Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
7
Komdu inn á islenzkt al-
þýðuheimili, og komdu inn á
hliðstætt heimili í öðru landi,
heimili þar sem ekki býr
langskólagengið fólk. Þú
munt veita því athygli, að þar
er sérstaklega eitt atriði, sem
á milli greinir og sýnir sér-
stöðu íslenzka alþýðuheimil-
isins. Þetta atriði er bóka-
skápurinn. Hann geymir
ákaflega oft íslendingasögur-
nar og fleira góðra bóka inn-
lendra og erlendra. Þetta
greinir okkur í sérstakan
flokk meðal menningarþjóða
heims. Við erum bókmennta-
þjóð.
Ef við skoðum svo nánar í
bókaskápa íslenskra alþýðu-
heimila, þá getum við verið
nærri viss um að mikill meiri
hluti þeirra geymir bók bók-
anna, Bibliuna — Ég hef
skoðað þá marga, þessa
skápa, og það er mér gleði-
efni, hve víða kjölur hennar
blasir við. En þó er þar ekki
allt sem skyldi. Kjölurinn er
yfirleitt of fallegur. Hann hef-
ur ekki náð að lýjast við not-
kun harðra handa íslenska
alþýðumannsins. Biblían
hans er miklu frekar orðin
stássgripur bókasafnsins, sá
stimpill, sem vottar, að hér er
ekki aðeins bókmenntalega
sinnað menningarheimili,
heldur einnig kristið heimili,
sem vill lúta þeirri leiðsögn,
sem hin mikla bók geymir.
En er þessi stimpill þá
nokkurs virði, sé bókin sjald-
an opnuð, heldur látin ryk-
falla f skápnum?
Ekki má vanþakka þá vilja-
yfirlýsingu, sem felst í því,
að Biblían á sitt heiðurssæti í
bókaskáp heimilisins. Eig-
andi hennar er Ifka að mörgu
leyti kunnugurefni hennaraf
Biblfusögunum, er hann
lærði sem barn, og af þvf
sem hann kann að hafa til-
einkað sér á kirkjugöngu
sinni eða af þvf, sem til hans
hefur verið talað i útvarps-
messum, helgistundum sjón-
varpsins og kirkjudálkum
blaðanna. Á ýmsan annan
hátt kann líka margur fróð-
leikur af síðum hennar að
hafa náð eyrum hans. Hann
veit því vel, hvað hann gerir,
þegar hann kaupir Biblfu og
stingur henni í skápinn sinn
sem merki þess, að heimilið
hans sé og éigi að vera kristið
heimili. Hann veit, að hann
er að helga það hæstu og
göfugustu hugsjónum mann-
Iffsins, hann er að tengja það
Guði og áhrifum frá honum.
En fallegi kjölurinn? Ég
veit, ég má ekki áfellast hann
um of. Biblían í bókaskápn-
um er oftast f stóru broti og
er því ekki hentug til einka-
lesturs. Vasaútgáfan er þar
miklu handhægari og ekki
sist Nýja testamentið með
stóra letrinu, sem Hið ís-
lenska Biblíufélag gaf út fyrir
nokkrum árum. Auk þess eru
svo litlu testamentin, sem Gí-
Bók
bókanna
deonsfélagið, alþjóðasamtök
kristinna verslunarmanna,
gefa nú hverju 1 1 ára varni á
íslandi. Margur, sem á í
skápnum sinum stóra, fall-
ega bók, á líka á náttborðinu
sinu litla, lúna bók, sem er
daglegur förunautur hans á
lífsveginum. Það er hlutverk
Biblíunnar. Hún þarf að vera
þér daglegt Ijós.
Það, sem þú lærðir um
trúmál sem barn, var flutt til
þín f umbúðum við barna
hæfi. Það væri því illa farið,
ef við það væri látið sitja.
Trúarlegur þroski þinn mundi
bera því glöggt vitni, þótt þú
fyndir það ekki sjálfur, að
barnslegar hugmyndir hefðu
staðnað í sál þinni. En til
þess að svo verði ekki, þurfa
menn að hugleiða og ræða
trúmál hlustandi á rödd hinn
ar helgu bókar eftir þeim
leiðum, sem hér hafa verið
nefndar, en ekki síður af
sjálfsnámi i bók trúarinnar
sjálfri milliliðalaust. Þess
vegna er ég vanur að ráð-
leggja fermingarbörnum
mfnum að hafa litla testa-
mentið sitt liggjandi á nátt-
borðinu og lesa i því, þótt
ekki sé nema fáein vers á
kvöldi hverju. „Hvað ungur
nemur, gamall temur," og
getur orðið mikill styrkur fyrir
manninn i hinum ólíklegustu
kringumstæðum. Fátt er
betra, þegar erfiðleikar sækja
að í lífinu, en að gripa til
tveggja handhægra hluta,
sem eru vfgðir reynslu kyn-
slóðanna. Þeir eru Bókin og
bænin.
Bók bókanna og einlæg
bæn geta gert þér mikið gott
og f sumum tilfellum betra
en læknislyf þau, sem oft eru
ráðlögð, þegar þér virðist of
dimmt eða of bratt fram und-
an.
Dagurinn í dag, 2. sunnu-
dagur í 9 vikna föstu, er hinn
árlegi Biblíudagur. Hann á
að minna á starf Hins ís-
lenska Bibliufélags. Með út-
breiðslu Guðs orðs vill það
efla bæn og trú okkar á með-
al. Ef þú vilt styðja slíka
starfsemi og gera þína eigin
þjóð andlega sterkari, þá læt-
ur þú þetta málefni þig ein-
hverju skipta. Þú veist, að i
dag er safnað fé i kirkjum
landsins, já, fé og félögum til
að efla útbreiðslu þess orðs,
sem hefur verið lampi fóta
okkar og Ijós á vegum okkar.
Já, það er því að þakka, að
íslensk þjóð lifir.
Ef þú vilt efla framtíð
hennar með því, sem best
reyndist f fortíðinni, þá legg-
ur þú hönd á plóginn f dag
með einhverjum hætti, e.t.v.
með þvf að koma i kirkju og
taka þátt í bæn og beinum
stuðningi safnaðarins.
Erindi um sænskar
kvik-
myndir í Norræna húsinu.
VILGOT SJÖMAN kvikmyndaleikstjóri og
HARRY SCHEIN forstöðumaður sænsku kvik-
myndastofnunarinnar halda erindi í Norræna
húsinu MÁNUDAGINN 23. FEBRÚAR KL.
1 7:30. Þar talar Vilgot Sjöman um kvikmyndir
sínar og Harry Schein ræðir. sænska kvik-
myndagerð. Umræðurað erindum loknum.
íslensk-sænska félagið
Allir velkomnir.
Norræna húsið
NORRTNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
lcefood
ISLENZK
MATVÆLI
Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfirSi.
Eigum
fyrirliggjandi:
c
.0
REYKTAN LAX
GRAVLAX
REYKTA SÍLD
REYKTA ÝSU
REYKTAN LUNDA
HÖRPUFISK
Tökum lax í reykingu
og útbúum gravlax.
Kaupum einnig frosinn lax til reykingar.
Sendum í póstkröfu
VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER.
íslenzk matvæli
Sími 51455
lítnynair
ÞAÐ SÉR ENGIN BÖRNIN SÍN
BARA í SVÖRTU OG HVÍTU
GEYMIÐ ÞVÍ MINNINGARNAR
UM BERNSKU BARNANNA
Á LITMYND
barna&fjölskyldu-
Ijósmyndir
m\
^ ÁU5TURSTRT Tl 6 SIMI12644
sérgrein barnaljósmyndir