Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Fánaberi Elzti keppandi f sænska Ólympíuliðinu verður fánaberi lands sfns við setningarathöfn leikanna í dag. Sá er Göran Carl- Eriksson og er hann 46 ára að aldri. Eriksson keppir f bob- sleðaakstri en hann var meðal keppenda f þeirri grein á leikun- um f Sapporo 1972 og varð þá f sjötta sæti. Kóngafólk Hertoginn af Kent kemur til Ólympíuleikanna i Innsbruck n.k. sunnudag og mun dvelja þar meðan á leíkunum stendur. Kem- ur hertoginn I einkaflugvéf Bret- landsdrottningar. Brezki íþrótta- málaráðherrann, Howell, mun einnig fylgjast með leikunum frá upphafi til enda. Vasaþjófar Ekki var fólk fyrr farið að streyma til Ólympiuleikanna i Innsbruck en vasaþjófar fóru að stunda iðju sina. í gær hafði lög- reglan handtekið samtals 44 og virðist erfitt að koma i veg fyrir athafnir þessara manna. þrátt fyrir stranga löggæzlu og mikið eftirlit. Henning, Schenk og Keller Anne Henning frá Bandaríkjun um, sem hlaut gullverðlaun i 500 metra skautahlaupi kvenna á Ólympiuleikunum i Sapporo, verður meðal þátttakenda i leikunum i Innsbruck. Ekki mun þó Henning nota skautana að þessu sinni, heldur er hún starfs- maður bandarisku sjónvarps- Stöðvarinnar ABC Henning er ekki eini gullverðlaunahafinn frá siðustu leikum, sem starfar sem fréttamaður á leikunum. i þeirra hópi er m.a. Erhard Kelter og Ard Schenk, Irwin Kanadiskí skiðamaðurinn Dave Irwin, sem náð hefur mjög góðum árangri I brunmótum 1 vetur, en meiddist illa i keppni i Wengen 10. janúar s.l., hefur nú náð sér nokkurn veginn af meiðslunum og verður meðal keppenda á Ólympiuleíkunum i Innsbruck. Hann segist þó ekki gera sér miklar vonir um sigur. þar sem hann hafi misst þá snerpu sem með þarf vegna frá- tafanna frá æfingum. Brœður Argentinumenn keppa i fyrsta skipti i skiðagongu á Ólympiu- leikunum í Innsbruck. Á siðustu stundu kom boð frá argentinska skíðasambandinu þar sem þrir bræður voru skráðír til leiks i 30 kilómetra góngu Enginn þeirra hefur keppt áður á meiri háttar mótun. og er varla við þvl búizt, að þeir blandi sér i baráttuna um stig eða varðlaun Islen/ki fáninn dreginn aö húni í Ólympíuþorpinu í Innsbruck í gær, en í dag verða Vetrarolympíuleikarnir settir þar. Ólgmpíuleikarnir í Innsbruck bgrja í dag VETRARÓLYMPlULIEKARNIR I Innsbruek hefjast f dag. I»á mun fara fram hin hefðbundna setningarathöfn leikanna, er þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn og Ólymplueldurinn verður tendraður á Olympíualtarinu. þar sem hann mun sfðan loga nótt og dag unz leikjunum er lokið. Fjöldi keppenda á leikunum f Innshruek verður nokkru meiri en verið hefur á undanförnum vetr- arolympfuleikum, en erfitt hefur verið að henda reiður á þeim tölum um þátttakendur, sem gefnar hafa verið upp, þar sem keppendur sumra þjóða voru ekki væntanlegir til leikanna fyrr en jafnvel eftir að þeir hefjast. Fyrstu vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Ghamonix í Frakklandi árið 1924, og síðan hafa þeir verið haldnir reglulega á fjögurra ára fresti, ef ár seinni heimsstyrjaldarinnar eru undanskilin. Á fyrstu vetrarleikunum var keppt í 14 íþróttagrein- um, þ.e. tveimur skíðagöngugreinum, skíðastökki, norrænni tvíkeppni, listhlaupi á skautum, í fimm skautahlaupsgreinum og í tveimur sleðagreinum. Næstu vetrarleikar voru svo I St. Moritz árið 1928 og þar voru keppnisgreinar að mestu hínar sömu og voru að fyrstu leikunum. Á leikunum í Lake Placid 1932 var hins vegar bætt við nokkrum greinum, og þá sérstaklega i sleðaakstri, en sú keppnisgrein var allumfangsmikil á þeim leikum. Keppni í hinum svonefndu alpagreinum var síðan tekin upp á leikunum í Garmisch árið 1936, og þá var einnig fjölgað keppnisgreinum í skauta- hlaupi. Veruleg breyting varð einnig á keppnis- greinum á leikunum sem haldnir voru í St. Moritz árið 1948 og má segja að leikunum hafi þá verið að mestu komið í það horf, sem þeir eru í núna. Vetrarólympíuleikarnir 1952 voru haldnir í Óslð. Árið 1956 voru leikarnir í Cortina, árið 1960 voru leikarnir haldnir í Squaw Valley, árið 1964 í Inns- bruck árið 1968 f Grenoble, árið 1972 í Sapporo og nú 1976 í Innsbruek öðru sinni, eftir að borgin Denver i Bandaríkjunum hafði gefist upp við að haida leikana. Haukar Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka f Hafnar- firði verður haldinn f húsinu við Iþróttavöllinn á Hvaleyri fimmtudaginn 5. febrúar og hefst kl. 21.00. Breiðablik Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks f Kópavogi verður haldinn að Álfhólsvegi 32 mið- vikudaginn 4. febrúar og hefst kl. 22.00. NORÐMENN SIGURSÆLIR Frá því að keppni vetrarólympíuleikanna hófst hafa Norðurlandabúar verið þar mjög atkvæða- miklir, og engir þó sem Norðmenn, sem venjulega hafa tekið stóran hluta þeirra verðlauna sem þar er keppt um. Hlutur Norðmanna iiefur þó farið minnkandi, en hlutur Austur-Evrópuþjóðanna hefur vaxið að sama skapi. Engin þjóð hefur þó til þessa hlotið fleiri verðlaun á vetrarleikum en Norð- menn. Alls hafa þeir hreppt 47 gullverðlaun, 49 silfurverðlaun og 42 bronsverðlaun. Sovétmenn eru komnir í annað sætið með 39 gull, 26 silfur og 27 brons, Bandaríkjamenn eru í þriðja sæti með 27 gull, 35 silfur og 33 brons og Finnar eru í fjórða sæti með 22 gull, 30 silfur og 22 brons. ISLENZK ÞATTTAKA Átta íslendingar taka þátt í leikunum í Inns- bruek. Keppa sex þeirra í alpagreinum og tveir i göngukeppninni. Keppendurnir í alpagreinúnum eru: Sigurður Jónsson, Árni Oðinsson, Haukur Jóhannsson, Tómas Leifsson, Steinunn Sæmunds- dóttir og Jórunn Viggósdóttir og keppendurnir í göngu eru Halldór Matthiasson og Trausti Sveins- son. Þess er varla að vænta að íslenzku keppendurnir nái að skipa sér i fremstu röð á Ölympíuleikunum að þessu sinni. Víkingar búnir að ráða enskan þjálfara Víkingar hafa nú ráðið þjálfara fyrir 1. deildar- lið sitt f knattspvrnu næsta keppnistfmabil. Hafa þeir ráðið Englendinginn Bill Haydoek og er hann væntanlegur hingað til lands um miðjan marz. Stjórnarmenn úr Vfkingi voru í Englandi um sfð- ustu helgi og gengu þá frá samningum. Þeim til aðstoðar var Anthony Sanders, þjálfarinn, sem verið hefur með Vfkinga tvö sfðastliðin keppnis- tfmabil. Bill Haydoek gerði á sfnum tínia garðinn frægan á knattspyrnuvellinum með liðum eins og Man- chester City og Blaekpool f I. deildinni og sfðar með Grimsby Town, Stockport og Southport. Sem þjálfari hefur hann starfað í S-Afrfku hjá Bury og Preston North End. Hjá sfðastnefnda félaginu hef- ur hann verið í 2 ár og starfað með Bobby Charlton, Chatteriek fyrrum framkvæmdastjóra Everton og Nobby Stiles. Hrifning MIKIL glerði virðist vera rikjandi meSal ibúanna i Innsbruck i Austurriki vegna Ólympiuleika- haldsins. Skoðanakönnun sem gerð var i borginni leiddi i Ijós að 73,5% ibúanna voru mjög hrifnir af þvi að borg þeirra hafði orðið fyrir valinu. 63% þeirra, sem spurðir voru, kvörtuðu hins vegar nokkuð yfir þvi að leikarnir kost- uðu þá aukin skattútgjöld. Eldurinn Olympíueldurinn kom til Inns- bruck s.l. sunnudag. og hafði flutningur hans frá Grikklandi að- eins tekið fjóra daga. Var boð- hlaupurunum sem komu með eldinn til Innsbruck fagnað inni- lega af fjölmörgum borgarbúum sem lögðu leið sina út á götu til þess að fylgjast með komu þeirra. ETtir að eldurinn kom til Inns- bruck var honum komið fyrir á góðum stað, unz eldurinn, sem loga mun á Ólympiualtarinu. verður tendraður með honum i dag. Kostnaður KOSTNAOUR við löggæzlu á Ólympiuleikunum t Innsbruck mun nema upphæð sem svarar til 230—240 milljóna islenzkra króna. 2.500 hermenn og 500 lógreglumenn munu annast lög- gæzluna meðan á leikunum stendur. Forsala SELDIR hafa verið i forsölu aðgöngumiðar á Ólympiuleikana i Innsbruck fyrir upphæð sem svarar til 80 milljóna króna. Gera forsvarsmenn leikanna sér vonir um að aðsókn að ieikunum verði það góð að miðar muni seljast fyrir um 180—200 milljónir króna. Sjónvarp TALIO er, að um 800 milljónir manna muni fylgjast með Ólympiuleikunum i Innsbruck i sjónvarpi Sjónvarpað verður beint frá leikunum til 34 landa og þangað er nú kominn mikill fjöldi fréttamanna, sem munu fylgjast með öllum keppnisgreinum og lífinu i Ólympiubænum. Austur- riskir fréttamenn verða fjöl- mennastir, en þeir verða um 200 talsins. Hjólaskíði Í tilefni opnunar finnsku búðanna i Ólympiuþorpinu i Innsbruck gengu fjórir ungir Finnar á hjóla- skiðum alla leiðina frá Lathis i Finnlandi til Innsbruck að þvi undanskildu að þeír fóru á skipi frá Helsinki til Lubeck. Tók gangan 12 daga fyrir félagana. Næsta heimsmeistarakeppni i skiðaiþróttum, sem fram á að fara 1 978 verður i Lathis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.