Morgunblaðið - 21.02.1976, Síða 1
I
28 SIÐUR
42. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
fíattersley með áhyggjur af íslenzku stjórninni!
Væri nær að huga að
sinni eigin ríkisstjórn
— segir Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra
BREZKI aðstoðarutanríkisráðherrann Roy Hattersley
sagði í Ziirich f gær að áður en miðað gæti í samkomu-
lagsátt í fiskveiðideilu Islendinga og Breta yrði að jafna
mikinn ágreining sem væri í íslenzku ríkisstjðrninni.
Af þessu tilefni sneri Morgunblaðið sér til Ólafs
Jóhannessonar dómsmálaráðherra. Ekki tókst að ná í
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Ólafur sagði:
„Ég tek nú ekki mikið mark á
honum og býst nú ekki við að ég
geri það á næstunni nema hann
breyti eitthvað um tóntegund. Ég
held að þetta séu ímyndanir og ég
er ósköp hræddur um að hann
hafi aldrei komizt niður á jörðina
í þessu máli.“
„Ég held að það sé meira verk-
efni fyrir hann að huga að ástand-
inu í brezku stjórninni en í þeirri
íslenzku," sagði Ölafur enn-
fremur. „Auðvitað hafa menn
sínar mismunandi skoðanir en
það er ekki nema eins og gengur
og gerist i hverri rikisstjórn og
ekki alltaf eftir flokkum.
Ölafur: „fmyndanir“
Auðvitað getum við litið mismun-
andi augum á ýmis mál. Þetta eru
held ég hans eigin imyndanir,
alveg algerlega, og ég veit ekki
hvaðan hann ætti að hafa heimild-
ir.“
UMMÆLI HATTERSLEYS
Hattersley sagði að islenzka
ríkisstjórnin stæði andspænis
verulegum innbyrðis stjórnmála-
erfiðleikum og þá yrði að leysa
áður en hún gæti þokazt i átt til
samkomulags við Breta.
Hattersley fór lofsamlegum
orðum um Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra og sagði að hann
væri „einstaklega heiðarlegur,
ákveðinn og hugrakkur“. En
Hattersley sagði að innbyrðis
ágreiningur gerði aðstöðu hans
erfiða.
Jafnframt sagði Hattersley að
Bretar væru reiðubúnir til við-
ræðna hvenær sem væri, um hvað
sem væri og hvar sem væri. Hann
bætti því við að hann væri svart-
sýnn á útlitið eftir slitin á stjórn-
málasambandi Islands og Bret-
lands.
Roy Hattersley er í þriggja daga
heimsókn í Sviss og talaði um
fiskveiðideiluna í veizlu Chamber
og Commerce Breta og Svisslend-
inga í Ztirich.
UGGUR iBRtJSSEL
Slitin á stjórnmálasambandi Is-
lands og Bretlands hafa engin
áhrif á starfsemi Atlantshafs-
bandalagsins að því er fréttaritari
NTB hafði eftir NATO-
heimildum í gær.
Hins vegar er sagt af hálfu
NATO að ef lengra sé horft fram
á við geti þorskastríðið og stjórn-
málaslitin haft hættulegar afleið-
ingar i för með sér.
Að þvi er spurt i aðalstöðvum
NATO, segir fréttaritarinn, hvert
næsta skrefið verði ef deilan leys-
ist ekki fljótt. Oftast heyrir
maður þá spurningu hvort
islenzka ríkisstjómin muni nota
Framhald á bls. 27
Sfmamynd AP.
TIL PEKING — Nixon fyrrverandi forseti og frú við
þotuna sem Mao formaður sendi eftir þeim til Los
Angeles. Kinverskur embættismaður, Chu Chuan-
haien, tekur á móti þeim.
Hljóðið í brezkum sjómönnum og útgerðarmönnum dauft:
Vilja þrauka hér en
telja „stríðið” tapað
segir Jón Olgeirsson
„ÞAÐ ER ekki hægt að
neita því, að skipstjórnar-
menn og áhafnir togar-
anna eru orðnar mjög
þreyttar á þessu stríði við
fslendinga, en þeim finnst
betra að reyna að halda
þessum veiðum áfram en
að þurfa að koma heim í
atvinnuleysið. Mottóið hjá
útgerðarmönnum og sjó-
mönnum er núna að
þrauka við fsland eins
lengi og auðið er, því Bret-
ar séu í raun búnir að tapa
stríðinu og munu þurfa að
hverfa brott af fslandsmið-
um fyrr en seinna,“ sagði
Jón Olgeirsson, ræðis-
maður fslands í Grimsby í
samtali við Morgunblaðið í
gær.
Jón
Olgeirsson sagði, aö í
Mexíkó byr jar vörn 200
mílna sinna 6. júní n.k.
San Diego, Kaliforníu,
20. febrúar. AP.
JORGE T. Bouchan,
fiskimálastjóri Mexíkó,
sem nú er I heimsókn I
Bandarfkjunum skýrði
frá þvf I San Diego I dag,
að Mexfkómenn myndu
byrja að verja 200 mílna
fiskveiðilögsögu sfna 6.
júní nk. Bouchan sagði
að á næstu mánuðum yrði
aflakvóta fyrir fiskteg-
undir á þessu svæði, sem
taldar væru f hættu
vegna ofveiði, og að
hugsanlegt væri að
engum rækjuveiðiieyfum
yrði úthlutað, en Mexfkó-
menn og Bandarfkja-
menn hefðu ætíð verið
góðir nágrannar og hugs-
anlegt væri að stjórnir
landanna gætu komist að
að þvf unnið að ákvarða
samkomulagi f þessu
máli.
Fiskimálast jórinn sagði
að verið væri að fhuga
hvernig leyfisveiting-
um yrði háttað til veiða
humars og á rækju,
túnfiski og skelfiski og
að sennilega yrðu leyfis-
veitingarnar seldar ódvr-
ar en sem næmi því
gjaldi, 60—70 dollurum á
lest, sem önnur S-
Amerfkurfki setja upp
við erienda veiðimenn.
Það eru bandarfskir
fiskimenn, sem mestra
hagsmuna hafa að gæta f
sambandi við útfærslu
fiskveiðilögsögu Mexfkó
og sagði formaður sam-
taka bandarfskra túnfisk-
bátaeigenda, að banda-
rfskir fiskimenn gerðu
sér ekki grein fyrir hvaða
áhrif útfærslan gæti haft.
Hann sagði að óljóst væri
hversu mikið magn af
túnfiski hefði veiðst
innan 200 mflnanna og að
framtfð ' bandarfskra
fiskimanna byggðist nú
algerlega á þeim samn-
ingum, sem bandarfska
Framhald á bls. 13
Grimsby og Hull segðu menn
mjög lítið um stjómmálaslitin.
Það eina sem hann hefði orðið var
við, væri að einstaka menn hefðu
hringt til sín og spurt hvort hans
afstaða i málinu breyttist eitthvað
við slitin. Fjölmiðlar hefðu gert
mikið úr klippingu Ægis á Royal
Incs I gær og haldið þvi fram að
klippingaraðgerðin væri stór-
hættuleg.
Þá sagði Jón, að brezku togar-
arnir, i það minnsta sumir hverj-
ir, kæmu nú hálftómir heim aftur
af Islandsmiðum. Togaraeigendur
í Grimsby hefðu haldið fund til að
ræða framtið fiskiðnaðarins þar
og komist að þeirri niðurstöðu að
hann væri í stórhættu. Og menn
væru mjög óánægðir með frammi-
stöðu brezku rikisstjórnarinnar í
fiskveióimálum, ekki síst hvað
varðaði Bretland sjálft. Um þess-
ar mundir væri mjög góð þorsk-
veiði i Norðursjó og þegar vel
viðraði mætti segja, að þorsk-
urinn hoppaði um borð.
„Já, ástandið i fiskveiðimál-
unum leggst þungt á menn hér,
en það versta er að flestir skilja
ekki að það er mest Bretum sjálf-
um að kenna hvernig komió er.“
Morgunblaðið spurði Jón hvort
ekki væri hægt að láta þá togara,
sem nú eru á Islandsmiðum
stunda veiðar í Norðursjó þegar
svona vel fiskaðist þar.
Hann sagði, að það væri ógjörn-
ingur. Togararnir væru alltof
stórir og óheppilegir til að stunda
veiðar i Norðursjó og þess vegna
væri stefna að láta þá vera á Is-
landsmiðum eins lengi og hægt
væri. Það væri betra en ekkert.