Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 39 D I dag klukkan 13,30 verða síðustu umferðirnar í undan- keppni Revkjavfkurmðtsins spilaðar, en sem kunnugt er er keppnin jafnframt undan- keppni fyrir tslandsmótið. Þrjár sveitir eru i sérflokki i keppninni en staða efstu sveita er þessi: Sveit Jóns Hjaltasonar 146 Stefáns Guðjohnsen 145 Hjalta Elíassonar 143 Ölafs Lárussonar 95 Jóns Baldurssonar 86 Ölafs H. Öiafssonar 86 Gylfa Baldurssonar 79 Hilmars Olafssonar 71 Að keppni lokinni má sigur- sveitin velja eina af þremur næstefstu sveitunum i undan- úrslitaleik og síðan spila hinar tvær sveitirnar saman. Verður þessi úrslitakeppni 24. febrúar n.k. Þær sveitir sem sigra í þessum undanúrslitum spila svo úrslitaleik sem fram fer 29. febrúar. XXX Frá bridgedeild Breiðfirð- ingafélagsins. Hin vinsæla barometer- keppni félagsins hófst sl. fimmtudag og taka 36 pör þátt í keppninni. Staða efstu para: Halldór Jóhannesson — Ölafur Jónsson 133 Magnús Oddsson — Magnús Halldórsson 131 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 115 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 103 Guðlaugur Karlsson —„ Öskar Þráinsson 90 Guðrún Bergs — Kristjana Steingrímsdóttir 63 Erla Sigvaldadóttir — Lovísa Jóhannsdóttir 58 Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthiasson 57 Meðalskor 0 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur. XXX Frá Bridgefélaginu Asarnir í Kópavogi Eftir fjögur kvöld í barometerkeppninni er staða efstu para þessi: Jón P. Sigurjónsson — Guðbr. Sigurbergs. 194 son 194 Ölafur Lárusson — Lárus Hermannsson 167 Öskar Þráinsson — Guðlaugur Karlsson 82 Gísli Hafliðason — Sigurður Þorsteinsson 82 Síðasta kvöld keppninnar verður svo á mánudaginn kem- ur og verða þá spilaðar fjórar siðustu umferðirnar. Að barometerkeppninni lokinni verður spiluð sveitakeppni með Patton-fyrirkomulagi og eru sveitaformenn beðnir að láta skrá sveitir sínar á mánudag. A.G.R. Sjöman og Schein ræða um kvikmyndir í Norræna húsinu A MORGUN kl. 17.30 halda Vilgot Sjöman kvikmyndaleik- stjóri og Harry Schein forstöðu- maður kvikmyndastofnunarinnar sænsku erindi I Norræna húsinu á vegum tslenzk-sænska félagsins og Norræna hússins. Þar ræðir Vilgot Sjöman um- kvikmyndir sfnar, og Harry Schein segir frá sænskri kvikmyndagerð. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum eru báðir þessir menn staddir hér á landi vegna sænskrar kvikmyndaviku sem nú stendur yfir á vegum Islenzk- sænska félagsins og sænsku kvik- myndastofnunarinnar. Er ekki að efa, að hér gefst áhugafólki um kvikmyndalist einstakt tækifæri til að fræðast um hvernig málum þessum er háttað í Sviþjóð. Fyrir- iesturinn er haldinn á all- óvenjulegum tíma dagsins, en haft var í huga að það væri öllu hentugri tími en siðari hluti kvöldsins, þar eð þá standa yfir sýningar á kvikmyndum vik- unnar. Að loknum erindum sínum hafa Vilgot Sjöman og Harry Schein boðizt til að svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Varð að koma af sjúkrahúsi og lenti í bílslysi Kona, sem var að koma af sjúkrahúsi, skarst nokkuð í bflslysi í Reykdalsbrekku f Hafnarfirði í gærmorgun, og þurfti þvf að flytja hana beint á sjúkrahúsið aftur. Bifreið, sem konan var í ásamt ökumanni og barni, var að fara niður Reykdalsbrekk- una, þegar hún rann til í hálku og lenti á öryggisgrindverki. Bifreiðin kastaðist síðan frá grindverkinu út á götuna, þar sem hún stöðvaðist. Konan mun hafa skorizt á höfði, þegar bifreiðin skall á grindverkinu. Forseta synjað um undanþágu VERKALÝÐS-. og sjómanna- félagi Keflavíkur barst f fyrradag beiðni frá forseta lýðveldisins Nicaragua f Mið-Amerfku um að félagið veitti undanþágu til eld- sneytisafgreiðslu fyrir þotu her- málaráðherra landsins, sem var ásamt föruneyti á leið yfir Norð- ur-Atlantshaf. Beiðninni var hafnað. Þá hefur Verkakvennafélagið Framsókn veitt heimild til ræst- ingar kvikmyndahúsa í Reykja- vík, vegna sænskrar kvikmynda- viku, sem hér hefur verið ráð- gerð. JC-fundur í Kópavogi JUNIOR Chamber í Kópavogi gengst fyrir almennum borgara- fundi í félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 22. feb. kl. 14. Fundur þessi er haldinn f tilefni þess að Junior Chamber-félagar hafa ákveðið að gera 22. feb. að J. C.-degi. Efni fundarins er MAÐURINN OG UMHVERFI HANS. Frum- mælandi verður Finnur Torfi Hjörleifsson frá náttúruverndar- nefnd Kópavogs, bæjarfulltrúum Kópavogs hefur verið boðið á fundinn. — Árangurslaus Framhald af bls. 40 sjómenn, hefur hann aldrei þegið eina einustu krónu fyrir vikið — aðrar en þær.'sem hann fær i laun fyrir að vera i forystu Sjómanna- sambandsins. Laun hans í dag sem formanns Sjómannasam- bands Islands ná ekki 100 þúsund krónum á mánuði. — Amalrik Framhald af bls. 1 Þetta er í fjórða sinn á hálfu ári, sem Amalrik er tekinn höndum, en þá hafði hann af- plánað dóm sinn fyrir „and- sovézkan áróður" i fangabúðum. Síðan hann losnaði úr fangabúð- unum hefur honum verið meinað að búa í Moskvu þar sem eigin- kona hans hefur fbúð, en hefur þó fengið leyfi til að heimsækja hana allt að þrjá daga í senn. Lögreglan heldur því fram, að Amalrik hafi misnotað sér þessar ívilnanir. Kunnugir telja, að Amalrik verði hafður i haidi þar til flokks- þingi sovézka kommúnistaflokks- ins lýkur í byrjun mai-z. — Nixon Framhald af bls. 1 dag og á Ford þar í nokkrum erfiðleikum með Ronald Reagan, fyrrum rfkisstjóra Kalifornfu, sem einnig sækist eftir útnefn- ingu sem forsetaefni repúblí- kana. Stjórnmálafréttaritarar segja, að ferð Nixons muni minna kjósendur á að Ford náðaði Nixon þegar hann hafði sagt af sér eftir Watergatehneykslið en sú náðun vakti niikla reiði f Bandarfkj- unum. Strangar öryggisráðstafanir voru gerðar f Kalifornfu við brott- för Nixons og er þau hjónin gengu út í flugvélina virtu þau fréttamenn að vettugi, en stilltu sér þó upp fyrir myndatöku með kfnversku embættismönnunum, sem fylgdu þeim til Peking. Að sögn fréttamanna leit Nixon vel út, en var orðinn mun bognari f baki, en er hann var forseti. — Ali Framhald af bls. 1 1964—67 varði hann titil sinn 9 sinnum áður en hann tapaði fyrir Joe Frazer. Ali dansaði kringum and- stæðing sinn allar loturnar og hjó sífellt að höfði hans með vinstri handar höggum og tókst Coopman aldrei að komast í gegnum vörn Alis. Rétt þegar 5. lotu var svo að ljúka kom Ali nokkrum snöggum vinstri handar höggum á Coopman, sem seig niður í gólfið og náði ekki að standa á fætur áður en dómarinn lauk talningu upp að 10. Eftir keppnina sagði Ali: „Næst er það Jimmy Young, þá Ken Norton og svo Foreman og þá er ég hættur." Ali hefur nú keppt 52 sinnum, sigrað 50 sinnum en aðeins tapað fyrir Frazer og Norton, sem hann síðar sigraði í öðrum keppnum. — Thatcher Framhald af bls. 1 Noregs, sagði i Bergen i vikunni, að hvorki NATO né EBE hefðu efni á að láta deiluna halda áfram. Ef ríkisstjórnir landanna tveggja eru að leita að manni, sem gæti komið friði á umsvifalaust, væri rétt fyrir þær að líta í átt til Noregs,“ sagði blaðið að lokum. — Forkosningar Framhald af bls. 1 Reagan sagði, að sér kæmu þessir árás forsetans á óvart og upplýsti um leið, að hann hefði tvívegis boðið sér að taka sæti í ríkisstjórn, öðru sinni sem við- skiptamálaráðherra. Ford forseti lagði mikla áherzlu á utanríkismálastefnu sina í ræðu í gær. Hann gagnrýndi þingið harðlega fyrir að bregðast hlut- verki sinu í Angólamálinu. Þá þakkaði hann sér að hafa haft róandi áhrif á Kýpurdeiluna. Nýjustu skoðanakannanir benda til, að Ford hafi yfirhönd- ina i samkeppninni við Reagan i New Hampshire. Reagan hefur látið svo um mælt, að hann geri sig ánægðan með að fá 40 prósent atkvæða f forkosningunum. 14 demókratar taka þátt í for- kosningunum á þriðjudaginn, en talið er að aðeins 5 þeirra geti náð umtalsverðum árangri. — Minning Framhald af bls. 31 in sem við töluðum um að fara, er ég heimsóttj hann síðast, verður ekki farin, þar sem hann hefur tekist aðra ferð á hendur. Um leið og við þökkum vináttu og kynni af góðum dreng sendum við Esther og systrum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Asgeir Einarsson. — Glæpir Framhald af bls. 16 um og í sjónvarpi. Þá mundu lik- lega einhverjir framámenn missa höndina og kannski báðar, því fjármálaspilling er gífurleg í Egyptalandi. Egyptar þurfa sannarlega ekki að flytja inn glæpi. Okur, svarta- markaðsbrask, gjaldeyrissvindl og skattsvik eru almenn. Vændi og alls kyns saurlifnaður eykst alltaf. Innbrot, búðahnupl og hvers kyns smáþjófnaður færist lika í vöxt. Er talið, að flestallir verkfærir menn i Egyptalandi mundu missa hendurnar, ef Maatouq kæmi frumvarpi sínu fram. Brennivínsiðnaðurinn legðist niður. Flestum skemmti- stöðum yrði lokað. Flestar kvik- myndir yrður bannaðar. Og þá færi ferðamönnum nú líklega að fækka, og ekki sizt þeim ríku Aröbum, sem koma til Egypta- lands að skemmta sér, af því þeir mega það ekki heima hjá sér. Æði margir Egyptar mundu flýja land. Yrðu líklegafáir eftir nema alger- ir ofstækismenn. Það gera enda fáir ráð fyrir þvi, að frumvarp Maatouqs verði samþykkt. Mönn- um finnst það lýsa ótrúlegri hræsni og þykir mörgum illt að hafa trúað miðaldamanni fyrir at- kvæði sínu. Þá grunar lika, að æsifrumvarpi þessu sé ætlað að leiða athygli þeirra frá efnahags- vandanum, sundurlyndi Araba- þjóðanna, og hernámi Israels- manna á Sinaískaga. En aðrir hafa tekið frumvarpinu fagr.andi. I sumum moskunum í Kaíró er syndugum nú hótað hýðingum, grýtingum og krossfestingum. Og frétzt hefur af sjeik einum, sem var gripinn guðlegum eldmóði yfir frumvarpinu og hvatti trúaða til „að brytja i smábita alla múhameðstrúarmenn, sem drekka". I frumvarpi Maatouqs er hugsað fyrir refsingum við flest- um mögulegum glæpum. Þó ekki þeim að hvetja til ofbeldis og fjöldamorða... IRENE BEESON — Bíóin Framhald af bls. 24 því sem almennt gerist. 12 og 14 ára viðmiðunin er hins vegar ekki tiltekin í lögunum, svo að þess vegna gætum við eins bannað mynd til sýningar fyrir börn yngri en 10 ára eða 15 ára. Hin lögbundnu 16 ára mörk eru sjálfsagt miðuð við það að undan- gengin unglingsár eru mik- ið mótunarskeið og fólk er þá oft að leita sér að fyrir- myndum. Jú, það er vel hugsanlegt að endurskoða megi þessa þriskiptingu. Mér persónulega hefur jafnvel fundizt stöku sinn- um ástæða til að mörkin væru hærri, t.d. 17—18 ár eins og er i Bretlandi og Bandaríkjunum." • VANDAMAL EFTIR- LITSINS: „Nei, við skoð- unarmennirnir erum yfir- leitt sammála um hvernig eigi að takmarka aðgang að kvikmynd. Það eru ekki til- takanlega andstæð sjónar- mið í því efni innan okkar hóps. Og ég veit ekki hvort ég get nefnt nokkur veru- leg vandamál, sem við eig- um við að glima i eftirlit- inu. Yfirleitt er samvinnan við forráðamenn bióanna mjög góð. En það væri auð- vitað leiðinlegt ef það er rétt sem heyrist stundum að banninu sé ekki fram- fylgt og börnum hleypt inn á mynd, sem við höfum ákveðið að sé ekki við þeirra hæfi. Það á að vera hlutverk þeirra, sem reka kvikmyndahús, og dyra- varða að sjá um að það gerist ekki. Ég þykist vita að börnum finnist oft það sem bannað er bæði spenn- andi og eftirsóknarvert. Ég vildi þó gjarnan fá að trúa því að það sé ekki auðvelt fyrir börn að komast inn til að sjá bannaða mynd, því annars væri þetta starf harla tilgangslítið. Lögreglan fer stundum í eftirlitsferðir til þess að kanna hvort lögum sé framfylgt í þessu efni, en hvort það er nógu oft, veit ég ekki. Þetta veltur sem sagt fyrst og fremst á kvik- myndahúseigendum og dyravörðum. Ef fólk verður vitni að því að þessu sé ábótavant væri gott ef það gerði viðvart. Jú, það hefur komið fyrir áð kvikmyndahús hafi ekki farið eftir tilmælum okkar, en það hefur ekki gerzt nýlega mér vitanlega og ég vil ítreka að yfirleitt er samstarfið við bíóin í góðu lagi.“ — Reglurnar Framhald af bls. 25 ég nefndi, þá held ég að væri nokkuð sama hverjir sætu í sjálfu eftirlitinu. Og ég tel að reglan eigi að vera sú að leyfa sýningar á svo til hverju sem er en undantekningin væri að banna. Það sem mér fyndist helzt eiga að banna er alls konar tortúrmyndir og djöful- gangur og ógeðslegustu morð — ég tala nú ekki um ef ung- lingar eru látnir leika slíkt. Það finnst mér alveg forkastanlegt. En ég fæ ekki séð hins vegar að það sé nokkur ástæða til þess að banna sýningar á tiltölulega heilbrigðum klámmyndum. Við vitum ósköp vel að þetta er flutt inn í landið í stórum stíl i 8 mm útgáfum og sýnt út um borg og bý. Plús það að Islend- ingar eru fljúgandi út um allan heim til að skoða þetta. Ég fæ þvi ekki séð nokkurn punkt í þvi að banna sýningar á þessu hér. Ég er heldur ekki í nokkr- um vafa um að þetta myndi ganga yfir á örskömmum tíma. Það erreynslan annars staðar." „Eg held nú að eftirlitið i bíóunum með því að krakkar komist ekki inn á myndir sem þeim eru bannaðar samkvæmt núgildandi reglum gangi allvel. Nokkuð misjafnlega þó. En ég tel að dyraverðir séu almennt strangir — alla vega veit ég að dyraverðirnir hjá mér eru það. Hitt finnst mér algjörlega út í bláinn að vera að banna annars vegar innan 12 ára og hins vegar innan 14 ára. Hver getur sagt hvort 14 ára ung- lingur hefur miklu meiri þroska en 12 ára? Ekki get ég alla vega dæmt um það. Mín skoðun er sú að í nýjum reglum um kvikmyndaeftirlit eigi aðeins að vera ein aldursmörk þ.e. 16 ára. Ég held að það sé alveg nægilegt." „Ég hef ekki svona á reiðum höndum nákvæmar hugmyndir um hvernig kvikmyndaeftirlit eigi að vera í smáatriðum. En það er alveg ljóst að þetta verður að stokka upp. Að ekki skuli vera til skýr löggjöf um kvikmyndaeftirlit nær auðvitað engri átt, en þannig er þetta raunar um allt sem kvikmyndir varðar hér á landi. Hver hræða á Stór-Reykjavíkursvæðinu fór 15 sinnum í bíó á siðastliðnu ári. Þetta er sú skemmtun sem almenningur sækir langmest. Og það er ekki til nein löggjöf um hana!“. — Kvikmyndir Framhald af bls 38 Paramount. 7 m. $ 28. Trial of Billy Jack. F. Laughlin, W.Br. 6.7 m. $ 29. Strongest Man in the World. V. McEveety, Disn. 6.6 m. $ 30. Reincarnation of Peter Proud, J.L. Tompson, CRC/A.I.P. 6.5 m. $ Heimild: VARIETY. Sæbjörn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.