Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1976 H
Enginn maður í veröldinni er jafn ofarlega á n(5ska lista” lög-
reglunnar í jafn mörgum ríkjum. Hann stjörnaði (meðal annars)
skotbardaganum í Vínarborg nuna fyrir jdlin, sem lyktaði með
því að ellefu olíumálaráðherrar voru orðnir fangar hans. -
Colin Smith
lýsir hér
þessum atburði
þegar kominn inn i ráðstefnusalinn og hafði þröngvað ráð-
herrunum og sendinefndum þeirra út að vegg með þvi að miða
á þá. Hryðjuverkamennirnir létu sér einkum umhugað um á
þessu stigi málsins að halda óviðkomandi aðilum frá ráðstefnu-
salnum og ganginum og voru allir sllkir neyddir til að fara inn I
hliðarherbergi. Þangað lenti Janda, en Carlos beitti sér nú að því
að kanna naerliggjandi herbergi. Þar rakst hann á mann úr
sendinefnd Libýu. Hann hét Yousef Ismirili og var háttsettur
embaettismaður og átti tvö ung börn
Baðst afsökunar
Ismirili horfði stundarkorn á tilræðismanninn, og þreif siðan I
vélbyssu hans af þviliku afli, að honum tókst að ná henni frá
honum, þannig að hann gat ekki hleypt af, hins vegar nam
axlarólin við úlnlið Carlosar, og tókst honum að rykkja byssunni
til sin aftur um leið og hann dró fram skammbyssu. Þegar
Líbýumaðurinn sá hvað verðavildi sneri hann sér viðiofboði.
Fyrstu skotin, sem Carlos hleypti af, komu i hægri öxl fórnar-
dýrsins, sem sneri sér við af sársauka og stóð enn augliti til
auglitis við Carlos. Sá siðarnefndi var bersýnilega viti sinu fjær
af reiði og skelfingu Hann hleypti enn af þremur skotum Komu
tvö i kvið mannsins og það þriðja í háls honum. Eitt fór i
gegnum manninn og lenti svo í hægri handlegg manns úr
sendinefnd Kuwait, sem einnig var i herberginu.
Eftir á baðst Carlos afsökunar eins og vinkona hans, og þótti
honum sérstaklega fyrir þvi að hafa drepið Libýumann, en hann
gaf það I skyn a.m.k. einu sinni meðan á leiðangrinum stóð, að
Llbýumenn stæðu að baki árásinni á OPEC. [ Tripoli, sem var
siðasti viðkomustaðurinn i langri og þreytandi flugferð frá
Vínarborg, sagði Carlos i reiðikasti við austurriska flugmanninn,
sem flaug vélinni. „Guð minn góðurl Hvernig er hægt að vinna
fyrir þessa menn? Þeir kunna ekkert til verka ''
Ýmislegt annað bendir til þess að Llbýumenn hafi staðið á
bak við verknaðinn. Það siðasta sem sást til skæruliðanna var
það að þeim var ekið frá flugvellinum I Algeirsborg i lögreglubif-
reið. Viku slðar voru þeir sagðir vera komnir til Libýu, þar sem
einn þeirra hafði verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar Og
fimm dögum siðar glopraði einn af ráðherrum Llbýu þvi út úr
sér i viðtali við David Martin, fréttaritara Observer í Afriku, að
Gadaffi forseti hefði staðið á bak við leiðangurinn.
Hjálparbeiðni
Janda lögregluforingi hrósaði happi yfir þvi að hafa ekki týnt
lifi og lét fyrirberast á skrifstofunni, þar sem Carlos hafði hent
honum inn Þegar hann hafði séð hryðjuverkamennina ryðjast
inn, hafði hann i fyrstu ætlað að grlpa til byssu sinnar, en er
hann kom auga á vélbyssur þeirra vissi hann að það var ekki til
neins. Hann telur að hefði hann dregið byssuna fram myndi
hann hafa verið skotinn áður en ráðrúm gafst til að hleypa af
Nú var það tvennt sem á honum brann. Annars vegar að biðja
um aukna liðveizlu og hins vegar að losna við byssuna. Hann
spurði ritara, sem lá i felum undir skrifborði, hvernig hann gæti
hringt út I bæ, og um leið lét hann byssuna ofan i skrifborðs-
skúffu svo að litið bar á
Hjálparbeiðni Janda barst kl 1 1.45. Hann talaði greinilega
og yfirvegað „Þetta er Janda lögregluforingi, deild eitt," sagði
hann. „Árás á OPEC. Skotið með vélbyssum." Simtalið var tekið
upp og má á upptökunni heyra skot þau er drápu Libýu-
manninn.
Nokkrum sekúndum síðar barst lögreglunni annað neyðarkall
frá bllstjóra hjá OPEC, Eddy Henterecker að nafni. Hann hafði
verið á kafbát og þar áður strlðsfangi I Bandarikjunum. Hann var
inni í fjarskiptaherberginu, þegar hann heyrði skothríðina. Er
hann hljóp eftir ganginum, dundu skot á veggnum til hliðar við
hann og mylsnur úr veggnum þeyttust yfir hann. Hann hljóp inn
á skrifstofu hægra megin við ganginn og bað skrifstofustúlku að
hringja á lögregluna Þvl næst hentist hann ásamt nokkrum
félögum sinum yfir ganginn og inn i annað herbergi. þar sem
þeir töldu sig geta farið út um glugga og komizt niður á götu.
Það gátu þeir ekki, þvi að í OPEC-byggingunni er loftræstikerfi
og sérstaka lykla þarf til að opna glugga Enginn þeirra félaga
vissi hvar þessir lyklar voru. Tvennar dyr voru inn á skrifstofuna.
Þeir hófust þegar handa um að stafla húsgögnum og öðru
lauslegu framan við þær Jafnskjótt og þeir höfðu lokið við gerð
þessara virkja heyrðu þeir kvenrödd sem skipaði þeim að koma
út að öðrum kosti yrði skotið. Þeir hnipruðu sig saman við aðrar
dyrnar. Enn á ný var þeim skipað að opna, og Hinterecker
kveðst muna, hversu undrandi hann var, er hann heyrði að þetta
var kona. Um það bil 10 sekúndum siðar skaut hún tveimur
skotum gegnum hurð báðum megin við hurðarhúninn Þá
kallaði bilstjórinn sem talaði bezta ensku af þeim sem i hópnum
voru, að þeir myndu opna, en það tæki nokkurn tima til að rlfa
staflana niður Síðan fór konan með þá eftir ganginum I átt að
ráðstefnusalnum og gengu þeir framhjá írakmanninum Hassan,
sem lá rétt hjá lyftunum og engdist í dauðateygjunum.
Stúlkan var með hnotulaga augu, áberandi þunnar varir og
mjög smáa fætur. Eftir rannsókn á Ijósmyndum og fingraförum
komst lögreglan að raun um, að her var um að ræða Gabriele
Kroecher Tiedeman 24 ár gamla konu, félaqa i vestur-þýzku
hermdarverkasamtökunum Baader-Meinhof. [ júlimánuði 1973
náðist hún eftir vopnuð átök við lögregluna i smábænum
Bochum og var dæmd til 8 ára fangelsisvistar fyrir þátttöku i
bankaráni í Vestur-Berlln árið á undan I marz 1975 var hún i
hópi stjórnleysingja sem rændu Peter Lorenz leiðtoga Kristilegra
demókrata i borginni og sömdu síðar um að láta hann lausan.
Hópurinn fór slðan flugleiðis til Suður-Yemen Það síðasta er
heyrðist til stúlkunnar, áður en harmleikurinn I Vlnarborg átti sér
stað var það að hún var að kvarta yfir matnum á hóteli sinu i
Aden
Eftir stafrófsröð
Inni i ráðstefnusalnum sátu ráðherrar olluríkjanna eftir staf-
rófsröð við sporöskjulagað borð og hver hafði fyrir framan sig
litinn borðfána er gaf þjóðerni viðkomandi til kynna. Um-
ræðurnar höfðu enn einu sinni borizt að mismunandi verðlagi
(þ.e. verði, sem sett er upp fyrir mismunandi tegundir ollu og
sum aðildarrikin reyna að nota þessa smugu til þess að gera
vægari greiðslukröfur). Fulltrúi íraks var I miðri ræðu. M.O
Feyide frá Nígerlu aðalritari samtakanna, sem sat við enda
borðsins. veitti því athygli að maður úr sendinefnd Libýu stóð
upp, svo að litið bar á og gekk út úr herberginu — sennilega til
að sinna þörfum likamans. Nokkrum mínútum siðar tók aðal-
ritarinn eftir þvi að Libýumaðurinn kom inn aftur en af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum var hann nú með loðhúfu á
höfði. Og þegar hann gætti betur, var þetta alls ekki Líbýumaður-
inn sem hafði gengið frá því að þessi maður hélt á skammbyssu
sem hann miðaði upp i loft og hleypti af fimm skotum.
XXX
Grizelda Carey, ung ensk kona, sem er einkaritari Feyide, var að
stilla hljóðnemakerfið, þegar hún kom auga á manninn með
loðhúfuna, sem gekk inn. Þegar hann fór að skjóta, fleygði hún
sér á hnén ofan á gólf.
Og flestir aðrir forðuðu sér niður á gólf þar á meðal
olíumálaráðherra Saudi-Arabiu Ahmed Zaki Yamani fursti sá
fundarmanna sem þekktastur var. „Allt i einu heyrðum við að
farið var að skjóta," sagði hann. „Ég leit í átt að dyrunum og sá
tvo grimuklædda menn sem báru byssur. Við fulltrúarnir
skriðum undir fundarborðið i þeirri von að það myndi veita
okkur vernd gegn skothríðinni Stundarkorn var allt hljótt Siðan
heyrðum við einn tilræðismannanna segja á arabísku með er-
lendum hreim: „Yussef — láttu sprengjuna hérna " Annar sagði
á ensku: „Eruð þið búnir að finna Yamani? „Ollumálaráðherra
Gabon leit til mln með meðaumkun I augnaráðinu. Maðurinn
með byssuna virti okkur gaumgæfilega fyrir sér og þegar hann
leit framan i mig heilsaði hann mér hæðnislega og sýndi mig
félögum sinum."
Handsprengja
Enski einkaritarinn, sem lá á gólfinu heyrði að fleiri voru
færðir inn I ráðstefnusalinn. Öllum, sem inn komu, var sagt að
leggjast niður. Edith Heller og tvær konur úr eldhúsinu voru
meðal þeirra, sem leiddir voru inn. Fannst Heller eina andartaks-
stund sem allir inni i salnum hlytu að vera dánir Raunar hafði
það verið fyrsta hugboð Grizelda Carey að mennirnir mundu
skjóta eins marga og hægt væri og hlaupast siðan á brott, en
fólkið tók fljótlega að gera sér grein fyrir þvi að þeir myndu ekki
hafa fjöldamorð i hyggju a.m.k ekki að svo stöddu Þá heyrðist
á ný skothrið utan frá ganginum. Einhver nrópaði eitthvað en
engin leið var að greina orðaskil vegna hávaðans Siðan
heyrðust sprengingar og ramma reykjarsvælu lagði inn f ráð-
stefnusalinn.
Eddie Hinterecker bílstjóri áttaði sig nokkurn veginn á þvf
sem var á seyði Hann greindi vangasvip hryðjuverkamannsins
Klein frammi á ganginum. Þar stóð maðurinn i dyragætt á
skrifstofu við ganginn andspænis móttökusalnum og skaut að
lögreglumönnum sem komnir voru upp á hæðina. I hvert skipti
sem lát varð á skothriðinni, er hann þurfti að hlaða byssu slna á
nýjan leik, hrópaði hann á ensku: „Farið út ellegar verða allir
skotnir." Þá sá Hinterecker sér til mikillar skelfingar að maður-
inn opnaði handsprengju með tönnunum og fleygði henni eftir
ganginum. Atgangurinn var æðisgenginn og þessi litla
rússneska eða kínverska handsprengja RGD 5, lenti á veggnum
vinstra megin i u.þ.b. 12 feta fjarlægð, þaðan lenti hún á
gólfinu og sprakk Þessar sprengjur eru banvænar I allt að 40
feta radius, en til allrar hamingju fyrir Klein, sem hafði fleygt sér
á gólfið lentu sprengjubrotin aðallega inni i veggnum.
Lögreglan brá mjög skjótt við er hún fékk fréttir af hervirki
þessu Blaðamennirnir tveir Weiland og Bandarikjamaðurinn frá
Reuter sem fyrr er getið voru þeir fyrstu, sem komust undan
Þegar þeir heyrðu skothriðina, þustu þeir báðir upp stiga upp á
aðra hæð. Og í sama bili og Bandaríkjamaðurinn opnaði
eldvarnarhurðina inn i anddyrið sá hann vopnaðan mann hleypa
af. Við þá sjón hlupu báðir mennirnir niður stigann aftur og
skömmu eftir kl 10.45, að Greenwich-tlma, barst eftirfarandi
fréttaskeyti um allan heim: „Vín 21. des. Vélbyssuskothrið
heyrist í aðalstöðvum Sambands olluútflutningsrlkja, OPEC, en
þar stendur yfir fundur ráðherra oliuríkjanna. Reuter."
j andarslitrunum
Þegar blaðamennirnir komu aftur var þegar komið á vettvang
lið úr áhlaupssveitum lögreglunnar. Voru mennirnir með stál-
hjálma á .höfði og vopnaðir Israelskum uzi-vélbyssum. Höfðu
þeir enga hugmynd um, að ráðherrar OPEC væru á fundi inni i
húsinu og einu upplýsingarnar sem þeir höfðu fengið voru þær
að skothrlð hefði heyrzt þar inni. Fjórir tóku sér stöðu framan við
aðalinnganginn, en þrir geystust upp stigann [ fararbroddi var
Kurt Leopolder, 52 ára gamall uppgjafahermaður sem hafði
særzt tvlvegis i siðari heimsstyrjöld.
Er þeir komu inn um eldvarnardyrnar sáu þeir hvar (rak-
maðurinn lá i andarslitrunum rétt við glerdyrnar inn i móttöku-
salinn Leopolder sneri honum við og sá að maðurinn var að
dauða kominn, en i sama bili var skotið að honum frá gangmum
til hægri við móttökuna. Leopolder sá bregða fyrir manni með
yfirskegg. Það var Klein. Hann fleygði sér niður og beindi
byssuhlaupi sínu inn um dyragættina og hleypti af.
Það hefur liklega verið þetta skot, Sem lenti i kviðarholi Klein.
Leopolder heyrði öskur og maðurinn lét skothriðinni linna.
Leopolder sætti færis og skauzt inn i móttökusalinn Jafnskjótt
hóf Klein eða ef til vill annar hryðjuverkamaður sem komið hafði
honum til aðstoðar skothrið I átt að lögreglumanninum og hlaut
hann mikið sár í afturendann
Hann var Itka að komast i þrot með skothylki og urðu félagar
hans að fleygja til hans skotfærum. þaðan sem þeir stóðu úti
við vegg Leopolder hallaði sér upp að vegg i kvalakasti Hann
var á milli steins og sleggju og komst hvorki til baka sómu leið
og hann hafði farið né heldur gat hann haldið inn eftir
ganginum Það eina sem hann gat gert var að biða þess að
félagar hans kæmu til aðstoðar og veita þeim vernd með þvi að
halda uppi skothrlð. En þegar hér var komið gullu við hótanir
Klein um að allir yrðu skotnir, og lögreglumennirnir höfðu gert
sér það Ijóst að ráðherrarnir væru algerlega á valdi hryðjuverka
mannanna. Það var þvi vonlaust að hafast nokkuð að Hér eftir
var ekki skotið fl'eiri skotum ! húsinu, og hermdarverkamennirnir
sex höfðu i haldi 70 gisla, og þar af voru 1 1 i hópi valdamestu
manna heims.
Hún spyrnti líkinu inn í lyftuna