Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen, Stycmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Ikjaraviðræðunum hef- ur nú þegar tekizt sam- komulag um nokkur mjög mikilsverð atriði. Aðilar hafa orðið sammála um breytingar á lífeyrissjóða- kerfinu, sem munu trygg.ja eftirlaunafólki verðtryggð- an lífeyri. Þetta samkomu- lag veldur því, aó samn- ingsviðræður þessar hafa þegar skapað viss tímamót í kjaramálum hér á landi enda er þetta merkasta og sögulegasta samkomulag, sem gert hefur verið á vinnumarkaónum frá því, að atvinnuleysistryggingar voru teknar upp og samn- ingar tókust um byggingu húsnæðis fyrir láglauna- fólk, sem því hefur verið gert kleyft að eignast með mjög hagkvæmum kjörum. En jafnframt þessum merka áfanga hafa aðilar orðið á eitt sáttir um tvær áfangahækkanir kaup- gjalds, þ.e. 5% hækkun 1. júlí og 4% hækkun 1. október. Þá hafa vinnuveit- endur fallizt á nokkrar sér- kröfur verkalýössamtak- anna en aðrar ekki. Á- greiningur er hins vegar enn um fyrstu prósentu- hækkun kaupgjalds og lág- launauppbót, samnings- tíma og rauðu strikin. Svo og um ýmsar sérkröfur. Þótt ekki sé ástæóa til að gera lítið úr þessum ágreiningsatrióum er engu að síður ljóst, að viðræður eru komnar á verulegl skrið og með þvi að halda þeim áfram af fullum krafti ættu samningsaðilar að komast mjög langt með aö levsá ágreiningsefni sín á milli. Hingað til hefur ekki verið ástæða til að ætla annað en að báðir aðilar hafi gengið til þessara samningsviöræðna á faglegum grundvelli og að önnur sjónarmið hafi ekki komið til skjalanna. Og fyrirfram verður að ætla að svo sé enn. Hins vegar vekur þaö nokkra furðu, hvernig einn af for- ystumönnum Alþýðu- bandalagsins í verkaiýðs- hreyfingunni talar um af- stöðu vinnuveitenda í við- tali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur J. Guðmunds- son kemst svo að orði, að það sé „ósæmilegt" af at- vinnurekendum að „bjóða minna en hafnaó hefur verið“. Nú er auðvitaó ljóst, að vinnuveitendur voru beðnir um aó taka af- stöðu til hugmynda sátta- nefndar án tillits til þeirr- ar afstöðu, sem verkalýðs- samtökin höfðu tekið. Sú afstaða vinnuveitenda var í því fólgin að fallast í meginatriðum á hugmynd- ir sáttanefndar. Erfitt er að sjá, hvað er „ósæmilegt“ við það. En óneitanlega vekur þessi tóntegund eins helzta forystumanns verka- lýðssamtakanna í þessum samningaviðræðum upp nokkrar spurningar um það með hvaða hugarfari gengið er til viðræðna. Á hinn bóginn hefur for- seti Alþýðusambandsins, Björn Jónsson, látið í ljós þá skoðun, aö afstaða vinnuveitenda sé jákvæð svo langt sé hún nái og skrifstofustjóri ASÍ, Ólafur Hannibalsson, hefur lýst tilboði vinnu- veitenda sem skrefi fram á vió. Óhætt er að fullyrða, að meiri rök eru til þessara viðbragða af hálfu verka- lýðssamtakanna en þeirra aö um ,,ósæmilega“ fram- komu sé aó ræða. Þetta verkfall, sem nú stendur yfir, er óvinsælt meðal launþega. Verka- lýðsforystan hefur ekki fengið byr I seglin frá félagsmönnum sínum með þessum verkfallsað- gerðum. Þvert á móti. Launþegar vilja ekki þetta verkfall. Þess vegna munu þeir ekki þola það, að ein- stakir forystumanna verkalýðsfélaganna láti einhverjar annarlegar hvatir ráða afstöóu sinni í þeim samningaviðræöum, sem nú standa yfir. Vinnu- deilurnar þarf að leysa nú um helgina. Ella missum við af loðnuvertíðinni að langmestu leyti. Það yrði slíkt áfall fyrir þjóðarbúið, að launþegar gætu af þeim sökum einum tapað þeim kaupgjaldshækkunum, sem aö lokum yrði samið um, nánast fyrirfram. Tap- ist loðnana og þau miklu verðmæti, sem henni fylgja, verður það slíkt reióarslag fyrir þjóðar- búið, að það mun taka okkur þetta ár og hið næsta að ná okkur upp úr því og þá geta menn þegar í staö afskrifaó allar raunveru- legar kjarabætur, hvaó sem kauphækkunum liður. Ábyrgðin, sem hvílir á samningamönnunum í al- mennu deilunni og sjó- mannadeilunni er því gífurleg. Bilið milli deilu- aðila hefur minnkaó svo mikið, að hvorki forystu- menn verkalýðs né vinnu- veitenda geta varið það fyrir félagmönnum sínum að láta verkföllin dragast fram f næstu viku. Reiðarslag ef við töpum loðnuvertíðinni MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 21 SKYLDU Reykjavíkurbörn vita hvaö skorsteinn er? Sú spurning vaknaði við að koma að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu og sjá á sviðinu slíkan grip í leikmynd úr barnaleikritinu um Karlinn á þakinu. Gárurn- ar, sem fóru við þetta af stað í hugskotinu, bárust í ýmsar átt- ir. Ekki væri undarlegt þó barn af hitaveitusvæði hefði litla hugmynd um skorsteina og til hvers þeir eru. Fyrir- hitaveitubörn þekktu mæta vel strompa og hlutverk þeirra. Gott ef gaspur um slíkt fyrir- ' bæri varð ekki tilefni fyrsta hneykslisins, sem gáruhöfund- ur olli á almannafæri — þá líklega nýfarinn að tala. Það gerðist í Hvalsneskirkju á Mið- nesi. Þegar presturinn kom inn í fullum skrúða, reis barnið upp á bekknum, þar sem það átti að sitja prútt í hópi móðursystra sinna, og hrópaði hátt, svo allur söfnuðurinn kæfði niður í sér hláturinn: — Nei sko, þarna kemur sótarinn! Nú mundi Reykjavikurbarn líklega halda að presturinn væri kominn upp á þak í hempunni, ef það sæi svartklæddan mann vera að bardúsa við skorstein. Þó svo það væri á leiksviðinu í Þjóð- leikhúsinu. Þannig er um fjölmörg orð á þessum tíma örra breytinga i veröldinni. Kolsvartur? Hvað er nú það? spyr barnið gjarnan. Og ekki nær það skilningi þess þó sagt sé að það þýði svartur sem kol. Flest börn hafa aldrei barið kol augum. Hér í Reykja- vík getur orðið býsna erfitt að sýna þeim þau. Slíkt veit ég til að hefur verið leyst með því að fara með barnið i heimsókn í sumarbústað, þar sem kynt er með kolum. Kol eru raunar ekki á hverju strái, þó einhverj- um detti í hug að kynda með þeim. Mér er sagt að einn maður uppi i Hlíðum geti út- vegað svo sjaldséða steina. Þau hafa dugað okkur vel í aldarað- ir til að lýsa þessum ákveðna lit, því eins og segir í erlendum málshætti: Þótt kolin séu þveg- in, þá verða þau aldrei hvit. En hvað gagnar að segja að eitthvað sé koisvart, ef við- mælandinn hefur aldrei séð kol? Fullorðnum hættir oft til að hneykslast á þvi að börnin skilji ekki „einföldustu orð“. Ekki er alltaf gott að átta sig á því hvaða reynslu börn hafa. Á sýningu hjá brúðuieikhúsinu á Fríkirkjuvegi 11 í fyrra, kom t.d. vel í ijós, að börnin þekktu mætavel álfkonur og tröll. En eftirELÍNÚ PÁLMADÓTTUR útilegumenn? Fullur salur af börnum stóð ráðþrota and- spænis slíku fyrirbrigði. Stjórn- endur brúðanna höfðu sýnilega rekist á þetta fyrr, því kynnir- inn spurði hvort nokkur i saln- um gæti sagt sér hvað væri úti- legumaður. Dauðaþögn. Loks rétti lítil stúlka feimnislega upp höndina og sagði: — Það er svona maður, sem ferðast mik- ið! Svoleiðis útilegu með tjald og svefnpoka hafði hún sýni- lega komist í snertingu við. Og fjöllin eru ekkert hræðileg í augum barns, sem farið hefur um þau í heitum jeppa með pabba og mömmu og sofið í tjaldi. Kannski gefur þetta svolitlar upplýsingar um barnasögurnar. Ætli þær hafi breytzt svona mikið? Utilegumenn koma að sjálfsögðu ekki fyrir í erlend- um þýddum sögum — og lík- lega ekki mikið í frásögnum nútíma íslendinga. Oft heyrist að nauðsynlegt sé að efni, ætlað börnum, sé „við barna hæfi“. Og þá líklega m.a. átt við að málið á þvi sé svo einfalt að hvert barn skilji án fyrirhafnar. En fjarskalega verður orðfærið fátæklegt, ef barnið fær sina andiegu næringu aðeins af barnabókum og tali, sem miðað er við að það skilji hvert orð og þekki fyrir- fram. Oft má fljótt greina af orðfæri barnsins hvort full- orðið fólk spjallar mikið við það eða hvort það heyrir lítið annað heima en: Þvoðu þér um hendurnar! Farðu úr stigvélun- um! Ekki þessi læti! Komdu að borða! Viltu þetta? Og þvílikt. Þeir sem gru mikið með börnum, venja sig oft viljandi eða óviljandi á að tala svokallað barnamál, þ.e. einfaldar setn- ingar með sömu orðum. Ég hefi heyrt fóstru segja, að hún verði að gæta þess að umgangast að kvöldinu fullorðið fólk og helzt af ýmsu tagi, til að venja sig ekki á að tala þetta einfalda barnamál. Það verði auðvitað vani hjá henni og stallsystrum hennar. Ekki veit ég hvort nægilega mikil áherzla er lögð á þetta við ungt fólk í föstru- og kennaraskólum, svo það sé sér þess meðvitandi. Nú, þegar uppeldi á mörgum börnum er að færast yfir á dagvistunar- stofnanir og skóla, þarf það að gera sér ljóst mikilvægi þess að þeir, sem þar móta og hafa forustu, hafi mikinn orðaforða og noti hann i daglegri um- gengni við börnin. Það verður ekki gert nema meðvitað og með átaki, eins og fóstran benti á. A síðari árum hefur mikið verið ritað um það í fagtimarit um börn og skóla, að barnið sé opið og tilbúið til að læra miklu fyrr í bernsku sinni en áður var talið. Það sé þá eins og svamp- ur. Og því haldið fram, að næmustu árin séu iðulega illa nýtt. Ef svo er, gerir þá nokkuð til þó i barnabókum felist orð, sem börnin skilja ekki í fyrstu atrennu? Eftir að hafa séð það 2—3var sinnum í setningu, skýrist merkingin, alveg eins og þegar lesið er erlent mál. Þótt nýju orði sé ekki alltaf flett upp, þá verður það smám saman kunnuglegt og merk- ingin afmarkast í hugskotinu af samhenginu í textanum. Sá timi er liðinn að börnin — I kaupstöðum að minnsta kosti — séu með fullorðna fólkinu í starfi, fylgi því allan daginn og ræði um það sem fyrir ber. Það eru ekki nein ný sannindi. En eitthvað þarf að koma i staðinn, ef við eigum ekki öll að tala barnamál að lokum. Börn, sem komast af með fá orð fram eftir öilum aldri, halda því senni- legast áfram, þegar þau eru farin að ráða því sjálf og ræða sem fullorðin við næstu kyn- slóð. Kannski endum við þá með því að enginn skilur neitt nema einföldustu setningar. I hugann kemur ein af dæmi- sögum ríthöfundarins fræga James Thurbers, um vefarann og silkiorminn. Hún er svona: „Vefari horfði stórum augum á silkiorm, sem var að spinna sér iirfuhýði uppi f hvítu mór- berjatré. — Hvar fékkstu þetta efni? spurði vefarinn með aðdáun. — Ætlarðu að gera eitthvað úr því? spurði silkiormurinn ákafur. Svo fóru vefarinn og silki- ormurinn sinn í hvora áttina, því báðir héldu að hinn hefði mógað sigj Við lifum, bæði maður og ormur, á tímum, þegar næstum allt getur þýtt hvað sem er, þvi þetta eru tímar gronketygronks, tví- tyngni og jadadajas." Og að venju lætur Thurber i lokin fylgja „móralinn i sög- unni“, sem er svohljóðandi: „Orð nægir ekki við hinn vitra, ef það hefur enga merkingu." Hattersley enn á ferð Roy Hattersley, aðstoðarutan- rikisráðherra Breta og aðal samn- ingamaður þeirra í landhelgis- deilunni sl. haust, hafði með framkomu sinni í þeim viðræðum þegar orðið sér úti um sérstakan kapitula í sögu landhelgismáls okkar og nú hefur honum tekizt að bæta nokkru við hann með yfirlýsingum í Sviss um að inn- byrðis ágreiningur innan íslenzku ríkisstjórnarinnar komi í veg fyrir samkomulag í landhelgis- deilunni. Nú er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir, hvar HattÁs- ley eða aðrir brezkir ráðamenn hafa orðið sér úti um slíkar hug- myndir eða „ímyndanir" eins og Olafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, orðar það i viðtali við Morgunblaðið í dag, laugardag. En eðlilegt er að menn spyrji, hvort brezka ríkisstjórnin hafi í alvöru gert sér vonir um, að hug- myndir þær, sem Wilson setti fram í viðræðunum við Geir Hall- grímsson mundu leiða til sam- komulags og að sú staðreynd, að svo varð ekki, hafi komið þeirri skoðun inn hjá Bretum, að það hafi ekki verið hugmyndir þeirra heldur ágreiningur innan ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, sem komu í veg fyrir samninga þá. Þarna getur skýringar ekki verið að leita. Morgunblaðinu er kunn- ugt um, að brezku ráðherrunum var skýrt frá þvi, að hugmyndir þeirra mundu ekki leiða til samn- !nga og var sagt Hattersley per- sónulega er hinn síðarnefndi kvaddi íslenzku sendinefndina á flugvellínum í London, að sam- komulag væri ekki i myndinni á grundvelli þessara viðræðna. Öllu líklegra er, að ítrekaðar tilraunir brezkra stjórnvalda til að koma þeirri skoðun á, að ágreiningur heima fyrir valdi því, að Islendingar semji ekki við Breta sé tilraun til að breiða yfir þá ringulreið, sem ríkt hefur í herbúðum brezku stjórnarinnar sjálfrar í sambandi við land- helgismálið. Þannig kom það ber- lega í ljós í viðræðunum í London,' að Wilson og Callaghan eru ekkí á eitt sáttir um það, hvernig halda skuli á deilunni við íslendinga og að Callaghan er harðari í horn að taka og ósveigjanlegri en Wilson, þegar að samningaumræðum kemur. A hinn bóginn er einnig kunnugt, að ágreiningur var uppi milli Callaghans og Pearts, sjávar- útvegsráðherra, þegar ákvörðun var tekin um að senda brezka flotann inn í islenzka fiskveiðilög- sögu á ný. Brezki utanríkisráð- herrann vildi bíða með þá ákvörð- un, en Peart hafði sitt fram á þeirri forsendu, að hann hefði gefið brezkum sjómönnum bind- andi loforð og yrði ærulaus í þeirra augum og brezkra verka- lýðssamtaka, ef flotinn yrði ekki sendur inn þegar í stað. Með ítrekuðu tali um ágreining á Islandi vill brezka stjórnin breiða yfir þetta sundurlyndi í London og jafnframt snúa vörn í sókn i upplýsingastríðinu svo- nefnda með því að koma þeirri almennu skoðun á, að það sé ekki Bretum að kenna heldur innbyrð- is sundurlyndi Islendinga s.iáifra hvernig komið er. Loks ber að skoða allar yfirlýs- ingar Roy Hattersleys um land- helgismálið í ljósi pólitískrar stöðu hans sjálfs í Bretlandi um þessar mundir. Enginn vafi leikur á því, að Hattersley ætlaði að slá sér upp á meðferð land- helgismálsins og auka frama sinn eða a.m.k. að styrkja stöðu sína í brezkum stjórnmálum með því. Það hefur honum gersamlega mistekizt og að öllum líkindum hefur landhelgismálið veikt stöðu hans. Hann á í umtalsverðum pólitiskum erfiðleikum í kjör- dæmi sinu. Á undanförnum misserum hefur gætt töluverðs óróa á vinstri kanti brezka Verka- mannaflokksins. Vinstrisinnar hafá gert uppreisn i einstökum kjördæmum og m.a. komið því svo fyrir, að einn ráðherra i brezku stjórninni, Prentice, hefur misst þingsæti sitt frá og með næstu kosningum. Hattersley stendur frammi fyrir slíkum óróa í sínu kjördæmi og ekki útséð um það, hvernig fer. Þá er og augljóst, að sú gagn- rýni, sem beint hefur verið að Hattersley hér á Islandi vegna meðferðar hans á viðræðunum sl. haust hefur vakið athygli í Bret- landi. Nokkru eftir síðasta við- ræðufundinn í Reykjavík í nóvembermánuði birti Morgun- blaðið forystugrein, þar sem framkoma Hattersleys var harð- lega gagnrýnd og þess krafizt, að hann yrði ekki sendur oftar til Islands til viðræðna við okkur Is- lendinga. Þessa sjónarmiðs Morgunblaðsins var getið i sjón- varpsþætti í Bretlandi u.þ.b. viku áður en viðræður forsætisráð- herranna hófust i London og sama dag og þær hófust birtist grein í einu virtasta blaði Bret- lands, The Times, þar sem þess var enn getið, að áhrifamesta blaðið á Islandi hefði sett þessa kröfu fram. I London kom í ljós, að Hattersley reyndist vera mjög viðkvæmur fyrir þessari gagnrýni og hafði ítrekað orð á henni, enda ástæða til að ætla, að hún hafí vakið eftirtekt yfirboðara hans og orðið þess vaidandi, að staða hans hafi fremur veikzt en styrkzt. Állt þetta ber að hafa í huga, í sambandi við yfirlýsingar Roy Hattersleys um landhelgisdeil- una. Því ber að fagna, að hann hefur komið auga á eðliskosti ís- lenzka forsætisráðherrans. Það er Islendingum styrkur, að leiðtogi þjóðarinnar i þessari orrahríð nýtur virðingar andstæðings okkar. En því miður, fyrir Roy Hattersley, geta Islendingar ekki sagt það sama um hann og það hefur hann bersýnilega skilið, því að i samtali á Lundúnaflugvelli lét hann i ljós vilja til að eiga síðar orðtal við Morgunblaðið um ágreiningsefni hans og blaðsins, einhvern tima, „þegar Islending- ar eru búnir að gleyma því, að Roy Hattersley hafi nokkru sinni verið til“. Næstu skref En raunar er það ekki tal Roy Hattersley, sem nú skiptir máli í landhelgisdeilu okkar við Breta, heldur það, sem framundan er, eftir að stjórnmálasambandi milli landanna hefur verið slitið. F"yrir- sjáanlegt er, að ekkert samkomu- lag næst við Breta í náinni fram- tíð um veiðar þeirra hér við land. Þess vegna verðum við Islending- ar að búa okkur undir langt og hart stríð, sem kann að reyna mjög á þolgæði okkar sjálfra og rósemi. I því striði skulum við minnast þrautseigju andstæðings okkar, þegar hann, eins og við nú, átti í baráttu fyrir lífi sínu og tilveru, i orrustunni um Bretland. Þá þolinmæði og þrautseigju, sem Bretar sýndu þá frammi fyrir ofureflinu skulum við nú taka okkur til fyrirmyndar i harðri deilu við þá þjóð, sem við færðum meirihluta allra fiskafurða, sem henni bárust í heimsstyrjöldinni síðari. I þessari deilu getum við ekki búizt við neinum sigrum á fiski- miðunum við Island. Við vinnum þetta stríð aldrei með valdbeit- ingu og eigum að vísa á bug sem óábyrgu hjali tali manna um, að við getum hrakið Breta á brott með valdbeitingu. Það er ná- kvæmlega sama, hvað við bætum mörgum togurum í varðskipaflota okkar eða leitum nýrra leiða, svo sem með þvi að leigja eða kaupa hraðskreiðari varðskip. Bretar munu alltaf geta fundið í flota sinum svar við þvi. Þess vegna eigum við að halda áfram tilraun- um okkar til að torvelda veiðar þeirra hér við land, svo sem kostur er, með varðskipum okkar, án þess þó að stofna mannslifum í hættu. En það er grundvallar- atriði, að menn skilji, að sigur vinnst ekki með valdbeitingu á miðunum. Sigur i þessari deilu mun einungis vinnast á hinum pólitíska vettvangi. Okkur er engin vorkunn að sýna þolinmæði og láta af kröfum um skjótfenginn sigur. Við skul- um minnast þess, að deila þessi hefur ekki staóið nema i 3V4 mánuð. Fyrri þorskastríð hafa verið mun lengri. Deilan um 50 mílurnar stóð í nær 15 mánuði og deilan um 12 mílurnar stóð í um 30 mánuði og nær allan þann tíma var brezki flotinn í íslenzkri fisk- veiðilögsögu. Við bíðum og sjáum hvað setur. Torveldum veiðar Breta á miðunum eins og unnt er. Vinn- um á hafréttarráðstefnunni, sem hefst um miðjan næsta mánuð, aó framgangi hagsmunamála okkar og leggjum vaxandi áherzlu á upplýsingastriðið svonefnda. Kröfur um úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu og brottför varnar- liðsins eru fáránlegar. Þær þjóna ekki hagsmunum Islands. Það kemur ekki til mála að draga á einn eða annan hátt úr þátttöku okkar i samstarfi Atlantshafs- bandalagsþjóðanna né heldur úr varnarsamstarfi við Bandaríkin. Alþjóðleg þróun er okkur 1 hag Hin alþjóðlega þróun í haf- réttarmálum er okkur i hag. Al- veg sérstaklega verður fróðlegt að fylgjast með samskiptum Breta og annarra EBE-rikja i sambandi við fiskveiðimálin á næstunni. A veg- um Efnahagsbandalagsins hefur að undanförnu verið unnið að mótun sameiginlegrar fiskimála- stefnu, sem þarf væntanlega að vera til staðar áður en fundur hafréttarráðstefnu hefst i marz- mánuði. I Bretlandi hafa komið fram eindregnar kröfur frá sam- tökum sjávarútvegsins og stjórn- málamönnum, um, að EBE-ríkin taki sér 200 milna efnahagslög- sögu og að hvert aðildarríki hafi einkarétt til fiskveiða 100 mílur út frá ströndum sinum. Hér eru gífurlegir hagsmunir í veði fyrir Bretland. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að í kringum Bretland eru mjög auðug fiskimið og það er hræsnin einber, þegar Bretar halda því fram, að þeir þurfi á fiskveiðum að halda hér við land til þess að tryggja atvinnu fyrir fiskimenn sina og i hafnarbæjum. I skýrslu samtaka í sjávarútvegi i Bretlandi kemur fram, að með 200 milna lögsögu gætu Bretar veitt á eigin fiskimiðum um 3,5 milljónir tonna af fiski og þar með orðið útflytjendur á fiski. Jafnvel þótt þeir hefðu einungis einkarétt til veiða innan 100 milna mundu þeir geta veitt um 2,8 milljónir tonna á heimamiðum eða um 2 milljónum tonna meira en þeir gera nú. Sjálfsagt mundi slik breyting hafa i för með sér einhverjar breytingar á uppbygg- ingu brezks sjávarútvegs, en hvers vegna skyldu ekki verða breytingar þar eins og i öðrum atvinnugreinum vegna breyttra aðstæðna? Verði svar Breta það, að brezkar húsmæður vilji bara borða þorsk er okkar svar á móti, að nú sem fyrr erum við tilbúnir til að selja þeim allan þann þorsk, sem þeir þurfa á að halda. En bersýnilegt er, að í uppsigl- ingu er mikil deila milli Bret- lands og annarra EBE-rikja um fiskveiðilögsögumál. Eins og stjórnmálaaðstæður eru í Bret- landi er útilokað, að brezka stjórnin geti fallizt á þær hug- myndir, sem nú eru uppi i Brússel um efnisatriði sameiginlegrar fiskimálastefnu EBE. Og þá verður fróðlegt að sjá, hvort brezka flotanum verður beitt til þess að tryggja veiðar Breta einna innan 100 milna frá ströndum Bretlands. Þeir ættu a.m.k. að hafa æfinguna héðan frá tslandi! Stjórnmála- viðhorfið Landhelgisdeilan hefur af skilj- anlegum ástæðum einokað nær allar opinberar umræður hér á Islandi um skeið. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir með- ferð sína á málinu og menn gefa hetjulegar yfirlýsingar í blöðum. En ályktanaflóðið leysir ekki deil- una og hjal manna á meðal, á götum úti og í heitum pottum i sundlaugum um alls kyns töfra- ráð til þess að vinna sigur á Bret- um í hvelli getur ekki komið i stað ábyrgrar, traustrar og sterkrar landsstjórnar. Ríkisstjórnin þarf ekki að kippa sér upp við það, þótt hún verði fyrir gagnrýni. Það er eðli málsins samkvæmt i lýð- ræðisþjóðfélagi. Hið eina, sem skiptir máli fyrir ríkisstjórnina er, að hún haldi sínu striki og fylgi fram þeirri stefnu í land- helgismálum, sem er ábyrg, skyn- samleg, rökföst og hefur hags- muni lslands í bráð og lengd að meginmarkmiði. Þegar upp verður staðið, skiptir glamrið í kringum okkur engu máli. Þetta hefur verið erfiður vetur. Land- helgisdeilan hefur verið á odd- inum. Nú standa yfir viðtæk verk- föll og ekki séð fyrir endann á þeim. Að sjálfsögðu skamma menn ríkisstjórnina, þegar illa gengur. Þannig er það alltaf. En stuðningsmenn stjórnarinnar þurfa ekki að hafa of miklar áhyggjur af þvi. Stjórnmálabar- áttan gengur í bylgjum. Stundum vel, stundum illa. Og skjótt sktp- ast veður i lofti. Þeir, sent stjórna landi. eiga ekki að sækjast eftir vins;vldum. Þeir eiga að ávinna sér traust. Það er grundvöllur sterkrar landsstjórnar — ekkt vinsa'ldir. Traust ávinna menn sér með dugnaði. ábyrgð. málefnalegri baráttu og stefnufestu. Með þessi grundvallaratriði að leiðarljósi mun rikisstjórn Geirs Hallgríms- sonar standa af sér þá stríðu storma, sem nú geysa urn hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.