Morgunblaðið - 21.02.1976, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
I HLAÐVARPANUM
FJÖLSKYLDAN
Marlasdóltur. Eldra barnió er einnig stúlka, Ingi-
lín heitir hún og er tæpra þriggja ára. Litla dóttir—
in er óskfrð en foreldrarnir hafa þegar valið henni
gamalt nafn, írskt að uppruna, Kaðlfn. Fæðinguna
ber upp á merkisár I Iffi Kristmijnns. Hann verður
75 ára 23. október i haust og á árinu verður elzta
dóttirin, hálfsystir Kaðlfnar litlu, fimmtug.
„EG hef alltaf elskað börn, bæði mín og annarra,
og það hefur alltaf verið fullt af börnum I kringum
mig,“ sagði Kristmann Guðmundsson rithöfundur
og skáld I stuttu spjalli við Morgunblaðið nýverið.
Tilefni spjallsins var, að Kristmann eignaðist hinn
2. febrúar s.l. myndarlega dóttur. Er hún annað
barn Kristmanns og konu hans, Hólmfrfðar Huldu
Kristmann og Hólmfrfður og dætur þeirra Ingilín og Kaðlín.
Ljósm. RAX.
— segir Kristmann Guðmundsson, sem á
dögunum eignaðist sjöttu stúlkuna
Blaðamaður minnti Kristmann
á viðtal við hann í Alþýðublaðinu
skömmu eftir að Ingilín litla
fæddist, en þar sagði Kristmann
að líklega væri þetta hans svana-
söngur. ,,Já, þar tók ég feil,“ sagði
Kristmann. „Við hjónin komum
okkur saman um að við gætum
alveg eins átt tvö börn eins og
eitt. Ingilín litla var líka svo ein
mana á veturna og nú fær hún
litlu systur til að hugsa um með
mömmu sinni." Það er engin af-
brýðisemi hjá litlu systur? „Nei,
ekki lengur,“ svaraði mammah.
„En fyrst eftir að ég kom heim af
fæðíngardeildinni leizt henni
BRUNAVARNIRHH
Á SÍÐASTLIÐNU hausti urðu nokkrir
hörmulegir mannsskaðar I eldsvoðum
hér á landi Þeir leiddu hugi manna að
því, að brunavörnum i heimahúsum er
viða mjög áfátt Er þar yfirleitt um
framtaksleysi að ræða þvi að þótt
nokkur kostnaður sé þvl samfara að
koma brunavörnum I 100% lag á
heimilum horfir enginn í þann pening
Hann borgar sig þúsundfalt ef elds-
voða ber að höndum og mannslíf
bjargast Við snerum okkur til Ás-
mundar Jóhannssonar tæknifræðings,
en hann er deildarstjóri hjá Eldvarna-
eftirliti Reykjavikur og hefur sérhæft
sig i brunavörnum Við báðum Ás-
mund að skýra fyrir lesendum hvaða
tæki hann teldi brýnast að væru til á
heimilum
SLÖKKVITÆKI OG SLÖNGUR
— Ég vil fyrst nefna handslökkvi-
tæki sem ættu helzt að vera til á hverju
heimili og allavega i íbúðum í timbur-
húsum og i risibúðum Þrenns konar
gerðir er hægt að fá, kolsýruslökkvi-
tæki, vatnsslökkvitæki og þurrdufts-
slökkvitæki Vatnsslökkvitæki eru
notuð á svokallaða A-elda, sem eru í
pappír, fatnaði, tré og sliku en kolsýru-
slökkvitæki eru notuð á svokallaða B-
elda, i benzini, olíu, feiti og skyldum
efnum og C-elda i rafmagnstækjum.
Þurrduftstæki er svo hægt að nota á
allar þrjár tegundir elda, sem að
framan getur Algengustu handslökkvi-
tæki í heimahús kosta 6 — 8 þúsund
krónur. Handslökkvitæki fást viða, og
þau eru hlaðin hér á landi
REYKSKYNJARINN
— Samfara örum framförum í raf-
eindatækni hafa komið á markaðinn
fullkomin reykskynjunartæki fyrir
heimahús, sem skynja eld á byrjunar-
stigi Þessi tæki tel ég mikilvægasta
öryggistækið i dag og það ætti að
mínu mati að vera skylda að hafa slíkt
ekki alltof vel á litlu systur og
hún sagði við mig, að ég gæti átt
hana, því pabbi ætti sig. En núna
eru þær perluvinkonur og Ingilin
sækir fyrir mig bleijur á litlu
systur og hjálpar mér á ýmsan
hátt að annast hana.“ Og Krist-
mann bætti því við að Ingilín væri
mikill bókaormur eins og pabbinn
þótt ekki væri hún byrjuð að lesa.
Hún skoðar myndirnar og Krist-
mann les fyrir hana textann.
Kristmann Guðmundsson á 6
börn, allt dætur. Sú elzta heitir
Randi og er búsett í Noregi, gift
norskum majór í hernum, Warren
Sellevold. Það er Randi sem
verður fimmtug á árinu. Næst í
röðinni er Valdís, hún býr hér f
Reykjavik og er gift Árna Edvins-
syni. Þá kemur Hrefna, hún býr í
Reykjavík og er gift Helga
Björnssyni. Ninja er næst, hún
býr á Norðfirði, gift Skúla Gisla-
syni. Svo kemur Ingilín og loks
Kaðlín. Barnabörnin eru orðin 8
að tölu, þar af 4 í Noregi, og
langafabörnin 2, bæði í Noregi.
Hólmfríður fræddi okkur á þvi,
að Kaðlín væri á vissan hátt
merkisbarn. Hún var nefniiega
fyrsta barnið, sem tekið var með
keisaraskurði á nýrri og fullkom-
inni skuðlækningadeild, sem ný-
búið er að taka í notkun á
fæðingardeild Landspitalans. Að-
gerðina framkvæmdi Gunnlaugur
Snædal og tókst hún á allan hátt
vel. En hvernig er hið fágæta
nafn Kaðlín tilkomið. „Jú þetta
er gamaltírskt nafn, álfadrottn
ingarnafn," sagði Kristmann. Og
Hólmfriður minnti á, að aðalkven-
söguhetjan í bók Kristmanns
„Þokan rauða“ héti þessu nafni,
en þá bók kvaðst hún meta einna
mest af verkum manns síns.
„Þetta er auðnunafn vona ég,“
sagði Hólmfríður.
Loks spurðum við skáldið að því
hvað hann væri að sýsla við um
þessar mundir. Kom í ljós að hann
vinnur að þýðingum úr norsku á
fyrstu bókum sínum og er
meiningin að Almenna bóka-
félagið gefi þær út i 8 bindum
seinna meir. „Nú, þá geng ég með
skáldsögu í maganum, sem ég er
aðeins byrjaður að vinna að. Ég
held varla að ég ljúki henni á
þessu ári. Bæðí er ég lengi að
kynnast sögupersónum mínum og
lika er ég orðinn vandlátari á stíl
og málsmeðferð en áður,“ sagði
Kristmann.
Við kvöddum fjölskylduna á
Tómasarhaga 9 og þökkuðum
fyrir okkur.
— SS.
Brunavarna-
tæki, fjárfest-
ing sem
borgar sig
tæki á hverju heimili. Tækin eru
þannig útbúin að i þeim er jónaskynjari
sem skynjar þegar efnabreytingar af
völdum brunans fara I gang. Ef það
gerist setur hann 100 decibela flautu í
gang og það er nægur hávaði til að
vekja jafnvel heyrnardaufustu menn.
Þessi tæki skynja eldinn á byrjunar-
stigi, jafnvel áður en nokkur reykjarlykt
finnst. Það er þvi hægt að ráðast að
eldinum strax með handslökkvitæki og
stundum er bruninn það nýbyrjaður að
dugir að nota kaffibolla Tækin ganga
fyrir batterium, sem duga i eitt ár og
þegar þau eru að verða búin, gefur
tækið frá sér aðvörunarflaut. Tæki
þessi hafa ótvirætt sannað gildi sitt og
ættu að vera á hverju heimili. Tækrn
kosta i dag 1 3— 14 þúsund krónur og
er það ekki mikill peningur ef þau
verða til þess að bjarga mannslifi.
KLUKKUKAÐLAR
— Loks vil ég nefna tæki sem I.
Pálmason hf. ætlar að hefja innflutning
á af fullum krafti Þetta er nokkurs
konar spil með tveimur beltum. Það er
boltað fast á heppilegum stað út við
glugga, svalir eða annars staðar þaðan
sem fólk getur látið sig siga niður.
Tækið vinnur þannig, að ef eldur
kemur upp og ekki er um aðra undan-
komuleið að ræða en út um glugga eða
svalir setur fólk á sig beltið og setur
tækið i gang Það lætur viðkomandi
siga niður á jafnsléttu með jöfnum
hraða Um leið fer hitt beltið upp
þannig að þegar maðurinn er kominn
niður er hitt beltið uppi og annar getur
smeygt sér i það og siðan koll af kolli
Þetta tæki er mjög aðkallandi í timbur-
húsum og risibúðum Það kostar nú
um 30 þúsund krónur vegna þess að
það er haft í röngum tollflokki. Unnið
er að þvi að fá það í tollflokk með
öðrum björgunartækjum og ef það
tekst lækkar verið um helming
FJÁRFESTING SEM BORGAR SIG
— Ég hef hér að framan getið þeirra
tækja sem fólk getur aflað sér til að efla
brunavarnir á heimilum sínum. Það er
viss stofnkostnaður sem fylgir þessu
en það getur lika farið svo einn daginn
að tækin bjargi llfi viðkomandi, og þá
er þetta orðin bezta fjárfesting sem
hugsazt getur. — SS.
í leiöinni
Ef það er pottþétt. . .
NÚ er Itfeyrissjóðamálið frá i samningaumleitunum á Hótel Loftleiðum
og samningamenn farnir að snúa sér að kaupgjaldsmálum og sérkröf-
um. Sérkröfurnar munu verða fjölbreytilegar og vlða komið við I þeim.
Hér er til að mynda dæmi úr kröfum flugafgreiðslumanna:
Verði eiginkona (sambýliskond) flugafgreiðslumanns þunguð, skal
eiginmaðurinn/ flugafgreiðslumaðurinn fá 15 daga frl á fullum launum
á meðgöngutlmanum.
Vinnuveitendur hafa ekki tekið illa I þessa kröfu en setja það skilyrði
að 100% öruggt sé að konan sé þunguð af völdum flugafgreiðslu-
mannsins!
Hábölvað kaffileysi. . .
ÞAÐ verða ýmsir fyrir óþægindum vegna verkfallsins, jafnvel
samningamenn sjálfir. j Tollstöðinni við Tryggvagötu, þar sem
samningafundir fara fram, er kaffistofa sem samningamenn hafa
aðgang að. Starfsstúlkurnar þar eru I Framsókn og þvl I verkfalli. Þótti
samningamönnum illt að geta ekki fengið kaffisopa eftir langar vökur,
svo þeir ættu betur með að skilja ftóknar tölur sem tilheyra samningun-
um. Var leitað eftir undanþáguen hún fékkst ekki þvl starfsstúlkurnar
vildu ekki vinna nema starfsfólk I Tollstöðinni nyti llka góðs af. Eru
samningamenn þvl alveg kaffilausir og þykir
þeim það hábölvað. Coca cola úr sjálfsala er
eina hressingin sem fáanleg er. en kókið
þykir ekki skerpa hugann eins vel og blessað
kaffið Hafði einhver á orði, að það væri kannski kaffileysinu að kenna að
hægt miðaði I samningunum I byrjun vikunnar!
Innviðaveiki og stórtap ...
ÞÆR eru oft skemmtilegar fyrirsagnirnar I blóðunum. Tvær slíkar var
að finna I nýjasta eintaki af Degi á Akureyri. Á forslðunni var þessi.
„Austur á Héraði rigndi milljón". Og skýringuna var að finna I fréttinni.
Þar stóð. „Fyrir hálfri annarri viku kom hér mikil hláka og hafa menn
það I orði, að það hafi rignt milljón, þvl báðar virkjanirnar ganga nú
með fullum afköstum." Það kostaði vlst ófáar milljónirnar að reka
dleselvélar til raforkuframleiðslu eystra I frostakaflanum.
En svellin gera meira en eyða milljónum fyrir Austfirðingum. f Degi
stóð ennfremur þessi fyrirsögn. „Svellin gera menn innviðaveika." Og
I fréttinni stóð. „Menn verða alltaf innviðaveikir þegar mikil svell eru á
túnum. á þessum árstlma þvl þá er hætt við kali, samkvæmt biturri
reynslu undangenginna ára." Þá vitum við það.
Vindrafstöð í vitana?
INNAN nokkurra ára gæti svo farið að sex-baujan hér úti á Faxaflóan-
um fengi orku þá, sem hún notar til að lýsa sjófarendum, frá vindinum
sem oftast gnauðar þar um kring. Viða erlendis er verið að vinna að
hönnun vita, bauja og jafnvel báta. sem fá orku slna úr vindi — ekki
óllkt og vindmyllurnar gömlu.
— Við reynum að fylgjast með þeim hugmyndum og
uppfinningum, sem gerðar eru I sambandi við öryggis-
mál sjómanna, sagði Eggert Steinsen hjá Vita- og
hafnamálastjórninni er við ræddum við hann I vikunni.
„— Zink — eða loftbatterl I staðinn fyrir gashylki er
hugmynd sem nýtur vaxandi fylgis vlða erlendis en þær
hafa enn ekki meiri endingu en gashylkin I vitum og
baujum og gefa ekki meira Ijós, þannig að okkur finnst
____ ekki tlmabært að athuga það nánar. Hins vegar hafa
Frakkar og Rússar verið að reyna vindrafstöðvar sem hlaða inn á
rafgeyma og hefur það reynzt allvel. Þvl er ekki að neita að við höfum
áhuga á að prófa þá hugmynd á einhverjum vitanna, sagði Eggert
Steinsen, en fjárskortur háir okkur þannig að við getum ekki verið með
mikla tilraunastarfsemi.
Misdýr er dropinn
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda sendi frá sér í vikunni fréttatiikynn-
ingu þar sem greint er frá því hve mikið lítrinn af bensíni og díselolíu
kostar I nokkrum vestrænum londum Samkvæmt þeim upplýsindum er
þar koma fram er bensínið dýrast f Finnlandi, en þar kostar bensínlítr
inn 67.83 krónur, í Noregi 66.54 kr. 63.84 I
Frakklandi og 61.41 krónu í Svíþjóð. Hér á
landi kostar lítrinn af bensíni 60 krónur —
enn þá. Svo enn séu nefnd nokkur lönd I
viðbót og bensínkostnaður þar þá selja Dan-
ir benslnlítrann á 58,87 krónur, V-Þjóðverjar á 56.65, og f
Bandarfkjunum kostar einn Iftri af bensfni 23.93 krónur samkvæmt
upplýsingum FÍB, en heimildir sínar hefur FÍB frá AIT og FIA.
Olfa á bfla er hins vegar lang dýrust f V-Þýzkalandi af þessum
löndum, en þar kostar lítrinn 56.31 krónu. í Bandarfkjunum greiða
menn hins vegar 23.02 krónur fyrir Iftrann af sömu vöru.
FÍB hefur reiknað út að ef fslenzkur verkamaður færi til Akureyrar frá
Reykjavík á bifreið sem eyðir 11 Iftrum af bensfni á klukkustund tæki
það hann 8 klukkustundir að vinna fyrir bensfni aðra leiðina. Ef
Norðmaður ætlaði sömu vegalengd á sömu bifreið væri hann 4
klukkustundir og 10 mínútur að vinna fyrir bensfni. Svfi væri 4
klukkustundir, Dani 3 klst og 38 mín.
„Bonjour Morgunbladid”
Mike Smartt. fréttaritari okkar I Hull. er ötull maður og
kann að bregða fyrir sig kimni, sem við kunnum vel að
meta hér á Mbl. f gær sendi hann að vanda telexskeyti
og upphafið var svona: „Bonjour Morgunblaðið, ef ég
lofa að senda ekki á frönsku viljið þið lofa að senda ekki
á norsku?" Við lofuðum auðvitað að láta ekki stjórnmálaslitin hafa
áhrif á sambandið við Smartt og sambandið verður áfram á ensku.