Morgunblaðið - 22.02.1976, Side 40
AUGLY SINGASÍMfNN ER:
22480
tmrgiiutlblaMli
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
3W«rfltmi)Ifl?Jit>
SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1976
Veitingahús uppvís
að því að nota ólög-
lega sjússamæla
KOMIÐ hefur í Ijós að a.m.k. tvö veitingahús í Reykjavík
hafa notað ólöglega sjússamæla og í athugun er hvort
fleiri veitingahús hafi stundað slík svik. Blaðið fékk
þetta staðfest hjá Bjarka Elíassyni yfirlögregluþjóni í
gær, en að hans sögn er mál þetta nú í rannsókn.
Löghoðinn vínsjúss á veitingahúsum er 3 sentilítrar en
hjá tveimur fyrrnefndu veitingahúsunum vantaði 3—4
millilítra upp á magnið, þannig að vínsjússinn, sem
viðskiptavinurinn hefur fengið í þessum húsum, er 10%
minni en hann greiddi fyrir.
Löggildingarstofan >>efur út ná-
kvæma sjússmæla, sein vínveit-
ingahúsunum ber aú nota. Grunur
hefur leikið á þvi, að veitingahús
notuðu ekki þessa löggiltu mæla
og hefur þetta verið i rannsókn.
m.a. var farið í veitingahús eitt i
borginni s.l. föstudagskvöld til að
gæta að mælunum þar. Neitaði
veitíngamaðurinn i fyrstu að sýna
mælana en um síðir gaf hann sig
og kom í ljós að þeir voru ólög-
legir. Lagði lögreglan hald á mæl-
ana. Löggildingarstofan var
fengin tíl að mæla nákvæmlega
sjússmælana hjá veitinga-
húsunum tveimur og reyndust
þeir vera 2,6—2,7 sentilftrar en
ekki 3 sentilítrar eins og lögboðið
er.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Morgunblaðið aflaði sér í gær
hafa enn ekki verið lagðar fram
kærur á hendur viðkomandi veit-
ingahúsum vegna þessara lög-
brota en það verður væntanlega
gert innan skamms. Nokkrir
aðilar hafa verið yfirheyrðir,
þjónar og veitingamenn en ekki
mun liggja fyrir hver þénusta
veitingahúsanna hefur orðið
aukalega vegna þessara aðferða.
Ljósmynd: HAX.
VEGNA sænskrar kvikmyndaviku, sem er að hefjast hér f Reykjavfk, komu f gær til landsins með
leiguflugvél Vilgot Sjöman, kvikmyndaleikstjóri, Ann Zacharias, kvikmyndaleikkona, og Harry
Schein, forstöðumaður sænsku kvikmyndastofnunarinnar. Myndin er tekin af þeim þremur við
komuna til Reykjavfkur f gærmorgun. Þess má geta að Verkakvennafélagið Framsókn hefur veitt
heimild til undanþágu til ræslingar f Austurbæjarbfói en þar verða hinar sænsku kvikmyndir sýndar.
Ósamkomulag hjá ASÍ
Ekkert gerðist á fundunum
segir Björn Jónsson
Hrollvekja tók
við þegar mafíu-
myndinni lauk
MAÐUR nokkur brá sér f
Háskólabió klukkan 5 á föstu-
daginn og horfði þar á mafíu-
mvndina Guðföðurinn. Þegar
mvndinni lauk fór hann út í
bílinn sinn, Landrover-jeppa,
setti hann í gang og hugðist
aka af stað. En það merkilega
gerðist, að híllinn hreyfðist
ekki úr stað. Setti hann þá
hflinn í framdrif oggat þannig
með herkjum ekið honum
heim. Þegar þangað kom fór
hann að aðgæta betur hvað
væri að bílnum og uppgötvaði
sér til mikillar furðu og hrvll-
ings að búið var að stela aftur-
öxlinum! Er það minnst hálf-
tíma verk að losa öxulinn.
Rannsóknarlögreglan óskar
eftir vitnum, sem hugsanlega
kunna að hafa séð þjófana að
verki á föstudaginn.
SAMNINGAFUNDIR
milli aðila vinnumarkaðar-
ins í fyrradag fóru aðal-
lega í það að fá einstaka
hópa innan raða ASÍ-
forystunnar til þess að
nv
r
a
Halda á
friðaða svæðið
Rólegt var á miðunum fyrir
austan land i fyrrinótt og var svo
enn í gærmorgun. Brezku togar-
arnir hafa haldið sig í landvari og
að sögn Gunnars H. Ólafssonar,
eru sumir skipstjórarnir orðnir
það þreyttir á ástandinu hér við
land, að þeir eru nú lagðir af stað
til Noregs á skipum sínum, í von
um að fá meira næði til að fiska.
Þá sagði Gunnar, að gefin hefði
verið út tilkynning um nýtt veiði-
svæði togaranna í fyrrakvöld.
Þetta nýja veiðisvæði er frá 16° V
til 66°N, eða frá Rifstanga að
Digranesi. Friðaða svæðið, þar
sem brezku togararnir voru að
veiðum fyrir skömmu er inni í
þessu nýja veiðisvæði og ber ekki
á öðru en Bretar ætli sér að halda
áfram að veiða alfriðaðan smá-
fiskinn.
Loðnan komin að
Vestmannaeyjum
ENGIN loðnuveiði var s.l. sólarhring. Þeir bátar, sem voru úti, lágu f
landvari vestan við Ingólfshöfða, en þar voru þeir sfðast að veiðum.
Vestast munu bátarnir hafa fcngið loðnu við Skaftárósa. Þá fregnaði
Morgunblaðið í gær, að flutningaskip hefðu fundið mikla loðnu
skammt austan við Vestmannaeyjar.
Morgunblaðið hafði samband
við Jakob Jakobsson fiskifræðing
og spurði hann hvort líkur væru á
að loðnan væri komin að Vest-
mannaeyjum. Jakob sagði það vel
geta itt sér stað, en sjálfur hefði
hann ekki haft fregnir af henni
þar. Rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson hefði haldið út í fyrra-
kvöld undir stjórn Sveins Svein-
björnssonar fiskifræðings, en
þeir væru vart komnir á miðin
enn.
Sagði Jakob, að það væri mjög
misjafnt hve lengi loðnan væri að
ganga frá Vestmannaeyjum að
Reykjanesí. Stundum tæki það
loðnuna aðeins tvo—þrjá daga og
i önnur skipti allt að 10 daga.
falla frá háum sérkröfum
— að sögn Jóns H. Bergs,
formanns VSl. Miðuðu
þessar tilraunir að því að
skapa einingu í röðum ASl.
Björn Jónsson, forseti ASl,
sagði hins vegar að ná-
kvæmlega ekkert hefði
gerzt á fundum, sem hóf-
ust klukkan 14 í fyrradag
og stóðu til klukkan 02 í
fyrrinótt. Aðalsamninga-
nefndirnar hefðu aldrei
talazt við. Björn kvað mál-
ið hið alvarlegasta og sagð-
ist hann vera hættur að
búast við að nokkuð gerð-
ist. Fundur var í gær boð-
aður á ný klukkan 14 í Toll-
stöðvarhúsinu við Tryggva
götu.
Jón H. Bergs, formaður VSI,
sagöi aö dagurinn í fyrradag hefði
farið fyrir lítið. Viðræður hefðu
þá algjörlega strandað á hinum
háu sérkröfum einstakra hópa og
hann sagði, að innan ASÍ virtist
ríkja algjört ósamkomulag, þann-
ig að fengi einhver hópur
eitthvað, þyrftu allir aðrir að
fá mjög háar viðbótarsérkröfur.
Jón var spurður að því,
hver viðbrögðin hefðu verið
við tillögu vinnuveitenda
hjá fulltrúum launþega, og
sagði hann þá: „Þau eru mjög
mismunandi. Ég heýrði það á
ýmsum úr röðum viðsemjenda
okkar, að þeir eru jákvæðari en
aðrir og það er vitað, að þetta með
samningstímann er okkur ekki
fast í hendi. Viðvíkjandi rauðu
Enn er þrefað um
undanþágu á mjólk
UM HÁDEGI f gær var enn ekki komin endanleg niðurstaða á
mjólkurmálin og þvf alveg óvfst hvenær hægt yrði að hefja sölu á
mjólk til kornabarna, sjúklinga og gamalmenna. Morgunblaðið aflaði
sér þeirra upplýsinga, að Dagsbrún, verkakvennafélagið Framsókn og
A.S.B., þ.e. félag afgreiðslustúlkna f brauð- og mjólkurbúðum, væru
búin að samþykkja þær tillögur um undanþágur sem lagðar hefðu
verið fram, en mjólkurfræðingar áttu þá eftir að gcfa svör.
Skúli Johnsen, borgarlæknir,
sagði í gær, að hann vonaðist til
að málið leystist endanlega síðar
um daginn, en málinu var skotið á
frest þar til í gær, eftir að umræð-
ur um undanþágur höfðu staðið
lengi yfir í fyrrinótt.
Sigurður Runólfsson hjá Mjólk-
urfræðingafélaginu sagði, að
ekkert væri búið að ræða undan-
þágumálið hjá þeirra félagi.
Ástæðan fyrir því væri, að mjög
hægt gengi í samningamálum við
þeirra eigin viðsemjendur, sem
væru mjólkursamsölumennirnir.
— Ég vona að þeir menn sem
við okkur eiga að tala, snúi sér nú
í alvöru til okkar. Þeir hafa
ekkert gert til að koma á móti
okkur, ef þeir gera það, lítum við
allt öðrum augum á málið, sagði
hann. Þá hafði Morgunblaðið í
gær samband við Guðmund J.
Guðmundsson, formann Dags-
brúnar. Hann vildi lítið um málið
segja, neina að hann vonaðist
innilega til að þetta leystist og
takmörkuð mjólkursala gæti
hafizt á mánudaginn.
Mbl. hafði einnig spurnir af því,
að útsölunni yrði sennilega háttað
þannig, að fólk yrði að sýna
sjúkrasamlagsskírteini þegar það
keypti mjólk og að fólk með
kornabörn hefði algjöran for-
gang.
strikunum, þá hefur það aðeins
verið sett fram, en við höfum ekki
heyrt nánari skilgreiningu á þeim
og því er ekki unnt að tjá sig
um þau, fyrr en vitað er betur
hvað átt er við.“
Jóni var bent á, að nú hefði þó
sá áfangi náðst, að ASl hefði sam-
þykkt áfangahækkanirnar tvær,
5% frá 1. júlí og 4% frá 1. októ-
ber. Hann sagði: ,,Já, en þeir
halda því fram að byrjunarhækk-
unin sem er 4% sé of lág. En það
er nú álit margra, að það sem felst
í sáttatillögunni séu verðbólgu- og
gengisfellingarsamningar — ef af
þessu yrði gengið. Við viljum ekki
þurfa að svara fyrir það að gengið
sé lengra út i vitleysuna."
Að lokum sagði Jón H. Bergs:
„Það voru í gær gerðar mjög mikl-
ar tilraunir til þess að fá einstaka
hópa til þess að falla frá háum
sérkröfum um viðbótarlaun fyrir
sína hópa. Var þetta gert til þess
að reyna að skapa einingu í röð-
um launþega, en það hefur ekki
orðið árangur af því. Var þetta
gert með viðræðum við samninga-
menn og aðalsamninganefndirnar
voru í viðræðum við sáttanefnd-
ina svo og fulltrúar frá aðalsamn-
inganefndunum.“
Árangurslaus
sáttafundur
SAMNING AFUNDUR í kjara-
deilu sjómanna og útvegsmanna,
sem hófst f fyrradag klukkan 17 í
Tollstöðvarhúsinu við Tryggva-
götu, lauk í fvrrinótt klukkan 02.
Ekkert gerðist markvert á
fundinum og að sögn þeirra Jóns
Sigurðssonar og Kristjáns
Ragnarssonar miðaði lftið sem
ekkert til samkomulags. Fundur
var f gær boðaður klukkan 14 og
átti að halda hann f Þórshamri.
Að gefnu tilefni vill Jón
Sigurðsson, formaður Sjómanna-
sambands íslands, láta þess getið,
að í þau 40 ár, sem hann hefur
staðið að samningagerð fyrir
Framhald á bls. 39