Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
] Saga Gratefnl Dead: II. hlnti
I
■
■
I
■
■
■
■
Forsaga hljómsveitarinnar er
venjulega miðuö við tímabil
hinna mikiu tónlistarlegu og
andlegu tilrauna. Þetta tímabil
má rekja allt aftur til áranna
skömmu fyrir 1960, þó raun-
verulegt upphaf þess sé ekki
fyrr en um 1965—1966. Lok
tímabilsins miðast við útkomu
plötunnar Live/Dead eða ára-
mótin 1969—70. Samt sem áður
er mín skoðun sú, að tónlistar-
tilraunir Grateful Dead séu
fyrst að ná ákveðinni ímynd nú
í dag, fólginni í úrvinnslu og
þróun á vinnu fyrri ára og þá
einkum í því er hljómsveitin
gerði fyrir árið 1970. En fjallað
verður nú um þann hluta sög-
unnar er greinir frá
aðdragandanum að stofnun
Dead. Saga meðlima Grateful
Dead er í fyrstu all aðskilin.
Hún festir rætur á ólikum stöð-
um, þar sem samankomið er hið
ólíkasta fólk. Líklegast er best
að byrja söguna, með því að
rekja rætur hins persónulega
tákns hljómsveitarinnar, gítar-
leikarans Jerry Garcia. Hann
er, eins og yfirbragð hans bend-
ir til, af mexikönskum ættum,
enda þar borinn i þennan heim
í janúar árið 1942 i borginni
Magatlan. Fyrstu tónlistar-
kynni Garcia voru af rokki.sem
fyllti hugi allra ungmenna á
áratugnum 1950—1960.
Rokk’n’Roll var hin vilita og
áhrifamikla tónlist þess tíma og
vitanlega tók Garcia að leika
rokktónlist, þegar hann 15 ára
eignaðist sinn fyrsta gítar.
Jafnvel á þessum tíma þekkti
Jerry Garcia, Ron McKernan
(öðru nafni Pigpen, síðar
hljómborðsleikari Dead) hvers
faðir var rythm og blues leik-
ari, en meir um hann siðar.
Tveimur árum síðar eða 1959
fór Garcia í herinn, þar sem
hann staldraði við í 9 mán. Það
tók Garcia þessa niu mánuði að
skilja hvað hann hafði leitt
sjálfan sig í. Lífsfyllingin bjó
annars staðar, þar sem lifsskoð-
uninni eða leitinni að henni var
fullnægt. Þegar Garcia hafði
fengið þessa niðurstöðu af til-
veru sinni í hernum, hitti hann
náunga að nafni Robert Hunter
(síðar textahöf. Dead), sem
hafði orðið fyrir líkri lífs-
reynslu og hann sjáifur.
Flæktust þeir um i nokkurn
tíma, aðgerðalausir og án
nokkurrar ákveðinnar lífs-
stefnu. Gerðu þeir Hunter og
Garcia nú báðir tilraun til að
stunda nám við ákveðinn skóla
i San Mateo i San Fransisco,
þ.e. San Mateo Jr. College. 1
Bob Hunter (vinstri), Jerry Carcia í miðju ásamt einhverjum
ónafngreinum náunga árið 1961.
Hinir upprunalegu Grateful Dead. Talið frá vinstri til hægri: Jerry
Garcia, Bob Weir, Phil Lesh, og Pigpen. Fremst stendur svo Biíl
Kreutsman (BilI Sommers).
sama skóla steig Phil Lesh
(bassaleikari Dead) fyrstu
skref tónlistarnáms síns.
1 kringum 1959 og 60 tók að
gæta mikils áhuga upprenn-
andi tónlistarmanna í San
Fransisco og þar um kring á
þjóðlagatónlist. Menn eins og
Jim McGuinn og Country Joe
McDonald komu nú fram á
sjónarsviðið sem leiðtogar þess
hóps. Aftur á móti tók Garcia að
leiðast inn á brautir
bandarískrar þjóðlegrar sveita-
tónlistar (country music). Sú
tónlistarlega ládeyða og auðnu-
leysið, sem Garcia hafði hrærst
í, var að hverfa. Hin stefnu-
lausu, dauðu öfl þjóðfélagsins
voru að rísa upp. Þau eru tákn
„grateful-dead þjóðfélagsins".
Garcia tók nú að leika all
mikið á kaffihúsum víða i San
Fransisco. Þar kynntist hann
fljótlega margvíslegum og
margbreytilegum manngerðum
sem settu sinn fjörlega svip á
borgina á þessum tíma. Ýmsir
fyrrverandi kunningjar komu
til að hlýða á hann og fylgjast
með honum. Tveir þeirra urðu
síðar félagar hans i Dead, þ.e.
Bob Weir og hinn gamli
kunningi hans Ron McKernan
(pig Pen). Pigpen hélt venju-
lega heim á leið eftir að hann
hafði horft á Garcia og hóf
æfingar. Hann lék á gítar I
nokkurn tíma, en sneri sér svo
yfir á munnhörpu og hljóm-
borð. Árið 1962 lék Pigpen enn
eingöngu sem sólóarlisti og þá
í Boston, þar sem honum varð á
að halda út mjög harðan vetur
heldur mjósleginn til rifja, uns
haldið var heimleiðis með vor-
inu frá horinu til gleði og nægt-
ar, að þá hóf hann að spila með
Paul Foster nokkrum og nafna
hans Kantner (núverandi
Jeffersons Airplane meðlimur)
I „Utangátta klúbbnum” (Off-
Stage) I San Jose. Um þetta
leyti kynntist hann svo söng-
konunni Janis Joplin og urðu
þau ágætir drykkjufélagar.
Siðar þetta sama ár í lok 1962
krækti Pigpen sér I vinnu I
Swans Music Store I Palo Alto.
I Palo Alto á þessum tima má
segja að hlutirnir hafi tekið að
skýrast og frumdrögin að sköp-
un Grateful Dead hafi átt sér
stað.
Á árunum 1961—62 má segja
með sanni að hlekkir I keðju
atburðarásanna hafi sópað að.
Jerry Garcia kynnist trommu-
leikara að nafni Bill Kreutzman
I partíi, en Kreutzman varð
skömmu siðar meðlimur I
hljómsveitinni Zodiac. Hún var
nokkurs konar hugarfóstur
manns að nafni Troy Weiclen-
heimer, en þessi Weiclenheim-
er var eigandi Swans Music
Store, þar sem Pigpen starfaði.
I þessari hljómsveit var eins og
gefur að skilja Pigpen, en
Garcia lék þarna með á bassa,
svona af og til. Þetta var um
svipað leyti og þeir Garcia og
Hunter voru að þreifa fyrir sér
í „bluegrass og jug-músík" og
stofnuðu hinar ýmsu hljóm-
sveitir af þeirri gerð. Nefndist
sú fyrsta „Wildwood boys“, sem
varð síðan „The Black
Mountain Boys“, sem varð
síðan „Thunder", sem varð
siðan „The Hard Walby
Drifters”. Svo varð það ekki
fyrr en árið 1964 að Garcia
kom á laggirnar hljómsveitinni
„Mother Macreés Uptown Jug
Champions”, sem á ný samein-
aði þá félaga frá Chateau og
Palo Alto, að minnsta kosti um
stundarsakir. En jafnvel þessi
hljómsveit var bara nokkurs
konar millibilsástand.
Hljómsveitin var skipuð eftir-
töldum mönnum: Jerry Garcia
(gitai; banjó, söngur) Pigpen
(munnharpa, píanö, söngur)
John Dawson (taktgítar, söngur
(núverandi meðlimur New
Riders )), Bob Matthews (gitar,
söngur) og svo loks Bob Weir
(jug, kazoo). Tónlistarbak-
grunnur Bob Weirs var á’þess-
um tíma mjög takmarkaður,
enda Weir ungur að árum. A
gítar tók Weir ekki að leika
Opinbert brét til Morpnblaðsins trá Magnnsi Þór Sipnndssyni
Ritað í London 1. jan. 1976.
Háttvirt ritstjórn Morgun-
blaðsins. Ég get því miður ekki
orða bundist vegna skrífa í
Morgunblaðinu 21. des. 1975.
Hljómplötudómar „Allra meina
bót“ á Stuttsíðu blaðsins bls 43.
Þar segir einn blaðamanna
blaðsins að nafni Ásmundur
Jónsson m.a. um efni plötunn-
ar: ... fyrirbæri náð til viðtæks
hóps hlustenda, en persónulega
get ég engan veginn komist að
niðurstöðu hvaða aldurshópur
geti lagst niður við að hlýða á
>vAHra meina bót“, þó svo flytj-
endur plötunnar virðast stíla
hana á markað samkv. fréttatil-
kvnningu til allra aldurshópa.
Kemur þetta einkum til af
mjög einkennilegu vali laga á
plötuna og fáránlegum textum,
sem ég get ... (tilv. lokið.) Vil
ég svara þessu svo til, að fjöldi
manns hefur keypt og hlustað á
efni þessarar umræddu plötu
og iátið vel af. Það er min skoð-
un, að þeir sem eru ungir í
anda og hafa kimnigáfu og hug-
arflug til að bera láta ekki
stirða skapsmuni spilia fyrir
sér og öðrum geti iagst niður
við að hlusta á „Allra meina
bót“. Einnig segir Ásmundur í
dómum sinum: ... Textarnir
eru að mfnu mati óbirtingar-
hæfir og vægast sagt skaðlegir
hinum þroskandi hugarheimi
ungra barna. I textunurn er
sem sagt ekki gerð minnsta til-
raun af hálfu listamannsins til
að virkja hug barnsins og hafa
þroskandi áhrif á það. Ljóðin
virðast i flestum tilfellum vera
merkingarlaust bull, byggt á
vonlausum húmor og eiga sér
engan grunn. Lögin eru einnig í
flestum tilfellum of þung eða
flókin, þannig að yngri krakkar
geta ekki lært þau né sungið
eftir þeim. Svo við víkjum ...
(tilv. lokið.) Ég vii benda á að
texti Sigrúnar Guðjónsdóttur
var birtur í Morgunblaðinu á
árinu sem leið á menningarsíðu
að mig minnir, og hefur þá
væntanlega verið birtingarhæf-
ur. Þessi texti heitir „Kisa-
þula“, og er frábær að minu
mati, enda hefði ég ekki samið
við hann lag að öðrum kosti.
Einnig vil ég benda á að texti
„Jesú nafn um aldir alda“ (höf.
ókunn.) er texti sem var á bak-
siðu jólablaðs Kristilegs safnað-
ar á Islandi jólin 1973, að mig
minnir. Blað þetta var og er
prentað i þúsundum eintaka og
dreift um landsbyggð alla, þar á
meðal inn á mitt heimili, sem
ég var og er þakklátur fyrir, því
textinn er gullfallegur og hefur
góðan boðskap að flytja, að
mfnu mati, og eru því skrif
Ásmundar Jónssonar óraun-
hæf, og óhæf með öllu á köfl-
um. I sambandi við aðra texta
plötunnar er lifshamingja og
léttur húmor alls ráðandi i
flestum textum og á Jóhann
Helgason þar mikinn þátt í. Því
miður samdi ég bara einn texta
„Barnabæn" og átti þátt i öðr-
um, „Nag (Vænakona)“.
„Barnabæn” er samin yfir sof-
andi barni í vöggu, sem ég vil
vel. Reyndar vil ég öllum börn-
um vel, þ.á m. Asmundi Jóns-
syni. Barn er ekki aldur, heldur
hugarástand. Barninu i vögg-
unni er helgað þetta lag, ásamt
öllum guðsbörnum. Texti lags-
ins er einföld bæn, sem allir
meðalgáfaðir menn skilja, lítil
bending til allra barna á öllum
aldri um eilift líf sem lifir
innra með okkur öllum, bæði
hér á jörðinni og annars staðar.
Hins vegar er „Nag“ ádeila á
grimmd og óánægju heimsins í
dag, nöldur og nag. Einnig seg-
ir Ásmundur Jónsson að lögin
séu of þung og flókin. Ég á
þriggja ára gamla stúlku, sem
er honum ekki sammála, einnig
er Halldór Andrésson, blaða-
í