Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 38

Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRtJAR 1976 undur handritsins), sem tekst hér að búa til mjög skynsamlega mynd, sem tvímælalaust á erindi I okkar verkfalla- þjóðfélag í dag DET SISTA ÁVENTYRET, eftir Jan Halldoff, gerð 1975. Jimmy er rekinn úr herskóla og fær vinnu sem líffræðikennari. Samband hans við nemendur er gott og of gott að mati ýmissa, sérstaklega móður hans og kærustu, sem hann hefur hálfpartinn flúið frá En ósjálfstæði hans í baráttunni við umhverfið og of kreddubundið uppeldi verða þess vald- andi að hann hafnar á geðveikrahæli, þar sem honum er hjálpað til að reyna að þekkja sjálfan sig og finna leiðina til baka til eðlilegs lífs. Myndin er sterk ádeila á ríkjandi venjur í mannlegum samskiptum, venjur, sem eru notaðar sjálfkrafa og án merkingar, venjur, sem sneiða hjá raunverulegum tilfinn- ingum Erfiðleikar Jimmys stafa af því, að hann er bundinn i báða skó: Hann leitar eftir tilfinningalegu frelsi en er jafnframt bundinn af siðferðilegum for- dómum. Eftir Halldoff hefur áður verið sýnd hér „Firmafesten” (Skrifstofu- fylliri), sem mánudagsmynd FIMPEN, eftir Bo Widerberg, gerð 1974 Eftir lýsingum er þetta ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna 6 ára gamall strákur gengur i landslið Svía i knattspyrnu og leiðir lið sitt til ótaldra sigra í landsleikjum, m.a við Rússa. Fimpen er alvörugefin, litil manneskja og réttilega tekin alvarlega af þeim, sem umgangast hann. Það eru áhorfendur sem fá að hlæja. En Fimpen getur hvorki lesið um sigra sina né gefið eiginhandaráritanir og á honum er niðst í auglýsingaskyni. Þetta er sögð vera bezta barna- og fjölskyldumyndin, síðan Kjell Grede lét „Hugo og Josefinu" frá sér fara. KLARA LUST, eftir Kjell Grede, gerð 1972. Þetta er þriðja mynd Grede („Harry Munter" var sýnd hér sem mánudags- mynd) og er hún í stuttu máli um manninn, sem yfirgefur fjölskyldu og heimili og heldur til móts við kærleiks- drauminn. Myndin þykir nokkuð óvenjuleg, gerð ? stíl Bunuels, en þeir sem sáu „Hugo og Josefinu" eða „Harry Munter" munu vita, að Grede er mjög tilfinninganæmur og laginn leikstjóri og því má búast við eftir- tektarverðum myndum frá hans hendi. Með aðalhlutverkin fara Gunilla Olsson og Lars Bránnström. DEN VITA VÁGGEN, eftir Stig Björkman, gerð 1974 Nýlega fráskilin kona, rúmlega þrítug, með eitt barn, leitar sér að vinnu Hún ræðir við fyrrv. eiginmann sinn, vinkonu sína, fer á dansleiki og lendir í augnabliks, ástríðulausum ástarsamböndum Myndin er sögð lýsa vel einmanaleik og erfiðleikum einstæðrar móður og fær Harriet Anderson mjög góða dóma fyrir leik Ingrid Thulin og Erik Hell t mynd Bergmans, „Riten". sinn i myndinni, sem m.a. hefur verið sýnd á kvikmyndahátiðinni í Moskvu Stig Björkman var áður ritstjóri sænska kvikmyndablaðsins Chaplin. OM SJU FLICKOR, leikstjórar Carl- Johan Seth og Hand Dahlberg, gerð 1974. ( betrunarskóla á fallegum stað í Sviþjóð eru sjö stúlkur á táningaaldri læstar undir lás og slá. Þær eiga við alvarleg vandamál að strlða — þær eru skapstyggar, taugaveiklaðar, óöruggar, bllðar, ómögulegar — I stuttu máli óham- ingjusamar, sundurkramdar litlar mannverur, sem hafa tapað allri fótfestu I llfinu vegna erfiðra heimilis- hátta, áfengis og eiturlyfja. Myndin fjallar um ástand þeirra, hvernig þær líta á sjálfa sig og hvernig þær lentu á þessum stað Og það sakar ekki að geta þess einu sinni enn, að ein af stelpunum sjö er leikin af Islenzkri stúlku, Bergljótu Árnadóttur, sem ku hafa hlotið góða dóma fyrir leik sinn I þessari mynd SSP. Bræður á glapstigum Bræður á glapstigum, (The Gravv Train), am. geró 1974. Leikstjóri Jack Starrett. Þó mynd þessi falli auðveldlega inn i megin- straum bandariskra glæpamynda, „a la“ stefnuna 1974, má finna i henni nokkur atriði, sem lyfta henni upp fyrir meðallag. Fyrir utan Stacy Keach, sem ekki virðist ætla að bregðast bogalistin, sýnir Frederic Forrest nokkur tilþrif. Myndin segir frá tveim bræðrum, sem hyggjast ná sér í auðfenginn aur með þátttöku í bankaráni, hvernig þeir sleppa og ná að hefna sín, þó sú hefnd verði dýr. Atriði eins og flóttinn frá lögreglunni (þeir eru klæddir lögreglubúningi, labba einfaldlega út á meðal þeirra og taka einn lögreglubílinn traustataki), þegar þeir beita lögreglubílnum til að stöðva annan bil og ræna farþegana fötunum, þegar þeir elta ástkonu svikarans inn í herbergi hennar og loka- atriðið, þegar eltingarleikurinn í húsinu, sem verið er að brjóta niður með fallhamri, meðan bardaginn stendur sem hæst, eru að minu mati þau atriði, sem hvað bezt eru gerð og lyfta myndinni aðeins upp úr meðalmennskunni. Starrett hefur áður stjórnað myndum eins og „Slaughter" og „Kleopatra Jones“ og er „The Gravy Train“ því auðveldlega bezta mynd hans til þessa. Handritið er skrifað af Te- rence Malick (undir dulnefninu David Whitney), en Malick þessi gerði myndina „Badlands" fyrir 2 árum, og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og vonandi fáum við að sjá hana sem fyrst. SSP. Kjell Grede leikstýrir Agneta Prytz I „Klara Lust". Göran Stangertz og Ann Zacharias í „Det sista aventyret' KYIKMYNDAVIKUNNI myndinni megi finna einhver svör við vandræðum Bergmans i dag EN HANDFULL KÁRLEK eftir Vilgot Sjöman, gerð 1974 Stokkhólmur, sumarið 1909 Hjördis er ung stúlka, sem býr með verkamanni, en fær vinnu sem aðstoðarstúlka á heimili umsvifamikils kaupmanns Allsherjarverkfall er yfir- vofandi og gengur I garð, en verka- mennirnir og Hjördis persónulega verða fórnardýr ríkjandi skipulags Sjöman tekst vel, með því að fylgja Hjördisi, að lýsa tveim ólikum heimum fátæktar og auðlegðar, og lýsa veikleik- um beggja. Sjöman hefur ávallt verið eftirtektarverður leikstjóri, en hér hafa aðeins sést eftir hann myndirnar 491 og Ég er forvitin blá/gul þó hann hafi gert alls 1 1 langar myndir En Hand- full Kárlek er mjög vel unnin mynd, og þó sérstaklega kvikmyndatakan í einstaka atriðum minnir hún á mynd Widerbergs, Elviru Madigan, en rómantik Widerbergs víkur hér fyrir raunsæi Sjömans (hann er einnig höf- RITEN, eftir Ingmar Bergman, gerð 1969 í ónefndri borg er leiksýning hinna heimsfrægu Les Riens stöðvuð, fyrir meint brot á velsæmi Leikararnir eru kallaðir fyrir dómara, sem kannar öll mál þeirra mjög gaumgæfilega, þrátt fyrir vilja hópsins til að borga hæstu hugsanlegu sekt Hann kemst að raun um, að fjármál þeirra og siðferði er mjög vafasamt og allt samband þeirra innbyrðis mjög undarlegt Smám saman kemur þó í Ijós að sjálfur er hann enginn engill Myndin þykir lýsa áliti Bergmans nokkuð á gagnrýnend- um og listafólki, sem endanlega getur þó hvorugt án hins verið Þegar myndin var gerð, lá Bergmann undir hörðum árásum frá gagnrýnendum og það var einnig á þessum tíma, sem hann byrjaði á svissneska ævintýrinu. sem nú er að koma honum í koll. En það kemur einmitt fram í Riten, að leikflokkurinn gengur undir fölsku þjóðerni, svissnesku, af skatta- ástæðum Það kann því að vera, að í kvik mund /iðon SIGURÐUR SVERRIR PALSSON SÆBJORN VALOIMARSSON MYNDIR Á SÆNSKU Þar sem aðsóknartölur eru ekkert launungarmál Bandaríkjamenn eru ákaf- lega hressir í bragði yfir að- sókninni að kvikmyndahúsum og kvikmvndaiðnaðinum á því herrans ári 1975 — enda ástæða tii. Því 1975 varð metað- sóknarár, aukningin tæp tfu%, það munar um minna. Veltan hjá Universal var sú mesta sem um getur I sögu nokkurs kvikmyndavers, eða 289 millj. $. Af þeirri upphæð á ein kvikmvnd, að sjálfsögðu JAWS, röskan helming! En nú skulum við Kta á list- ann yfir mest sóttu mvndirnar f fvrra, Bandarfkjamenn álíta hann augsýnilega ekki neitt launungarmál! Og nú má ég til með að klappa forráðamönnum kvik- myndahúsanna aðeins á bakið, þvf af þessum þrjátfu myndum sem ég tel upp, hafa nú þegar fimm verið sýndar og aðrar þrjár eru væntanlegar á næstu vikum. Það er virðingarverð stefna að reyna að bjóða okkur mvndirnar sem yngstar og eiga þeir miklar þakkir skildar. t upptalningunni kemur fyrst nafn myndarinnar, leik- stjóra, sfðan dreifingarfyrir- tækisins og sfðast innkoma myndarinnar f millj. dollara: 1. Jaws, Steven Spielberg, Uni- versal 102 m. $ 2. The Towering Inferno, John Guillermin, 20th — Fox. 55 m. $ 3. Benji Joe Camp, Mukberry Squere Prod. 30 m. $ 4. Young Frankenstein, Mel Broooks, 20th—Century Fox. 30. m. $ 5. Godfather Part II, F.F. Copp- ola, Paramount. 29 m. $ 6. Shampoo, Hal Ashby, Col- umbia 22 m. $ 7. Funny Lady, Herbert Ross, Columbia 19 m. $ 8. Murder on the Orient Express, S. Lumet, Paramount. 18m.$ 9. Return of the Pink Panther, Billy Wilder, U.A. 17 m$ 10. Tommy, Ken Russel, Columbia 16 m. $ 11. The Apple Dumping Gang, Norman Tokar, Disney 13 m. $ 12. Freebie and the Bean, Richard Rush, W. Br. 12 m. $ 13. Lenny, Bob Fosse, U.A. 11 m. $ 14. Island at the top of the world, R. Stevenson, Disn. 10 m. $ 15. The Man with the Golden Gun, Guy Hamilton, U.A. 9 m. $ 16. The great Waldo Pepper, G.R. Hiil, Universal 9 m. $ 17. Three Days of the Condor, Pollack, Paramount. 9 m. $ 18. Mandingo, R. Fleischer, Paramount. 8,6 m. $ 19. Escape to Witch Mountain, N. Tokar, Disney. 8,5 m. $ 20. Other Side of the Mountain, L. Peerce, Univ. 8,2 m. $ 21. W.W. and the Dixie Dance Kings, John G. Avildsen, 20th Century—Fox. 8 m. $ 22. Part II Walking Tall, E. Bellamy, A.I.P. 8 m. $ 23. Once is not enough, Guy Green, Paramount. 7,8 m. $ 24. The Four Musketeers, R. Lester,20th—Fox. 7,5 m. kr. 25. Breakout, Tom Gries, Col- umbia. 7,5 m. $ 26. The front Page, B. Wilder, Universal. 7,4 m. $ 27. Nashville, Robert Altman, Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.