Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976
13
Stjórn Chile
færlánhjá
Alþjóðabanka
A FUNDI Alþjóðabankans, sem ■
haldinn var f gær I Washington,
greiddi Jðn Sigurðsson, fulltrúi
Norðurlandanna f stjórn bank-
ans, atkvæði gegn tillögu um 33
milljón dollara lán til herfor-
ingjastjórnarinnar I Chile, að þvf
er fróttaritari Mbl. I Gautaborg
sagði f gær eftir sænskum
heimildum. I frétt frá AP kemur
fram, að lánveitingin hafi verið
samþykkt, að sögn áreiðanlegra
heimilda, þar eð Robert
McNamara, bankastjóri Alþjóða-
bankans, hafi lýst sig fylgjandi
þvf og Bandarfkjamenn fylgt
eftir umsókn Chilestjórnar.
Fulltrúar Evrópulanda sátu hjá,
að þvf er AP segir, en harðlega
hafi verið barizt gegn þvf að lánið
yrði veitt, m.a. af samtökunum
Amnesty International.
Að sögn fréttaritara Mbl. i
Gautaborg er þetta í annað skipti
sem Jón Sigurðsson greiðir
atkvæði gegn því að Alþjóðabank-
inn veiti herforingjastjórninni
lán, en í fyrra samþykkti bankinn
lánveitingu til landbúnaðarupp-
byggingar í Chile. Bandarikin
hafa 40% atkvæða í stjórninni, en
til þess að tillaga verði samþykkt
þarf hún % hluta atkvæða. Þess
má geta að umsóknum stjórnar
Allende heitins forseta var alltaf
synjað af stjórn bankans. Herfor-
ingjastjórnin hefur þegar fengið
168 milljónir dollara í lánum frá
bankanum frá árinu 1973.
Bokassa sýnt
banatilræði
París —3. febr. — Reuter.
FORSETA Miðafríkulýð-
veldisins, Jean-Bedel
Bokassa, var sýnt banatil-
ræði á flugvellinum í
Bangui í dag, en hann
slapp ómeiddur, að því er
áreiðanlegar heimildir
herma.
Bokassa marskálkur komst til
valda í uppreisninni árið 1966.
Hann er 54 ára að aldri og er
ákafur baráttumaður fyrir lögum
og reglu. Hann barðist með
Frökkum í síðari heimsstyrjöld-
inni og síðar í Indókina. Árið 1972
komst nafn hans óvænt á siður
heimsblaðanna. Þá bárust fregnir
um fruntalega meðferð á föngum
i Bangui, og höfðu þrír verið
barðir í hel að undirlagi Bokassa,
að því er sagt var.
Arið 1970 hóf hann leit í
Vietnam að dóttur sinni, Martine,
sem hann hafði ekki haft spurnir
af árum saman. Tvær stúlkur
gáfu sig fram, og kváðust báðar
vera hin týnda dóttir. Bokassa
stefndi þeim báðum til Bangui og
lýsti þvi síðan yfir, að önnur væri
dóttir hans. Hina ættleiddi hann
og gifti siðan báðar á fimmtugs-
afmæli sinu.
Moynihan beitir neitunarvaldinu í öryggisráðinu.
„Mis-
heppnað”
— segir Expressen
um Lénharð fógeta
(•autahorg 3. febrúar.
Frá fréttaritara Mbl.
Pétri J. Kirfkssyni:
KVIKMYND íslenzka
sjónvarpsins Lénharður
fógeti, sem byggð er á
leikriti Einars H. Kvar-
ans, var sýnt í sænska
sjónvarpinu s.l. sunnu-
dagskvöld. Kvikmyndin
fékk dræmar undirtekt-
ir. Aðeins eitt dagblað,
Expressen í Stokkhólmi,
sá ástæðu til að fjalla um
hana í sjónvarpsgagn-
rýni sinni og var umsögn
blaðsins neikvæð.
Blaðið sagði: ,,Af og til
gerist það, að íslenzkt
leikrit skjóti upp koll
inum í sjónvarpinu, og
eru þau flest ágæt að
gæðum. Fógetinn var
hins vegar alveg mis
heppnað. Þrátt fyrir við-
bjóðsleg morð, nauðgan-
ir, bruna og aftökur var
efnið þótt ótrúlegt sé
ekki neitt.“
„Afstaða mín var alltaf
afstaða Bandaríkjaforseta
— sagði Daniel P. Moynihan eftir afsögnina
Sameinuðu þjóðunum og víðar
3. febrúar — Reuter.
DANIEL Patrick Moynihan, sem
í gærkvöldi sagði af sér embætti
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, gegndi því
starfi enn í dag þar eð Ford for-
seti bað hann um að vera áfram
unz eftirmaður hefði verið ákveð-
inn. Moynihan sagði í gær, að
forsetinn hefði „mjög virtan
mann í huga“, en sögusagnir eru
um að Shirley Temple Black,
fyrrum barnastjarna I kvikmynd-
um, muni taka við. Hún er nú
sendiherra f Ghana, en einnig er
önnur kona, dr. Rita Hauser,
kunnur lögfræðingur talin koma
tii greina.
0 Moynihan, sem er 48 ára að
aldri, varð á aðeins sjö mánaða
setu hjá S.Þ. umdeildasti sendi-
herra Bandarfkjanna hjá þeirri
stofnun frá upphafi og vakti bæði
aðdáun og reiði fyrir tæpitungu-
lausar yfirlýsingar. Hann sagði í
gærkvöldi, að honum hefði ekki
verið bolað úr embættinu, en
hann hefði hins vegar ekki
„stokkið úr því“ heldur. Góðar
heimildir herma að Moynihan
hafi þótt skorta á stuðning Henry
Göteborgs Posten um 200 mílurnar í leiðara:
Munu torvelda Islendingum
síldveiðarnar 1 Norðursjó
OautaborK 3. febrúar. Frá fróttarita Mbl. Pétri J. Firfkssyni:
UM helgina birti sænska blaðið Göteborgs Posten
forystugrein um kröfur um 200 sjómflna fisk-
veiðilögsögu, sem nú eru háværar f hciminum.
Sagði m.a. f greininni, að margt benti til þess, að
I upphafi greinarinnar er
sagt frá ákvörðun öldunga-
deiidar Bandarfkjaþings um að
færa út fiskveiðilögsögu Banda-
rfkjanna þann 1. júli 1977.
Segir blaðið, að Bandaríkin séu
þar með komin I hóp fjöl-
margra strandríkja sem ekki
telja sig geta beðið með út-
færslu þar til niðurstaða hefur
fengizt á hafréttarráðstefnu
S.Þ. Sfðan segir: „Með þvf að
Island hefur gengið á undan og
lýst yfir 200 mílna fiskveiðilög-
sögu hefur málinu verið flýtt.
Allt bendir til þess, að Bretland
komi á eftir um mitt næsta ár
og þá kemur upp aðstaða gagn-
stæð þeirri sem er í dag, þar
sem íslendingar verða að fara
fram á að fá að veiða ákveðið
magn af sild f brezka hluta
Norðursjávar. Þær samninga-
viðræður verða vafalaust erfið-
ar eftir þorskastríðið, sem nú
stendur yfir. Brezka stjórnin
hefur reynt að ná málamiðl-
unarlausn en Islendingar hafa
sýnt hörku í viðræðum og
aðeins boðið lítinn hluta ar
þeim þorskkvóta sem Bretar
vilja veiða innan nýju mark-
anna. Líklega verða Bretar að
láta undan en reiðin er mikil
meðal sjómanna sem ekki fást
til að veiða við Island nema
gegn miklum uppbótum."
Sfðan segir: „Það sem reitir
Breta mest til reiði er að is-
lenzk skip veiða drjúgan hluta
af Norðursjávarsildinni og að
Islendingar neita að viður-
kenna þann kvóta sem þeim er
Bretar tækju sér 200 miðlna fiskvciðilögsögu um
mitt næsta ár og þá gæti orðió erfitt fyrir lslend-
inga að fá að halda áfram sfldveiðum í Norðursjó
eftir það, sem á undan hefði gengið f samskiptum
þjóðanna.
ætlaður af þeirri nefnd sem á
að reyna að takmarka síld-
veiðar svo að komizt verði hjá
ofveiði."
Þá segir blaðið að þjóðir við
Norðursjó óttist nú eyðingu
sfldarinnar og geti það flýtt
fyrir því að komið verði á nýj-
um fiskveiðimörkum og þá
muni Norðursjór í stórum
dráttum skiptast á milli Noregs
og Bretlands. Þetta óttist
sænskir sjómenn og sé það
skiljanlegt þar sem alger óvissa
rfkir um hagsmunamál þeirra.
„Sænska stjórnin er opinber-
lega bjartsýn á að hægt verði að
semja við aðrar þjóðir um fisk-
veiðiréttindi, en það er erfitt að
sjá á hverju hún byggir þá
bjartsýni sína," segir blaðið að
lokum.
Kissingers, utanríkisráðherra, við
sig, en Kissinger sjálfur bar það
til baka í gær, og sagði að Moyni-
han hefði „framfylgt stefnu okk-
ar og haft fullan stuðning okk-
ar... Moynihan sendiherra er ná-
inn vinur minn og var útnefndur
eftir að ég las grein þar sem hann
sagði hvað þyrfti að gera hjá S.Þ.
Við töldum bezt að láta hann gera
það.“ Moynihan hótaði eitt sinn
að degja af sér eftir að hafa gagn-
rýnt afstöðu utanríkisráðuneytis-
ins.
Kissinger sagði að eftirmaður
Moynihans myndi framfylgja
sömu stefnu og hann, en „það er
aðeins einn Pat Moynihan". Sam-
band Moynihans við aðra sendi-
herra hjá samtökunum var i
mörgum tilvikum stirt, og i dag
lýstu ýmsir virðingu fyrir honum,
en um leið létti yfir því að hann
skyldi vera að fara. Einkum varð
Moynihan fyrir gagnrýni vegna
harðorðra yfirlýsinga í garð ríkja
þriðja heimsins, kommúnista-
ríkjanna og Arabaríkjanna, og
kallaði hann S.Þ. „absúrdleikhús-
ið“ i þvi sambandi.En samkvæmt
skoðanakönnun nýlega studdu
um 70% bandarísku þjóðarinnar
óvægna afstöðu hans hjá S.Þ.
Er hann skýrði frá afsögn sinni
í gær, sagði Moynihan, að hann
hefði nú verið 13 af síðustu 19
árum í opinberri þjónustu og nú
væri kominn tími til að snúa sér
aftur að kennslu, en hann var
prófessor í stjórnmálafræðum við
Harvardháskóla, og að því að
skrifa bækur, „sem ég hef þegar
tekið við fyrirframgreiðslu fyrir-
og eytt“. Hann tók skýrt fram að
hjá S.Þ. hefði afstaða hans alltaf
verið afstaða Bandaríkjaforseta
um leið. Hann útilokaði ekki að
hann myndi taka þátt í stjórnmál-
um einhvern tima á ný. Margir
telja að lagt verði kapp á að fá
Moynihan í framboð fyrir demó-
Framhald á bls. 27
The Times:
Bráðabirgðasamningur
Breta og EBE um 200 m
London 3. febrúar AP
LUNDÚNABLAÐIÐ The Times skýrði frá því í dag, að
Bretar og önnur aðildarríki EBE hefðu undanfarið
unnið að þvf af fullum krafti f Briissel að gera korta-
teikningar af 200 mílna efnahagslöggjöf. Segir blaðið að
Bretar og hinar EBE-þjóðirnar hafi komizt að bráða-
birgðasamkomulagi um framtíðarskipan fiskveiðistefnu
EBE á grundvelli 200 mflna efnahagslögsögu og að það
samkomulag verði haft að leiðarljósi á væntanlegri
hafréttarráðstefnu í marz.
Síðan segir blaðið: ,,Það
er kaldhæðni, að á sama
tíma og Betar hafa verið að
tapa baráttunni um veiði-
heimildir á Islandsmiðum
hafa þeir unnið að því af
fullum krafti að koma í veg
fyrir að aðrar þjóðir geti
gert kröfur um veiði-
heimildir undan Bretlands-
ströndum“
Framhald á bls. 27