Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976 7 l Iðnþróun í Norðurlandi j vestra . Þingmenn Sjálfstæðis- ' flokksins úr Norðurlandi I vestra, þeir Pálmi Jóns- | son og Eyjólfur Konráð | Jónsson hafa flutt tillögu , til þingsályktunar. þess ' efnist, að Itarleg könnun I verði gerð á hugsanlegri | iðnþróun og iðnþróunar- ■ möguleikum I kjördæm- . inu, ma. með hliðsjón af * hugsanlegri 135 MW I virkjun I Blöndu. Könnun | þessi á að fara fram I tengslum við fram- < kvæmdaáætlun kjördæm- | isins I Ijósi nýrra viðhorfa I I orkumálum þess. Athug- i un þessi. sem gangi fyrir öðrum þáttum áætlunar- ' innar, verði unnin af | Framkvæmdastofnun rik- I isins. Skýrsla um niður- i stöður verði birt þegar að athugun lokinni. Skal þar ' koma fram: 0 1. Ástand og fram- I þróunarmöguleikar hinna ýmsu iðnfyrirtækja sem nú eru starfandi. þ.á m. fiskiðnaðarins. 0 2. Uppbygging nýrra fyrirtækja, þ.á m. fyrir orkufrekan iðnað af heppilegri stærð og við hæfi heimaaðstæðna. 0 3. Fjármögnunar- leiðir. Framkvæmda- áætlun I greinargerð er rakinn aðdragandi að gerð fram- kvæmdaáætlunar fyrir Norðurland vestra. en þingsályktun þar um var samþykkt á Alþingi 2. mat 1972. Fyrsti áfangi þess- arar áætlunar mun nú vera I burðarliðnum hjá Framkvæmdastofnun rlk- isins. Þingmennirnir leggja til, að iðnþróunar- könnun verði fram- kvæmd, samhliða gerð framkvæmdaáætlunar og innan ramma hennar. með hliðsjón af nýjum viðhorfum I orkumálum með Blönduvirkjun, sem orkuráðherra hefur boðað frumvarpsflutning um. Telja þeir að orkuskortur hafi á undanförnum árum haft mjög lamandi áhrif á uppbyggingu iðnaðar I kjördæminu, auk þess sem allar stórbreytingar I þeim efnum hafi I raun verið útilokaðar. Með 1 35 MW virkjun Blöndu, sem vonandi taki til starfa á fyrri hluta næsta áratug- ar, verði orkuskorti úr vegi rutt. bæði að þv! er varðar atvinnurekstur og daglegt l!f fólksins I kjör- Pálmi Jónsson. dæminu; og meira en það, mikinn undirbúning og forsjálni þurfi að viðhafa, svo þessi mikla orka verði af hyggindum nýtt sem flestum til gagns og gæfu. Þeim viðhorfum þurfi að mæta tlmanlega og á rétt- an hátt. Engin íbúa- aukning í 35 ár Þá er vitnað til fundar- samþykktar fjölmenns borgarafundar á Blöndu- ósi, þar sem segir: „Fund- urinn leggur á það höfuð- áherzlu. að orka Blöndu- virkjunar verði notuð til alhliða uppbyggingar smærri og stærri þéttbýl- isstaða Norðurlands vestra, og skorar á sveit- arstjórnir þeirra að hefja nú þegar samstarf til þess að koma upp orkufrekum iðnaði af viðráðanlegri stærð I þessum sveitarfé- lögum, I samvinnu og samráði við þingmenn kjördæmisins. Fram- kvæmdastofnun rlkisins og stofnanir iðnaðarins." Ályktanir I svipuðum Eyjólfur Konráð Jónsson. anda hafa borist frá nokkrum sveitarstjórnum I kjördæminu. í greinargerðinni segir að höfuðatriði sé að hefja þegar undirbúning að þvi, að atvinnurekstur I kjör- dæminu sjálfu geti nýtt sem allra mest af þeirri orku sem verður á boð- stólum þegar virkjunin tekur til starfa. Þrátt fyrir verulegan fiskiðnað, byggingariðnað og þjón- ustuiðnað sé framleiðslu- iðnaður I kjördæminu nú mun veikari en efni standi til. Eigi sú staðreynd vafa- laust drýgstan þáttinn I þvi að ibúatala I kjördæm- inu hafi nálega staðið I stað I 35 ár — og það sem svari „eðlilegri fólks- fjölgun" hafi flutzt til ann- arra landshluta. Nú opnist nýir möguleikar með nýj- um orkuviðhorfum, sem huga þurfi þegar að. Þessi nýju viðhorf auki á bjart- sýni og framfarahug I kjördæminu, sem beina þurfi á réttar brautir til samræmis við væntanleg- ar niðurstöður itarlegrar könnunar á iðnþróunar- möguleikum. Líður inniblómwium þínum vel? UMSJÓN: ÁB. FLEST inniblóm eru hingað komin frá heitum löndum, sum úr röku lofti frumskóganna, önnur utan af þurrum eyði- mörkum. Þeim hæfa þvf auð- sjáanlega ekki öllum sömu skil- yrði til vaxtar og viðgangs inni í stofunum okkar, og það verðum við jafnan að hafa í huga. Nokkrar, t.d. indianafjöður (Sansevieria) — öðru nafni tengdamóðurtunga — ofl. þykkblöðungar þrífast vel rétt við miðstöðvarofnana, en flest- um kemur illa nálægð þeirra vegna hins þurra loftstraums sem frá þeim leggur. Hér á landi er vetrardimman mörgum stofublómum erfið og einkum í heitum herbergjum. I hinum suðrænu heimkynnum stofublómanna er miklu minni munur á birtu sumars og vetrar en hér á Islandi. Hæfileg birta er eitt höfuðskiiyrði þess að jurtin þrífist vel, því að mikinn hluta næringarinnar, þ.e. kolefnið, tekur hún úr loftinu og aðeins þegar bjart er. En ekki hentar öllum jurtum jafn- mikil birta. Sumar eru reglu- legar sólarjurtir, öðrum hæfir betur minni birta og nokkrar dafna best í skugga, t.d. ýmsir burknar. Athugum þá á móti hvaða átt gluggarnir snúa og veljum blómategundir til rækt- unar nokkuð eftir því. I suður- glugga og inn af honum er mikil birta á sumrin. Sólskinið verður stundum svo sterkt að nauðsynlegt getur orðið að flytja blómin úr glugganum ögn inn I stofuna um hádaginn eða þá að skyggja þau. Annars er hætta á sviðnun. I suður- glugga fer vel um kaktusa og þykkblöðunga. Einnig Hawaii- rós (Hibiscus), indíanafjöður, frúarlauf (Stephanotis), felu- blóm (Bougainvillea) o.fl. Geta má þess að indiánafjöður þrífst líka í norðurglugga bara ef hlýtt er á henni. Morgunsól skín inn um austurgluggann og margar jurt- ir sem þurfa nokkurt sólskin vaxa þar vel. Sólin smáhækkar á lofti og það kemur jurtunum vel. Jurtir sem vaxa í austur- gluggum eru t.d. fíkjuviðar- tegundir (Ficus), dílaviður — öðru nafni köllubróðir — (Diffenbachia), alpafjóla, asparagus, iðna-Lísa, vaxblóm (Hoya) ofl. Mikil birta kemur í vestur- gluggann, stundum full mikil, þegar sólin skyndilega skín þar inn einmitt þegar hún er hæst á lofti. Þarf þá stundum að skyggja á eða döggva jurtirnar líkt og í suðurglugga. Margar fagrar blómjurtir þrífast vel í vesturglugga t.d. ýmsir kaktus- ar, Betlehemsstjarna, ýmsar begóníur og rósir, Paradísartré, hamingjublóm, sineraría, riddarastjarna o.fl. I norðurglugga skal setja jurtir sem þola skugga t.d. ýms- ar blaðjurtir, burkna, rifblöðku (Monstera), bergfléttu, bein- við, húsfrið, gyðinginn gang- andi, mánagull (scindapsus), piparjurtir ( peperomia) o.m.fl. Það borgar sig að gefa þessu gaum. I.D. Nuddstofa Ástu Baldvinsdðttur, Hrauntungu 85, Kópavogi. Konur athugið. Er byrjuð aftur með 10 tíma megrunar- og af- slöppunarkúrana. Nudd, sauna, vigtun, mæling °9 matseðill. Opið til kl. 10 öll kvöld. Bílastæði. — Sími 40609. Snjósleða eigendur Eigum á lager nokkur stykki af þessum léttu vögnum, sem auðveldlega má breyta svo hentugir séu fyrir snjósleða, allt að 250 kg þunga, einnig úrval af 50 mm kúlum, lásum, Ijósatengjum o.fl. fyrir aftanívagna. G.T. Búðin HF Ármúla 22, R s. 37140. Námskeið fyrír stjómendur vinnuvéla Námskeiðið er haldið í samræmi við ákvæði í samningum milli almennu verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda, og er þátttaka heimil stjórn- endum vinnuvéla hvaðanæva af landinu. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu, krana eða aðrar stærri vinnuvélar. Eftirtalin samtök annast skráningu þátttakenda: Verkamannafélagið Dagsbrún, Lindargötu 9, Reykjavík, sími 25633. Vinnuveitendasamband íslands, Garðastræti 41, Reykjavík, sími 1 8592 Verkamannasamband íslands Lindargötu 9, Reykjavík, sími 12977. Þátttökubeiðnir þurfa að berast fyrir 12. febrú- ar Gisting og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar veita ofangreind samtök. Stjórn vinnuvélanámskeiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.