Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 Er stjórnarandstaðan að tapa taugastríðinu? FORSÆTISRÁÐHERRA, Geir Hallgrfmsson, gaf! sameinuðu alþingi skýrslu í gær um viðræður sfnar og annarra íslenzkra fulltrúa við brezk stjðrnvöld um fisk- veiðideilu þjóðanna, sem fram fóru f Lundúnum fyrir rúmri viku. Ræða forsætisráðherra er birt á öðrum stað f blaðinu í dag. Að lokinni ræðu forsætisráðherra fóru fram umræður, sem var útvarpað. Efnisatriða úr ræðu Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra, og Benedikts Gröndal, formanns Alþýðuflokksins, er getið á fréttasíð- um blaðsins í dag, en hér á eftir verður málflutningur annarra þingmanna f umræðunni lítillega rakinn efnis- »ega- Alþýðubandalag andvfgt frekari viðræðum við Breta Lúðvfk Jósepsson < K): Það eru liðnir 11 sólarhringar síðan forsætisráðherra fór til London og sjö síðan hann kom heim, sðlarhringar leyndar og óvissu fyrir þjóðina. Allan þennan tíma hefur verið nokkurs konar vopnahlé á miðunum, ef frá eru taldar tvær klippingar. Gæzlunni hefur ekki verið beitt sem skyldi. Allt þetta pukur og aðgerðaleysi er forkastanlegt — og nú er sýnt, að verið var að reyna að þrýsta í gegn samn- ingum, þótt ekki tækist. Alþýðubandalagið var mótfallið samningsviðræðum við Breta — af þremur ástæðum. Aðstaða til samninga er engin. Viðræðurnar fóru fram á röngum forsendum, dregnum af vafasömum ummæl- um framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins. Viðræðurnar vóru ekki könnunarviðræður, heldur hreinar samningavið- ræður. Lúðvfk Jósepsson Bretar sýndu fyllstu óbilgirni og ósanngirni f viðræðunum. Þeir vildu fá að veiða 85 þús. tonn af bolfiski á ári, þar af 65 — 75 þús. tonn af þorski, til tveggja ára. Þeir tala líka um 30% af heildarþorskaflanum í sinn hlut. Og sýnt er að þeir stefna að varan- legum langtímaveiðiheimildum. Ofan á þessar óhófskröfur bæta þeir hreinum hótunum um áfram- haldandi herskipaíhlutun. — Ég tel að alltof lengi hafi dregizt áð neita svo fráleitum samningshug- myndum. Ríkisstjórnin hefur loks ákveðið að hafna þessum samn- ingsgrundvelli — en jafnframt boðið upp á nýjar viðræður um skammtímasamninga, til 3ja mánaða. Auðvitað geta Bretar samið til 3ja mánaða, ef þeir að- eins fá að taka nægilegt aflamagn þann tíma. Mér er spurn: hvern veg á að standa að landhelgisgæzlunni, meðan Bretar íhuga tilboðið og viðræður fara síðan fram? Með sömu linkind og undanfarna 11 daga? Okkar stefna er, að viðræður við Breta komi engar til greina. Við eigum að hefja nýtt víðtækt áróðursstríð og efla landhelgis- gæzlu okkar verulega. Ef herskipin koma á ný f land- helgi okkar eigum við að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Við erum í NATO og höfum gert varnarsamning við Bandaríkin. Ef þessir samningsaðilar okkar, NATO og Bandaríkin, standa ekki við skuldbindingar, sem þeir hafa á sig tekið um að verja okkur, eigum við að taka til endurskoð- unar veru okkar í bandalaginu og loka herstöðinni. Ef slíku verður hótað verða herskipin færð út fyrir landhelgismörkin. Við eigum að stórefla land- helgisgæzluna og leigja amk. eitt mjög hraðskreytt skip, sem stundað getur klippingar, þrátt fyrir herskipin. DEHTIM FÆÐEVGARORLOF KVENNA Axel Jónsson (S) bar fram þá fyrirspurn til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í sam- einuðu þingi í gær, hvað liði framkvæmd bráðabirgðaákvæðis í lögum um atvinnuleysistrygg- ingar, þ.e. fæðingarorlof kvenna, sem gerði ráð fyrir könnun á fæð- ingarorlofi til allra kvenna og fjáröflun til að standa undir slík- um kostnaði. þeir, sem heimtuðu útgjöldin, fylgdu nauðsynlegri fjáröflun. Nefna mætti að sjúkratryggingar hefðu hækkað um 4000 m. kr. frá fyrra ári. Óhjákvæmilegt hefði og verið að hækka elli- og örorku- bætur til samræmis við kaupmátt annarra Iauna, og hefðu þær nýverið hækkað um 5% sem þýddi 351 m.kr. útgjaldaauka. Hins vegar færi nú fram alls- Axel Jónsson Matthfas Bjarnason Sverrir Hermannsson Edvarð Sigurðsson Guómundur Garðarsson Ingi Tryggvason Matthías Bjarnason, trygginga- ráðherra, gerði i stuttu máli grein fyrir lögum, frá 16. maí sl., sem mæltu fyrir um 90 daga fæðingar- orlof kvenna á þar til greindum launum, til samræmis við hlið- stæð réttindi kvenna er vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Deilur hefðu staðið um, hvort rétt væri að greiðslur í þessu efni kæmu frá atvinnuleysistryggingasjóði, en Alþingi samþykkti það nær samhljóða, og ríkisstjórnin settí reglugerð um framkvæmdina i janúarmánuði sl. Meginverkefni atvinnuleysis- tryggingasjóðs væri að greiða atvinnuleysisbætur, og Iána til atvinnuframkvæmda er fyrir- byggðu atvinnuleysi, bæði til einka- og opinberra aðila, sem einkum hefði náð til húsnæðis- lánakerfisins. Þetta verksvið sjóðsins væri nú að nokkru skert með þessari nýju kvöð. Rætt hefói verið um, að slíkar greiðslur ættu að koma úr trygg- ingakerfinu. Aðstæður í þjóð- félaginu hefðu ekki leyft nýja eða viðbótarskattheimtur til að standa undir slíku, enda óvíst, að herjarendurskoðun á trygginga- kerfinu, er sérstök nefnd undir forsæti Guðjóns Hansen, trygg- ingafræðings, annaðist. Væri eðli- legt aó fæðingarorlofið kæmi inn í þá mynd og endurskoðun. Stefnt væri að því að niðurstöður lægju fyrir á þessu ári, í haust eða fyrir áramót. Vilborg llarðardóttir (K) las upp nokkrar fundarsamþykktir því til stuðnings, að fæðingarorlof bæri að greiða ur trygginga- kerfinu. Atvinnuleysistrygginga- sjóður hefði öðru hlutverki að gegna. Sverrir Hermannsson (S) sagði umrædda iöggjöf áfanga að loka- marki, sem ná ætti til allra kvenna í landinu. Um aðra leið hefði naumast verið að ræðæ Þessi löggjöf hefði og náð til þeirra kvenna, þar sem þörfin væri brýnust, aðila félaga innan ASl, er störfuðu í helztu atvinnu- greinum þjóðfélagsins. Gegndí furðu, að Alþýðubandalagið streittist gegn ótvíræðum rétti verkakvenna í þessu efni. Eðvarð Sigurðsson (K) sagðí verkalýðshreyfinguna eiga at- vinnuleysistryggingasjóð, enda fenginn með kjarasamningum. Varhugavert væri aó þrengja núverandi verksvið hans, sem m.a. kæmi fram í fyrirbyggjandi lánastarfsemi gegn atvinnuleysi. Þetta réttlætismál hefði átt að leysa meó öðrum hætti. Guðmundur Garðarsson (S) sagði konur innan aðildarfélaga ASl fagna náðum áfanga, enda væri hér um óumdeilanlegt rétt- lætismál að ræða. Að gefnu tilefni væri hinsvegar rétt, að 1. gr. viðkomandi laga kæmi til fram- kvæmda en þar segði efnislega, að sjóðurinn skuli færa á sér- reikning hvers verkalýðsfélags við sjóðinn tilteknar tekjur, og kæmi þá í ljós frá hverjum og hvaðan tekjur sjóðsins kæmu. Svava Jakobsdóttir (K) sagði að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði samþykkt umrædda löggjöf, utan einn þingmaður og væri því naumast rétt að tala um andstöðu þess. Hins vegar hefðu þeir viljað greiða fæðingarorlofið úr trygg- ingakerfinu. Matthías Bjarnason (S) taldi ekki óeðlilegt, að lögin um at- vinnuleysistryggingar yrðu fljót- lega endurskoðuð, enda hyggilegt að endurskoða lög yfirleitt með vissu millibili í ljósi fenginnar reynslu í framkvæmd. Hins yrði að gæta, að útgjöld trygginga- kerfisins hefðu vaxið mjög mikið og enn frekari útgjöldum þyrfti að mæta með tekjuöflun, ef raun- hæf ættu að reynast. Við Framhald á bls. 27 Karvel Pálmason Þróun hafréttarmála er okkur í vil. Bretar munu sjálfir halda fram 200 mílna fiskveiðiland- helgi. Almenningsálitið í Bret- landi er að vakna til andstöðu við þarlenda ríkisstjórn 1 þessu máli. Bandaríkin munu færa út í 200 mílur eftir eitt og hálft ár. Það er sterk andstaða i landinu. óbundin flokkum, gegn frekari viðræðum. Afstaða Alþýðubanda- lagsins er skýr og i samræmi við þjóðarviljann. Kröfur Breta ættu að hafa sannfært rfkisstjórnina Karvel Pálmason (SFV): Lokið er löngu og ströngu þagnarstriði forsætisráðherra. Ekki var þó ástæða til leyndar, þó utanríkis- ráðherra telji, að þjóðin muni ekki dæma ríkisstjórnina hart fyrir umhugsunartímann. Vel má vera að honum verði að ósk sinni. Ég get vel unnt honum þess. Mestu skiptir að samstaða er nú um að hafna framkomnum samkomulagshugmyndum, svo fráleitar sem þær eru. Ljóst er að Bretar stefna að langtímaveiðiheimildum á Is- landsmiðum. Eg var að vona að sú staðreynd, sem og hinar fráleitu samningskröfur, hefðu sannfært ríkisstjórnina um, að ekki væri lengur um neitt að ræða við Breta, ef hliðsjón er höfð af ástandi fiskstofna okkar. Hitt skal viðurkennt, að skiljanlegt er, að nokkurn tíma þurfi til að hug- leiða og skipuleggja næstu skref okkar í landhelgismálinu, eftir að kröfum Breta hefur verið hafnað. Utanrikisráðherra ræðir um viðunandi samninga. Hvað er viðunandi að hans dómi? Það kemur hvergi fram i máli hans. Haldi Bretar áfram hernaðarof- beldi á að grípa til einu réttu leiðarinnar, sem við getum farið undir þeim kringumstæðum, að NATO standi við skuldbindingar sínar um að verja okkur, eða Bandaríkin, sem annast eiga vörnina fyrir þess hönd. Annars hljótum við að endurskoða í fullri alvöru aðild okkar að þessu bandalagi. Leyndin og leið stjórnar- andstöðunnar. Geir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra: Það er mikið talað um leynd og lengd athugunar ríkisstjórnar- innar, varðandi þau skref, sem við hljótum næst að stíga í land- helgismálum okkar. Sú gagnrýni er þó naumast svaraverð. Bretar hafa veitt í algjöru lágmarki þennan tíma, eftir að herskipin viku úr landhelginni, og brezkir skipstjórnarmenn verið háðir stanzlausri taugaspennu. Þetta er stundum kallað taugastríð. En við verðum að gæta þess að halda okkar eigin taugaró, en því virðist ekki til að dreifa hjá stjórnarand- stæðingum. Varðandi meinta leynd er hins að gæta, að þar var farið að samkomulagi, en þing- flokkum, utanrikismálanefnd, landhelgisnefnd jafnframt skýrt frá málavöxtum, Svo niðurstöður hafa verið öllum þingflokkum kunnar. Leyndin hefur ekki skaðað málstað okkar, nema síður sé. Samningshugmyndum Breta hefur verið hafnað — en talað er um viðræður um skammtíma- samninga, i 3 mánuði. Það kann að vera rétt hjá stjórnarandstöðu, að lítið sé um að semja. Spurning- in er hinsvegar sú, hvort betur sé hægt að tryggja fiskverndarsjón- armið með samningum eða án, hvort hægt væri að færa verulega niður það aflamagn, sem ella yrði tekið ófrjálsri hendi. Hvort betur er hægt að tryggja friðun hrygningar- og uppeldissvæða ungfisks? Og ýmis önnur þýðingarmikil hagsmunaatriði þjóðarinnar? Forsætisráðherra ræddi tvö dæmi: 1) Ef miðað væri við að heildarafli þorsks gæti verið 300 til 330 þús. tonn eins og Bretar halda fram. Erlendir, aðilar en Bretar, veiddu 20 þús tonn. Bretar tækju 100 þús. tonn í óleyfi. Þá væru eftir 210 þús. tonn eða nokkru minna en við hefðum veitt á ári. Slíkur framgangsmáti myndi leiða til hruns þorskstofns- ins. 2) Ef miðað væri við hámark þess, sem fiskifræðingar okkar teldu leyfilegt að veiðai 280 þús. tonn. Afli annarra 20þús.tonn, að viðbættum hugsanlegum 100 þús. tonna ránveiðum Breta. Þá væru eftir 260 þús. tonn í okkar hlut, sem væri óviðunandi. Rétt væri að reyna til þrautar að færa niður með samningum þetta hugsanlega veiðimagn Breta. Við ættum að fullreyna að leysa deilumál okkar öll með frið- samlegum hætti. Hæpið væri að við leystum vanda okkar með afli eða valdbeitingu, til þess bentu auðsæ rök. Og naumat heldur með að segja upp öllu samstarfi við þær þjóðir sem helzt væri að leita styrks og skilnings hjá. Það væri raunar furðulegt, að heyra þá, sem ætíð hefðu talað hæst gegn Nato-aðild, tala nú um þá aðstöðu, sem þar er fyrir hendi, sem einu og réttu leiðina til að ná árangri í landhelgisdeilu okkar. Stuðningur annarra er mikils virði, sagði forsætisráð- herra, en það getur enginn unnið þetta stríð fyrir okkur. Það verðum við að leiða til sigurs sjálfir. Við eigum aldrei að slá á útrétta hönd, heldur leita allra ráða til friðsamlegrar lausnar. I því er fólginn styrkur okkar, ekki sizt út á við, ásamt samheldni okkar, hvern veg sem málið þróast. Að standa og telja Jónas Árnason (K) sagði frá Birni á Dvergasteini. Hann hefði gert greinarmun á kristilegu þolgæði og roluhætti. Bóndi einn hefði sagt honum, að hann hefði þolað 15 högg áreitnismanns án mótaðgerða. Hvað mörg högg spurði Björn? 15 sagði bóndi. En sú stilling að standa og telja, sagði Björn i Dvergasteini. En sú stilling hjá forsætisráð- herra og rikisstjórn — að standa og telja — og bjóða upp á framhald. Bretar verða brátt fullsaddir á taugaspennu herskipafiskirís að viðbættu tíðarfari á Islands- miðum. Þetta veit þjóðin, þeir sem róa í skut. Ef þeir, sem róa í fyrirrúmi, bregðast ekki, náum við heilir í sigurhöfn í þessari deilu. En við eigum líka að láta Nato röa, ef ekki með okkur, þá burt. Við skulum mæta þeim frei- gátuhroka sem heggúr að lífs- hagsmunum okkar, undirstöð- unni, þorskstofninum, af einurð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.