Morgunblaðið - 21.02.1976, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976
Hollenskiþjálfar-
inn tókMolenbeek
framyfirÍBV
— ÉG var a8 lesa það I bloðunum
í dag að hollenski þjálfarinn Cor
Bron myndi að öllum líkindum
verða næsti aðalþjálfari belgíska
liðsins Molenbeek svo það er
kannski ekki skrltið að hann hafi
hafnað þjálfarastöðu hjá Vest-
mannaeyjaliðinu, sagði Ásgeir
Sigurvinsson þegar íþróttasíðan
hringdi í hartn til Belgfu I gær.
— Það hefur verið mikið um að
vera hérna hjá okkur í Standard að
undanförnu Báðir aðalþjálfarar
félagsins hafa sagt starfi sínu lausu
og þriðji þjálfarinn er tekinn við,
sagði Ásgeir
— Petit, framkvæmdastjóri
félagsins, lét stór orð falla i garð
þjálfarans að loknum tapleiknum við
Anderlecht og er við mættum á
æfingu á miðvikudaginn fengum við
svo þær fréttir að báðir þjálfararnir
væru hættir og prófessor í heilsu-
rækt og slíku tæki við Hann hefur
svo verið með æfingarnar þessa vik-
una, ekkert nema úthaldsæfingar og
púl, hér i eðjunni, sem þekur alla
knattspyrnuvelli i Belgíu um þessar
mundir.
— Hins vegar dró Petit til baka
sín stóru orð um fyrirliðann Gerets,
sem hann sagði að ekki yrði fyrirliði
framar, hélt Ásgeir áfram. — Hann
verður áfram fyrirliði, en miklar
breytingar verða á liðsskipaninni
Gerets, sem leikið hefur sem
bakvörður með belgíska landsliðinu,
verður núna framherji og ég fer aftur
í mína stöðu sem tengiliður, sagði
Ásgeir
Þrátt fyrir það að Standard Liege
tapaði stórt fyrir Anderlecht, eða
3 0, og flestir leikmanna Standard
fái skammir í belgískum blöðum þá
er Ásgeir Sigurvinsson hafinn yfir
þá gagnrýni Hann er talinn bezti
maður liðs síns í þessum leik og
öðrum upp á síðkastið, ásamt
belgíska landsliðsmanninum Van
Moer, sem þó er sagt að hafi ekki
haft úthald nema I hálfan leikinn.
Einn þekktasti útvarpsmaður
Belga lét svo ummælt eftir leik
Standard við Anderlecht að það
væri slæmt að Ásgeir skyldi ekki
vera belgískur ríkisborgari, ef hann
væri það þá væri hann öruggur í
belgíska landsliðinu. í leiknum gegn
Anderlecht lék Ásgeir á vinstri kanti,
en eigi að síður stóð hann sig mjög
vel og var bezti maður liðs síns að
sögn belgískra blaða Átti Ásgeir
þrjú skot að marki andstæðingsins,
en i öll skiptin náði Ruiter, mark-
vörður Anderlechts, að bjarga
meistaralega Auk þess spilaði
Ásgeir félaga sína nokkru sinni vel
uppi, en þeir voru klaufar að nýta
ekki tækifærin til að skora Er leið á
leikinn minnkaði hlutur Standards í
leiknum, en Ásgeir barðist þó áfram
af krafti og hin mikla yfirferð hans
vakti mikla athygli
Ásgeir var eftir leikinn valinn í lið
vikunnar í Belglu og var það í fjórða
skipti í röð, sem hann varð þess
heiðurs aðnjótandi Van Moer var
einnig valinn í lið vikunnar og
sömuleiðis markvörður andstæðing-
anna og voru þessir þrír þeir einu úr
þessum leik, sem valdir voru í lið
vikunnar
Mynd þessi var tekin er H.G. Rich, yfirmaður bandarfska varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli, afhenti Sigurði Ingólfssyni í
Körfuknattleiksráði Reykjavíkur sigurlaunin í hinni árlegu
ambassadors-keppni í körfuknattleik, en tslendingar sigruðu nú
í keppninni við varnarliðsmenn. Fóru fram fimm leikir og unnu
tslendingar þrjá þeirra, en Bandaríkjamenn tvo.
Valsmenn geta orðið Islandsmeistarar á sunnudaginn án þess að leika. Sigri Fram lið FH hafa
Framararnir goldið greiðann frá því fyrir nokkrum árum, er Valur vann mótið fyrir Fram. Á
myndinni er það Jóhannes Stefánsson sem brýst f gegn og skorar. Þróttararnir sem á sunnudaginn
leika gegn Gróttu eru of seinir til að stöðva hann.
Barist um meistaratitilinn
í Höllinni annað kvöld
Staöa—stig—mörk
FRAM og FH leiða saman hesta sfna f 1. deild Islandsmótsins f
handknattleik á sunnudagskvöldið. Sker sá leikur úr um það hvort
FH-ingar verða Islandsmeistarar í ár, eða hvort aukaleikur verður
nauðsynlegur. Ef Fram vinnur leikinn verða Valsmenn Islands-
meistarar, ef jafntefli verður I leiknum verður að fara fram auka-
leikur milli Vals og FH, en sigri FH-ingar verða þeir lslandsmeistarar.
Að sjálfsögðu er þessa leiks
beðið með mikilli eftirvæntingu
og Valsmenn setja allt sitt traust
á Framarana og segja að þeir eigi
inni greiða hjá Fram, eftir að þeir
hjálpuðu þeim í Islandsmótinu
fyrir þremur árum. Valsmenn
geta þó engum öðrum en sjálfum
sér um kennt ef þeir verða ekki
meistarar því sannast sagna léku
þeir „rassinn úr buxunum“ er
þeir töpuðu dýrmætum stigum á
klaufalegan hátt er meistaratitil-
inn blasti við þeim.
Erfitt er að segja fyrir um það
hvort liðið kemur til með að sigra
í leiknum á sunnudaginn. Bæði
liðin hafa bætt við getu sína i
leikjunum að undanförnu —
Fram kannski heldur meira — en
það sem hefurgert aðalmuninn er
að markvarzla þessara liða hefur
batnað til mikilla muna. FH-liðið
er leikreynt mjög, en á móti
þessum kosti FH-liðsins hafa
Framarar heimavöllinn, sem ætti
að reynast þeim dýrmætur.
Leikurinn á sunnudaginn hefst
um klukkan 21.25, en á undan
leika Þróttur og Grótta. Lið sem
eru fyrir neðan miðjadeild, en þó
endanlega laus úr fallhættu. Leik-
ur þeirra skiptir því f rauninni
engu máli. Klukkan 19.00 leika í
Laugardalshöllinni lið Ármanns
og Vals í 1. deild kvenna og gæti
þar orðið um skemmtilcgan leik
að ræða.
Þrír aðrir kvennaleikir fara
fram i Laugardalshöllinni á
sunnudaginn. KR—ÍBK leika
klukkan 14.40, Fram — UBK kl.
15.45 og Víkingur — FH klukkan
16.50. I 2. deild fer einn leikur
fram um helgina, Leiknir leikur
við IBK i Laugardalshöllinni i
dag klukkan 17.00. Þá átti KR að
leika við KA klukkan 18.15 í
Laugardalshöllinni i dag, en óvíst
er hvort Akureyringar komast
suður.
HUGUR I FH-INGUM
Hér fer á eftir viðtal við Þór-
arinn Ragnarsson, sem íþrótta-
síðan átti við hann í gær. Því
miður náðist ekki viðtal við leik-
menn Fram eða þjálfara um leik-
inn annað kvöld.
Þórarinn Ragnarsson, einn
hinna leikreyndu FH-inga sagðist
trúa á sigur síns liðs — að sjálf-
sögðu. — Æfingasóknin hefur ef
til vill ekki verið sem skyldi í
vetur, en að undanförnu hefur
mannskapurinn mætt vel og það
er hugur i mönnum. sagði Þór-
arinn.
— Leikreynsla okkar FH-inga
verður ábyggilega þung á metun-
um í þessum leik og ætli það sé
ekki að verða siðasta tækifærið
fyrir einhverja af þessum
„gömlu" til að ná sér í meistara-
titil. Annars er ekki annað hægt
að segja en að uppskeran hafi
verið góð í vetur hjá okkur —
Reykjanesmótið, meistarakeppn-
in, í 1. eða 2. sæti í íslandsmótinu
og bikarkeppnin enn eftir, þannig
að við getum unnið fjóra titla á
tímabilinu.
Þórarinn Ragnarsson
Um Framliðið sagði Þórarinn
að FH-ingum hefði yfirleitt
gengið illa með Framara og hann
sagðist búast við jöfnum leik á
sunnudaginn þar sem FH ynni
vonandi. — Framararnir leika
skynsamlegan handknattleik og
auk þess leika þeir á heimavelli,
sem alltaf er ávinningur. En ég
hef ekki trú á öðru en Hafnfirð-
ingar fjölmenni á leikinn og
styðji okkur eins og venjulega.
Aðspurður um handknattleik-
inn, sagði hann að erfitt væri að
dæma um hvort hann hefði verið
mikið verri en áður, augljóslega
þó mun „köflóttari". — Hins
vegar held ég að það fari ekki á
milli mála að nýtt blóð vantar i
þjálfunina hjá liðunum. Þar tala
ég af eigin reynslu því er ég tók
við Gróttuliðinu var sem sumir
leikmanna liðsins væru þarna
aðeins i hressingarleikfimi, sagði
Þórarinn að lokum.
STAÐAN I 1. deild Islandsmóts-
ins I handknattleik fyrir síðasta
leikkvöldið er þessi:
Valur 14 9 1 4 282:248 19
FH 13 9 0 4 290:251 18
Fram 13 7 2 4 243:221 16
Haukar 14 6 2 6 264:255 14
Vfkingur 14 7 0 7 289:296 14
Þróttur 13 4 2 7 246:262 10
Grótta 13 5 0 8 238:258 10
Ármann 14 3 1 10 232:293 7
MARKHÆSTIR.
Friðrik Friðrikss., Þrótti 83
Pálmi Pálmason, Fram 78
Viðar Símonarson, FH 77
Páll Björgvinsson, Vfkingi 75
Hörður Sigmarsson, Haukum 74
EINKUNNAGJÖFIN
Eftirtaldir hafa hlotið flest stig
f einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Tala leikja er f sviga:
Pálmi Pálmason
Pálmi Pálmason, Fram
Árni Indriðas., Gróttu
Elfas Jónasson, Haukum
Páll Björgvinss., Vfkingi
Geir Hallsteinsson, FH
Stefán Halldórss., Vfk.
Viðar Símonarson, FH
Friðrik Frfðriksson
37(13) Friðrik Friðrikss., Þrótti 34(13)
36(13) Olafur Benediktsson, Val 34(14)
36(14) Guðjón Magnússon, Val 33(14)
36(14) Hörður Sigm., Haukum 33(14)
35(13) iJón Pétur Jónsson, Val 31 (14)
35(14) Hörður Kristinss., Arm. 30(12)
35(13) Viggó Sigurðss., Vfkingi 30(13)
Kft - ÍR viðureip helgar-
innar í körfnknattleiknnm
ÞRlR leikir verða f 1. deildar
keppni Islandsmótsins f körfu-
knattleik nú um helgina, og er
einn þeirra stórleikur er gömlu
stórveldin, KR og lR, mætast.
Leikir þessa liða hafa jafnan ver-
ið gffurlega spennandi, og verður
leikurinn að þessu sinni senni-
lega þannig, en staðan f mótinu er
nú sú, að það lið sem tapar leikn-
um á nánast enga möguleika á að
hljóta Islandsmeistaratitilinn í
ár.
Fyrsti leikur helgarinnar verð-
Einn
blakleikur
Nú um helgina fer fram
einn leikur í 1. deildar keppni
tslandsmótsins í blaki. Verður
hann að Laugarvatni og liðin
sem mætast eru UMFB og Vík-
ingur. Hefst leikurinn kl.
15.30 á morgun. Þá verður
einn leikur í 2. deild Islands-
mótsins, einnig að Laugar-
vatni og leikur B-lið Vfkinga
þar við lið Stfganda.
ur á Akranesi í dag og þar leika
Snæfell og Ármann. Hefst leikhr-
inn kl. 13.30. Má búast við að þar
verði um að ræða leik kattarins að
músinni, þar sem Ármenningar
hafa að því að keppa fyrst og
fremst að reyna að setja stigamet
í deildinni.
Kl. 17.00 i dag fer svo fram í
Iþróttahúsi Kennaraháskólans
leikur milli ÍS og UMFN og ætti
þar að geta orðið um jafna og
skemmtilega viður*eign að ræða.
Leikur KR og IR fer fram í
íþróttahúsi Hagaskólans kl.
14.00 á morgun. ÍR-ingar hafa
nú hlotið 14 stig eftir 9 leiki,
en KR-ingar eru með 10 stig
eftir 7 leiki. Bæði liðin hafa
því tapað fjórum stigum.
Ármenningar eru hins vegar í
forystu í deildinni, með fullt hús,
þ.e. hafa engu stigi tapað. Það lið
sem tapar leiknum á morgun er
því væntanlega alveg úr leik í
baráttunni um Islandsmeistaratit-
ilinn, en það sem sigrar á enn
allgóða möguleika, þótt róðurinn
verði vitanlega erfiður að ná Ár-
menningunum.