Morgunblaðið - 21.02.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
Stjórnarsinnar á öndverðum meiði:
F æðingarorlof búandkvenna
Sigurlaug Bjarnadóttir (S)
mælti í neðri deild Alþingis í
fyrradag fyrir tillögu til þings-
ályktunar um fæðingarorlof
búandkvenna. Felur tiliagan í sér
að ríkisstjórnin láti kanna, hvort
Lífeyrissjóður búandkvenna geti
greitt búandkonum þriggja mán-
aða fæðingarorlof. Skal í því
skyni leita samráðs við Búnaðar-
félag Islands, Stéttasamband
bænda og Lífeyrissjóð bænda og
niðurstöður liggja fyrir áður en
Alþingi kemur saman haustið
1976.
Sigurlaug rakti löggjöf um fæð-
ingarorlof kvenna innan aðildar-
félaga ASI, sem greiðist úr At-
vinnuleysistryggingasjóði, en
Ragnhildur Helgadóttir (S) var
fyrsti flutningsmaður frumvarps
að þeim lögum. Fram að þeim
tíma höfðu þær konur einar, sem
vinna í opinberri þjónustu, hjá
riki og sveitarfélögum, notið
slíkra réttinda, og væri Island
eina ríkið norðan Alpafjalla, sem
ekki hefði tryggt konum þessi
mannrétti almennt í löggjöf.
Meðan slík heildarlöggjöf væri
ekki fyrir hendi væri óhjákvæmi-
legt að þoka þessu réttlætismáli
áfram í áföngum og hefði hún,
fyrir ábendingu frá bónda, komið
auga á Lífeyrissjóð bænda varð-
andi bændakonur, sem áfangaleið
í orlofsmálum kvenna í þeirri at-
vinnugrein.
Llfeyrissjóður bænda væri að
vísu ungur sjóður, stofnaður árið
1970, en þó ofarlega í röð þeirra
lífeyrissjóða, sem ættu verulegar
eignir. Iðgjöld til sjóðsins árið
1974 hefðu numið um 77.000.000
króna að viðbættu mótframlagí að
fjárhæð 115.000.000.— eða sam-
tals 192.000.000.— króna. Höfuð-
stóll sjóðsins í byrjun árs 1975
hefði numíð 401.000.000.— króna.
Tekjur sjóðsins væru iðgjalda-
greiðslur bænda í formi ákveðins
hundraðshluta af búvöruverði og
að auki sérstakt gjald eða álag á
búvörur. Sjóðfélagar eiga rétt á
ellilífeyri við 67 ára aldur. Auk
lífeyrisgreiðslna stæði sjóðurinn
undir lánastarfsemi til uppbygg-
ingar í iandbúnaði.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu Islands væri fjöldi giftra
kvenna i landínu í bændastétt
2.900. Líklegt væri að fæðingar-
tala i bændakvennastétt væri ná-
lægt 240 á ári, sem væri nokkuð
lægri tala en svaraði meðaltali i
landinu, þar sem aldurshlutfall
kvenna í sveitum væri verulega
hærra en í öðrum starfsgreinum.
Miðað við þær reglur sem gilda
mundu um greiðslur fæðingaror-
lofs myndi þessi nýja kvöð, ef að
lögum yrði, þýða um 11 milljóna
króna árleg útgjöld sjóðsins. „Ég
fæ ekki betur séð en sjóðurinn
geti hæglega staðið undir þessum
greiðslum, unz heildarlöggjöf um
fæðingarorlof verður sett, svo
öflugur sem hann er fyrir, sagði
þingmaðurinn. — Síðan vék
Sigurlaug að frumvarpi Guð-
mundar H. Garðarssonar (S) um
Lifeyrissjóð Islands, sem væri
merkilegasta framlag á sviði líf-
eyrisgreiðslna á Alþingi um langt
árabil, og þegar meginatriði hans
eða heildarlöggjöf í öðru formi
yrði sett, myndu bændakonur að
sjálfsögðu eins og aðrar íslenzkar
konur falla undir slíka heildarlög-
gjöf. Á meðan beðið væri heildar-
löggjafar, sem óhjákvæmilega
tæki sinn tíma að koma á, væri
Borgarstjórn hafnar
verzlunarrekstri
KR0N á hafnarsvæðinu
Á FUNDI sfnum f fvrrakvöld
svnjaði borgarstjórn þeirri mála-
leitan SlS að fá að framselja
KRON rúmlega 3000 fermetra
húsna'ði fvrir stórmarkað í húsi
því sem SlS bvggir nú á hafnar-
svæðinu nýja inni við Sundahiifn,
en lóðarveiting Revkjavfkur-
borgar á sinum tíma var þeim
skilmálum háð, að í húsinu færi
fram starfsemi vegna skipa-
afgreiðslu, vörugevmslu og vöru-
dreifingar.
Leitað var álits borgarverk-
fræðings á beiðni SlS um rekstur
stórmarkaðs KRON í húsnæðinu.
Lagði hann til að beiðninni yrði
synjað. Skipulagsnefnd féllst á
s.iónarmið þau, sem borgarverk-
fræðingur reisti ályktun sína á,
en lagði þó til, að málið yrði leyst
til bráðabirgða, t.d, fimm ára,
enda yrði tryggt, að starfsemin
flyttist af hafnarsvæðinu, aðþeim
tíma loknum. I bókun skipulags-
nefndar er undirstrikað, að slík
starfsemi eigi ekki heima á
hafnarsvæðinu til frambúðar.
Hafnarstjórn lýsti sig sammála
sjónarmiðum borgarverkfræð-
ings, sem telur, að verði stór-
markaður starfræktur á hafnar-
svæðinu mundi það hafa áhrif á
umferð á hafnarsvæðinu. Þá telur
hann nauðsynlegt að gæta þess,
að landnotkun við Sundahöfn
verði með þeim hætti, að höfnin
nýtist sem bezt, og bendir á
þróunina, sem orðið hefur við
gömlu höfnina, sem þrengt hefur
verið að með starfsemi, óskyldri
hafnarmálum. Loks leggur
borgarverkfræðíngur áherzlu á,
að varast beri að gefa fordæmi,
eins og hér yrði um að ræða, auk
þess sem tímabundin leyfi hafi
tilhneigingu til að vara lengur en
til var stofnað í upphafi.
I niðurstöðu hafnarstjórnar
kemur fram, að hún er sammála
niðurstöðu borgarverkfræðings
og telur ekki unnt að veita leyfið.
Hafnarstjórn leggur áherzlu á, að
hafnarsvæði verði eingöngu notað
til eðlilegrar hafnarstarfsemi. A
borgarstjórnarfundi kom þetta
mál til umræðu. Kristján
Benediktsson lagði til að leyfið
yrði veitt, þar sem stórmarkaður-
inn yrði í útjaðri hafnarsvæðisins
og hefði ekki teljandi áhrif a
starfsemi við höfnina. Sigurjón
Pétursson og Adda Bára Sigfús-
dóttir voru sömu skoðunar. Sigur-
jón lét í veðri vaka að synjunin
grundvallaðist m.a. á því hver
umsækjandinn væri, en Ölafur B.
Thors hafnaði algjörlega slíku
sjónarmiði. Sagði hann, að strangt
yrði eftir því gengið, að hafnar-
svæðió yrði einungis notað til
hafnarstarfsemi og smásöluverzl-
un yrði þar ekki stunduð nema að
því marki, sem þjónustuhagsmun-
ir sjávarútvegs og siglinga krefð-
ust.
Adda Bára taldi, að KRON-
markaður ætti fullkomlega rétt á
sér á þessum stað, einkum vegna
hins augljósa hagræðis sem væri
af því að hafa birgðastöð og vöru-
geymslur SlS í tengslum við stór-
v.erzlun KRON. I máli Birgis Isl.
Gunnarssonar kom m.a. fram, að
af þessu mætti skilja, að starfsemi
stórmarkaðsins væri ekki ætluð
til bráðabirgða í umræddu
húsnæði, heldur væri ætlunin að
hann ílentist þar.
1 atkvæðagreiðslu borgar-
stjórnar var niðurstaðan sú, að
tillaga Kristjáns Benediktssonar
um að leyfið yrði veitt, þrátt fyrir
synjun hafnarstjórnar, var felld
með níu atkvæóum gegn sex.
hér um færan veg að ræða til að
tryggja rétt bændakvenna.
OFVIÐA LlFEYRIS-
SJOÐI BÆNDA
Jón Helgasofl (F) sagðist hafa
verið á móti því í fyrra, að fæð-
ingarorlof verkakvenna væri
greitt úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði, þar eð þessi kvöð skerti
getu sjóðsins til lánastarfsemi í
þágu atvinnuveganna. Fæðingar-
orlof ætti sem slikt fullan rétt á
sér — en þvi yrði að finna farveg
innan almannatryggingakerfis-
ins. Hér gegndi svipuðu máli. Líf-
eyrissjóður bænda væri einn veik-
asti lífeyrissjóðurinn I landinu.
Sjóðurinn gegndi veigamiklu
hlutverki sem lánasjóður til
íbúðabygginga í sveitum og til
bústofnsaukningar bænda. Sú
kvöð, sem fæðingarorlof búand-
kvenna færói yfir sjóðinn, væri
honum ofviða, ef hann ætti jafn-
framt að sinna þeim verkefnum.
sem hann til þessa hefði gert.
Réttur bændakvenna til fæð-
ingarorlofs væri ótviræður — en í
því efni þyrfti að finna einhverja
aðra leið en hér um gæti.
HIÐSAMANSAFNAÐA
FJÁRMAGN FARI
TIL ATVINNUVEG ANNA
Tómas Arnason (F) sagði m.a.,
að hann væri fylgjandi almennu
fæðingarorlofi — en þó aðeins að
vissu marki. Konur í góðum fjár-
hag ættu þar ekki óskipt mál með
hinum efnaminni. Réttur búand-
kvenna til fæðingarorlofs væri og
ótvíræður — en hér væri um
vafasama fjáröflunarleið að ræða
til að tryggja framgang málsins, á
sama hátt og fjáröflunarieió til
fæðingarorlofs verkakvenna á
liðnu ári hefði verið vafasöm —
og skert fjármagnsstreymi úr at-
vinnuleysistryggingasjóði til at-
vinnuuppbyggingar.
Sifellt væri verið að skerða
möguleika þeirra sjóða, sem
einkum tækju á móti samansöfn-
un fjármagns í landinu, til upp-
byggingarlána í atvinnulífinu, og
beina fjárstreymi úr þeim til ann-
arra hluta. Fæðingarorlof væri
tryggíngamá! og ætti því heima í
tryggingakerfinu, ekki hjá fjár-
söfnunarsjóðum.
I AÐRA RÖNDINA
A MÖTI — EN
VERÐ SAMÞYKKUR
Helgi F. Seljan (K) tók undir
þau efnisrök, sem fram hefðu
komið gegn fjármagnsöflunarleið
til fæðingarorlofs, bæði varðandi
verkakonur og búandkonur.
Hann og hans flokkur hefðu þó
Ragnhildur
Steinþór
Sigurlaug
Tómas
greitt atkvæðí með frumvarpinu í
fyrra, fremur en að stöðva fram-
gang málsins, sem væri réttlætis-
mál, og hann myndi Ijá þessari
þingsályktun atkvæði sitt. Eftir
sem áður væri það sín skoðun að
fæðingarorlof væri tryggingamál
og ætti heima I tryggingakerfinu.
ÞAR VERÐUR AÐ BERA
NIÐUR SEM FJÁRMAGN
ER FYRIR HENDI
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagði það framtíðarmarkmið, aó
hér um kæmi heildarlöggjöf. En
öll réttlætismál hefðu náðst fram
í áföngum. Það væri góðra gjalda
vert að benda á tryggingakerfið,
en þar væru þegar og að óbreytt-
um aðstæðum útgjöld umfram
ráðstöfunarfé. Þar yrði að bera
niður sem fjármagn væri fyrir
hendi, ef ekki ætti að látasitjavið
fögur orð og fyrirheit ein saman
enn um sinn án efnda og úrbóta
fyrir viðkomandi konur. Fæð-
ingarorlof verkakvenna hefði
verið áfangasigur, svo yrði og um
fæðingarorlof búandkvenna, ef
þingmenn þekktu sinn vitjunar-
tima. Hér væri um millibilslausn
að ræða, sem yrði úr sögunni,
þegar heildarlöggjöf loksins
kæmi. Það væri heldur mikið sagt
hjá Tómasi Árnasyni að fæóingar-
Þorvaldur Sleingrimsson og Uarl Billich hafa leikið mikið saman
opinberlega. Myndin var tekin við slfkt tækifæri.
8i! ungcikv in tettinn á há-
skólatónleikum í dag
1 dag, laugardag, verða háskóla-
tónleikar I Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Þar
leika Þorvaldur Steingrímsson og
Uar Billich sónötu eftir Grieg og
Silungakvintettinn eftir Schu-
bert, ásamt Miloslav Uincibus,
Páli Gröndal og Jóni Sigurðssyni.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og
er aðgangur öllum heimill.
orlof til bændakvenna yrði til
þess að lama atvinnulíf lands-
manna. Lífeyrissjóður bænda
hefði að vísu lagt sitt lóð á þá
vogarskál, ekki væri því að neita,
að lána til atvinnulífsins, en þing-
maðurinn þekkti sjálfsagt til ann-
ars sjóðs, byggðasjóðs, sem væri
þó það hlutverk nærtækara.
HÉR ER AÐEINS UM
KÖNNUN AÐ RÆÐA —
SEM NAUMAST ER HÆGT
AÐ STANDA A MÖTI
Steinþór Gestsson (S) sagði:
Ég er þakklátur þeim tveimur
háttvirtum alþingismönnum, sem
hafa haft frumkvæði að því að
flytja þetta mál hér inn á hv.
Aiþingi og ég er þakklátur þeim
fyrir það, að mér sýnist, að þarna
sé verið að leitast við að leysa úr
þörf, sem maður getur séð núna,
að má ekki dragast öllu lengur, að
úr verði bætt.
En í þessum umræðum og fyrri
umræðum um fæðingarorlof
kvenna hafa ræður manna jafnan
hnigið I þá átt, að það málefni sé
tryggingamál og heyri undir
tryggingakerfið. Eg get vel fallizt
á, að svo sé. En í því sambandi
þykir mér rétt að benda einnig á
það, að ég hef aldrei heyrt svo
talað um lifeyrissjóði og lífeyris-
sjóósgreiðslur, hvorki hér í Al-
þingi né annars staðar, að það
þætti ekki einnig og ekki siður
heyra undir tryggingakerfið og
vera tryggingamál.
Þrátt fyrir það að menn virðast
vera sammála um þetta, þá hefur
Iífeyristryggingakerfið verið
byggt upp í áföngum og heyrir
ekki allt undir einn hatt. Og
vegna þess að við höfum ekki enn
fundið þá fullnaðarframbúðar-
lausn, sem leysir málið i heildar-
löggjöf, þá er það fullkomlega
eðlilegt, að ég nú ekki tali um
réttlætanlegt, að málefni sem
þessi tillaga fjallar um, sé ieyst á
sama hátt og fæðingarorlof verka-
kvenna.
Ég ætla ekki að fella um það
nokkurn dóm, hvort lífeyrissjóð-
ur bænda er fær um það að sinna
þessu hlutverki, sem honum er
hér ætlað. Till. gerir heldur ekki
ráð fyrir því, að það skuli hann
gera skilyrðislaust, heldur er hér
verið að leita að leið til að leysa
þessa miklu þörf, og bent á þessa
leið, en gert ráð fyrir því í leið-
inni, að það skuli vera kannað af
fleiri aðilum og þeim, sem mesta
þekkingu hafa á því, hver geta
sjóðsins er, Ef sjóðurinn væri um
það fær, þá hygg ég, að allir menn
væru sammála um, að þetta verk-
svið væri ekki fjarri því að falla
undir eðlilega starfsemi hans.
Það vil ég leggja áherzlu á, að ég
er þeirrar skoðunar, að hann sé
það fyllilega en að sjálfsögðu
verðum við að kanna það, hvort
sjóðurinn er fær um það.
Menn hafa bent á það hér, að
sjóðurinn væri veikur. Eg þori
ekki að segja um það. Það er nú
matsatriði alltaf, hver er sterkur
og hver er veikur. Það er eftir
þvi, hvaða hlutverk hverjum og
einum er ætlað og ég vil benda á
það, að honum — það var bent á
það hér í ræðu áðan, að greiðslur
til lífeyrissjóðsþega úr sjóðnum
væru ekki háar. Eftir því sem þar
kom fram, þá er það rétt, að svo er
ekki. Hins vegar er það líka vitað,
að sjóðurinn sinnir ýmsum öðrum
þörfum. Hann lánar út, hann
styður að því, að það sé hægt að
greiða fyrir frumbýlingum og
þeim, sem standa í fram-
kvæmdum við landbúnað. Þetta
þarf að sjálfsögðu að meta. Á
þessi lífeyrissjóður að gera það
eða á að ætla það einhverjum
öðrum sjóði og væri eðlilegra að
lifeyrissjóðurinn sinnti þá frekar
þessum þörfum, að greiða fæð-
ingarorlof. Á þessu stigi mun ég
ekki geta kveðið upp úr um það,
hvort þessa leið eigi skilyrðislaust
að fara eða ekki en ég er mjög
ákveðið samþykkur þvi, að þessi
till. verði samþykkt til þess að
könnun verði gerð á því, hvort
þessi leið sé fær og hvort hún sé
betri en aðrar. Eg tel nauðsynlegt
að kanna allar hugsanlegar leiðir
til úrbóta í þessu efni og meðan
allsherjar- eða endanleg lausn
þessara mála, sem spannar þá yfir
allt verkefnið, hefur ekki enn séð
dagsins ljós, tel ég fulla þörf á
því, að tili. eins og þessi sé sam-
þykkt til þess að leitað sé allra
þeirra hugsanlegu leiða, sem
mönnum koma til hugar.