Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 Texti of> niyndir Á.II. Fyrsta desember 1975 bjuggu á Reyðarfirði 670 manns. Þar af bjuggu 640 f sjálfu þorpinu en aðrir f hreppnum. Heldur f jölgar f hreppnum og mun fjölgunin á sfðast liðnu ári hafa verið 3%. Miklar framkvæmdir eru á Reyðarfirði. Mikill fjöldi fólksins vinnur við fiskveiðar og fiskvinnslu en á Reyðarfirði er einnig Vegagerð rfkisins með aðsetur og nokkur fjöldi fólks vinnur hjá kaupfélag- inu. Byggingarframkvæmdir eru miklar, bæði á vegum bæjarins og einstaklinga. Er m.a. verið að byggja sundlaug og fþróttahús sem vonazt er til að verði fokhelt á þessu ári. MiIIi 15 og 20 hús voru f byggingu á sfðast liðnu ári og nú er búið að úthluta 15 lóðum til viðbótar þar sem framkvæmdir gætu hafizt á komandi sumri. Við höfnina var gerður um 100 metra viðlegu- kantur á sfðasta ári. Við hann á að verða 7.5 metra dýpi og er vonandi að hægt verði að dýpka við hann á næsta sumri. Áætlun hefur verið gerð um lagningu slitlags á allar götur bæjarins og hljóðar hún upp á allt að 180 milljónir. Hugsanlegt er að norskt fyrirtæki hef ji smfði olfuborpalla á Reyðarfirði og yrði það mikil lyfti- stöng fyrir bæinn. Er Morgunblaðið fór austur fyrir skömmu var mikið um að vera á Reyðarfirði enda loðnuvertfðin f fullum gangi. Reykinn úr verksmiðjunni lagði yfir bæinn en f verksmiðjunni vinna um 30 manns á vöktum allan sólarhringinn meðan loðnuvertíðin stendur yfir. Verksmiðjan afkastar 500—600 tonn- um á sólarhring og er geymslurými 4.500 tonn. 1 fyrra bræddi verksmiðjan um 25.000 tonn af loðnu. Leiðin lá f verksmiðjuna til að spjalla svolftið við starfsmenn þar. „Varð að sætta sig yiðlyktina’, Herbert Harðarson vinnur á pallinum í m.jölhúsinu. —Ég er uppalinn hér á Reyð- arfirði og hef alltaf verið hér. —Ég starfa bara yfir loðnu- timann í verksmiðjunni og er ég að reyna að hala inn aura á þessum tfma. Annars var ég i brúarvinnu hjá vegagerðinni hef aldrei farið á sjó og langar ekki til þess. Eg hugsa að það sé samt ekkert svo slæmt að vera til sjós. Ég kann bara betur við að hafa fast land undir fótum. —Við vinnum á átta tíma vöktum og fáum átta tíma hvíld á milli. Vaktirnar skiptast á há- degi, kl. 8 á kvöldin og 4 á nóttunni. Við vinnum þannig alltaf 12 tíma á sólarhring. —Ég er yfirleitt ánægður með þá vinnu sem ég er i. Þó sumum finnist lyktin í verk- smiðjunni vond held ég að þeir verði bara að sleppa því að láta hana fara í taugarnar á sér. —Loðnan lífgar vel upp á daufan kafla sem annars yrði í atvinnulífinu ástaðnum. Kristján Kristjánsson Páll Valgeirsson. „... .og er gott aðvera hér” Páll Valgeirsson er nemandi úr fiskvinnsluskólanum og starfar á efnagreiningarstofu Síldarverksmiðju ríkisins á Reyðarfírði. Hann er Reykvík- ingur og starfar bara á Reyðar- firði yfir loðnutimann. — Starfið byggist í grófum dráttum á eftirliti með fram- leiðslunni fullunninni og einnig meðan á framleiðslu stendur svo og hvort hráefni er vinnsluhæft eða ekki. Mikil- vægt er að fylgjast með raka í mjöli, sýru í lýsi og ekki sízt magni rotvarnarefna í geymslu- þró. — Til þess að megi vinna hráefnið verður nítrítmagnið í hráefninu að vera undir ákveðnu marki sem er 0.15 pro- miil. Annars felst starfið í ýmsu öðru t.d. ákvörðun fitu í skil- vinduvatni, ákvörðun á óhrein- indum og vatni í lýsi að ógleymdri fitunni í loðnunni sjálfri. — Þó að þetta sé talið upp tel ég flesta þætti starfsins jafn mikilvæga. — Einnig eru reglulega teknar skyndiprufur til að ákvarða raka í mjöli ásamt ýmsu öðru. — Sem dæmi um vinnubrögð- in þegar aðalprufa vaktarinnar er tekin þá eru vigtuð á mjög nákvæmri vigt 5 grömm af mjöli í dós sem síðan er sett í hitaskáp við 102 til 105 gráðu hita í nákvæmlega 4 klst. Síðan er dósin með mjölinu kæld og vigtuð á ný. Mismunurinn á þyngdinni er rakinn í mjölinu og tel ég æskilegt að hann sé á bilinu frá 8.5 til 9%. Þar á móti- er æskilegt að fitan í mjölinu sé 10% — Þetta er önnur loðnu- vertiðin sem ég vinn við þessi störf hér á Reyðarfirði. Kann ég vel við mig hér ig er gott að vera hér einkum þegar veðrið er gott og meður er hjá góðu fólki. Herbert Harðarson. „ Vildi hvergi ann- ars staðar vera” Kristinn Björnsson, maður. úti- — Ég hef verið hér á Reyðar- firði síðan ég man eftir mér og kann mjög vel við mig hér. Vildi ég hvergi annars staðar eiga heima. — Þetta er i þriðja sinn sem ég vinn á loðnuvertíð í verk- smiðjunni. Annars starfa ég ýmislegt, hvað sem til fellur. — Það eru fimm útimenn og skiptum við starfinu á milli okkar. Einn er niðri á bryggju og skiptir á bílana. Hinir eru við þrærnar að taka á móti. — Ég hef einu sinni verið á sjó. Fór ég á grálúðu með Snæ- fuglinum. Það var litil veiði ög litið upp úr þessu að hafa svo ég hætti. Eg kann miklu betur vió mig í landi. — Það er mikill munur fyrir verkamenn að fá svona vinnu við loðnuna. Þetta gefur góðan pening og ekki veitir verka- mönnum af því. Annars er ekki atvinnuleysi hér og man ég ekki eftir að það hafi verið hér. „Hvergi að Kristinn Björnsson. Kristján Kristjánsson og Björn Egilsson reka vél- smiðju á Reyðarfirði. — Það verður geysileg hreyfing þegar loðnan kemur og sérstaklega í þessu sem við erum að gera bæði í bátunum og í verksmiðjunni. Þetta stendur svona tvo mánuði en undirbúningur hefst raunverulega miklu fyrr. — Annars er hér alltaf nóg að gera fyrir þá sem vilja vinna og sérstaklega yfir loðnuvertíðina. Þess á milli er þetta miklu hefðbundnara. Vegagerðin og kaupfélagið eru með menn í vinnu allt árið en hvað okkur viðkemur er starfið fyrst og fremst í kringum útgerðina. — Héðan eru gerðir út tveir bátar, Gunnar og Snæ- fugl og skuttogarinn Hólma- nes til hálfs á móti Hraðfrysti- húsinu á Eskifirði en hann sjáum við aldrei þar sem hann landar alltaf á Eskifirði. Síðan er aflinn fluttur á milli á bílum. — Gunnar er á netum en Snæfugl er á loðnu en fer síðan að loðnuvertíðinni lok- inni á net. — í sumar var hér bætt 120 metra stálþili við við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.