesta minnkun þorskafla Breta á
Islandsmiðum 10% minnkun á heildar
þorskafla þeirra miðað við árið 1975, en
íslendingar yrðu samkvæmt þessari
„reglu" að minnka þorskafla sinn um
27,9% miðað við árið 1975. Þessi „regla“
getur ekki leitt til lausnar núverandi
deilu, vegna þess m.a. að hún tekur á
engan hátt tillit til forgangsréttar
strandríkisins.
3. Jöfn aflaminnkun Breta og tslend-
inga. Samkvæmt þessari „reglu“ yrði
mismunurinn á afla Breta og Islendinga
1975 (340 þúsund lestum) og hinum
leyfilega hámarksafla (265 þús. 20
þúsund) deilt jafnt milli þessara tveggja
þjóða. Samkvæmt þessari „reglu“ yrði
þorskafli Breta á íslandsmiðum 1976
52.500 lestir og afli íslendinga 192.500
léstir. Þessi 47.500 lesta aflaminnkun
Breta á Islandsmiðum samsvarar 16,8%
minnkun á heildarþorskafla Breta miðað
við árið 1975, en Islendingar mundu tapa
sem svaraði 19,7% þess heildar þorsk-
afla, sem þeir fengu á s.l. ári. Sem fyrr
gerir þessi „regla" ekki ráð fyrir for-
gangsrétti strandríkis og er því ekki
aðgengileg.
4. Forgangsréttur strandríkis. Hug-
takió um forgangsrétt strandríkis, eins
og það var samþykkt á Genfar-
ráðstefnunni 1958 (m.a. með atkvæði
Preta) felur i sér að strandríki skuli
hafa forgangsrétt, ef ibúar þess byggja
* Upphaflega var hér reiknað með 250
þús. lesta heildarþorskafla Breta
1975. Við nánari athugun þóttu 280
þús. lestir nær sanni.
fyrst og fremst afkomu sína á fiskveið-
um. Samkvæmt þessari reglu eru þarfir
tslendinga a.m.k. óbreyttur þorskafli, og
eftir yrðu þá 5 þúsund lestir til handa
Bretum. Núverandi deila verður augljós-
lega ekki leyst samkvæmt þessari reglu,
en mergur málsins er, að meta hve langt
forgangsréttur strandríkis skuli ná.
Fram hjá þessum forgangsrétti verður
ekki gengið."
Kjarni
úrlausnarefnis
Segja má, að í þessari greinargerð
komi fram kjarni úrlausnarefnisins.
Fiskveiðideilan við Breta verður ekki
leyst nema annars vegar þessi sjónarmið
Islendinga og hins vegar óskir Breta um
framhald veiða togara þeirra innan
íslenskrar lögsögu, verði samræmd. Á
þeirri viku, sem liðin er siðan viðræðun-
um lauk, hefur þetta úrlausnarefni ein-
mitt verið til meðferðar hjá rikisstjórn
og stjórnmálaflokkunum. Hugmyndir
Breta um aflamagn togara þeirra á Is-
landsmiðum eru á þann veg að aflamagn-
ið samrýmist ekki neinni af þeim „regl-
um“, sem settar eru fram hér að ofan.
Hvernig sem reiknað er, liggur fyrir, að
aflinn er ekki til skiptanna miðað við
forgangsrétt strandríkisins og fulla
framkvæmd hans.
Y iðurkenning
á 200 mílum
I hugmyndum lögfræðilegu ráðunaut-
anna um viðurkenningu Breta á útfærsl-
unni i 200 mílur, eru sett fram 5 sjónar-
mið. I umræóunum um þessi sjónarmið
beindist athyglin einkum að ákvæðum,
þar sem annars vegar kæmi fram að
„samkomulagið væri byggt á 200 mílna
svæðinu og enginn fyrirvari gerður.“
Sögðu Bretar að erfitt væri að neita
þessu orðalagi sem viðurkenningu og
mundu allir túlka þetta orðalag sem
viðurkenningu. Hins vegar var einnig
rætt um eftirfarandi viðurkenningar-
ákvæði: „Ríkisstjórn Bretlands hefur