Morgunblaðið - 21.02.1976, Side 18

Morgunblaðið - 21.02.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Staða forstöðukonu við Vistheimilið Sólborg, Akureyri, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. marz n.k. Lágmarksmenntun, próf úr Þroskaþjálfa- skóla íslands eða Fóstruskólanum. Umsóknir er greini menntun og starfs- reynslu sendist í pósthólf 523, Akureyri." Skrifstofa borgarstjóra — bókhald Óskum eftir starfsmanni vönum bókhaldi. Laun samkv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrif- stofu borgarstjóra merktar — Bókhald — fyrir 1 0. marz 1976. Reykjavík, 19. febrúar 1976 Borgarbókhald. Vélstjóra og háseta vantar strax á bát frá Grundarfirði sem er að hefja veiðar með þorskanet. Uppl. í síma 93-8651. Upptökuheimili ríkisins vill ráða uppeldisfulltrúa til starfa sem fyrst Forstöðumaður veitir umsóknum móttöku að Kópavogsbraut 1 7, Kópavogi. Innflutningur Stórt innflutningsfyrirtæki vill ráða strax mann til að vinna að innflutningi bifreiða- varahluta, vélavarahluta og þungavinnu- véla. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og krafist er góðrar enskukunnáttu. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl. f. 26. febr. 1 976. Merkt — „Varahlutir — 2490." Með umsóknir verður farið sem trúnaðar- mál. Matvöruverzlun í Hafnarfirði óskar að ráða 2 afgreiðslustúlkur hálfan daginn. Önnur aðeins í 3—4 mánuði. Upplýsingar í síma 53724, eftir kl. 1 . Stulka óskast til að færa á bókhandsvél hjá stóru fyrir- tæki. Þarf að vera vön bókhaldsvélum eða að hafa lært bókhald. Umsóknir sendist blaðinu merktar „Vélabókhald nr. 2493" Matsveinn og vanan háseta vantar á 140 lesta bát frá Þoriákshöfn. Upplýsingar í síma 99-3635. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Vefnaðarvöruverzl. Grundarstíg 2 auglýsir Urval af vefnaðarvöru, flauel, terylene og allskonar kjólefni. Tweed, lopi, garn o.m.fl. Opið alla daga frá 9 — 6, laugardaga 9 — 12. tilkynningar Vanskilahross Miðvikudaginn 28. febrúar verður seldur jarpur hestur, talin eign Birgis Agústssonar, Fífuhvammsvegi 5, Kópa- vogi. Uppboðið fer fram við hesthúsin að Varmá kl. 14. Hreppsstjóri. Óskilahross á Selfossi A Selfossi er 4ra vetra ómörkuð brún hryssa í óskilum. Hryssan verður seld á uppboði sem haldið verður við gripahús Bjarna Sigurgeirssonar í landi Fossness, Selfosshreppi, 1 5. marz n.k. kl. 14:00, ef réttur eigandi hefur ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjórinn! Selfosshreppi. Lögfræðiskrifstofa mín er flutt að Laufásvegi 58, Reykjavik — Sími 1 3440 Lögfræðistörf — Eignaumsýsla Magnús Sigurðsson hd/. Laufásveg/ 58, Reykjavík Sími 1-34-40 Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknis- fræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1 977 Evrópuráðið mun á árinu 1977 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfs- grein sinni í löndum Evrópuráðsins. Styrktímabilið hefst 1. janúar 1 977 og því lýkur 3 1. desember 1 977. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu land- læknis og í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 1 5. apríl n.k. Hei/brigdis- og trygg/ngamálaráðuneytið, 19. febrúar 1976. Tilkynning Þeir, sem telja sig eiga bíla á geymslu- svæði „Vöku" á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. marz n.k. Hlutaðeig- endur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku" að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bílgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 19. febrúar 1976. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hreinsunardei/d. bilar Til sölu 33ja sæta hópferðabifreið af Volvo gerð. Allar nánari upplýsingar í síma 99-4291 . fundir — mannfagnaöir Aðalfundur ungmennafélags Selfoss verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 21 í HSK sal, Eyrarvegi 1 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð að kröfu Útvegsbanka Islands og Loga Guðbrandssonar hrl„ verða hlutabréf i útgerðarfélaginu Suðurnes h.f., að nafnverði kr. 8 milljónir seld á nauðungar- uppboði sem haldið verður í dómsal embættisins Vatnesvegi 33, Keflavik föstudaginn 27. febrúar 1 976 kl. 1 6. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. þakkir Innilegar þakkir sendi ég vinum og vandamönnum fyrir gjafir, heimsóknir, blóm og skeyti á áttræðisafmæli minu 1 6. febr. Ragnhildur Ólafsdóttir ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞL AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.