Morgunblaðið - 06.03.1976, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976
Gardar VI.
LARS SVENSSON heitir
maður, sænskur, starfandi við
orðabók sænsku akademfunn-
ar. Hann er íslenskumaður góð-
ur og áhugamaður um fslensk
fræði, hefur einu sinni komið
hingað til lands, dvaldist þá
nokkrar vikur á fslenskunám-
skeiði hér. Frístundirnar notar
Svensson meðal annars til að
stýra ársriti félagsins Svíþjóð-
Island f Lundi og Málmey.
Gardar heitir það og kom 6.
árgangur þess út seint á árinu
sfðasta. Gardar er einskorðað
við fslenska tungu og bók-
menntir, hið síðartalda að
meirihluta. Og eins og við er að
búast sitja fornbókmenntir f
fyrirrúmi. Norrænt er rit þetta
f þeim skilningi að höfundarnir
eru vfðs vegar að frá Norður-
löndum (og jafnvel vfðar) og
skandfnavfsku málin þrjú —
danska, norska og sænska — öll
tekin gild eins og annars staðar
þar sem fjallað er um efni sem
heita mega samnorræn. x
Gardar VI hefst á ljóði eftir
Jón úr Vör og er hvort tveggja
birt, sænsk þýðing þess eftir
Inge Knutsson og sfðan frum-
textinn á fslensku. Verðugt er
að sænskt rit skuli bjóða Jóni
úr Vör til heiðurssætis með
þessum hætti. Hann á það skilið
þó ekki sé nema vegna eigin
íslenskra þýðinga á sænskum
ljóðum. Um þýðandann, Inge
Knutsson, er það annars að
segja að hann telst varla lengur
til nýgræðinga í hópi ljóðaþýð-
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
enda. I fyrra sendi hann frá sér
safn íslenskra ljóða sem hann
hafði snarað og gat undirrit-
aður þess þá nokkrum orðum
hér f blaðinu. Þarna í Gardar er
svo ritdómur um það safn eftir
Jón Sigurðsson. Jón hnippir í
Knutsson, meðal annars fyrir
að ganga framhjá Jóhanni
Hjálmarssyni og Matthfasi
Johannessen.
Tveir tslendingar eiga þarna
ritgerðir um fornfræðileg efni,
Jakob Benediktsson um kveð-
skapinn f Landnámu og Halldór
Halldórsson um Lund f íslensk-
um heimildum. Carin Sand-
quist (sænsk) skrifar smágrein
sem heitir Söguþýðandinn
fundinn og er greinin rituð sem
framhald hugleiðinga f Gardar
V þar sem Sandquist varpaði
fram þeirri spurningu hvort
sjálfur Strindberg hefði þýtt
Gísla sögu Súrssonar sem birt-
ist á sænsku f Göteborgs
Handels- och Sjöfartstidning
seint á öldinni sem leið. Nú
hefur Sandquist komist að hinu
sanna: sem sé að Strindberg
var ekki þýðandinn heldur
Henrik nokkur Hedlund blaða-
maður; og ritstjóri nefnds blaðs
á fyrstu árum þessarar aldar.
Einn englendingur á efni f
þessu hefti, Peter Foote, fs-
Lars Svensson
lendingum að góðu kunnur
(skrifar um Gisla sögu) og
tveir danir, Ole Widding —
hann var einu sinni sendikenn-
ari hér — skrifar um norrænu
orðabókina; og svo er þarna
fyrirlestur sem Chr. Wester-
gárd-Nielsen flutti við Stokk-
hólmsháskóla f fyrra og heitir
Staða fslensku ættarsögunnar f
bókmenntasögunni. Erindi
Westergárd-Nielsen er athygl-
isvert, meðal annars fyrir þá
sök að hann skoðar viðfangs-
efnið frá dönskum sjónarhóli og
telur fslenskar fornbókmenntir
sameiginlegri norrænan menn-
’ngararf en okkur hér er tamt
sem lftum á þær sem alfslensk-
ar bókmenntir fyrst og fremst.
1 handritadeilunni fór það f
taugarnar á mörgum fslendingi
að danir, sem andvfgir voru af-
hending handritanna, lögðu
áherslu á hið samnorræna f
þessum bókmenntum, héldu
jafnvel fram að tilviljun ein
hefði ráðið að þær voru „niður-
skrifaðar" á tslandi en ekki t. d.
í Danmörku. A endanum fórst
dönum stórhöfðinglega; þeir
vissu hverju þeir voru að
sleppa þegar þeir afhentu and-
ritin og meðal annars þess
vegna ber okkur að virða sjón-
armið þeirra nú þó þau stangist
á við okkar. (Ég tek fram til að
fyrirbyggja misskilning að WN
er ekki í þessu erindi að svipta
okkur neinum heiðri heldur
skoðar hann málin frá mörgum
hliðum og vitnar meðal annars í
íslenska fræðimenn og er
erindi hans í alla staði hið skil-
merkilegasta).
Yfirhöfuð er léttur svipur og
ferskur blær yfir þessu sænska
riti þó svo að það fjalli mest um
efni sem eru ekki beinlfnis ný
af nálinni. Megi það lengi lifa.
Og þökk sé ritstjóranum, Lars
Svensson.
BðKmennllr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Jökull Jakobsson.
Gaman og alvara
[J Jökull Jakobsson:
FEILNÓTA I FIMMTU SIN-
FÓNlUNNI. 175 bls.
□ Örn & Örl. hf. 1975.
EKKI er allskostar auðvelt að
átta sig á sögu þessari. Megin-
efnið liggur að vísu ljóst fyrir
en það er f stuttu máli þetta:
Fertug eiginkona mikilsvirts
athafna- og stjórnmálamanns
slær þá feilnótu í lífssinfóniu
sinni að hún tekur að halda við
skftugan og heldur svona
óábyrgilegan ungling og það af
svo mikilli áfergju að hún gerir
næstum hvað sem er til að
þóknast piltinum. Nútímaeld-
húsreyfari handa nútímakven-
fólki sem vill krassandi ást eða
hvað? Tæpast, held ég. Þarna
er ekki á ferðinni ást í venju-
legri merking orðsins heldur
þvert á móti einhvers konar
félagsleg vandamál, sambland
af einstaklingslegum geðflækj-
um og samfélagslegri óreiðu.
Tiltektir konunnar „táknuðu
aðeins hljóða uppreisn gegn
umhverfi" hennar. Seinna
segir til frekari skilnings á
hegðan hennar: „... velferðar-
þjóðfélagið er að murka lífið úr
þegnum sínum, þar sem streit-
an er að drepa þá sem halda
þessu félagi gangandi og tóm-
leikinn þá sem njóta ávaxt-
anna."
Þó Jökull Jakobsson sé
þekktastur sem leikritahöf-
undur fer því fjarri að hann sé
byrjandi í skáldsagnaritun. En
auk leikrita sinna og skáld-
sagna hefur hann áunnið sér
vinsældir sem fyndinn og
áheyrilegur útvarpsmaður. Les-
endur vænta því mikils af hon-
um hvenær sem eitthvað heyr-
ist frá honum, hvort heldur það
nú er í leikhúsi, útvarpi eða
bók. Með hliðsjón af stíl og upp-
bygging er þessi skáldsaga hans
lipurlegasta hingað til og að því
leyti þarf enginn að verða fyrir
vonbrigðum. Að vísu er hún
fulllangdregin með köflum, þar
á ofan endurtekningasöm. En
hvorugt er til stórlýta. Sú'er ein
aðferð höfundar að endurtaka í
sifellu stef eða vígorð gegnum
heilu kaflana, til að mynda
„dömurnar vilja meira sjerrí“
sem undirstrikar hvernig
fertugri forstandsfrú byrjar að
njóta lífsins sjálfri sér og sín-
um til sóma og nytsemdar hvað
hún þó lætur sér hvorki nægja
né lynda.
Vafalaust er höfundur nógu
kunnugur lifnaðarháttum
nútimafólks til að geta lýst sam-
kvæmislífi þess svo raunsæis-
lega sem honum þykir sjálfum
henta. Lýsingar hans á því eru
hér að mínum dómi ýktar á
þann hátt sem vel mætti hæfa
gamansögu. En með hliðsjón af
hinum alvarlega félagslega
undirtóni sögunnar virðist mér
höfundur einfalda málin um of,
vinna sér verkið léttar en
skyldi. Persónurnar eru allar
fábrotnar, sýnast vera holdi
klædd vigorð fremur en raun-
sannar myndir af lifandi fólki.
Þar af leiðandi verða flest við-
brögð þeirra eins og auðleyst
reikningsdæmi. Auk þess styðst
höfundur um of við útþvældar
fyrirmyndir. Til dæmis er
mynd sú sem þarna er gefin af
hinum sjálfglaða og skilning-
sljóa athafnamanni orðin svo
hversdagsleg í nútimaskáldsög-
um að helst minnir á kaup-
manninn í plássinu i skáldsög-
um kreppuáranna. Þá var
verkamaðurinn á hinn bóginn
ímynd hins óspillta, heilbrigða
og sanna; nú stendur alviturt
ungmenni með pálmann í hönd-
um og áru um höfuð í hans stað.
Ung stúlka, dóttir hjóna, tekur
þarna að sér forsjárhlutverk og
gerist í senn dómari og bjarg-
vættur andspænis dáðlausum
og ráðlausum foreldrum. Svo
mjög geislar hún af sjálfsöryggi
að næstum gengur í berhögg
við viðtekin erfðalögmál þegar
hliðsjón er höfð af hinum ráð-
villtu og nautnasjúku foreldr-
um. Spilling ráðandi kynslóðar
er þarna fáum dráttum dreginn
og þarf tæpast að útmála hana
gerr. En orsakir hennar koma
hvergi skýrt í ljós. Maður gæti
næstum ímyndað sér að þarna
ættust við tveir kynþættir sem
væru ekki aðeins ólikir að upp-
runa og uppeldi heldur einnig
að eðli, náttúru. Einföldunin
veldur því að sagan missir
marks sem félagsleg ádeila
þrátt fyrir þau faglegu tök sem
höfundur hefur á stíl og öðrum
tæknihliðum skáldsögu. Með
dálítilli hagræðing hefði ég get-
að hugsað mér þetta hreina og
ómengaða gamansögu þar sem
höfundur hefur margsýnt og
sannað að hann skortir hvorki
orðheppni né tilfyndni til að
bregða fyrir sjónir hinu skop-
lega í tilverunni auk þess sem
hann hefur næmt auga fyrir
hinu smáskrítilega í lífinu.
Andstæðurnar í sögunni gátu
lika boðið upp á slikt: virðuleg
frú í hörkuhvílubrögðum við
kærulausan strák sem hefur
ekki áhuga á öðru en peningun-
um hennar — hvað er í raun-
inni grátbroslegra þegar öllu er
á botninn hvolft?
En hvað um það — höfund-
urinn ræður og honum er ekki
einbert gaman í hug. Þess
vegna snýr hann flækjunni upp
i vandamál, kallar til sálfræð-
ing og skellir skuldinni meðal
annars á rangsnúið þjóðfélag.
En þá er eins og vanti ein-
beitni, maður leitar að hand-
festu en finnur ekki; hvert er
höfundur að fara, hversu mikil
alvara er honum i alvörunni,
hvað var þáb í raun og veru sem
hann vildi sagt hafa? Slikar og
þvílíkar spurningar hljóta að
leita á hugann æ ofan i æ við
lestur bókarinnar og því frem-
ur þar eð höfundur verður
varla vændur um að koma ekki
orðum að því sem honum býr í
brjósti. Tæpast er hægt að
hugsa sér að Jökull hafi skrifað
þessa bók til að koma á fram-
færi ákveðnum sjónarmiðum,
segja nýjan sannleika þó sagan
beri sterkan keim af tendens-
sögu; miklu fremur kemur
manni í hug að hér séu á ferð-
inni hjáverk og rælni höfundar
sem er að hvíla sig frá annars
konar formi og tekur þá til við
að rita skáldsögu þar sem hann
er líka gamail skáldsagnahöf-
undur.
Ég giska á þetta jafnafdrátt-
arlaust þó vera megi að sagan
sé ekki öll þar sem hún er séð.
Til að mynda þetta: aukaper-
sónur eru þarna allmargar. Um
eina þeirra hefur verið sagt að
hún muni eiga sér lifandi fyrir-
mynd. Liggur þá ekki víðar
fiskur undir steini? Vel má það
vera. En hvað sem því líður
breytir það ekki þeirri stað-
reynd að Feilnóta i fimmtu sin-
fóníunni er ekki jafnstefnufast
skáldverk sem það er kunnáttu-
lega saman sett. Þarna er
hvorki sá viðkvæmi og einlægi
og stundum dálitið duttlunga-
fulli Jökull sem við þekkjum af
leikritunum né heldur sá létti
og alþýðlegi höfundur sem út-
varpshlustendur hefðu vænst
af mörgu skemmtilegu rabbi
hans um dagana heldur
óánægður ádeiluhöfundur sem
hefur þó ekki að fullu gert upp
við sig á hvað hann er að deila
né hvernig hann á að gera það.
Það er í einu orði sagt skap-
festa sem mér finnst vanta í
þessa sögu.
Grindvíkingar
Látið skrá fasteignir og skip á söluskrá hjá
okkur.
Fasteigna og skipasala Grindavíkur,
Suðurvör 7, Grindavík,
Sölumaður Karl Einarsson
Lögfraeðingur annast alla samninga og skjalagerð
Símar 92-8058 og 91-72644 á kvöldin.