Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 15
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
15
fMtogtitiliffifrUr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Stycmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Biliðminnkar
Ifyrrakvold tóku vinnu-
veitendur afstöðu til miðl-
unartillögu þeirrar, sem sátta-
nefnd ríkisins lagði fram fyrir
nokkru og ákváðu að fallast á
þær hugmyndir, sem þar koma
fram í meginatriðum, þ e. að
laun hækki á bilinu
13,6—16,5% í áföngum
Hins vegar leggja vinnuveit-
endur til, að samningstíminn
verði til 1 júní 1 977 í stað 28
febrúar það ár og færa fram
þau rök fyrir þeirri breytingu,
að þar sem í sáttatillögunni
felst svokallað rautt strik, sem
miðast við 1. nóvember 1976
og framfærsluvísitölu 585 stig
sé kaupmáttur launa tryggður
eftir 1. nóvember í ár, þótt
samningstíminn verði þremur
mánuðum lengri. Þá hafa
vinnuveitendur fallizt á ýmsar
sérkröfur verkalýðsfélaganna.
Þeir fallast á verulegan hluta af
sameiginlegum sérkröfum
aðildarfélaga Alþýðusambands
íslands. Þeir fallast á að greiða
slysa- og atvinnusjúkdóma-
bætur með óskertu kaupi í fjór-
ar vikur en áður voru þessar
greiðslur bundnar við eina
viku. Þeir fallast á, að fjárfiæðir
vegna slysa- og dánarbóta
verði hækkaðar til samræmis
við kaupgjald en fjárhæðir
þessar hafa verið óbreyttar frá
1974. Þeir fallast á, að fastir
starfsmenn varðandi orlofslaun
skuli teljast þeir, sem hafa
minnst eins mánaðar upp-
sagnarfrest og þeir fallast á
með vissum skílyrðum, að
launþegi, sem veikist alvarlega
í orlofi í ákveðinn dagagjölda,
skuli eiga rétt á orlofslengingu
að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Ennfremur fallast
vinnuveitendur á, að áunnin
réttindi starfsmanns, sem sagt
hefur verið upp störfum
t.d. vegna samdráttar skuli
haldast, ef -hann er endur-
ráðinn innan eins árs. Hins
vegar setja vinnuveitendur það
skilyrði fyrir þvi að samþykkja
þessi atriði, að fallið verði frá
sérkröfum einstakra stéttar-
félaga og landssambanda, ef
undan eru skildar þær kröfur,
sem vinnuveitendur hafa nú
þegar gefið i skyn að þeir séu
tilbúnir til að samþykkja.
Eins og sjá má af þessu hlýt-
ur afstaða vinnuveitenda að
leiða til þess, að mjög veruleg
hreyfing komist á samningavið-
ræður. Aiþýðusambandið hafði
áður lýst því yfir, að það liti á
hugmyndir sáttanefndar sem
umræðugrundvöll. Þar sem
vinnuveitendur hafa nú fallizt á
miðlunartillögur sáttanefndar í
öllum meginatriðum og enn-
fremur á verulegan hluta þeirra
sérkrafna, sem aðildarfélög Al-
þýðusambandsins höfðu komið
sér saman um sameiginlega,
hlýtur að vera Ijóst að bilið á
milli deiluaðila hefur minnkað
svo mjög, að það er ekki
verjanlegt að halda tugum þús-
unda launþega í verkfalli öllu
lengur eftir að deiluaðilar hafa
nálgazt svo mjög sjónarmið
hvors annars.
Að vísu munu vera raddir
uppi um það, að hin einstöku
verkalýðsfélög eigi að halda
fast við sérkröfur sínar en það
gefur auga leið, að í þessum
samningum sem öðrum verða
báðir aðilar að slá nokkuð af
upphaflegri afstöðu sinni, ef
samningar eiga að takast. Með
því skrefi, sem vinnuveitendur
hafa nú stigið, hafa þeir kastað
boltanum yfir til verkalýðssam-
takanna. Þjóðin biður með
eftirvæntingu eftir viðbrögðum
þeirra.
Það er almanna mál, að verk-
fall það, sem nú stendur yfir.
Að undanförnu hafa
birzt fréttir í nokkrum dag-
blöðum um það, sem þessi
blöð hafa kallað „punkta Luns"
og í Þjóðviljanum hefur því
verið haldið fram, að hér séu á
ferðinni hugmyndir Josephs
Luns framkvæmdastjóra At-
lantshafsbandalagsins um
efnisatriði hugsanlegs sam-
komulags milli íslendinga og
Breta ' í landhelgisdeilunni.
Þetta er auðvitað einber þvætt-
ingur. Framkvæmdastjóri At-
lantshafsbandalagsins hefur
ekki lagt fram af sinni hálfu
nokkrar tillögur um efnisatriði
slíks samkomulags enda er það
ekki hans verkefni.
Hér er ekki um að ræða
„punkta Luns", heldur eru
sé óvinsælt meðal alls þorra
launþega og almenningur hafi
sízt af öllu viljað fá yfir sig
verkfall eins og nú standa
sakir. Þegar svo lítið ber orðið á
milli, sem raun ber vitni um, er
það áreiðanlega skýlaus krafa
launþega, að gengið verði frá
samningum nú þegar svo að
hjól atvinnulífsins geti farið að
snúast með eðlilegum hætti á
ný og ekki verði meira tjón en
orðið er af þessum verkfallsað-
gerðum.
þarna á ferðinni þær hug-
myndir, sem Wilson, forsætis-
ráðherra Breta, og Callaghan,
utanríkisráðherra, settu fram
við framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins, þegar hann
átti viðræður við þá í London á
dögunum til þess að kanna
möguleika á lausn landhelgis-
deilunnar. Eftir að Joseph Luns
kom aftur til Brússel skýrði
hann Islenzku rikisstjórninni frá
þessum viðræðum og hvaða
sjónarmið Bretar hefðu sett
fram i þeim. Þessum tillögum
Breta hefur íslenzka ríkisstjórn-
in að sjálfsögðu hafnað. Það er
alveg ástæðulaust af Þjóð-
viljanum og öðrum dagblöðum
að eigna framkvæmdastjóra At-
lantshafsbandalagsins rang-
lega þessar hugmyndir Breta.
Hugmyndir Breta en
ekki „punktar Luns”
misfellur eða mistúlkun
Friðrik Pálsson:
Mistök,
1 MORGUNBLAÐINU 18. febrúar '
er grein eftir Eyjólf Isfeld
Eyjólfsson um verðlagningu yfir-
nefndar Verðlagsráðs á loðnu til
frystingar. Eyjólfur nefnir grein
sína „Mistök eða verkfallspólitik"
og telur hann of háa verðlagningu
á loðnu til frystingar hafa stafað
af mistökum meirihluta yfir-
nefndar Verðlagsráðs, eða með
hans eigin orðum: .. en hvernig
sem á þetta er litið þá verður
niðurstaðan sú að við þessa verð-
lagningu hafa meirihluta yfir-
nefndar Verðlagsráðs orðið á víta-
verð mistök vegna óafsakanlegrar
vanþekkingar.“
Nú ætti öllum að vera það ljóst,
að verðákvarðanir Verðlagsráðs
eru ekki minna mál en svo, að þar
ræðst tekjuskipting þjóðarinnar í
stórum dráttum, þar eð Verðlags-
ráð ákveður skiptingu þess fjár-
magns, sem fæst fyrir útflutning
sjávarafurða milli fiskvinnslu-
stöðvanna annars vegar og sjó-
manna og útgerðarmanna hins
vegar. Og hvort sem okkur líkar
betur eða verr, þá eru sjávar-
afurðir ennþá um 80% alls út-
flutnings okkar og þvi nær alls
ráðandi um velmegun lands-
manna.
Hvernig er þá hægt að una því,
að þeim, sem að þessum
ákvörðunum Verðlagsráðs standa,
skuli geta orðið á „vitaverð mis-
tök vegna óafsakanlegrar van-
þekkingar“ að mati manns, sem
einna bezt þekkir alla starfshætti
ráðsins og hefur setið þar hvað
lengst. Auðvitað er mannlegt að
skjátlast, en kannski var ekki um
mistök að ræða, heldur misfellur í
kerfinu.
í þessu einstakatilfelli var verð
ákveðið með atkvæðum seljenda
og oddamanns Þjóðhagsstofnunar
gegn atkvæðum kaupenda í yfir-
nefnd, sem telja að þessi ákvörð-
un verði til þess, að loðnufrysting
verði mun minni en ella og ef svo
verður, þá er nú heldur lítill hag-
ur fyrir sjómenn og útgerðar-
menn að ákvörðun þeirra eigin
fulltrúa.
Hefur þá löggjafarvaldið ekki
búið betur um hnútana en svo að
svona nokkuð geti gerzt?
Jú, reyndar, ef að er gáð. Það er
ætlast til þess skv. lögum um
Verðlagsráð, að 12 manna nefnd
taki ákvörðun um verðlagningu
sjávarafurða til vinnslu og er sú
nefnd hið eiginlega Verðlagsráð.
I því er enginn oddamaður og er
þess vegna um að ræða frjálsa
samninga kaupenda og seljenda
líkt og á sér stað í kjarasamning-
um launþegaog vinnuveitenda.
Eins og löggjafinn stofnar til
Verðlagsráðs telur hann senni-
lega, að þangað hljóti að veljast
kunnáttumenn á flestum svíðum
útgerðar, sjómennsku og fisk-
vinnslu, þar sem í lögunum er
gert ráð fyrir einum eða fleiri
fulltrúum frá öllum helztu sam-
tökum í sjávarútvegi.
Vafalaust hefur verið gert ráð
fyrir því, að í hinu eiginlega Verð-
lagsráði yrðu allflestar ákvarðan-
ir teknar ella hefði tæpast verið
burðast með 12 manna ráð, ef í
4—5 manna yfirnefnd hefði þótt
liklegt að allar skoðanir kæmu
fram.
Að minnsta kosti hefur verið
ætlast til þess, að þess yrði freist-
að að ná samkomulagi í 12 manna
ráðinu í lengstu lög og yfirnefnd-
in einungis notuð i vandræðatil-
fellum.
En nú er raunin orðin sú, að 5
manna yfirnefndin er að mestu
búin að yfirtaka starfsemi 12
manna ráðsins og í mörgum til-
fellum tekur hún við málunum
frá Verðlagsráði svo til alveg hrá-
um, þar sem það þarf aðeins einn
mann af 12 til að vísa verð-
ákvörðunum til yfirnefndar.
Og hvers vegna er það svo óeðli-
legt, að yfimefndin gerist svona
atkvæðamikil?
I fyrsta lagi vegna þess, að hug-
myndin um frjálsa samninga á
einungis við í Verðlagsráðinu
sjálfu, en ekki í yfirnefndinni
eftir að þar er kominn þriðji aðili,
oddamaður Þjóðhagsstofnunar,
sem í raun er úrskurðaraðili.
I öðru lagi vegna þess, að í 12
manna ráðinu hlýtur að vera
minni hætta á „vítaverðum mis-
tökum vegna vanþekkingar" þar
sem þar eru fleiri visir menn
samankomnir, þó ef til vill sé það
þungt I vöfum.
Ef við stöldrum aðeins við og
íhugum tilkomu oddamanns Þjóð-
hagsstofnunar, þá kemur i ljós, að
fyrstu ár Verðiagsráðsins voru
lögín á þann veg, að aðilar komu
sér saman um oddamann yfir-
nefndar, ef málum var skotið
þangað og ef þeir urðu ekki sam-
mála um tilnefningu þá tilnefndi
Hæstiréttur oddamann.
Með fullri virðingu fyrir
núverandi forstjóra Þjóðhags-
stofnunar og öðrum starfsmönn-
um hennar tel ég, að spor hafi
verið stigið afturábak, þegar
lögunum var breytt i núverandi
horf, að forstöðumaður Efnahags-
stofnunar (nú forstjóri Þjóðhags-
stofnunar) eða fulltrúi hans
skyldi verða oddamaður Verðlags-
ráðs. Þessi gagnrýni min á ekki
sízt rétt á sér nú vegna þeirrar
þróunar, sem að framan er lýst
um vaxandi áhrif yfirnefndar.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar er
vafalaust, eðli stofnunarinnar
vegna, í einna beztri aðstöðu til að
dæma um fjárhagslega stöðu at-
vinnuveganna og þá um leið að
ráða hugsaniegum breytingum
innbyrðis á milli greina, en hann
er jafnframt nánasti ráðgjafi
rikisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um og getur þess vegna tæpast
talizt fullkomlega hlutlaus. (e.t.v.
er ekki ástæða til þess, að hann sé
það.) Þó að hann eigi nú sæti i
sáttanefnd í yfirstandandi kjara-
deilu, þá er hvorki hann né sátta-
nefndin neinir oddamenn og það
gerir gæfumuninn. Ég á ekki von
á því, að samningsaðilarnir,
Alþýðusambandið annars vegar
og Vinnuveitendasamband
íslands og Vinnumálasamband
samvinnufélaga hins vegar,
myndu sætta sig við þá skerðingu
samningsréttar, sem fælist í skip-
un oddamanns, sem skæri úr um
kaupkröfur með atkvæðum
annars aðilans gegn hinum og það
jafnvel án þess, að mikið hefði
verið reynt að ná samkomulagi
áður með frjálsum samningum.
Þetta má auðveldlega skýra.
Við verðákvörðun yfirnefndar
sitja tveir menn sinn hvorum
megin við sáttaborð og þó að ég
leyfí mér að nefna nöfn nokkurra
manna, sem hér hafa átt hlut að
máli, þá er það eingöngu til ein-
földunar en ekki á nokkurn hátt
viðkomandi til upphefðar eða
niðurlægingar.
Seljenda megin sitja oftast eins
og öllum er kunnugt úr fjölmiðl-
um, Kristján Ragnarsson frá
L.l.U! og Ingólfur Ingólfsson frá
sjómönnum, en kaupenda megin
Eyjólfur Isfeld Eyjólfson og Árni
Benediktsson frá vinnslustöðvun-
um. Fyrir endanum situr svo for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar eða full-
trúi hans sem oddamaður.
Kristján Ragnarsson
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
Ingófur Ingólfsson
Árni Benediktsson
Forstjóri
Þjóðhags-
stofnunar
Upp á síðkastið hefur verð-
ákvörðun oftast verið samþykkt
með atkvæðum seljenda og odda-
manns gegn atkvæðum kaupenda.
Þannig ráða kaupendur litlu sem
engu (eftir atvikum) um verðið.
Þegar svo kemur til samninga um
kaup og kjör á vinnumarkaðnum
breytist myndin talsvert.
Fulltrúar
launþega
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
Arni Benediktsson
Krist ján Ragnarsson
Ingólfur Ingólfsson
Kristján Ragnarsson flytur sig
nú yfir borðið og tekur sæti gegnt
Ingólfi Ingólfssyni og nú verða
þeir að bitast um þann hluta kök-
unnar, sem þeir með fulltingi
oddamanns skáru sér og ætti
þeim ekki að vera það nein
vorkunn.
En Eyjólfur og Árni eða þeirra
Framhalri á hls. 19
Popsýningin á Listasafni
Islands vekur athygli og umtal
— Rætt við Braga Ásgeirsson
ÞAÐ er frekar rósemdarleg
athöfn að reika um sali Lista-
safns Islands á sunnudegi. En
sl. sunnudag virtist eitthvað
óvenjulegt á seyöi því að i for-
sal safnsins var þröngt á þingi,
líkast því sem einhver stór-
meistarinn væri að opna sýn-
ingu. Munurinn var þó sá, að
fólkið er reikaði á milli
sýningarbásanna var ekki stöð-
ugt að heilsast og skeggræða
um daginn og veginn eíns og
við opnanir sýninga, heidur var
það niðursokkið við að skoða
fyrsta samsafn íslenzkrar pop-
listar sem sett hefur verið upp
hérlendis.
Bragi Asgeirsson hefur lengi
verið kenndur við þessa lista-
stefnu, og lék Morgunblaðinu
því forvitni á að heyra álit hans
á sýningunni, hvort hún gæfi
raunsanna hugmynd af upphafi
og þróun pop-listarinnar hér-
lendis, — hver væri upphafs-
maður hennar og hvort þessi
mikli áhugi kæmi honum á
óvart.
Bragi svarar því til, að áhug-
inn komi honum mjög á óvart,
jafnvel þótt hann hafi orðið var
við töluverða hreyfingu á list-
mati fólks undanfarið, — fólk
virðist vera að opnast fyrir ýms-
um nýjungum og væri farið að
spyrja unga listamenn, hvort
þeir ættu myndir í nýja stílnum
í stað þess að biðja um eldri
myndirsvo sem algengast var.
Nei, sýningin gefur ekki
raunsanna hugmynd af upphafi
og þróun pop-listar á Islandi, til
þess er hún of smá í sniðum og
ýmsa vantar, t.d. Einar
Hákonarson og marga fleiri,
sem við sögu koma, — þá eiga
þar sumir frumverk sín í þess-
um stil en aðrir, t.d. ég, einung-
is tiltölulega nýleg verk. Eg
bauð þó fyrirsvarsmanni
sýningarinnar eina af elztu
myndum mínum í nýstílnum,
sem er frá áramótunum
1964—'5, en hann vildi heldur
hinar nýrri. Eg lét það gott
heita enda hélt ég að hér yrði
einungis um eins konar stikk-
prufu að ræða á viðhorfum
listamanna til þessá stíls, því
það þarf að mínu mati miklu
stærri sýningu til að raunsönn
mynd komi fram af þróun
áhrifa frá pop-list. Eg legg
áherzlu á síðustu setninguna,
því að ákaflega erfitt er að skil-
greina þetta hugtak og marka
því ákveðinn bás, en ég hyggst
skilgreina hugtakið svo sem
bezt ég get í sérstakri grein
síðar. Hvort ég skrifi sérstak-
lega um þessa sýningu eða
starfsbróðir minn, Valtýr
Pétursson, veit ég að svo
komnu máli ekki, en það er
skiljanlega harla erfitt að fjalla
um sýningu þar sem maður
sjálfur er einn aðalþátttakand-
inn.
Ég vil helzt leiða hjá mér að
svara spurningunni um upp-
hafsmann þessarar stefnu hér-
lendis, en ég minnist þess nú,
að myndum eftir mig var næst-
um hafnað á haustsýninguna
1953 eða ’54. En svo var, að
hringt var til mín af sýningar-
nefnd og ég beðinn um að koma
með eldri myndir I stað þeirra
er ég sendi inn, en það voru
nýjar tilraunir. Ég gerði svo
sem beðið var um, en sé eftir
því i dag, því að ég fékk einmitt
að vita seinna að sýningar-
nefndarmenn hefðu verið sam-
mála um að þetta væru ljótustu
myndir í óhlutlægum stíl,
sem þeir hefðu augum litið!
— Þetta voru upphafsmyndir
mínar að nýstílnum, — seinna
fylgdi svo hvíta tímabilið þar
sem ég límdi ýmsa hluti á
léreft, — tuskur, snærisspotta,
flibba, skyrtur o.s.frv. og
þannig hefur þetta þróazt á
ýmsa vegu síðan. En á Pop-
sýningunni getur að líta hið
nýjasta, að nýjustu myndinni
undanskilinni, sem ekki var
hengd upp. Eina slíka mynd
hef ég selt á safn í Norður
Þýzkalandi. Ég minnist þess í
sambandi við hvítu myndina
(„Vetur”), sem safnið á, að
skömmu eftir að safnið falaði
hana 1964 kom maður á safnið
og vildi fá mynd af henni, en
hann hugðist skrifa grein um
þann ósóma er safnið verði I
peningum sínum! Honum var
því svarað, að myndin væri
týnd! Þá mynd sýndi ég á
Gallerý 16 i nóv. 1964 ásamt
nokkrum fleiri myndum i nýja
stílnum.
Það getur vel verið, að annar
hafi orðið fyrri til með pop-
myndir á tslandi svo sem gefið
hefur verið í skyn, en þó aðeins
að sú skilgreining geti staðizt,
að ég hafi gert slíkar myndir án
þess að vera undir áhrifum að
utan og þá skal þess getið að ég
var þegar farin að setja að-
skotahluti I málverk í Róm og
Flórenz veturinn 1953—'54. —
Minn metnaður gengur ekki út
á það að vera fyrstur með frétt-
irnar hverju sinni enda hefi ég
skopazt af slíkri áráttu starfs-
bræðra minna sem auglýsa
jafnvel, að þeir séu fyrstir til að
nota ákveðnar litategundir hér-
lendis, — fyrir slíka er sviðið
opið til að flytja inn nýjar
gerðir pentskúfa eða jafnvel
handáburðar til að þvo af sér
málninguna! Ég skil ekki
þesskonar metnað. því að eigi
maður erindi inn á svið ákveð-
ins stils þá gengur maður
óhikað til verks og leggur sig
allan fram og er þá árangurinn
fyrir mestu, auðugt hugmynda-
flug og ævintýraþrá. Hitt er þó
staðreynd að ég byrjaði
snemma á síðasta áratug á
ýmsu fikti og hef verið nióur-
sokkinn við það síðan snemma
árs 1964. Þann anga pop-listar
sem miðar við það að klippa
myndir úr dagblöðum og ýms-
um tímaritum, góðum sem
vondum hefi ég hins vegar lítið
fengizt við. Ég minnist þess
mótlætis, sem ég átti við i
fyrstu, starfsbræöur mínir litu
mig vorkunnaraugum og gagn-
rýnendur voru óvægir framan
af, en ég hélt óhikað mínu
striki enda fann ég að ég var
kominn út á svið sem einnig
fullnægði hneigð minni til
grafík-listar, sem ég átti á þeim
árum lítinn kost á að iðka svo
sem ég vildi.
Dæmi um viðbrögð fólks er
meðfylgjandi heilsíðugréin úr
Speglinum (maí eða júní ’66)
ásamt mynd er birtist i tilefni
stórrar einkasýningar sem ég
hélt í Listamannaskálanum
fyrr í maíbyrjun. Sjálfur
Halldór Laxness sendi mér
fyrirspurn á sýningarskrá i
sambandi við sýningu i
Unuhúsi árið eftir: „Hvernig á
að dæma um málverk þegar
þau eru orðin relieff og farin að
hafa efnislega dimension? Eru
þau málaður skúlptúr? En
látum Kobba í Speglinum hafa
orðið:
„I viðtali við dagblað 14. maí
sl. sagði Bragi Ásgeirsson list-
málari m.a. í tilefni af sýningu
sinni í Listamannaskálanum:
„Það hafa fáir uppgötvað hve
járnaruslið hjá Sindra er
fallegt, hve mikil fylling er I
þessum gömlu hlutum. Fólki
finnst bíll, sem hefur „farið í
klessu” firnaljótur, en hann
getur verkað fallega á lista-
mann, að minnsta kosti eru
formin orðin miklu fjöl-
breyttari. Gamlir bílar eru
mikl.u skemmtilegri en straum-
línubílar, vinalegri og höfða til
einhvers persónulega í manni.”
Vér þurfum vart að taka það
fram, að vér hröðuðum okkur i
Listamannaskálann til að taka
þátt í hinni menningarlegu
gleði er góð myndasýning
veitir. Vér urðum hreint og
beint plastiskir af að horfa á
hina geometrisku abstraktsjón
sem kemur fram í hinni hættu-
legu uppbyggingu. Á einu
léreftinu, undir málningunni,
var ein reglustrika og tveir
penslar og einmitt þessir hlutir
gáfu myndinni gildi. Vér feng-
um allt aðra innsýn i ljóta hluti
við að horfa á útsýn þeirra.
Er vér sluppum út, horfðum
með velþóknun á Grjótaþorpið
eins og hverja aðra pop-list I
arkitektur. Eins konar
strúktúr. Ekki skulum vér
kjósa þá borgarstjórn, sem
vogar sér að rífa þessi
geómetrisku hús.
Og i því er vér beygðum fyrir
hornið á Herkastalanum kom
bill, sem keyrði á annan og fór
alveg i klessu. Bilstjórinn á
klessta bílnum fór að skammast
við konu-bilstjórann á hinum
bílnum, en þetta var allt henni
að kenna. Hún mótmælti
kröftuglega hefir líklega eins
og listamaðurinn sem sýndi I
Listamannaskálanum talið
klessta bila miklu skemmtilegri
og vinalegri en straumlinubíla
og höfða til einhvers persónu-
legs í manni.
En vér vorum alveg sammála
bílstjóranum á klessta bílnum,
en það kemur líklega af því að
vort menningarlausa sálartetur
er bara straumlínulagaður
struktúr, og kann ekki að meia
klessta bíla, a.m.k. ekki ef við
ættum þá sjálfir.
Kobbi."
Þýskur rithöfundur ræð-
ir við menntaskólanema
Frá 23. febrúar til 6. marz
n.k. mun þýzki rithöfundurinn
Josef Reding dveljast hér á
landi á vegum Félags þýzku-
kennara (formaður er Baldur
Ingólfsson) og þýzka sendi-
kennarans við Háskóla tslands,
dr. Egon Hitzler.
Ráðgert er, að Josef Reding
heimsæki menntaskóla i
Reykjavík og nágrenni, og fari
auk þess til Akureyrar, Isa-
fjarðar og Laugarvatns. I
skólanum les hann úr verkum
sínum og ræðir við nemendur,
og i Háskólanum heldur hann
þrjár bókmenntaæfingar með
stúdentum í þýzkum fræðum,
þar sem fjallað verður um verk
hans.
Josef Reding hefur á undan-
förnum árum ferðazt um
Noreg, Svíþjóð, og Finnland á
vegum stofnunarinnar Goethe-
Institut og lesið úr verkum sín-
um í skólum til þess að gefa
nemendum tækifæri til að kom-
ast í beint samband við þýzkar
nútímabókmenntir.
Reding er einn af stofnend-
um rithöfundasamtakanna
„GRUPPE 61“, sem hefur valið
sér það verkefni i Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi að fjalla
um lífskjör og lifsviðhorf
verkamanna í bókmenntum.
Þvi er Josef Reding oft nefndur
í sömu andrá og Max von
der Grún, sem kom til Reykja-
vikur í nóvember 1974 og las
hér upp úr skáldsögu
sinni „STELLENWEISE
GLATTEIS” (Hálkublettir),
sem hefur vakið mikla athygli í
Sambandslýðveldinu. Það er
stefna þessara rithöfunda að
kynna íesendum stööu verka-
manna í stjórnmála- og efna-
hagslífi landsins, en ekki að-
eins að lýsa ytri kjörum þeirra
og umhverfi. Höfundar þeir,
sem teljast til hópsins
„GRUPPE 61“ og samtaka, sem
hafa þróazt út frá honum og
nefna sig „WERKKREISE
DER LITERATUR DER
ARBEITSWELT”, hafa ekki í
huga að skrifa aðeins fyrir
verkamenn, heldur fyrir alla,
sem á annað borð hafa áhuga á
bókmenntum.
Josef Reding er fæddur 1929
og á nú heima í mesta iðnaðar-
héraði Sambandslýðveldisins,
Ruhrhéraðinu. Hann hafði ekki
lokið skólagöngu, þegar hann
lenti í stríðsvél Hitlers og var
sendur á vígvöil ásamt bekkjar-
félögum slnum, þá aðeins 15
ára að aldri. Helmingur þeirra
féll. Þessi atburður nægði til
þess að gera Reding að friðar-
sinna, eins og hann kemst sjálf-
ur aó orði. Eftir stríðið vann
hann tvö ár við byggingar-
vinnu, en hóf síðan háskóla-
nám, fyrst í Þýzkalandi og síðan
i Bandaríkjunum, þar sem
hann tók virkan þátt í mann-
Framhaid á bls. 19