Morgunblaðið - 22.02.1976, Side 3

Morgunblaðið - 22.02.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 Einar Gíslason forstöðumaður Fíladelflusafnaðarins og Stig Anthin. Um Japan, Hong Kong og Thailand til Islands f BOÐI Filadelflusafnaðarins á fs- landi er nú staddur sænski verkfræð- ingurinn Stig Anthin. Hefur hann starfað sem kristniboði vlða um heim I meira en áratug. Þetta er önnur heimsókn hans til fslands en I fyrra skiptið sem hann var hér á landi heimsótti hann Vestmanna- eyjar, Sauðárkrók og Akureyri. Heldur Stig fyrirlestra tvisvar á dag sem hlotið hafa góðar undirtektir. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Stig um starf hans og komuna til íslands — Vinnuveitandi minn er hvíta- sunnusöfnuðurinn Smyrna í Gauta- borg sem hefur yfir fjögur þúsund meðlimi. I fyrstu var ég fastur trúboði i ákveðnu landi en nú er ég ferðatrúboði sem þýðir að ég á heimili mitt i Svíþjóð og svo ferðast ég um á mismunandi kristniboðsökrum Þar heimsæki ég sérstaklega biblíuskóla, en starfið er svo til eingöngu í fyrirlestraformi — Á slðastliðnu ári fór ég til Japans, þaðan til Hong-Kong, siðan til Singapore, þaðan til Thailands og endaði I Shri Lanka — Hér á fslandi mun ég dveljast í einn mánuð í boði Fíladelfíusafnaðar- ins en halda slðan til Þýzkalands og Grikklands — Öll veröldin er okkar vinnusvæði — Helzta hlutverk okkar er að veita menntun innlendum starfskröftum en starfið fer annars mikið fram á sviði hins ritaða máls og útvarps. — Ég hef mjög mikið álit á starfsemi Fíladelfíusafnaðarins hér Fyrst og fremst eiga þeir mjög vandað guðþjón- ustuhús og bókaútgáfa þeirra er ris- mikil. — Það er einnig gaman að komast í kynni við það tungumál sem Ansgar, trúboði Norðurlanda, talaði þegar hann kom til Svíþjóðar árið 832. — Þá hafið þið hér á íslandi eitt sem er sérstaklega gott en það er hið góða loft og hreina vatn sem ég met mikils og þess vegna umber ég rokið! — Ég fer í laugarnar á hverjum degi og er alveg einstakt að geta sótt svo góðan stað — Merkilegast þótti mér þó að borða svið, bæði augu og eyru. Einar Gíslason, forstöðumaður Fíla- delfíusafnaðarins, taldi það mikinn feng að fá Stig Anthin til landsins þar sem hann væri framúrskarandi ræðu- maður. „Maðurinn okkar í London” Var lengi sendiherra í Moskvu SENDIHERRA Noregs f Bret- landi, Frithjof Halfdan Jacobsen, sem nú mun gæta hagsmuna Islands I Bretlandi eftir stjórnmálaslitin, tók við starfi sfnu I London í fvrra. Jacobsen er fæddur 1914 og stundaði nám i Öslóarháskóla og London School of Economics. Hann hefur verið starfandi í norsku utanríkis- þjónustunni síðan 1938. Hann starfaði í París, Moskvu og London unz hann varð yfirmaður stjórnmála- deildar norska utanríkisráðu- neytisins 1955. Því starfi gegndi hann til 1959. A árunum 1959 til 1961 var Jacobcen sendiherra í Kanada. Hann var sendiherra í Sovét- ríkjunum 1961 til 1966. Jacobsen tók við starfi aðstoðarutanrikisráðherra 1966 og gegndi þvi í fjögur ár. Þá tók hann aftur við sendi- herrastarfinu í Moskvu og gegndi því þar tii hann var skipaður sendiherra í London 1975. r _ __ Olafur B. Thors um stórmarkað KRON á hafnarsvæðinu: w „Opólitísk stefnu- markandi ákvörðun” KRON fær lóð í nýja miðbænum VEGNA blaðaskrifa undan- farna daga, um að borgarvfir- völd hafi með þeirri ákvörðun sinni að leyfa ekki rekstur stór- markaðs KRON í húsnæði SlS við Sundahöfn, komið f veg fyrir, að hægt verði að lækka stórlega vöruverð, og að þessi ákvörðun eigi sér annarlegar ástæður, sneri Morgunblaðið sér til Ölafs B. Thors, formanns hafnarstjórnar, og bað hann að skýra frá þvf hvað lægi að baki þessari ákvörðun. Ölafur sagði: — Ég vísa þeirri staðhæf- ingu, að hér sé um að ræða pólitiska afstöðu, algjörlega heim til föðurhúsanna, því að af tali minnihlutamanna í borgarstjórn má einmitt skilja, að afstaða þeirra sé umfram allt pólitísk. Sú afstaða, sem hafnarstjórn og siðar borgar- stjórn tók í málinu, stafar ein- göngu af þvi, að á hafnarsvæð- inu er ekki gert ráð fyrir ann- arri starfsemi en þeirri, sem beinlinis tengist eðlilegum at- höfnum á hafnarsvæði. Höfnin hefur yfir takmörkuðu land- svæði að ráða og eftirspurn eftir aðstöðu vegna hafnar- starfsemi er mjög mikil. Þvi væri óhyggilegt að þrengja að slikri starfsemi með þvi að leyfa þar aðra óskylda. Þegar SÍS fékk lóðina á sínum tíma var það að sjálfsögðu fullkom- lega eðlileg og sjálfsögð ráðstöf- un með tilliti til þeirrar starf- Ölafur B. Thors semi, sem þar átti að fara fram, en hins vegar gegnir allt öðru máli um smásöluverzlun. Aðrir aðilar, Eimskip og fleiri, hafa fengið þarna lóðir, en væri SlS leyft að framleigja aðstöðu sina á þessum stað til annarra nota en ráð var fyrir gert i upphafi, er líklegt að fleiri kæmu á eftir. Slíkt mundi hafnarstjórn aldrei fallast á. —Hefur KRON sótt um lóð fyrir verzlunarrekstur i Reykjavik? — Já, og KRON fær ióð í fyrsta áfanga nýja miðbæjar- ins. Sá áfangi verður líklega byggingarhæfur þegar á þessu ári. Þess vegna m.a. er athyglis- vert hve mikla áherzlu KRON virðist leggja á það að fá leyfi til að reka stórmarkað á hafnar- svæðinu. Því er haldið fram, að með þvi að hafa stórmarkað í beinum tengslúm við vöru- geymslur og uppskipun megi takast að lækka vöruverðið til almennings verulega. Það er þvi ekki úr vegi að spyrja hvort KRON muni þá hækka vöru- verð um það sem slíkri verð- lækkun nemur þegar það flytur verzlunina, en aðeins hefur verið sótt um að verzlunar- rekstur þessi verði á hafnar- svæðinu til bráðabirgða. — Þvi er lika borið við, að SlS þurfi ekki á öllu því hús- næði, sem nú er í byggingu, að halda i einu, og þurfi þvi að nýta það með einhverjum öðrum hætti. En eins og ég sagði áðan er ásókn í aðstöðuna á þessum stað svo mikil af þeim aðilum, sem eru með atvinnu- rekstur beinlinis tengdan höfn- inni, að SlS ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að fá leigj- anda, sem uppfyllir sett skil- yrði. — Það er ástæðatil að leggja áherzlu á, að þessi ákvörðun er stefnumarkandi. Önnur starf- semi en sú, sem beinlínis teng- ist höfninni, verður ekki leyfð á hafnarsvæðinu, hver sem í hlut á, sagði Olafur B. Thors að lokum. Krabbameinsfélag Reykjavíkur I FRÉTT okkar I gær um starf- semi Krabbameinsfélags Reykja- vfkur féllu síðustu Ifnurnar niður. Niðurlag fréttarinnar átti að vera svohljóðandi: Stjórnina skipa nú, auk Gunn- laugs: Frú Alda Halldórsdóttir, hjúkr.fr. — Baldvin Tryggvason, framkv.stj. — Guðmundur S. Jónsson, dósent — Jón Oddgeir Jónsson fv. framkv.stj. — Páll Gislason, yfirl. — Tómas A. Jónasson læknir. Fundarstjóri var Helgi Elíasson fv. fræðslumálastj Voru honum i lok fundarins færð blóm í þakk- lætisskyni fyrir 10 ára fundar- stjórn á aðalfundum, svo og þeim Gunnl. Snædal fyrir 10 ára for- mennsku og Jón Oddgeiri Jóns- syni fyrir langan starfsferil. Níels afhenti Scheel embættis- skilríki NlELS P. Sigurðsson afhenti í fyrradag, föstudaginn 20. feb. 1976, hr. Walter Scheel forseta Sambandslýðveldisins Þýska- lands embættisskilriki, sem sendi- herra Islands í Bonn. Ferðaalmanak wnaK (Jtsýnar § Ö FERÐAÞJÓNUSTAN VIÐURKENNDA: Costa del Sol Lignano Costa Brava APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER 14. 2. 23. 6. 20. 4. 18. 25. 1.8. 15. 22. 29 5. 12. 19. 26. MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER 10. 19. 2. 23. 7. 21. 4. 1 1. 18. 25. MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER 1.8. 13.28. 18. 2. 16. 30. 13. 20. 27. 3. 10. Allir farseðlar innanlands og utan ☆ Tjæreborgarferðir — einkaumboð ☆ American Express — einkaumboð & Ráðstefnur heima og erlendis ☆ Skipulagðar ferðir fyrir einstaklinga og hópa hvenær sem er og hvert sem er Pantið réttu ferðina tímanlega AUSTURSTRÆTI 17.SÍMI 26611 Útsýnarferð — ódýr en 1. flokks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.