Morgunblaðið - 06.03.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 06.03.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 £> Borgarstjórn: Tillögu um stöðvun innkaupa frá Bretlandi var vísað frá A BORGARSTJ0RNARFUNDI I fyrradag lagði Sigurjón Péturs- son fram svohljóðandi tillögu, en Alfreð Þorsteinsson var flutn- ingsmaður ásamt honum: „Borgarstjórn álvktar, að á meðan Bretar hafa í frammi of- beldisaðgerðir gegn Isiendingum innan fiskveiðilandhelgi Islands skuli að þvf stefnt, að innkaup Reykjavíkurborgar verði ekki gerð S Bretlandi." Það kom fram I umræðum á fundinum, að upphaflega er til- laga þessi komin frá Torben Frið- rikssyni, forstjóra Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, en forstjórinn flutti tillöguna á fundi stjórnar stofnunarinnar 1. marz s.l. Sigur jón Pétursson gerði tillögu forstjórans að sinni á fundi borgarráðs 2. marz s.I., en Albert Guðmundsson lagði þá til að henni yrði vísað frá, og var það samþykkt. örlög tillögunnar urðu á sömu lund f borgarstjórn. Nokkrar umræður urðu um til- lögu þessa og tilurð hennar á fundi borgarstjórnar. Lýsti Sigur- jón Pétursson þar óánægju sinni með aðgerðir rikisstjórnarinnar i landhelgismálinu, og taldi að með því að samþykkja tillöguna gæti borgarstjórn veitt rikisstjórninni aðhald, sem væri i samræmi við almenningsálitið. Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, mælti gegn tillög- unni. Taldi hann tillöguna vanhugsaða og fram borna af til- finningasemi, sem hefði borið skynsemina ofurliði. Hann benti á, að enda þótt stjórnmálasam- bandi við Breta hefði verið slitið, þá hefði enginn ábyrgur stjórn- málamaður enn komið fram með þá tillögu að setja viðskipta- bann á Breta, enda lægi í aug- um uppi að slík aðgerð mundi fyrst og fremst koma niður á Is- lendingum sjálfum. Til marks um þetta væri sú staðreynd, að jafn- vel þingmenn Alþýðubandalags- ins hefðu ekki treyst sér til að ganga lengra í málflutningi sínum en að leggja fram tilíögu um sérstaka tollaálagningu á brezkar vörur. I þessu sambandi benti Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, á, að á síðasta ári hefði innfíutn- ingur Innkaupastofnunar Reykja- vikurborgar frá Bretlandi aðeins numið um 4 af hundraði alls innflutnings stofnunarinnar, en á siðustu fimm árum hefði innflutningur frá Bretlandi numið 7.4 af hundraði heildar- innflutnings stofnunarinnar. Hann benti á þá athyglisverðu staðreynd, að einu umtalsverðu viðskiptin við Bretland hefðu farið fram á árinu 1973. Hefði innflutningur Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar frá Bretlandi með öðrum orðum verið langmestur á tíma þorskastríðs vinstri stjórnarinnar. Borgarstjóri benti á að útflutn- ingur Islendinga til Bretlands næmi nú um 5 milljörðum króna á ári, og að ekki yrði áhlaupaverk að afla nýrra markaða tæki fyrir þann útflutning auk þess sem ætla mætti að Bretar beittu gagn- aðgerðum. Þá ættu Islendingar samskipti við brezka lánamark- aði, margir Islendingar væru við nám i Bretlandi, auk þess sem það væri ekki einfalt mál að afnema vörukaup frá Bretlandi. Þyrfti ekki annað en að benda á kaup á varahlutum i tæki, sem þegar hefðu verið keypt þaðan, til að skilja þá staðreynd. Um viðskipti Reykjavíkurborgar við Bretland sagði borgarstjóri, að ákveðnir þættir í rekstri borgarinnar væru að verulegu leyti háðir því, að þau gengju vel. Þar á meðal væru mjög mikilvæg tæki í togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem mundu stöðvast, fengjust tækiTi ekki keypt frá Bretlandi. Þá kom í ljós, að verulegur hluti véla- kosts, sem notaður er við gatna- gerð, garðrækt og gatnahreinsun, kemur frá Bretlandi. Sagði borg- arstjóri að misbrestur á innflutn- ingi varahluta í þessu tæki gæti leitt til þess að þau ýrðu óvirk. Yrði tillagan samþykkt kæmi við- skiptabann það, sem Sigurjón og Alfreð vildu innleiða, þvi fyrst og fremst niður á borginni, enda þótt viðskipti Reykjavikurborgar við Bretland væru ekki ýkja mikil að vöxtum. I upphafi skyldi endirinn skoða, og það væru gömul og ný sannindi, að vopnin gætu snúizt i höndum manna, og það, sem beint var gegn óvininum, gæti hitt mann sjálfan fyrir. Borgarstjóri bar fram eftirfar- andi frávisunartillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins: „I landhelgisdeilunni við Breta er nauðsynlegt, að sérhvert spor sé stigið að vel athuguðu máli og að allar aðgerðir Islendinga verði samræmdar undir forystu rikis- stjórnarinnar, sem til þessa hefur haldið vel á málinu. Sérstaklega ber að hafa í huga að þær aðgerð- ir, sem gripið er til, hitti ekki Islendinga sjálfa verst fyrir, þannig að vopnin snúist i höndum okkar. Borgarstjórn telur því ekki ástæðu nú til að samþykkja stefnuyfirlýsingu þess efnis, að innkaup borgarinnar verði ekki gerð í Bretlandi, enda mikilvægir þættir í rekstri ýmissa borgar- stofnana háðir viðskiptum við Bretland og hætta á stöðvun Framhald á bls. 27 Snjósleðakappar að æfingu fyrir mótið. Ljósm. A.H. Snjó-rallið verður í dag LIONSKLUBBARNIR Njörður og Freyr hafa í samráði við björgunarsveitir unnið að undirbún- ingi snjó-rallsins í nágrenni Reykjavíkur. Upphaf- lega var ætlunin að halda mótið við Sandskeið en nú hefur verið ákveðið að flytja mótið. Verður það haldið í dag við Þingvallaveginn þar sem hann liggur um Mosfellsheiði. Þar er nægilegur snjór og hefst mótið kl. 14.00 MikiII áhugi er fyrir þessu móti, en stefnt er að þvi að slík mót verði haldin um land allt og sigurvegurunum siðan stefnt saman í nágrenni Reykjavikur. Fjöldi þátttakanda hefur þegar skráð sig til keppni. Leiðin verður vel merkt og engin hætta er á að menn finni ekki mótssvæðið. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir fullorðna en 100 kr. fyrir börn. Eins og fram hefur komið í blaðinu rennur allur ágóði til tækjakaupa fyrir björgunarsveitirnar sem aðstoða Lionsklúbbana við framkvæmd mótsins. „Stefni að fjölbreytt- arí vinnslu með efni” Sigurður Örlygsson listmálari sýn- ir um þessar mundir 55 málverk l Norræna húsinu og lýkur sýning- unni um helgina. Við litum inn hjá Sigurði og röbbuðum við hann, en talsverð breyting hefur orðið í mál- verki hans síðan hann sýndi í hópi sexmenninganna á Kjarvalsstöðum um árið Þá byggði Sigurður myndir sínar að mestu á spegilmynd tveggja flata, en nú hefur hann losað um púkann á bitanum eins og hann komst að orði og hleypt prakkaraskapnum inn í myndflötinn að yfirveguðu ráði þó. „Hvur fjárinn," sagði Sigurður þegar við settumst niður til að rabba saman, „það er öllu stolið úr mér sem ég ætlaði að segja, en það var hér allt í gær. Annars má segja að þessar myndir mínar á sýningunni séu flokkanlegar i nokkra flokka, sem þó eru hvorki pólitískir né að um sé að ræða 1 , 2., eða þriðja flokk af þorski Hér eru skýjamyndir, myndir hlaðnar smáhlutum og þannig hef ég reynt að hleypa Ijóðrænu inn i myndirnar. Ég hef losað mig að ta sprang Eftír Arno Johnsen mestu við spegilmyndina og mér finnst ég hafa færzt ! aukana með því, sérstaklega þó I gegnum vinnu með klippimyndir, en með þvi fyrir- brigði tók ég snúning i Amerikuför fyrir nokkru og dvöl þar Hin föstu form voru mér strangur skóli, en þar byggði ég yfirleitt á einu til tveimur formum i gegnum myndina en nú hefur þetta leystst úr læðingi og ég held að það sé ekki vitlaus þróun að þyrja strangt en losa siðan um og slaka á i fletinum um leið og maður tekur á i flóknari myndgerð Flestar þessar myndir eru málaðar á sl tveimur árum, en að undanförnu hef ég gert talsvert af þvi að skera í sundur gamlar myndir, mála þær upp á nýtt og setja saman, í breyttu formi að sjálfsögðu." „Hvert stefnir þú i málverkinu?” „Ég ætla að halda áfram að losa um þetta og það er gott að taka á rás eftir þessa sýningu, þvi maður hefur gott af að sjá hvað maður hefur gert og þá er hægara að vinza úr og velja það svið sem maður vill taka fyrir Þetta er náttúrulega hægt að gera án þess að halda sýningu, en það er spennandi að bjóða fólki með i leik- inn, taka þátt i vorsprettunm Á næstUnni ætla ég í heimsókn til skyldmenna i Skandinavíu og i þeim túr reikna ég með að fá vinnu- aðstöðu um tima i Kaupmannahöfn, svo það er hugur i manni eins og vera ber og það kemur einnig til af þvi að mér finnst miklu skemmti- legra að vinna þessar nýju myndir minar en þær sem ég gerði i spegil- stílnum ef svo má segja Fyrst og fremst stefni ég út i meiri og fjöl- breyttari vinnslu með efni og alls- konar sull i myndgerð, úthleyptar myndir og sitthvað sem bezt er að segja sem minnst um að sinni áður en maður hefur mallað eitthvað." Sigurður örlygsson listmálari við eina mynda sinna I gamla stílnum, en þó hefur hann málað hana upp og breytt henni fyrir skömmu. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Þegar við heimsóttum Sigurð I kjallara Norræna hússins var hópur nemenda á 2. ári f Hand- fða- og myndlistarskólanum I heimsókn hjá honum ásamt Braga Asgeirssyni listmálara og kennara við skól ann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.