Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 10
ÞAÐ var eins og öll Vestur-Evrópa væri að fara á skíði eins og venjulega á þessum árstíma að áliti útlendingaeftirlitsins Dög- um saman hafði fólk streymt til Austurríkis til að dveljast við íþróttaiðkanir þá löngu jólahelgi sem nú fór í hönd Við sumar landamæraeftirlitsstöðvarnar voru biðraðirnar svo langar að eftirlitsmönnunum þótti óvmnandi vegur að athuga skilríki hvers og eins, heldur leyfðu bílunum að aka í gegn hindrunarlaust Sömu sögu var að segja á járnbrautarstöðvunum og jafnvel á flugvellinum í Vínarborg var eftirlitið slælegt Blaðamaður frá íran var hálfergilegur yfir því að hafa eytt tima og fyrirhöfn í að útvega sér vegabréfsáritun, sem enginn hirti svo um að athuga MEÐAL þeirra þúsunda, sem fóru framhjá útlendingaeftirlit- inu var 26 ára gamall maður frá Venezuela, llich Ramirez Carlos. Eitt sinn hafði hann stundað kennslu í við- skiptaspænsku í einkaritaraskóla í Mayfair og gert sér far um að manga til við nemendur sína án þess að hafa erindi sem erfiði. Það var áður en hann fór að skjóta á enska Gyðinga, varpa sprengjum á veitingahús í París, kasta eldvörpum að flugvélum og drepa franska leyniþjónustumenn. Brezku blöðin voru farin að kalla hann Sjakalann eftir hrollvekju Freddy Forsyth, og sennilega kann hann þeirri nafngift mæta vel Hann og fimm vinir hans komu til Austurrikis um svipað leyti Það hefði þurft heila rannsóknarstofu til að finna eitthvað athugavert við skilríki þeirra Og Austurriki er heldur ekkert lögregluriki eins og Bruno Kreisky kanslari sagði siðar við iranska blaðamanninn, sem fyrr um ræðir Erindi hans til Austurrikis var að fylgjast með fréttum af ráðstefnu Samtaka oliuútflutningslandanna OPEC, sem haldin er á tveggja ára fresti í aðalstöðvum samtakanna í Dr. Karl Lúger byggingunni andspænis gömlu háskólabyggmunni Dvöl hans varð allnokkuð lengri en hann hafði qert ráð fyrir. Rauðar stáldyr ÞÓTT OPEC séu öflug og mikilvæg samtök er ekki miklum iburði fyrir að fara við aðalstöðvar þeirra Þær eru á annarri og þriðju hæð i nýtizkulegri 7 hæða byggingu úr gleri og steyn- steypu yfirlætislausu og sviplausu húsi, sem hefur verið byggt upp úr rústum frá striðinu, en alls staðar í kring eru iburðarmikl- ar byggingar, sem minna á forna frægð Habsborgarakeisara- dæmisins Texaco er þarna einnig til húsa, eins og stórt Ijósaskilti þar framan við segir til um, þannig að flestir leigu- bílstjórar kalla húsið Texaco-bygginguna Ef maður segist hins vegar ætla að fara til bækistöðva OPEC á maður á hættu að bílstjórinn aki til Óperunnar Þrjár lyftur og tveir stigar liggja upp á aðra hæð bygg- ingarinnar, þar sem er móttökusalur Samkvæmt austurrískum eldvarnarreglum eru þungar, rauðar stáldyr framan við stiga- gangana Þegar maður er kominn upp á fyrstu hæð blasir við gler frá gólfi til lofts og frá móttökusalnum liggja gangar til hægri og vinstri Þegar maður stendur fyrir framan móttöku- borðið og snýr baki f lyfturnar, fer maður ganginn til vinstri inn í fjarskiptaherbergið, en ganginn til hægri inn í ráðstefnusalinn Það voru fremur fáir fréttamenn viðstaddir ráðstefnuna, sem haldin var á köldum sunnudagsmorgni 21 desember sl Tveir menn frá fréttastofum, Sidney Weiland frá aðalskrifstofu Reuters í Vínarborg og maður frá skrifstofu Associated Press í Róm, stóðu og ræddust við framan við lyfturnar. Rétt þar hjá stóð bandarískur blaðamaður, Ron Taggiasco að nafni, en hann er fréttaritari Business Week i Milanó Hópur ungs fólks, þar af þrfr eða fjórir hörundsdökkir, gengu til Taggiasco og spurðu, hvort ráðstefnan stæði ennþá yfir. Síðan gekk fólkið framhjá Weiland og félaga hans og hélt upp stiga, sem lá upp á aðra hæð, beint andspænis ráðstefnusaln- um Tóku fréttamennirnir eftir því að fólkið bar allt iþróttatöskur frá Adidas. Einn var með baskahúfu á höfði og í hvitum frakka utan yfir brúnum leðurjakka Þar var einnig smávaxin, ung stúlka í jakka með skinnkraga og gráa ullarhúfu á höfði, sem huldi allt hár hennar. Einn karlmannanna, smávaxinn og dökkur yfirlitum, hafði loðhúfu á höfði Fannst Weiland fólk þetta harla ólfkt fulltrúum OPEC Miðaldra menn Tveir miðaldra lögreglumenn önnuðust öryggis- gæzlu á annarri hæð. Hétu þeir Janda og Tichler og voru frá ríkislögreglustöðinni. Þeir voru borgaralega klæddir og voru báðir vopnaðir Walter PPK skamm- byssum, sem þeir báru undir jökkunum. Josef Janda lögregluforingi er mikill maður að vallarsýn og gæti eftir útlitinu að dæma verið efnaður bóndi. Félagi hans, Anton Tichler, var smávaxinn og hvftur fyrir hærum. Hann var grennri en flestir menn um sextugt og hálfgerður fylgifiskur OPEC. Það var ekki að ófyirsynju, því að hann hafði lært bæði arabísku og persnesku, enda ákafur áhugamaður um sögu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs Þegar Persakeisari kom til Austurríkis til lækniseftirlits, en það var vani hans á hverju ári var Tichler ævinlega fenginn til að annast öryggisvörzlu hans. Tichler átti aðeins eftir fáa daga í starfi, því að hann hefði komizt á eftirlaun í árslok og ætlaði þá að fara í langt orlof til Miðausturlanda En á þessari stundu var hann með hugann við skemmri ferð, því að að loknum vinnudegi ætlaði hann að aka til Sviss með konu sinni, þar sem þau gerðu ráð fyrir að dveljast um jólin Aðeins klukkutími og tuttugu mínútur voru eftir af vakt hans, þegar unga fólkið með íþróttatöskurnar kom upp stigann Hann stóð við dyrnar inn í móttökusalinn og ræddi við Janda Síðan gekk hann í átt að lyftunum, því að aðgát skyldi jafnan höfð á lyftunum. Stúlkan i móttökunni, Edith Heller, reyndi að halda sér vakandi. Þessi hávaxna, Ijóshærða stúlka hafði verið lengi á fótum kvöldið áður Ljós kom á skiptiborðið hægra megin við skrifborð hennar OPEC „OPEC. Góðan daginn,” sagði hún á ensku. og andartak horfði hún niður Þegar hún leit upp aftur. stóðu tveir menn við dyrnar á móttökusalnum. Annar þeirra var með baskahúfu i leðurjakka, en hinn hafði loðhúfu á höfði. Sá fyrrnefndi var vopnaður vélbyssu en hinn hélt á skammbyssu og spurði „Hvar er ráðstefnusalurinn?” Hún sá skyndilega bregða fyrir Tichler, þar sem hann stóð við lyfturnar með uppréttar hendur Síðan hófst skothríð Á næstu fjórum mínútum höfðu þrir verið skotnir til bana Stúlkan sem sagt var frá hafði séð fyrir tveimur en maðurinn með baskahúfuna, er kynnti sig sem Carlos, drap þann þriðja Edith Heller fannst hann fremur myndarlegur maður, búldu- leitur fremur en feitlaginn með jarpt, hrokkið hár Innan undir leðurjakkanum var hann i Ijósgrárri peysu með V-hálsmáli og þar innan undir i Ijósbláu rúllukragapeysunni, sem hann tekur gjarnan fram, að hann hafi fengið að gjöf frá dr. George Habash, leiðtoga Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu en hann er einn sá herskáasti allra palestínuskæruliða sem hafa svarið þess dýran eið að semja aldrei við ísraelsmenn. Sex manns höfðu setið og staðið í móttökusalnum. Flestir voru þeir fulltrúar ýmissa sendinefnda og höfðu gengið út úr ráðstefnusalnum til að reykja og spjalla saman. Nú sátu þeir í litlu skoti bak við svartan leðurbekk og stóla úti við vegg Edith Heller sat eins og dáleidd og horfði á manninn með byssuna. Sendifulltrúi nokkur reyndi að fá hana til að leggjast niður, og hún rankaði við sér Um leið og hún beygði sig niður greip hún símann af skrifborði sínu með vinstri hendi og með lofsverðu hugrekki tókst henni að ná sambandi við lögregluna, þar sem hún sat með símann á gólfinu á bak við skrifborðið sitt. „Þetta er OPEC,” sagði hún „Það er verið að skjóta hér út um allt." „Hver ert þú?” var sagt og raddblærinn lýsti vantrú. Skothríð „OPEC! OPEC! Þetta er OPEC ' Skothriðin dundi og hún varð að æpa svo að til hennar heyrðist. Það varð til þess að einn hryðjuverkamannanna veitti henni athygli Hann gekk að skrif- borðinu og miðaði byssunni að höfði stúlkunnar, en því næst breytti hann um skotmark og byssukúla þaut i gegnum símann og niður á gólf Síðan skaut hann annari kúlu í gegnum símtólið og skiptiborðið (Edith Heller geymir nú tólið sem minjagrip). Skelkaður írani, sem fylgzt hafði með skothríðinni fyrir aftan stól, var sannfærður um, að stúlkan væri ekki lengur í tölu lifenda En hún stóð hægt upp og neri eyrun, því að hún var hálfærð eftir skothríðina. Sá fyrsti sem féll fyrir hryðjuverkamönnunum var lögreglu- maðurinn menntaði, Anton Tichler. Lögreglumenn í Austurríki læra júdó og ættu að geta afvopnað menn, sem miða á þá vélbyssu eða rifli. Það munaði heldur ekki miklu að Tichler hefði tekizt að ná vélbyssunni af Carlos en Carlosi tókst þó að hrista hann af sér og síðan hljóp hann inn í móttökusalinn. Tichler hefur sennilega gert sér grein fyrir því að hann var ofurljði borinn og ætlaði hann að komast undan með því að fara inn í eina af lyftunum. Þar var fyrir kona, sem sá um kaffihitun, en hún hafði heyrt skothríð inn í eldhús og lagt á flótta. Hún stóð andspænis Tichler, er hann gekk inn. í sama bili kom þar að stúlkan í skæruliðahópnum. en hún hafði séð viðureign þeirra Tichlers og Charlosar. Hún spurði Tichler að því hvort hann væri lögreglumaður. Tichler kvað svo vera og rétti upp hendur. Þá miðaði stúlkan byssu sinni gætilega og skaut hann í hálsinn að aftanverðu á rúmlega metra færi. Lögreglumaðurinn hné jiiður I dauðateygjum. Þá kippti stúlkan konunni, dauðskelkaðri út úr lyftunni, og skreið hún í felur undir skrifborð Edith Heller, þar sem var fyrir önnur kona. Síðan tróð hryðju- verkakvendið lögreglumanninum lengra inn í lyftuna, og sendi hana niður á jarðhæð Þegar lík hans fannst þar, var byssa hans ennþá i hulstrinu og engu skoti hafði verið hleypt af. Særði skæruliðinn Næsta fórnr rlambið var 27 ára gamall lífvörður ollumálaráð- herra íraks, Ala Hassan Saeed Al Khafari að nafni. f bækistöðv- unum gekk hann undir nafninu Hassan Öryggisvörður OPEC, írakmaður Nial að nafni, sem var óvopnaður að því er virtist, þegar árásin var gerð, segist hafa séð Hassan á hlaupum eftir Gabriele Kroechev-Tiedeman, stúlkan sem drap tvo menn í atlögunni, rekur hér glsl á undan sér út úrbyggingunni. Carlos og gísl bfða eftir bllnum sem átti að flytja þá á flugvöllinn. ganginum og hafi hann reynt að ná byssu undan jakka slnum. Ekki er fullljóst hvað um hann varð Mögulegt er að það hafi verið Hassan sem særði skæruliða, er slðar reyndist vera Vestur-Þjóðverji að nafni Hans Joachim Klein með kúlu sem kastaðist af skotfærahylkinu I vélbyssu hans og splundraðist I kviðarholi hans Hins vegar telur austurrlska lögreglan að hún hafi sært Klein, og munum við koma slðar að þeim rökum sem hún telur hnlga að þvi. En það er öruggt að Arabinn mun mjög fljótt hafa komizt I kast við ungu konuna, sem þá hafði nýlega lagt Tichler að velli. Það mun aldrei verða Ijóst hvort hann skaut úr byssu sinni og tæmdi hana eða hvort hann af arabiskri kurteisi gat ekki hugsað sér að skjóta á konu, eins og aðstoðarmaður arabisks sendiráðsritara hefur talið llklegt. (Lögreglan hefur siðar hallazt að því að hann hafi alls ekki verið vopnaður enda hafi byssa hans aldrei fundizt þótt langllklegasta skýringin á því sé auðvitað sú að skæruliðarnir hafi tekið hana). Hvernig sem þvl hefur vikið við fór Hassan að kljást við stúlkuna og greip um hægri handlegg hennar, þannig að hún gat ekki beytt byssunni. Þegar hún sá að hann var að ná yfirhöndinni dró hún fram aðra byssu með vinstri hendi og skaut manninn með kúlu sem fór I gegnum olnbogann og lenti I andliti hans. Siðar um daginn, er samningaumleitanir fóru fram, bað hún verzlunarfulltrúa fraks afsökunar á þessu framferði, en kvað það hafa verið nauðsyn- legt, þar sem Hassan hefði reynt að afvopna hana. Eftir átökin við Tictiler náði Carlos taki á Janda lögreglufor- ingja og hljóp með hann i járngreipum slnum eftir ganginum og skaut upp i loftið á hlaupunum. Hann hæfði leiðslur, þannig að ÖH Ijósin I ganginum slokknuðu. Einn af félögum Carlosar var Þetta var eins og í lélegri kvikmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.