Morgunblaðið - 22.02.1976, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
Kvikmyn daeftirli tið
KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ á ls-
landi starfar eftir „lögum um
vernd barna og unglinga", sem
sett voru árið 1966, nánar tiltekið
58. grein þeirra „um skoðun kvik-
mvnda", en í framhaldi af lögum
þessum var ennfremur gefin út
reglugerð árið 1970, sem að mestu
er þeim samhljóða. Þar er kveðið
svo á: „Enga kvikmynd má sýna
börnum innan 16 ára aldurs,
nema að undangenginni athugun,
sem framkvæmd sé af þar til hæf-
um mönnum." Skoðunarmenn
eru þrfr, en einnig eru tilnefndir
tveir varamenn. Skulu tveir
skoðunarmenn hið fæsta skoða
hverja kvikmynd og greini þá á
verður þá þriðji kvaddur til og
ræður meirihluti hvort og
hvernig mynd skuli bönnuð. Sú
viðmiðun sem starf skoðunar-
manna fær í lögunum er að þeir
skuli meta „hvort mynd geti haft
skaðsamleg áhrif á siðferði eða
sálarlff barna, eða á annan hátt.
Skulu þeir hverju sinni ákveða,
hvort mynd sé óhæf til svningar
börnum innan 16 ára eða á
tilteknum aldursskeiðum innan
þess aldurs.“ Þá er kveðið svo á að
fylgd fullorðinna afli ekki börn-
um innan viðkomandi aldurs-
marka heimildar til aðgangs að
ákveðinni mynd.
Samkvæmt lögunum er svo for-
ráðamönnum kvikmvndahúsanna
falin sú ábyrgð að sjá til þess að
fyrirmælum kvikmyndaeftirlits-
ins sé framfylgt, en framkvæmd
bannsins er venjulega f höndum
dyravarða og eru „þeir skyldir að
láta þau börn, sem eftir útliti og
vexti gætu verið yngri en tilskilið
er, sanna aldur sinn með framvfs-
un nafnskírteinis“. 1 lok 58.
greinarinnar segir að ef forráða-
maður kvikmv ndahúss brýtur
gegn ákvæðum hennar eða reglu-
gerðarinnar varði það allt að
15000 króna sekt. .jiema þyngri
refsing liggi við að Iögum“. Þá
segir að rfkisútvarpið annist skoð-
un kvikmynda sem það sjónvarpi.
Skoðunarmenn kvikmynda-
eftirlitsins eru skipaðir af
menntamálaráðherra, að
fengnum tillögum barnaverndar-
ráðs, til fimm ára f senn, og er þá
væntanlega miðað við að við-
komandi hafi haft nokkur af-
skipti af æskulýðsstarfi eða upp-
eldismálum. Lengst af — eða
„Bíóin ekki rekin með tilliti
til ábyrgðar á bamauppeldi
— segir Hulda Valtýsdóttir um nauðsyn kvikmyndaeftirlits
Hulda Valtýsdóttir á vinnustað.
HELZTA ástæðan fvrir þvi
að ég tók þetta að mér á
sfnum tfma hefur Ifklega
verið sú, að ég hef lengi
haft áhuga á börnum og
málefnum þeirra“, sagði
Hulda Valtýsdóttir er
biaðamaður Morgunblaðs-
ins ræddi við hana um
starf kvikmvndaeftirlits-
ins. „Nei, áður fyrr fór ég
ekki oftar í bíó en gengur
og gerist. Núna skiptisl
eftirlitið þannig milli okk-
ar þriggja, að hvert okkar
sér hátt á annað hundrað
kvikmyndir á ári. Við er-
um oft spurð, hvort þetta
sé ekki þreytandi starf, en
þvf er til að svara eins og
um hverja aðra vinnu —
stundum og stundum
ekki.“
• NAUÐSYN EFTIR-
LITSINS: „Eftirlit með
kvikmyndum með tilliti til
barnaverndar tíðkast hjá
öllum nágrannalöndum
okkar og raunar öllum
þjóðum sem kallast mega
siðmenntaðar. Mér er að
vísu ekki kunnugt um
hvernig þessu er háttað f
svokölluðum austantjalds-
löndum, en geri þó ráð fyr-
ir að þar séu hömlur eða
eftirlit i einhverri mynd.
Hér hefur það verið vin-
sælt undanfarið að telja
kvikmyndaeftirlit úrelt.
En er ekki fólki tamt að
vera á móti hvers konar
eftirliti, án þess að það geri
sér grein fyrir forsendun-
um? Það er almennt viður-
kennt að kvikmyndir eru
áhrifamikill fjölmiðill, sem
höfðar jafnt til þriggja
skilningarvita, sjónar,
heyrnar og tilfinninga.
Börn og ungmenni eru mis-
jafnlega í stakk búin til að
taka þessum áhrifum af
skynsemi og dómgreind.
Sum eru það, önnur ekki
og það eru þau siðar-
nefndu, sem við verðum að
hafa í huga fyrst og fremst.
Kvikmyndahúsin hér á
landi eru flest einkafyrir-
tæki og öll rekin með
gróðasjónarmið fyrir aug-
um. Þau eru ekki rekin
með tilliti til ábyrgðar á
barnauppeldi. Þess vegna
held ég að kvikmyndaeftir-
lit eins og hér eigi fullan
rétt á sér. Nei, ég held að
tilkoma sjónvarpsins
breyti ekki þeirri skoðun
minni, þó svo að það sendi
inn á heimili efni, sem
bannað væri að sýna börn-
um í bíóum.“
• MISSKILNINGURINN:
„Það er útbreiddur mis-
skilningur að kvikmynda-
eftirlitið á Islandi hafi um-
boð til að banna sýningar á
kvikmyndum fyrir full-
orðna. En það er ákvæði I
hegningarlögunum sem
bannar að nokkur hafi
hagnað af sölu klámmynda
hérlendis og kvikmyndir
falla undir það. Það er ekki
i okkar verkahring að
fjalla um það ákvæði. Hins
vegar höfum við fengið til-
mæli um það að gera
lögreglustjóraembættinu
viðvart ef um greinilega
klámmynd er að ræða að
okkar mati. Það embætti
sendir svo fulltrúa sinn til
að meta hvort viðkomandi
mynd brýtur í bága við
þessi lög, og hvort banna
beri sýningar á henni. Um
það atriði hvort við
skoðunarfólk séum með
skærin á lofti og heimtum
klippingar úr kvikmynd-
um er það að segja að kvik-
myndaeftirlitið fer aldrei
fram á slíkt. Svo tekið sé
dæmi frá nágrannalandi,
þá hafa Danir afnum'ið
ákvæði sem bannar
sýningu kvikmynda fyrir
fullorðna, en það er hins
vegar ekki rétt að þar sé
ekkert kvikmyndaeftirlit,
eins og margir halda hér.
Danska kvikmyndaeftirlit-
ið getur bannað myndir
fyrir unglinga yngri en 16
ára eins og við.“
• OFBELDI, PYNTING-
AR, ÖNÁTTURA: „Það
sem við miðum einkum
við, þegar við metum,
hvort banna beri sýn-
ingar á kvikmynd fyrir
börn á vissum aldri er
annars vegar ofbeldi og
pyntingar og hins veg-
ar ónáttúra eða klám. Þú
spyrð hvernig við mælum
klám og ofbeldi. Það er af-
ar erfitt að setja fastar
reglur um þetta og það höf-
um við heldur ekki gert.
En ég held að eftir
nokkurn tíma í þessu starfi
sjái maður tiltölulega fljótt
hvort kvikmynd hefur t.d.
verið gerð með það
eingöngu fyrir augum að
græða á klámi. Ein viðmið-
un er t.d. sú, að söguþráður
er næstum enginn. En
fasta viðmiðunarpunkta
höfum við ekki. Þetta er ef
til vill ekki sízt samtvinnað
sjálfum gæðum kvik-
myndarinnar og fer eftir
því hvernig höfundur fjall-
ar um efnið, fremur en
efninu sjálfu. Það er t.d.
ekki sama hvernig maður
er drepinn í kvikmynd og
það er ekki sama hvernig
nakinn mannslíkami er
sýndur. Ég held að þetta sé
fyrst og fremst tilfinninga-
legt mat hverju sinni.“
• AÐ SETJA SIG I SPOR
BARNA: „Yfirleitt tel ég
nekt vera miklu léttvægara
atriði í þessu sambandi en
ofbeldi og ónáttúru. Við
bönnum ekki nekt sem
slíka fyrir börn. Mér dett-
ur í hug ágæt saga sem ég
heyrði eftir ungum manni
um kvikmyndaeftirlitið og
þá væntanlega mig: „Það
kemur þarna einhver
kelling, sem sezt í stól og
sofnar, en um leið og sést í
bert, þá vaknar hún, stekk-
ur upp og hrópar: Bannað
innan 16!“ En þótt ofbeldi
sé yfirleitt skaðsamlegra
þá er t.d. ekki hægt að
banna allar kábojmyndir
fyrir börn þótt þær byggi
allflestar á ofbeldi af ein-
hverju tagi. Við reynum að
setja okkur í spor barna og
hugsanagang og meta hvað
geti haft skaðleg áhrif á
óþroskaðar sálir.“
• STIGSMUNURINN:
„Þessi skipting sem nú er
notuð yfir aldursskeið þ.e.
að gerður er greinarmunur
á myndum eftir því hvort
við teljum óhætt að sýna
hana yngri en 12, 14 eða 16
ára hefur ekki neinar
ákveðnar viðmiðanir, sem
ég get nefnt en þessi
skipting hefur viðgengizt
hér að ég held frá upphafi.
Börn taka út mikinn
þroska á þessum árum og
það er oft mikill þroska-
munur á tólf og fjórtán ára
unglingi. Hins vegar getur
12 ára barn í sumum tilvik-
um verið þroskaðra en
sextán ára unglingur. En
þarna er reynt að fara eftir
Framhald á bls. 39
„ Verst þegar foreldrar
vilja fá böm sín inn ”
— segir Kristinn Arnason,
dgravörður í Austurbœjarbíói
„Eftirlitið stundum
vandkvœðum bundið”
— segir Jón Ragnarsson í Hafnarbíói
„ÞETTA gengur svona upp
og niður,“ sagði Kristján
Árnason, dvravörður f
Austurbæjarbfói, cr
Morgunblaðið ræddi við
hann um hvernig fram-
kvæmd eftirlitsins gengi f
bfóunum. „Það sem mér
finnst hvað mest áberandi
er hversu fáir krakkar eru
með nafnskfrteini á sér og
eru reiðubúin til að sýn-
þau. Þau segja oft að þau
séu orðin 16 ára þó maður
sjái alveg greinilega að
þau eru það ekki. Þegar
þetta gerist þá reyni ég að
meta sjálfur hvort þau
segja rétt til um aldur. ftg
er búinn að vera í þessu f
fjögur ár og maður er
farinn að læra nokkuð á
þetta með því að virða við-
komandi fyrir sér. Ef aug-
Ijóst er að viðkomandi er
ekki orðinn 16 ára þá vfsa
ég honum að sjálfsögðu
skilvrðislaust frá.“
„Þetta er ekki mjög
algengt,“ svaraði Kristinn,
þegar hann var spurður
um hvort mikil brögð væru
að því að unglingar reyndu
að komast inn á mynd sem
þeim er bönnuð. „Og
myndir sem bannaðar eru
innan 12 og 14 ára eru
ekkert vandamál. Þessi
aðsókn unglinga er mest
fyrstu 4—5 dagana sem ný
mynd er sýnd og er bönnuð
innan 16 ára. Sumir reyna
þá að komast inn aftur og
aftur. En þetta væri ekkert
vandamál ef allir væru
með nafnskírteini. Ég varð
mjög var við þetta nýlega,
þegar við vorum að sýna
The Exorcist. Þá var skýrt
tekið fram í auglýsingu að
nafnskírteina yrði krafizt.
Ég heimtaði nafnskirteini
af öllum þeim sem voru
vafamál, og þá voru allir
með þau. Á öðrum
myndum sem bannaðar
eru innan 16 er þetta hins
vegar mun erfiðara. Því
held ég að væri mjög til
bóta ef alltaf væri auglýst
að krafizt væri nafn-
skírteina þegar mynd er
bönnuð innan 16.“
„Það versta sem ég lendi
í hins vegar,“ sagði Krist-
inn ennfremur, „er þegar
foreldrar eru að koma með
9—12 ára bórn á myndir
bannaðar innan 16, og eru
svo að munnhöggvast við
mann þegar þeim er ekki
hleypt inn. Það var t.d.
leiðindaatvik þegar komið
var með níu ára barn á
þennan hátt til að sjá The
Exorcist. Það átti hrein-
lega að pína barnið inn til
að sjá þetta.“
„ÞETTA eftirlit er stund-
um dálftið þungt í vöfurn,"
sagði Jón Ragnarsson f
Hafnarbfói, „en við
verðum að reyna að vera
stffir á þessu og sigta út þá
sem virðast vera of ungir.
Auðvitað reyna þá sumir
ýmis undanbrögð, segjast
hafa gleymt passanum
heima og þess háttar. Það
eru vissulega nokkur vand-
kvæði á þessu. T.d. er ekki
hægt að komast hjá því að
einhverjir sleppi inn
þegar mikil ös þrýstist inn
á stuttum tfma. Og svo er
orðið erfitt að meta aldur
ungiinga f dag, — sumar
13—14 ára stúlkurnar
gætu til dæmis vel verið
18—19 ára eftir útlitinu að
dæma.“
„En ég held nú að þetta
sé ekkert stóralvarlegt
vandamál,“ sagði Jón
ennfremur, „þótt alltaf séu
brögð að því að krakkar
reyni þetta. Það sem slær
mann kannski mest i þessu
efni, er þegar fullorðið
fólk er að reyna að hjálpr
krökkum til að komast inn.
Stundum koma foreldrar
með börnin sín og telja sig
eiga fullan rétt á að fara
með þau inn þótt þau séu
innan aldursmarkanna en
þann rétt hafa þeir ekki
samkvæmt lögum."
„Það er einkum mikil
aðsókn af krökkum fyrsta
daginn sem auglýstar eru
sýningar á einhverri sér-
staklega krassandi hasar-
mynd. Þá kemur mikil ös,
og oft fjölda krakka vísað
frá. Siðan vill þetta iognast
út af þegar Ifða tekur á
sýningar og fer að spyrjast
að ekki þýði að reyna að
komast inn.“
Um íslenzka kvikmynda-
eftirlitið almennt sagði Jón
aðspurður:
„Mér finnst þetta eftirlit
allt í lagi. Hins vegar er ég
dálftið hissa á því að 16 ára
unglingar geta fengið að
sjá alls kyns blóðugan
hrottaskap, en algjörlega
sé bannað að sýna myndir
með tiltölulega saklausum
ástarleikjum. Mannkynið
byggist nú á þessu. Þetta
hafa verið kallaðar klám-
myndir, og þær eru vissu-
lega af ýmsum gæðaflokk-
um. En mér finnst alveg
vítavert að banna full-
orðnu fólki með lögum að
sjá slíkar myndir ef það
hefur áhuga á því. Og þá
mætti vel hækka aldurs-
mörkin yfir 16 ár, og jafn-
vel sortera eitthvað úr
myndirnar."