Morgunblaðið - 21.02.1976, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.02.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 11 Borað við ísafjarðarkaupstað. Ljósm. Sigurður Grfmsson. Er varminn þeirra vestra jafnvel 17 milljón ára? — ÉG VEIT nú ekki hvort Vestfirðingar geta almennt gert sér vonir um að fá hitaveitu á næstu árum. En því er þó ekki að neita að að árangurinn af þeim borunum, sem framkvæmdar hafa verið á ísafirði, Patreksfirði, Tálknafirði og síðast en ekki sízt Súgandafirði hefur verið betri en við bjuggumst við Með auknum borunum — væntanlega á þessu ári — á þessum stöðum og Bolungarvík, ættum við að geta séð hvort íbúar á þessum elzta hluta landsins geta gert sér vonir um hitaveitu eins og t.d Reykvíkingar. Kristján Sæm'undsson, jarð- holuna á ísafirði, sagði Kristján að fræðingur hjá Orkustofnun, mælti þessi orð er Morgunblaðið hafði sam- band við hann í vikunni. Hann hefur haft umsjón með borunum á fyrrnefnd- um stöðum á Vestfjörðum að undan- förnu. Boranirnar á ísafirði voru í upp- hafi gerðar í því augnamiði að kanna hita í bergi, en á hinum stöðunum var borað á jarðhitasvæðum, þannig að þar var fyrirfram meiri von um að finna heitt vatn. Á þessum stöðum á Vest- fjörðum var borað I 15—17 milljón ára gömul jarðlög og er þarna um elztu berglög landsins að ræða. Lítill rannsóknarbor með þriggja manna áhöfn hefur verið á þessum stöðum Fyrsta holan var boruð á Suðureyri við Súgandafjörð, síðan var farið á hina staðina og nú stendur borinn aðgerðarlaus á Patreksfirði vegna verkfallanna. — Á ísafirði boruðum við 600 metra rannsóknarholu og voru vatnsæðar niður á 250 metra dýpi og hitinn I þeim var allt að 30 gráður sagði Kristján Sæmundsson. Á botni holunnar var hiti hins vegar rúmlega 50 gráður og er það meiri hiti en við áttum von á I svo gömlu bergi. Ætlunin er að bora þarna nýja 1000—2000 metra djúpa holu á þessu ári til könn- unar á vatnsæðum dýpra í berginu Á Patreksfirði var boruð 400 metra djúp hola og niðurstaða þar var svipuð og á ísafirði. — Á Súgandafirði, hélt Kristján áfram, gegnir öðru máli því þar var jarðhiti á yfirborði og þegar borað er á sliku svæði er alltaf um góða vatnsvon að ræða. Súgfirðingar ættu að hafa fengið nægilegt vatn til hitaveitu, þar sem borholan þar gaf að minnsta kosti 24 sekúndulltra af yfir 60 gráða heitu vatni. Aðspurður um kostnað t.d. við bor- hann væri 5—6 milljónir króna, en yfirleitt mætti gera ráð fyrir því að það kostaði um eina milljón króna að bora hverja hundrað metra í slíkum rann- sóknarholum. Það er Orkusjóður, sem greiðir kostnað við rannsóknarholurnar og nú er verið að undirbúa boranir á slíkum rannsóknarholum í öllum lands- hlutum á stöðum þar sem jarðhiti er ekki á yfirborðinu. -— áij LÆKNINGARI Var nærsýnn mínus 11 — er nú fjarsýnn plús 4 — ÞETTA var erfið ákvörðun fyrir mig, þar sem ég hafði misst annað augað í bílslysi 1971, en það var annað hvort fyrir mig að gangast undir uppskurð eða verða alveg blindur. Ég lét svo verða af þessu í október á síðasta ári og uppskurðurinn tókst það vel að sjónin er nú plús fjórir, en var áður en ég gekkst undir uppskurðinn á auganu mínus ellefu. og réð ég þvi sjálfur hvort ég léti gera það hér heima eða ytra. Ég var reyndar fyrir löngu búinn að gera það upp við mig að láta fram- kvæma aðgerðina hér heima ef ég léti verða af þessu. — Það var svo dag einn i september að ég sá að þetta yrði að gerast og hringdi i Ola Björn Han pantaði þegar fyrir mig pláss á Landakoti og ég var lagður inn 10. október. Ég hafði reyndar sagt honum að vegna hjátrúar minnar neitaði ég alveg að leggjast inn á mánudegi og þann dag vikunnar mætti heldur alls ekki skera mig. Nú ég var skorinn í augað 14. október og þó svo að ég sæi sama sem ekkert fyrsta manuðinn trúði ég alltaf á bata enda sögóu sér- fræðingarnir sem stunduðu mig að uppskurðurinn hefði tekist vel. Eg sá að vísu glætu er þeir beindu ljósi beint i augað á mér og 1. nóvember gat ég gizkað á hvað klukkan var, hvort sem það var af tilviljun eða vegna þess að ég sá. — Það segi ég satt að þetta var erfiður tími, en eftir að sjónin fór að koma batnaði hún dag frá degi Ólafur Jónsson tollvörður hefur í mörg ár átt vió sjóndepru að glíma sem stöðugt ágerðist. Eftir að hann var skorinn upp fyrir fjórum mánuðum siðan hefur sjónin aftur farið ört batnandi og hann gerir sér nú vonir um að geta tekið aftur bílprófið sem hann gat ekki endurnýjað á sínum tima, þegar skirteinið gekk úr gildi vegna þess hve hann sá illa. Aðrir möguleikar sem voru honum lokaðir meðan sjónin varl eins slæm og raun bar vitni hafa nú opnast að nýju og að sjálf- sögðu er Olafur þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum við að fá sjónina aftur. — Ef ég kann að segja frá þessu þá myndaðist ský í auganu eða augasteinninn varð mattur og eðlilega dró úr sjóninni við það, segir Ölafur. — Þetta er ekki óalgengt hjá eldra fólki, en hins vegar sjaldgæfara hjá þeim sem yngri eru og ég er nú ekki nema 43 ára. Augnlæknarnir Óli Björn Hannesson og Bergsveinn Olafs- son, föðurbróðir minn sögðu mér að tímabært væri að skera í augað LANDHELGISGÆZLANI Fær hún gerfihnetti í sína þjónustu? FRA ÞVÍ var skýrt fvrir nokkru að Bandarfkja- menn áformuðu að nota gerfihnetti við gæzlu 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, sem á að taka gildi hjá þeim um mitt næsta ár. í framhaldi af þessarri frétt höfðum við samband við Reyni Hugason sérfræðing hjá Rannsóknaráði ríkisins og spurð- um hann um möguleika þá, sem lsland ætti á þessu sviði. Reynir sagði að gevsileg þró- un hefði orðið í radartækni á síðari árum. Kominn væri fram radar hjá bandarfska hernum, svokallaður hliðarradar (Synthetic Aperture Sidelokking radar). Radar þessi sendir geisla út til hliðanna og getur t.d. á 200 mílna breiðu svæði greint skip auðveldlega. Þessir radarar eru ennþá feiknadýrir. Ofullkomnari rad- arar eru komnir á markaðnum og þeir eru einnig ódýrari, mvndu kosta um 500 milljónir hingað komnir. Þeir radarar greina einnig 200 mílna belti en nákvæmnin er minni. Slfka radara væri hægt að setja upp í landhelgisflugvélunum og framkallast mvnd af svæðinu jafnóðum á sérstöku tæki 1 vélinni. Méð stóraukn- um fjölda gerfi- hnatta opnast möguleikar fvrir Landhelg- isgæzlu úr þeim með því að koma þar fvrir radartækjum eins og þeim sem að framan greinir. Island er aðili að alþjóðlegu gerfihnattasamstarfi og gæti því 1 fram- tfðinni notið góðs af. Væri það vissulega mikill munur fvrir Landhelgisgæzluna að fá á degi hverj- um vfirlitsmynd af landhelginni frá gerfihnetti og gæti hún hagað aðgerðum sfnum eftir því. Þetta gæti að mati Revnis orðið veruleiki eftir nokkurn árafjölda. SS og í byrjun desember gat ég farið að fara út fyrir dyr en varð að sjálfsögðu að fara varlega. Nú er munurinn orðinn svo mikill að ég get varla lýst þvi. Annars hafði ég verið nærsýnn frá fæðingu, en fór að verða fjarsýnn eftir að búið var að taka skýið. — Arið 1971 lá ég um þriggja mánaða skeið á Ríkisjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og reyndu þeir þar að bjarga auganu, sem þó tókst ekki en það hafði farið illa í fyrrnefndu bilslysi. Ég verð að segja það að meðferðin á sjúklingunum þar og hér á Landa- koti er allt önnur og hefur Landa- kot að minu mati örugglega vinninginn. — Um tækjabúnað þessara stofnana þori ég hins vegar ekkert að fullyrða en það má öllum ljóst vera að Lions- klúbbarnir hér á landi hafa gert stórkostlegt átak við að koma upp aðstöðu fyrir okkar góðu augn- lækna. Þar dreg ég stórlega í efa að hlutur ríkisins sé sem skyldi. Einhvers staðar hef ég heyrt það að á Norðurlöndum sé það talið hæfilegt að fyrir 100 þúsund íbúa sé augnlækningadeild með 13 rúmum. Deildin á Landakoti er að mörgu leyti mjög góð, en þessi deild fær aldrei að vera í friði. Aðrir sjúklingar eru lagðir þar inn þannig að þar er þvi miður ekki um augnlækningadeild ein- göngu að ræða og er deildin á Landakoti þó sú eina sinnar tegundar hér á landi, sagði Olafur Jónsson tollvörður og forystumað- ur i islenzkum handknattleik að lokum. — áij LÍFIO I hafinu er ótrúlega fjölbreytt. Má sem dæmi nefna að talið er að 18.000 tegundir krabbadýra lifi I sjónum. Tegundir lindýra f hafinu eru taldar vera um 91.000. Á sama hátt og fjöl- breytni tegundanna er mikil er atferlið að sjálfsögðu ákaf- lega misjafnt. Sumir fiskar taka einver- una fram yfir félagsskapinn. Aðrar tegundir vilja fremur lifa I hópum eða torfum. Torf- ur þessar geta verið af öllum gerðum og stærðum. Flestar torfur innihalda svo til eingöngu fiska sömu teg- undar en f öðrum getur verið nokkur fjölbreytni. Sumar tegundir fiska halda sig I torf- um aðeins örskamma stund á meðan hætta steðjar að. Aðrar halda sig f torfum meirihluta ævinnar. Oft eru einstaklingar innan torfunnar jafngamlir og svipaðrar stærðar. Yfirleitt er talið að tvenns konar eðlishvöt ráð> göngum. Er það leit að næringu og flutningur að hrygningar- Möguleikar á skynsani- legri nýtingu aukast stöðugt stöðvunum Oft eru göngur á milli hrygningarstöðva og ætistöðva. LOÐNAN Loðnan lifir að sumrinu I köldum sjó norður og austur af fslandi. Er hún þá öllu dreifðari en um hrygningar- tlmann. Meðfram rákinni & loðnunni eru um 150 blöð. Eru þau dregin út I eins konar totu hjá fullorðnum hængum. Myndast þannig loðin rák og dregur loðnan nafn sitt af henni. Kynþroska verður loðnan 2 til 4 ára. Hængurinn verður 15 til 20 sm langur en hrygn- an ögn styttri eða 13 til 17 sm. A daginn fer loðnanniður á allt að 150 metra dýpi. Kem- ur hún upp á nóttunni. Hún er talinn reglulegur uppsjávarfiskur. Til samanburðar má geta þess að slldin getur orðið 20 til 25 ára og 40 sm að lengd. Verður hún kynþroska 3 til 7 ára og hrygnir 20 til 25 þús- und eggjum sem klekjast á 2 vikum. HRYGNINGIN Þegar llður að hrygningar- tlmanum myndar loðnan miklar torfur. Kemur hún þá upp að ströndum landsins I heitari sjó og á minna dýpi til að hrygna. Hrygnir hún 8 til 12 þúsund hrognum. Fer hrygningin fram á 6 til 40 metra dýpi og helzt við 5 til 7 gráðu hita. Hrognin eru eðlis- þyngri en sjórinn og falla þvl til botns. Llmast þau saman og þekja oft mikil svæði á botninum. Hrognin eru 0.6 til 1.2 mm að stærð og klekjast á fjórum vikum. Seiðin eru þá orðin 2 til 5 mm að lengd. Meirihluti hrygningarloðn unnar er þriggja ára en nokkuð er af fjögurra ára fiski. Tveggja ára og fimm ára loðna er I óverulegu magni. Mikill hluti loðnunnar deyr að lokinni hrygningu. Þó hefur fundizt nokkuð af þriggja ára loðnu á vorin. sem er ð leið norður fyrir land I ætisleit. Hafa þetta verið svo til eingöngu hrygnur. Ekki er ósennilegt að hægt sé að veiða loðnuna fyrir norðan land á sumrin og verða væntanlega sllkar rannsóknir efldar á komandi sumri. VEIÐIAÐFERÐIR Langmestur hluti þeirrar loðnu sem berst á land er veiddur I nót. Nokkuð er veitt I flottroll. einkum þegar loðnan er fyrir norðan land. Fram til 1944 voru alltaf notaðir tveir nótabátar við að kasta nótinni. Bar þá hvor bátur helming nótarinnar. Seinna var farið að nota einn nótabát með sjálfu skipinu. Þá fór öll uppþurrkun nótar- innar fram með handafli og er það ekki fyrr en 1957 að farið er að nota kraftblökk. Einnig voru stundum notaðar fyrirdráttarnætur og landnætur. Voru þær notaðar er veitt var inni á fjörðum og voru þá dregnar að landi og landnótum var kastað frá landi. Nú er nótinni kastað beint frá bátnum. Þegar búið er að kasta er snurpað þannig að nótin lokast. Slðan er nótin dregin með kraftblökk og áhöfnin gerir hana um leið klára fyrir næsta kast. Þau leitartæki sem nú eru notuð hafa að sjálfsögðu auð- veldað leitina að fisknum mjög mikið. Munar þar e.t.v. mest um asdicið sem getur leitað töluvert út fyrir bátinn. Með aukinni tækni við veiðarnar ásamt upplýsing- um fiskifræðinga um hegðun og stofnstærð loðnunnar aukast þannig stöðugt mögu- leikar til skynsamlegrar nýt- ingar stofnsins. —ah. MALLOTUS VILLOSUS (LOÐNA)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.