Morgunblaðið - 21.02.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 21.02.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 25 VELVPVKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-' dags 0 Brunavarnamál sæluhúsa Einar Þ. Guðjohnsen, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Ferða- félags lslands, skrifar: 1 dálkum Velvakanda sunnu- daginn 15/2 eru brunavarnamál sæluhúsa Ferðafélagsins gerð að umtalsefni vegna skrifa frá H.Á. Sem fyrrverandi framkvæmda- stjóri Ferðafélagsins verð ég að leggja hér nokkur orð í belg, einkum vegna þess að störf mín hjá því félagi undanfarin 12 ár hafa verið mjög svo afflutt af núverandi ráðamönnum félagsins og áhangendum þeirra. Það er rétt, að öll sæluhúsin eru byggð úr timbri, en samt þarf eldhættan ekki að vera mjög mikil, ef vissum reglum er fylgt og varlega farið með eld. Eldsvoð- ar stafa oftast af óvarkárni í ein- hverri mynd. Upphitun er viðast með kolaofnum og prlmusum (aðeins hitaveita í 3 af 17 hús- um), og þessi tæki þurfa ekki að vera hættuleg ef rétt er með þau farið. Sömuleiðis eru „fjósa- luktirnar" öruggar, en það er samt ekki sama hvernig með þær er farið. Það verður lika að gera kröfur til fólksins. Kerti geta hinsvegar verið varasöm, sé þeim stillt óvarlega upp, og reykingar upp um allt og út um allt í húsun- um eru stórhættulegar. Það hefir ýmislegt verið gert i brunavarnamálum sæluhúsanna undanfarin ár. T.d. var settur eld- varinn krossviður í eldhús Hveravallahússins, stækkaðir þar loftgluggar og settur fastur stigi. Járnstigar voru settir á Þórs- merkurhúsið og slökkvitækjum var mjög fjölgað alls staðar. Sumarið 1975 var röðin svo komin að Hvítárnesi og Kerlingarfjöll- um, en þar var ástandið enn stór- varasamt, svo að vægt sé tekið til orða. Aður en til þessara fram- kvæmda kom var undirrituðum „rutt burt“ úr framkvæmda- stjórastarfinu og aðrir tóku við. 1 stað þess að halda áfram við ráðgerðar brunavarnaaðgerðir 1 ofangreindum húsum var timan- um og fjármunum eytt í allskyns „dútl“ annars staðar, og enn situr við það sama og var. Undirritaður hafði komið á banni við „rúmreykingum" i sæluhúsunum og sett upp skilti er á stóð „Reykingar bannaðar". Skilti þessi voru aðeins sett á svefnloftin. Stundum varð ég að ávita fólk, jafnvel stjórnarmann Ferðafélagsins, sem hélt upptekn- um hætti og reykti hvar sem honum sýndist. Kannski var ég ekki alltaf nógu mjúkmáll svo Sttí þetta að þýða. Varstu að reyna við hann. — Nei mig langaði bara að fá tækifæri tíl að virða hann fyrir mér. Þetta er hann, er það ekki áreiðanlegt? — Jú. — Þakka þér fvrir að láta svo lftið að ansa mér. Ég var farin að halda þú ætlaðir að sitja að öllum einn. Hvað tafði þig annars fnni á hótelinu? — Ég þurft! að hringja. — Svo þú hefur komi/t að efn- hverju sem var það mikilvægt að það gaf ástæðu til símhringinga? — O ég segi það nú ekki. En það getur verið hann fari að hitta Gautier f kvöld f staðinn fvrir að bfðatil morguns. — Og mun hinn guðdómlegi M. Gautier, sómi stéttar sinnar, verða f skrifstofu sinni f kvöld. — Ég er ekki viss um það. Viltu gera svo vel að hægja ferðina, við erum að verða komin. — Viltu að ég bfði eftir þér? — Nei, Georges ke.vrir mig heim. — Þakka þeir fyrir. Einum bfl- stjóra sagt upp og annar ráðinn f staðinn. Fegin verð ég. Ég er búin að hangsa nóg eftfr þér f allan dag. Það lá við borð ég vfir- alvarlegum augum leit ég á þess- ar „rúmreykingar", og varð illa þokkaður af mörgum fyrir vikið. Lái mér þar hver sem vill. Á einum stjórnarfundi Ferða- félagsins 1 vetur gerði ég fyrir- spurn um brunavarnamálin og „rúmreykingarnar". Einn stjórnarmanna, og sá þeirra er reykingabannið braut, veitti mér snarpa ádrepu fyrir, og kvað mig enga „stjórnarsamþykkt" hafa haft til að setja á umrætt „rúmreykingabann“, og þvi hefði hann og aðrir getað reykt hvar og hvenær sem þeim sýndist. Ráð- andi meirihluti stjórnarinnar þagði og samþykkti með þögninni þennan málflutning stjórnar- mannsins. Þrátt fyrir ítrekuð til- mæli mín fengust „rúmreyking- arnar" í sæluhúsunum ekki ræddar á stjórnarfundum. Varð ég að gripa til þess ráðs að skrifa stjórnarmönnum bréf til þess að koma skoðunum mínum og vörn- um á framfæri. Það átti að þegja málið f hel. Nú skora ég hérmeð á Sigurð Jóhannsson sem er forseti Ferða- félagsins og þvinær einráður þar, að gera opinberlega grein fyrir afstöðu meirihluta stjórnarinnar i þessum málum, sem varða alla þá, er sæluhúsin gista, og þá sérstak- lega til „rúmreykinga“ í sæluhús- unum. Hugsanlega verð ég að birta bréfin opinberlega mér til varnar. 0 Úttekt gerð næsta sumar Þar sem Einar Þ. Guðjohn- sen beinir orðum sínum til Sig- urðar Jóhannssonar vegamála- stjóra og forseta Ferðafélags Islands, og krefst svars, hafði Vel- vakandi samband við Sigurð sem svarar á eftirfarandi hátt: 1 tilefni af bréfi H.Á. til Vel- vakanda hinn 15. þ.m. um bruna- varnir í sæluhúsum Ferðafélags Islands og athugasemdum Einars Þ. Guðjohnsen, sem Velvakandi hefur óskað umsagnar um, get ég upplýst, að á aðalfundi F.I. hinn 3. þ.m. var gerð ítarleg grein fyrir því, hvað gert var 1 brunavarna- málum í sæluhúsum Ferðafélags- ins á sl. ári og einnig hvað áformað er að gera í þeim málum á sumri komanda. Kom þar fram að framkvæmdir við Brunavarnir i sæluhúsunum hafa slzt minnkað eftir að E.Þ.G. lét af starfi fram- kvæmdastjóra F.í. að eigin ósk. Ennfremur skal upplýst að hinn 23. janúar sl. samþykkti brunamálastjóri að beiðni stjórn- ar Ferðafélagsins, að gera úttekt á brunavarnamálum I sæluhús- unum strax og þvi verður við komið næsta sumar. Eins og Velvakandi bendir á hinn 15. þ.m. hafa um langt árabil gilt ákveðnar reglur um meðferð elds I sæluhúsunum. Verða þær að sjálfsögðu endurskoðaðar ef at- hugun brunamálastjóra gefur tilefni til. Slikum reglum er þó mjög erfitt að framfylgja eins og Velvakandi bendir réttilega á. Arangursríkast er án efa, að þeir sem gista í húsunum, hafi vakandi auga með þvi að settum reglum sé framfylgt. Sigurður Jóhannsson forseti F.l. HÖGNI HREKKVÍSI — Dagskráin Framhal.d af bls. 21 FÖSTUDKGUR 27. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.40 Með pálmann í höndun- um Hljómsveit Pálma Gunnars- sonar leikur lög eftir Magnús Eirfksson. Hljóm- sveitina skipa auk Pálma og Magnúsar þeir Baldur M. Arngrímsson og Björn Björnsson, en þeim til að- stoðar eru Þorleifur Gisla- son, saxófónleikari, og dansararnir Brvnja Nordquist, Henný Her- mannsdóttir og Ásmundur Páll Asmundsson. Leikmvnd Björn Björns- son. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.00 Gata bvssubófans (Gunman’s Walk) Bandarísk bfómvnd frá ár- inu 1958. Aðalhlutverk Van Heflin, Tab Hunter, Kathrvn Grant og James Darren. Lee Hackett á tvo syni, Davy, sem er friðsemdar- maður, og Ed, sem líkist föður sfnum, óvæginn og drvkkfelldur. Ed gerist æ ófvrirleitnari, og lendir loks í deilum við föður sinn. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.35 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 28. febrúar 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 18.30 Pollvanna Breskur mvndaflokkur, gerður eftir skáldsögu Eleanor H. Porter. 3. þáttur Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspvrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Revkjavík og revíurnar Annar þáttur. Leikendur Róbert Arn- finnsson, Guðrún Þ. Stephensen, Þráinn Karls- son, Ásdis Skúladóttir, Randver Þorláksson, Sólveig Ilauksdóttir og Harald G. Ilaralds. Leikstjóri og umsjónar- maður er Guðrún Ásmunds- dóttir, og ræðir hún við Aróru Halldórsdóttur, Þóru Borg, Harald Á. Sigurðsson og Sverri Krist jánsson. Hljómsveitarstjóri Carl Billich. Leikmynd Snorri Sveinn Friðriksson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Nei, ég er hérna Breskur gamanmynda- flokkur. Aðalhlutverk Ronnie Cor- bett. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.40 Kengúran Fræðslumvnd um áströlsku kengúruna. 1 mvndinni eru skýrðir ýmsir hættir henn- ar, sem mönnum voru ekki Ijósir áður. Þýðandi og þulur Krist- mann Eiðsson. 22.05 Vistaskipti (Ruggles of Red Gap) Frumsýnir. 99 44/100 DAUÐUR Everyone is dying to meet Harry Crown. 441 400 % oeao? RICHARÐ HARRIS in“99 AND 44/100% DEADF'A JOEWIZAN-VASHON PRODUCTION A FILM BYJOHN FRANKENHEIMER* Co starring EDMOND O'BRIEN BRADFORD DILLMAN ’ JANICE HEIDEN • KATHRINE BAUMANN • DAVID HALL ANN TURKEL as Buffy • And CHUCK CONNORS as ClawZuckerman Directed byJOHN FRANKENHEIMER * Written byROBERT DILLON Music: HENRY MANCINI •"Easy, Baby" Lyrics by ALAN & MARILYN BERGMAN, Music by HENRY MANCINI • PANAVISION® COLOR BY DELUXE^gjX SÝnd kl 5' 7 °9 9-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.