Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 UMFERÐARRÁÐ hefur sent frá sér greinargerð um hugsanlegar leiðir til að fækka slysum f umferð. Er þessi samantekt gerð að beiðni dðmsmálaráðherra vegna hinna tfðu og alvarlegu umferðarslysa, sem urðu á seinni hluta ársins 1976. Umferðarráð vekur athygli á þvf, að á sfðasta ári biðu 33 vegfarendur bana f umferðarslysum og 697 slösuð- ust, þar af voru 376 lagðir á sjúkrahús. Umferðarráð telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafist handa um samræmdar ráðstafanir sem Ifklegar eru til að stuðla að auknu umferðaröryggi f landiuu og fækkun umferðarslysa. t greinargerðinni eru hugmyndir um leiðir til varnar gegn slysum f umferð flokkaðar f þrjá meginhluta. t fyrsta lagi eru tilgreindar þær hugmyndir sem að mati ráðsins er unnt að framkvæma með skömmum fyrirvara og án lagabreytinga eða verulegs kostnaðar. t öðru lagi eru nefndar æskilegar breytingar á umferðarlöggjöf og lögum um meðferð opinberra mála. 1 þriðja lagi eru nefndar ýmsar aðrar hugmyndir sem ætla má að verði til varnar gegn slysum f umferð. I. Aðgerðir sem unnt er að framkvæma með stuttum fyrirvara og án lagabreyt- inga eða verulegs kostnað- ar. ökuferilsskrá. Lagt er til að ákveðið verði að ökuferilsskrá í spjaldskrárformi skuli haldin í öllum lögsagnarum- dæmum. I skrána verði færð aðild að umferðarslysum og óhöppum, hvort aðili er talinn í sök eða ekki. Ennfremur verði færð í skrána alvarleg brot er varða umferðar- öryggi, svo sem ölvun við akstur, of hraður akstur, brot á bið- skyldu, stöðvunarskyldu eða al- mennum umferðarrétti og brot á reglum um umferðarljós. Komið verði á fót ökuferilsskrá fyrir allt landið og reglur settar um hvaða tilvik skuli færð í ökuferilsskrá og með hverjum hætti, svo og hvernig haga skuli upplýsinga- skiptum milli aðalskrár og ein- stakra lögsagnarumdæma. öku- ferilsskrá verði notuð til leiðbein- ingar við endurnýjun ökuskfr- teina, svo og við ákvörðun um það, hvort ástæða sé að kanna þekkingu manna á umferðarregl- um og aksturshæfni. Könnun á þekkingu á umferðar- reglum og aksturshæfni. Ef ökuferilsskrá leiðir í ljós að ökumaður hefur ítrekað átt sök á umferðarslysi, ítrekað gerst brot- legur gegn umferðaröryggisregl- um, eða á annan hátt sýnt athuga- verða hegðun í umferð, ber að kanna þekkingu hans á umferðar- reglum og eftir atvikum akstur- hæfni hans sbr. 6. mgr. 27. gr. umferðarlaga og 48. gr. reglugerð- ar um ökukennslu, próf öku- manna o.fl. Æskilegt er að aðil- um verði gefinn kostur á nám- skeiði til upprifjunar á helstu um- ferðarreglum áður en til könnun- ar kemur. Leiðbeiningareglur um framkvæmd könnunarinnar verði gefnar út til þess að tryggja sam- ræmda framkvæmd f öllum lög- sagnarumdæmum. ökuleyfissvipting ökuleyfissviptingu verði beitt mun oftar en nú tíðkast við ein- stök alvarleg umferðarlagabrot, t.d. vítaverðan og gálausan akst- ur. Þá verði teknar upp ökuleyfis- sviptingar í vaxandi mæli gagn- vart þeim ökumönnum, sem oft eru staðnir að alvarlegum um- ferðarlagabrotum, án þess að hvert einstakt þeirra hafi leitt til ökuleyfissviptingar. Verði stuðst við ökuferilsskrá við ákvörðun um bráðabirgðaökuleyfissvipt- ingu og kannað hvort setja megi leiðbeiningar um framkvæmd þessa. Próf f umferðarlöggjöf við endur- nýjun fullnaðarskfrteinis. Samkvæmt 6. mgr. 27. gr. um- ferðarlaga er heimilt að ákveða að við endurnýjun fullnaðarskírtein- is skuli hlutaðeigandi gangast undir skriflegt próf í umferðar- löggjöf. I 2. mgr. 47. gr. reglugerð- ar um ökukennslu, próf öku- manna o.fl. er mælt svo fyrir, að áður en ökuskírteini er endurnýj- að skuli umsækjendur ljúka skrif- legu prófi í umferðarlöggjöf. Skal prófi hagað þannig að próftaki merki við rétt svör á prófverkefnablöðum er dómsmálaráðuneytið legg- ur til. Umferðarráð telur brýnt “ B. Breyting á umferðarlögum og Tillögur Umferðarráðs lagðar fram 1 mörgum liðum reglugerðum. að ákvæði þetta kæmi til framkvæmda hið allra fyrsta. Verði hér um að ræða könnun á þekkingu umsækjenda á helstu reglum, er varða umferðaröryggi. Æskilegt er, að þeim sem ætla að sækja um endurnýjun ökuskírt- einis verði gefinn kostur á að sitja stutt námskeið eftir því sem að- stæður leyfa, þar sem rifjaðar eru upp helstu umferðarreglur. Hækkun sekta. Sektir fyrir umferðarlagabrot verði endurskoðaðar og þær hækkaðar verulega frá því sem nú er. Umferðarráð telur æskilegt að samræmis gæti I ákvörðun um sektarupphæðir fyrir umferðar- lagabrot f öllum lögsagnarum- dæmum landsins og leggur þvf til, að rfkissaksóknari tilgreini f leið- beiningaskrá skv. 112 gr. laga um meðferð opinberra mála, ákveðna sektarupphæð fyrir tiltekið brot sem lögreglustjórar geta þó vikið frá eftir málsatvikum. Verði leið- beiningaskrá ríkissaksóknara birt opinberlega þar sem telja má lík- Námskeið fyrir ökukennaraefnL Nýir ökukennarar hljóti ekki löggildinu til ökukennslu fyrr en þeir hafa staðist ökukennarapróf að undangengnu námskeiði eða skólagöngu. Sett verði reglugerð- arákvæði um lágmarksmenntun ökukennaraefna. Upprifjunarnámskeið fyrir öku- kennara. Stofnað verði til námskeiða f ökukennslu sem öllum núverandi ökukennurum í landinu verði gert að skyldu að sækja. tíkukennsluréttindi. Endurskoðaðar verði reglur um endurnýjun ökukennararéttinda. Verði tekið til athugunar hvort rétt sé að áskilja að ökukennarar sem ekki hafa skilað til prófs til- teknum fjölda nemenda sæki upprifjunarnámskeið. Starfsemi ökuskóla. Settar verði reglur um starf- semi ökuskóla og löggildinu for- stöðumanna þeirra. Almennt bifreiðastjórapróf- Reglugerðarákvæði um fram- kvæmd prófa verði endurskoðuð og prófin gerð strangari. Til greina kemur að löggilda sérstaka próftökustaði á landinu. Tekið verði upp valpróf við fræðilega hluta prófsins. Námskeið í skyndihjálp verði gert að skilyrði fyrir almennu bifreiðastjóraprófi. Gildistfmi ökuskfrteina fyrir byrjendur, Gildistimi bráðabirgðaskírtein- is, sem nú er eitt ár, verði lengdur f tvö ár. Endurskoðun umferðarlaga. Umferðarlög verði endurskoð- Framhald á bls. 25 legt að slfk birting hafi talsverð varnaðaráhrif. II. Aðgerðir sem krefjast breytinga á lögum og reglugerðum. A. Breytingar á lögum um með- ferð opinberra mála. Meðferð umferðarlagabrota. Meðferð mála vegna umferðar- lagabrota verði gerð einfaldari og afgreiðslu þeirra hraðað, þannig að ekki lfði langur tfmi frá þvf brot er framið þar til meðferð málsins er lokið, hvort heldur er hjá lögreglustjóra eða fyrir dómi. Stefnt verði að því að sem flest umferðarlagabrot hljóti fullnað- arafgreiðslu með sektaraðgerð lögreglustjóra. 1 þvf sambandi verði athugaðar leiðir til þess að gera sektargerðir lögreglustjóra aðfararhæfar, enda verði sak- borningi gefinn kostur á að skjóta máli til dómstóla innan tiltekins frests. Sektarheimild lögreglustjóra. Sektarheimild lögreglustjóra, skv. 112. gr. laga um meðferð op- inberra mál, verði hækkuð í 50.000 króna sekt, þannig að hún geti ná til fleiri brota á umferðar- lögum en nú er. Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir umferðarslys?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.