Morgunblaðið - 21.02.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
5
Námskeið um helgina
um sjálfsþekkingu og
stjórn vitundarinnar
Patreksfjörður:
BORUN EFTIR HEITU
VATNIGAF GÓÐAR VONIR
RANNSÓKNARSTOFNUN Vit-
undarinnar efnir f dag og á
morgun til námskeiðs undir heit-
inu Sjálfsþekking og stjörn vit-
undarinnar. Námskeiðið verður
haldið í húsakvnnum yoga-
stöðvarinnar Heilsubót að Hátúni
6a og stendur frá kl. 10 til 17.30
báða dagana. Leiðbeinendur eru
Geir V. Vilhjálmsson sálfræð-
ingur og Inga Eyfells.
1 fréttatilkynningu um nám-
skeiðið segir:
Sjálf einstaklingsins er upp-
spretta vitundar hans og vilja, I
námskeiði þessu gefst tækifæri til
þess að skoða sjálfa(n) sig,
tilfinningaafstöður sínar og
félagslega hegðun á dýpri hátt en
venjulega gefst tækifæri til í rás
daglega lífsins. Verður byggt á
ýmsum nýrri aðferðum og kenn-
ingum, sem fram hafa komið í
sálarfræði á síðustu árum, eink-
um hópefli og gagnkvæmri tján-
ingu úr mannúðlegri sálarfræði,
sjálfsskoðun og beiting viljans úr
sállækningaaðferð Roberto
Assagioli, Sálarsameiningu.
Einnig verður farið i sigildar
aðferðir til einbeitingar hugans
og kannað mikilvægi hugans í
Blikabingó
Fyrstu 66 töiur í Blikabingói
birtust sl. þriðjudag hér i blað-
inu. Næstu 3 tölur eru: O—69,
1—25, G—55.
stjórn sjálfsins á persónu-
leikanum.
Stjórnendur eru nýkomnir úr
ferð um N-Ameríku þar sem þeir
héldu slík námskeið og fyrirlestra
víða, og segir f fréttatilkynning-
unni að í nágrannalöndum teljist
slík námskeið sjálfsagður liður i
mannúðlegri menntun og fram-
haldsmenntun fólks, sem vinnur
á sviðum félags-, heilbrigðis- og
kennslumála. Öllu áhugafólki er
boðin þáttaka á námskeiði þessu.
Þá hefur rannsóknarstofnunin
gefið út skýrslu um stjórn vit-
undarinnar og sálræn lyf, sem
Geir Vilhjálmsson hefur samið.
Skýrslan er rúmar eitt hundrað
síður og fjallar um ýmsar nýrri
rannsóknir og tilgátur um vitund
og sálarlíf mannsins, þar á meðal
þróun sálfræðinnar og aðal hug-
myndakerfi í sálfræði vestur-
landa. 1 skýrslunni er rætt um
sálræn lyf og vímugjafa, en notk-
un þeirra og misnotkun bæði lög-
leg og ólögleg er að mati höfundar
langtum meiri en réttlætanlegt er
með tilliti til hinna hættulegu
aukaverkana þeirra. Bendir höf-
undur og á að hin útbreidda notk-
un sállyfja og vimugjafa gegn sál-
rænum vandamálum og streitu
hindri fólk í að takast á við hinar
sálrænu og félagslegu orsakir
slíkra vandamála, og geti þannig
tafið fyrir heilbrigðri þróun
einstaklingsins og samfélagsins.
Mælir höfundur með því að sál-
Framhald á bls. 27
Patreksfirði, 20. feb.
1 DAG er aftakaveður af austri.
Ekki er vitað um neinar skemmd-
ir. Flestir bátar eru i höfn en þó
eru tveir á sjó og ekki annað
vitað en allt sé í lagi þar.
Aflabrögð
Prýðisgóður afli hefur verið
hér á linu allt frá áramótum og
hefur afli komizt upp í allt að 18
lestum i sjóferð. Umhleypinga-
samt hefur þó verið og hafa ill-
viðri nokkuð hamlað róðrum.
Verkfall skall hér á klukkan 12 í
fyrrakvöld og eru allar fisk-
vinnslustöðvarnar lokaðar, en-
ekki hefur ennþá komið til verk
falls hjá iðnaðarmönnum og verzi-
anir hafa opið eins og venjulega.
Vertíðarbátar róa ennþá og mega
þeir sækja línuna, sem beitt er i
landi. Fiskurinn er ísaður um
borð en ekki er víst hvað þetta
ástand getur varað lengi. Allir
vona að vinnudeilurnar leysist
sem fyrst og ekki komi til lang-
varandi stöðvunar á hávertíðinni.
Gatnagerð og fleira
Búið er að samþykkja álagn-
ingu gatnagerðargjalds, svokall-
aðs b-gjalds. Áætlar hreppsnefnd
að stefna að lagningu allt að 2000
metra af varanlegu slitlagi á eftir
taldar götur i sumar: Urðargötu,
Mýrar, Brunna, Hjalla, Þórsgötu
og neðsta hluta Aðalstrætis. Enn-
fremur er áætlað að ljúka við
seinni hluta steyptrar plötu við
Patrekshöfn nú i sumar. Af bygg-
ingu nýju heilsugæzlustöðvarinn-
ar er það að frétta, samkvæmt
upplýsingum sveitarstjórans Ulf-
ars Thoroddsen, að Innkaupa-
stofnun ríkisins hefur heitið þvi
að láta fara fram útboð fyrir verk-
inu nú alveg á næstunni. Líkur
Framhald á bls. 27
Tillögur vinnuveitenda 1
kjarasamningaviðræðunum
MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið í hendur tillögur Vinnuveitendasambands ís-
lands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna, sem lagðar voru fyrir sátta-
nefnd rfkisins og forystumenn Alþýðusambands islands í fyrrakvöld. Birtast
tillögur vinnuveitenda hér:
Forsenda þeirrar tillögu
vinnuveitenda til lausnar á
yfirstandandi kjaradeilu, sem
hér fer á eftir, er að fallið verði
frá sérkröfum einstakra
stéttarfélaga og landssam-
banda, ef undan eru skilin þau
einstöku atriði, sem vinnuveit-
endur hafa nú þegar lýst yfir í
sérviðræðum, að þeir teldu
koma til greina að lagfærð
yrðu, og einstakar leiðrétt-
ingar, sem ekki hafa kostnað í
för með sér. Umfjöllun slíkra
atriða og afgreiðsla skal og fara
fram í gegnum aðalsamninga-
nefndir aðila og undir umsjón
sáttanefndar.
DRÖGSÁTTANEFNDAR
AÐHUGSANLEGU
SAMKOMULAGI
Fallizt er á drög sáttanefndar
með eftirtöldum breytingum og
fyrirvörum:
a) Gildistími samkomulags-
ins verði til 1. júní 1977.
b) Semja þarf sérstaklega um
laun iðnnema (sbr. og drög að
sérstakri yfirlýsingu um kjara-
máliðnnema).
c) Skýrar komi fram, að
miðað verði við að síðast gild-
andi heildarlaun, ekki núgild-
andi laun skv. kjarasamningi,
skuli hækka o.s.frv.
ATRIÐl ÚR SÉRKRÖFUM
ER SAMNINGANEFND
ASlGERIR AÐ
SAMEIGINLEGUM KRÖFUM
1 hverju vinnuslysa eða at-
vinnusjúkdómatilfelli, sem or-
sakast við vinnuna eða af
henni, greiði viðkomandi
vinnuveitandi laun fyrir
dagvinnu í allt að 4 vikur
samkvæmt þeim taxta, sem
launþegi er á þegar slys eða
sjúkdóm ber að, enda
gangi dagpeningar frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og/eða
sjúkrasamlögum vegna þessara
daga til vinnuveitanda. Ákvæði
þessarar málsgreinar rýra ekki
frekari rétt launþega, sem þeir
kunna að eiga samkvæmt lög-
um eða öðrum kjarasamn-
ingum.
Vinnuveitandi kosti flutning
hins slasaða til heimilis eða
sjúkrahúss og endurgreiði hon-
um eðlilegan útlagðan sjúkra-
kostnað í allt að 4 vikur í
hverju tilfelli, annan en þann
sem sjúkrasamlag og/eða al-
mannatryggingar greiða.
Tryggingarfjárhæðir breytist
í eftirfarandi með sömu skil-
greiningu í flokkum og var
áður í samningum.
1. Fl. Kr.
2. Fl. Kr.
3. Fl. Kr.
4. Fl. Kr.
Örorka Kr.
Örorka Kr.
300.000.00
950.000.00
1.300.000.00
250.000.00
2.200.000.00
2.750.000.00
með tvöföldun fyrir 75%.
Tryggingafjárhæðir sam-
kvæmt framansögðu verði nú
strax hækkaðar um áætlaða
hækkun verðlags (F. vísit.) á
tímabilinu 1/11 ’75 — 1/5 ’76,
samanber spá Þjóðhagsstofn-
unar frá 10/2 — ’76 eða um
9,3%.
Tryggingafjárhæðir verði
endurskoðaðar um næstu ára-
mót og hækki þá sem nemi
breytingu 6 taxta Dagsbrúnar,
eftir eins árs starf miðað við
1/11 '75 — 1/11 ’76. Til frá-
dráttar þeirri breytingu komi
sú hækkun sem nú lagðist á
vegna áætlaðrar verðlags-
þróunar 1/11 ’75 — 1/5 ’76.
Auk þess hækki fjárhæðir þá
um áætlaða hækkun verðlags á
timabilinu 1/11 ’76 — 1/5 ’77
samkvæmt spá sem Hagstofa ís-
lands gerir. Tryggingafjár-
hæðir verði síðan endurskoð-
aðar um hver áramót sam-
kvæmt framangreindum regl-
um.
Skerðingarákvæði vegna 5%
örorku eða minna falli niður.
2. a
Varðandi orlofslaun skoðist
sá fastur starfsmaður sem
hefur minnst 1 mánaðar upp-
sagnarfrest.
2. b.
Veikist launþegi hér innan-
lands í orlofi það alvarlega, að
hann geti ekki notið orlofsins,
skal hann á fyrsta degi t.d. með
símskeyti tilkynna vinnuveit-
anda um veikindin og hjá
hvaða lækni hann hyggst fá
læknisvottorð. Fullnægi hann
tilkynningunni og standi veik-
indin samfellt lengur en þrjá
sólarhringa á launþegi rétt á
uppbótarorlofi jafn langan
tíma og veikindin sannanlega
vöruðu. Undir framangreind-
um kringumstæðum skal laun-
þegi ávalt færa sönnur á veik-
indi sin með læknisvottorði.
Vinnuveitandi á rétt á að láta
lækni vitja launþega, er veikst
hefir i orlofi. Vinnuveitandi
getur veitt uppbótarorlof skv.
framansögðu á þeim tíma or-
lofsársins, sem hann sér sér
fært.
2. d.
Af innstæðum orlofsþega hjá
Pósti og Síma verði greiddir
vextir.
2. e.
og f. Fjármunir, sem eftir
standa frá merkjakerfinu og fé
sem fyrnist í nýja kerfinu,
renni i sameiginlegan sjóð, er
verði notaður til eflingar
menntunar í þágu atvinnulifs-
ins.
6.
Hafi launþega verið sagt upp
skulu áunnin réttindi haldast,
verði um endurráðningu að
ræða innan eins árs.
7.
Atvinnurekandi skal hafa
samráð við viðkomandi stéttar-
félag við upptöku vakta- og
ákvæðis- eða bónusvinnu.
TILLAGA UM MEÐFERÐ
A ALMENNUM GAGN-
KRÖFUM VINNUVEITENDA
A. Inni f rammasamningi
verði eftirfarandi ákvæði:
1. Heimilt skal að yeita
hádegismatartíma á tímabilinu
11.30 til 13.30 enda hafi starfs-
fólk aðgang að mötuneyti á
vinnustað.
2. Þegar vinnuveitanda er skylt
að greiða starfsmanni máls-
verði skulu greiðslur nema
.......Greiðslur þessar skulu
breytast í samræmi við launa-
taxta.
3. Heimilt er að vikja starfs-
manni tafarlaust úr starfi ef
hann notar ekki þann öryggis-
búnað sem lagður er til á vinnu-
stað og getið er um í reglugerð-
um og samningum, enda hafi
notkun öryggisbúnaðar verið
brýnd fyrir honum. Sama gildir
um brot á settum öryggis-
reglum á vinnustað.
4. Aðilar munu vinna að því
eftir megni, að öll aðildarfélög
þeirra gerist aðilar að þessum
rammasamningi, og að ein-
stakir hópar launþega og vinnu-
veitenda geri samninga, sem
séu í samræmi við samninga
alls þorra launþega i landinu.
5. Verði veruleg breyting á
gengi íslenzkrar krónu á gildis-
tíma samnings þessa skal
hvorum samningsaðila heimilt
að segja upp kaupliðum hans
með venjulegum uppsagnar-
fresti.
6. Deilum um kaup og kjör eða
hliðstæðum ágreiningi félaga
launþega og vinnuveitenda,
sem upp kunna aó koma á
samningstimanum, skal visað
til meðferðar fastanefndar
heildarsamtakanna áður en
gripið verður til félagslegra
aðgerða eða dómstóla.
SÉRSTAKAR
YFIRLYSINGAR
MEÐ RAMMASAMNINGI
1. Á gildistíma samnings þessa
munu aðilar beita sér fyrir þvi
að kjarasamningar skyldra
félaga verði samræmdir í
heildargrunnsamning, sem
gildi fyrir landssamböndin
sameiginlega. Sérákvæði ein-
stakra félaga verði viðbót við
slíkan samning.
2. Aðilar munu stuðla að því að
Kjararannsóknarnefnd fái
lokið könnun þeirri, sem henni
var falið að gera á ákvæðis- og
bónusvinnu, m.a. með því að
beita sér fyrir að í öllum starfs-
greinum, þar sem unnin er
ákvæðisvinna, verði skylt að
skila tímaskýrslum.
3. Á samningstimanum munu
aðilar starfrækja fastanefnd
með líkum hætti og verið hefur.
Nefndin mun m.a. vinna að
eftirfarandi:
a) Samningi um vaktavinnu.
b) Rammasamningi um vinnu
við stórframkvæmdir.
c) Rammasamningi um undir-
bðning og framkvæmd kerfis-
bundins starfsmats.
d) Rammasamningi um gæða-
matskerfi, þar sem unnin er
ákvæðis- og bónusvinna.
e) Tillögum um endurskoðun á
verksviði og skipan stjórnar At-
vinnuleysistryggingasjóðs.
f) Setningu reglna um gerð
kjarasamnings.
h) Framreikningi dánarslysa
og örorkubótafjárhæða. sbr. 1.
c. í sameiginlegum sérkröfum
ASÍ.
DRÖG AÐ YFIRLYSINGU
AÐILA UM
KJARAMÁL IÐNNEMA
Vegna þeirra skorða sem það
setur samningum um iðnnema-
kjör að ákvæði um kaup þeirra
og kjör eru um sumt bundin í
lögum og til að greiða fyrir
samningum um kaup og kjör
iðnnema i yfirstandandi kjara-
deilu eru Alþýðusamband
íslands, Vinnuveitendasam-
band Islands og Vinnumála-
samband samvinnufélaganna
sammála um að beita sér fyrir
endurskoðun á lögum nr.
68/1966 um iðnfræðslu með
það fyrir augum að einfalda
ákvörðun iðnnemakjara.
Verði við það miðað að annað
hvort verði iðnnemakjör
ákveðin í eóa með stoð i lögum í
einu eða öllu eins og tíðkaðist í
gildistíð eldri iðnfræðslulaga,
eða brott felld úr lögum öll
ákvæði um kjaraatriði iðnnema
og námssamningsskyldu, enda
annist undirirrituð samtök þá
samningsgerð um öll kaup- og
kjaraákvæði iðnnema.