Morgunblaðið - 04.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR 1976
Blaðamaður frá
Morgunblaðinu á
Ólympíuleikunum
BLAÐAMAÐUR Morgun-
blaðsins, Þórleifur Ólafs-
son, mun fylgjast með
Ólympiuleikunum i
Innsbruck og senda dag-
lega fréttir af islenzku þátt-
takendunum og helztu við-
burðum á leikunum. Fara
hér á eftir fyrstu fréttir
hans frá Innsbruck, en
þangað kom hann i gær-
kvöldi.
Hörmungarsagan írá ÖL
1972 á ekki að endnrlaka sig
TÓLFTU vetrarólympiuleikarnir
verða settir klukkan 14.30 I dag á
Ólympluleikvanginum I Inns-
bruck. I fyrrakvötd voru komnir
1587 keppendur hingað i
Ólympluþorpið sem stendur á
austurbakka árinnar Inn. Alls
koma þessir 1587 keppendur frá
35 löndum. Upphaflega var gert
ráð fyrir að keppendur yrðu fleiri,
en nokkrar þjóðir drógu sig til
baka, þará meðal Danir.
Glfurlegar varúðarráðstafanir hafa
verið gerðar hér i Innsbruck og eru
hermenn alls staðar á ferli. Inn I
sjálft Ólympíuþorpið fær enginn að
koma, nema eftir miklum króka-
leiðurh. Fyrir innan girðinguna, sem
umlykur þorpið, eru hermenn gráir
fyrir járnum. Ef blaðamenn ætla sér
að komast þarna inn verða þeir fyrst
að afhenda hinn venjulega passa
sem alls staðar á að gilda og fá
siðan nýjan, sem gildir inni i
þorpinu Þegar svo komið er að
íbúðunum fylgir hermaður manni i
þá ibúð sem ætlunin er að fara i.
Austurrikismenn segjast vera
ákveðnir i að koma i veg fyrir
áliká hörmungarsöguog átti sér stað
í Múnchen fyrir tæpum fjórum ár-
um Sumum finnast þessar varúðar-
ráðstafanir of miklar, en aðrir segja
ráðstafanirnar nauðsynlegar. Gifur-
legur fjöldi ferðamanna er nú
kominn hingað og er sagt að öll
herbergi i borginni séu nýtt. Flestir
munu ferðamennirnir vera frá
Evrópulöndum.
Reynt er að hugsa eins vel um
keppendur og unnt er. Flvert lið
hefur yfir ibúð eða ibúðum að ráða
og er fólkinu skipt niður á þær eftir
kynjum. Þá hafa öll liðin yfir a.m.k.
einum bíl af BMW-gerð að ráða og
yfirleitt einnig sendiferðabilum. Þar
sem lengst er á milli keppnisstaða er
reynt að koma blaða- og fréttamönn-
um eins hratt yfir og hugsazt getur
og er heill floti Volvo-bíla notaður til
þesss.
Hugur í íslenzku
keppendunum á Ól
ÍSLENZKA Ólympfuliðið kom
hingað til Innsbruck í gærkvoldi,
en þá hafði hópurinn, sem keppir í
alpagreinum, tekið þátt í móti í
Sviss og staðið sig með miklum
ágætum. Svo vel, að fslenzkir
skfðamenn hafa tæpas náð betri
árangri áður. Mótið í Sviss var
mjög sterkt og keppendur alls
122. Sigurður Jónsson gerði sér
þó Iftið fyrir og náði 14. sæti í
svigi og Jórunn Viggósdóttir varð
14. f svigi kvenna.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins ræddi við íslendingana í
Ólympíuþorpinu i gærkvöldi sögðu
þeir, að þeim liði öllum vel og
myndu gera sitt til að árangurinn
mætti verða sem beztur á leikunum,
þó enginn skyldi reikna með verð-
launum. Þau sögðu, að íslend-
ingarnir hefðu komið með þeim sið-
ustu í Ólympiuþorpið, en t.d.
keppendur Bandaríkjanna, Hol-
lands, Sviss og El Salvardors hefðu
þó komið síðar.
íslendingarnir höfðu á orði, að
þeim fyndist orðið mikið prjál
kringum leikana og vopnaðir her-
menn settu Ijótan svip á þessa leiki
gleðinnar. Þá væri auglýsinga-
skrumið orðið ógnvekjandi.
Göngumennirnir, þeir Halldór
Matthíasson og Trausti Sveinsson,
búa í Seefeld, þaf sem göngukeppn-
in fer fram. Þeir létu hafa það eftir
sér, að þótt þeir væru búnir að æfa
stanzlaust að undanförnu, gerðu
þeir sig ánægða með að ná
50. — 70. sæti í göngukeppninni.
— Ræða Einars
Framhald af bls.28
um atburðum á miðum okkar
bægt frá.
Meðan slíkur skammtímasamn-
ingur gilti, ef hann þá næðist,
myndi þróun hafréttarmála halda
áfram að þróast okkur í vil, jafn-
vel meðal Breta sjálfra.
Utanríkisráðherra sagði það
eðlilegt og ekki umtaisvert, þó
ríkisstjórnin hefði tekið nokkra
daga til að vega og meta, ekki
aðeins svar sitt til Breta, heldur
ekki sfður þau næstu skref, sem
óhjákvæmilegt væri að stíga i
landhelgismálinu, eftir neitun á
samningshugmyndum Breta. Það
mál hefði þurft að skoða mjög vel
og fara að með hyggindum og á
þann hátt, er bezt þjónaði íslenzk-
um hagsmunum, bæði heima fyrir
og út á við, ekki sízt á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Ef viðleitni okkar til friðsam-
legrar lausnar, sem viðunandi er,
ber ekki árangur, þurfum við að
standa saman eins og áður um
viðbrögð og þá kunna að koma til
athugunar þær ábendingar um
stjórnmálaslit og athugun á
afstöðu til Nato, er Lúðvík Jóseps-
son héfði hér rætt um. Þau skref
þyrfti þó fhugunar við. Ekki væri
víst, að bezt væri að standa aieinir
i deilunni og eiga hvergi styrks
eða stuðnings að vænta.
— Deilt um
Framhald af bls. 12
núverandi aðstæður í ríkisfjár-
málum og efnahagslífi væri erfitt
um nýja skattheimtu og spyrja
mætti, hvers vegna málefni þetta,
fæðingarorlof kvenna, hefði legið
óhreyft öll vinstri stjórnarárin,
þegar Alþýðubandalagið hafði
bezta aðstöðuna til að fylgja því
eftir.
Ingi Tryggvason (F) taldi að
stefna ætti að heildarlöggjöf í
þessu efni, sem næði til allra
kvenna, og þar mætti sízt gleyma
hlut búandkvenna, sem væru
ekki siður vinnandi í þjóðfélaginu
en þær konur, er teldust til launa-
kvenna^________ _______
— Afstaða mín
Framhald af bls. 13
krata til öldungadeildarinnar í
New York.
Aðrir sem taldir eru koma til
greina sem eftirmenn Moynihans
hjá S.Þ. eru William Scranton,
ríkisstjóri í,Pennsylvaniu,Charles
Goodell, fyrrum öldungardeildar-
þingmaður, Melvin Laird, fyrrum
varnarmálaráðherra, og William
Fullbright, fyrrum öldungar-
deildarþingmaður.
Tass-féttastofan sovézka fagn-
aði i dag afsögn Moynihans, en
ísraelskur embættismaður lýsti
aðdáun á starfi hans hjá S.Þ.
— Ræða
Benedikts
Framhald af bls. 2
sambandi ræddi Benedikt m.a.
um hugsanlegar hættur í mála-
lyktun hafréttarráðstefnunnar,
sem að framan greinir. Rétt væri
að kanna skammtímasamninga,
t.d. til þriggja mánaða, þó Alþýðu-
flokkurinn vildi hafa allan fyrir-
vara á um efnisatriði slíks samn-
ings, aflamagn og fleira, sem ekki
væri hægt að ræða nú. — Við
höfum þegar unnið veigamikla
sigra með 200 mílna útfærslunni,
sagði Benedikt að lokum. Mikil-
vægt er, hvern veg sem mál þró-
ast, að við varðveitum samheldn-
ina heima fyrir til að ná þeim
fiskifræðilegu markmiðum, sem
að var stefnt með útfærslunni.
— Times
Framhald af bls. 13
Segir blaðið að fram-
kvæmdanefnd EBE hallist
nú meira að þeirri skoðun
Breta að stefna EBE f fisk-
veiðimálum verði sú að
komið verði í veg fyrir að
fiskimenn frá meginlandi
Evrópu stundi veiðar alveg
upp að Bretlandsströnd-
um. Segir blaðið að í þessu
sambandi hafi verið rætt
um aflakvóta, takmörkun á
stærð fiskiskipa og
vernduð svæði. Halda
Bretar því fram, að ef fiski-
menn frá meginlandinu
fengju að veiða að vild á
brezkum miðum leiddi það
fljótlega til þess að fisk-
stofnunum yrði útrýmt.
— Búnaðar-
bankinn
Framhald af bls. 3
vaxta Og afborganabyrði
hennar námu 584 millj.
Lánveitingar Stofnlána-
deildar hafa því í mjög auknum
mæli verið fjármagnaðar með
nýjum lántökum. Þannig voru
lántökur á liðnu ári 1.460 millj.,
en 598 millj. næsta ár á undan.
Ljóst er því, að erfitt ástand er
að skapast, en málefni deildar-
innar eru nú til sérstakrar
athugunar hjá landbúnaðarráð-
herra.
Veðdeild
Búnaðarbankans
Veðdeild Búnaðarbankans
hefur það verksvið að lána til
jarðakaupa. Veitt voru 83 ný
lán á árinu að upphæð 49 millj.
kr. en árið áður voru lán 44
millj.
Lántökur deildarinnar voru
65 millj. á árinu þar af 50 millj.
frá Lífeyrissjóði bænda.
— Þráðum
Framhald af bls. 5
að sýningum okkar hér hefði
gengið.
— Það eru skipulagðar sýn-
ingar á þessu prógrammi okkar
fram til 1. marz, en svo eigum
við frí i 5 mánuði, með þeirri
undantekningu þó að við förum
í sýningarferð til Bandaríkj-
anna. Ætli við notum ekki tím-
ann til að ferðast og skoða
okkur um. Það er hlutur, sem
við höfum ekki getað veitt
okkur eins og við hefðum viljað
og því er rétt að nota tækifærið,
sem núna gefst, sögðu þau að
lokum.
— Sjúklingar
Framhald af bls. 1
á salerni. Einn var lúbarinn og
vörðurinn sagði lækninum
síðar að hann hefði reynt að
hengja sig, þótt það væri ekki
satt.“ sagði Plyushch.
Plyushch var handtekinn i
janúar 1972 fyrir andsovézkan
áróður, og i réttarhöldunum yf-
ir honum var hann lýstur geð-
veikur og sendur á geðveikra-
hæli, þar sem sjúkdómur hans
var nefndur “umbótabrjálæði".
Plyushch sagði, að í Dnjepro-
petrovsk, sem er fæðingarbær
Leonid Brezhnevs, leiðtoga
sovézka kommúnistaflokksins,
hefði hann verið settur i sama
klefa og sjúklingur „sem var
orðinn gersamlega sturlaður.
Andlit hans hafði glatað öllum
mannlegum svip og hann gerði
lítið annað en að stunda
sjálfsfróun".
„Önnur deild,-deild 5,“ sagði
Plyushch, „var sannarlegt hel-
víti, þar sem sjúklingarnir öskr-
uðu og vældu, köstuðu þvagi á
gólfið og börðust um aðgang að
salerninu. Sumir átu eigin saur.
Einn fanganna mölbraut rúðu
og reyndiað skera sig á háls til
aó binda enda á þjáningar súl-
fúrgjafanna."
Hann sagði að 50 pólitískir
fangar hefðu verið á spítala
þessum, en að læknarnir hefðu
litið „á mig sem hættulegasta
sjúklinginn“ og einangrað
hann frá hinum. Hann kvaðst
hafa fengið einhverskonar
T,þunglyndislyf“ — haloperidol
og giftazín. „Haloperidol leiddi
til mikillar deyfðar og ég átti
erfitt með að lesa bæk-
ur... Smám saman missti ég
áhuga á pólitiskum málefnum,
síðan á vísindum og loks einnig
á eiginkonu minni og börnum.
Ég varð áhugalaus og minni
mitt varð einnig gloppótt. Ég
fór að hugsa einvörðungu um
salernið og mútur handa vörð-
unum. Markmið þeirra var aó
brjóta manneskjuna niður, að
eyða mótstöðuafli hennar.“
Á blaðamannafundinum
hvatti Plyushch einnig ákaft til
þess að Staphan Djemilev, bar-
áttumanni fyrir minnihluta-
hópi tatara á Krím, yrði sleppt
úr haldi, en hann hefði verið i
hungurverkfalli á sjöunda mán-
uð á geðveikraspítala í Omsk.
Hann væri nú aðeins 80 pund
að þyngd og með innvortis
blæðingar vegna þeirrar fæðu,
sem hann hefði verið neyddur
til að eta. „Ættingjar hans hafa
alvarlegar áhyggjur af því, að
Djemilev sé þegar látinn,"
sagði Plyushch.
Plyushch sagði að súlfúrinn-
gjafirnar hefðu hækkað líkams-
hitann í 40 gráður og neytt
hann til að velta sér og mjaka
fram og aftur. Hann sagðist
hafa brýnt það fyrir sjálfum sér
í sífellu að Ieggja á minnið það
sem hann sæi til þess að geta
skýrt frá því. Hann ítrekaði
hins vegar að hann væri enn
sannfærður kommúnisti. „Við
sovézkir nýmarxistar höfðum
alla tíð vonað að ítölsku,
frönsku og brezku kommúnista-
flokkarnir hæfust handa þar
sem sá tékkneski var neyddur
til að knékrjúpa. Þeir geta end-
urhæft kommúnismann og geta
neytt sovézku stjórnina til að
velja á milli Mao-Stalínisma og
_______________________27
kommúnisma með mannlegu
yfirbragði."
Hann kvaðst efast um að
hann ætti eftir að sjá föðurland
sitt aftur, en vonaðist til þess að
sá dagur kæmi er sovézkum
borgurum yrði „raunverulega“
veitt málfrelsi, funda-og trúar-
bragðafrelsi. Sovézka kerfið í
heild er sjúkt kerfi, en þar eru
samt heilbrigð öfl meðal bænda
og verkamanna."
— Tökum boði
Framhald af bls. 1
0 Fred Peart ræddi beint við
togaramenn á lslandsmiðum um
talstöð strax að blaðamanna-
fundinum Ioknum, en slíkt er
mjög óvenjulegt, og lýsti fyrir
þeim viðbrögðum brezku ríkis-
stjórnarinnar og sagði að lokum:
„Ég hef athugað óskir vkkar um
uppbótargreiðslur. Uppbótar-
tímanum lýkur á morgun. Á
morgun hefur íslenzku ríkis-
stjórninni gefizt tfmi til að melta
það, sem utanríkisráðherra hefur
sagt. Því bið ég ykkur enn einu
sinni um að halda ástandinu í
skefjum í 24 klst., þ.e. til mið-
nættis á morgun. Verið með
veiðarfærin uppi ef þörf krefur.
Eftir það skuluð þið veiða eins og
venjulega á afmörkuðu svæði á
þessu alþjóðlega hafsvæði, sem
þið hafið fullan rétt til að veiða á.
Þið vitið, að ef skorið er á tog-
vfrana verður herskipavernd
veitt sjálfkrafa. Ég þakka vkkur
fyrir samstarfið á þessum erfiða
tíma. Beztu óskir til ykkar allra
og góða veiði. Tvær freigátur
munu vera við 200 mílurnar og sú
þriðja er til taks f Royth í Skot-
landi.
Peart sagði í þinginu í dag að
togararnir myndu geta krafizt
sérstakra bótagreiðslna fyrir
hvern dag eða hluta úr degi ef
komið verður í veg fyrir veiðar
eftir morgundaginn — eða 400
pund fyrir togara frá Grimsby,
Hull, Fleetwood, Aberdeen og
Granton, nema hvað sfðutogarar
frá Fleetwood munu fá 350 pund
á dag. Talsmaður Samtaka
brezkra togaraeigenda sagði í
Hull, að skammtimasamkomulag í
deilunni væri ekki aðgengilegt
fyrir togaramenn nema ákvæði
þess væru hagstæð. „Við getum
ekki samþykkt frekari viðræður
undir þrýstingi — með áfram-
haldandi áreitni varðskipa —
vegna þess að okkar menn hafa
þegar verið beðnir um að þola
eins mikið og menn af holdi og
blóði geta þolað.“
Á blaðamannafundinum í kvöld
sagði Callaghan eilítið frá síðustu
tillögum Breta, en neitaði að gefa
nákvæmar tölur. Hann sagði að
Bretar hefðu lagt til í Lundúna-
viðræðunum að íslenzkir visinda-
menn settu upp ákveðið hámarks-
aflamagn sem veiða mætti og af
því myndu Bretar fá 28%. Hann
sagði að þessi tillaga hefði verið
lögð fram vegna þess að vísinda-
menn beggja aðila hefðu ekki
getað komið sér saman um afla-
magn sem leyfilegt væri frá
verndarsjónarmiði.
Callaghan sagði, að brezka
ríkisstjórnin vissi vel um þörf Is-
lendinga fyrir verndun fiskstofna
og um mikilvægi fiskveiða fyrir
efnahagslega afkomu þeirra. En,
sagði Callaghan. Bretar „hafa
veitt allar tilslakanirnar, komið
með allar sáttatillögur, allar upp-
byggilegar hugmyndir" hingað til
í viðræðunum. Hann sagói að
stjórnin væri að kanna möguleika
á að brezku togararnir héldu
sjálfviljugir aftur af sér á miðun-
um á meðan samkomulagsleiðir
væru athugaðar.
— Greinargerð
forsætisráðherra
Framhald af'bls. 15
skamms tíma í þessari orðsendingu, er
átt við t.d. 3 mánuói.
sendiherra Breta á Islandi svohljóðandi
orðsendingu:
„Með tilvfsun til viðræðna forsætisráð-
herra Bretlands og Islands og eftir
könnun á efnisinnihaldi þeirra, telur
ríkisstjórn tslands hugmyndir Breta um
fiskveiðiheimildir þeim til handa ekki
aðgengilegar, en er reiðubúin til að taka
upp viðræður um samkomulag til
skamms tíma.“
Þegar rætt er um samkomulag til
Islendingar vilja með þessu enn sýna
að þeir vilja gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að leitast við að leysa
þessa deilu friðsamlega, en engu skal
spáð um viðbrögð Breta.
En ljóst er, hvernig sem fer, að við
Islendingar þurfum að sýna stefnufestu
og yfirvegun, þolgæði og jafnvægi, ef við
eigum að ná takmarki okkar fyrr en
síðar.
Hér duga engar upphrópanir, brigsl-
yrði eða sundrungariðja.
Nú skiptir mestu, að Islendingar sýni
samhug inn á við og út á við og komi
fram í samfélagi þjóðanna, án minni-
máttarkenndar meðvitandi réttinda
sinna og skyldna, eins og sjálfstæðri þjóð
sæmir.