Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 15 SPORVAGNINN Girnd — eða Leið sex, eins og málhagur al- menningur kallar hann — held- ur áfram áætlun sinni f Þjóð- leikhúsinu. Um það leyti sem þetta kunna leikrit eftir Tenn- essee Villiams átti að vfkja af fjölunum fyrir nýrri verkum, var aðsókn slfk, að hætt er um sinn við að fella það niður. Aðalhlutverkið, Blanche, leikur Þóra Friðriksdóttir. Það er vafalaust eitt af stærstu hlutverkum leikbókmenntanna, sem margar frægar leikkonur hafa spreytt sig á. Þóra er stöðugt á sviðinu í þessari nær þriggja tíma löngu sýningu, utan einu sinni er hún heyrist syngja fyrir utan. Blanche talar mikið, eins og taugaveikluðu fólki er tamt. Orðræður hennar ná stundum óslitið yfir heila eða jafnvel hálfa aðra blaðsfðu i textanum. Og Blanche er frá upphafi æst og hávær, og heldur því áfram þar til hún er í lokin flutt á geðveikrahæli. Þóra Friðriksdóttir hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Blaðamaður Mbl. lagði því leið sína dag einn að Njarðargötu 7, þar sem Þóra og eigin- maður hennar, Jón Sigurbjörnsson leik- ari, búa í fallegu gömlu húsi. Hafa komið sér þar skemmtilega fyrir með dætrun- um tveimur. Þóra viðurkenndi að hún væri þreytt að aflokinni sýningu, er við tókum að spjalla saman um leikinn og hlutverk hennar. Hún kvaðst vera svo uppspennt að hún gæti alls ekki sofnað strax. Það tæki hana 2—3 tíma að koma sér niður. Og sýningardagurinn verður til einskis nýtur. — Um leið og ég vakna, þá er ég mér þess meðvitandi að þetta er í vænd- um um kvöldið, segir hún. Þá er ég stundum allt í einu farin að hugsa um þessar löngu orðræður, sama hvað ég er að gera. Nei, nei, ekki að ég sé hrædd um að gleyma. Textinn er orðinn það fastur í minninu, þó auðvitað gæti slíkt alltaf komið fyrir. Við erum bara mannleg, ekki vélar. Talið berst að Blanche og kynnum Þóru af persónunni. Hún kvaðst hafa lesið leikritið fyrir Iöngu, enda les hún mikið eftir Tennessee Williams, sem hún er ákaflega hrifin af. Þó hafði hún aldrei leikið i leikriti eftir hann. Hún kvaðst þó hafa séð kvikmyndina, sem gerð var eftir leikritinu. En það var mjög langt siðan, og þegar hún fór að rifja þetta upp, þá mundi hún aðeins vel eftir einni persónunni, Mitch, sem Karl Malden lék. Hana rámaði í Vivian Leigh í hlutverki Blanche og mundi vel atriðin, þar sem þau voru saman, Blanche og Mitch. — Ég var satt að segja fegin að ég skyldi ekki muna þetta hlutverk betur í túlkun Vivian Leighs. Slíkt truflar mann og túlkunin verður ekki eins upprunaleg hjá manni, sagði Þóra. Ég hefi satt að segja aldrei lent í því að sjá hlutverk, sem ég átti að leika, fyrr en eftir á. Og ég held að ég mundi ekki kæra mig um það. Upprunalega tilfinningin er alltaf sönn- USl. Mótast persónan þá strax? — Nei, svo sannarlega ekki, svarar Þóra. — Maður getur gengið lengi með það og hlutverk- ið er aldrei fullgert. Endalaust er hægt að halda afram að velta þvi fyrir sér. Jafnvel eftir að sýningar byrja geta ein- staka blæbrigði breytzt þó sýningin haldi sér í aðalatriðum, eins og leikstjór- inn, og leikarinn skila henni, og hún á að gera það. — Mér þykir vænt um Blanche, segir Þóra ennfremur. — Ég vorkenni henni óskaplega mikið. Ég er oft að hugsa, að ef einhver hefði nú ekki sagt þetta við hana eða brugðist öðru vísu við, þá hefði kannski ekki farið svona fyrir henni. Fyrst í stað fannst mér ég ekki passa í hlutverkið. Blanche væri svo litil og létt, eins og fjöður. Mér fannst ég verða að fá annan líkama til þess. En maður verður að yfirvinna svona hugsun. Hefur bara þennan eina likama og verður að skrölta I honum. Gisli Alfreðsson, sem er leik- stjóri að Sporvagninum, hvatti mig og hjálpaði mjög mikið. Samvinnan í þessu verki var mjög ánægjuleg. — Það er skrýtið, að þegar hlutverk er að gerjast í mér, þá sé ég það í litum. Blanche er blágra, og svolitill silfurþráð- ur i henni. Stundum sé ég persónurnar En það kemur upp i vana að aðgreina þetta. Þóra er með fleira í takinu um þessar mundir. Hún leikur I barnaleikritinu „Karlinn á þakinu“ sem oftast er sýnt um helgar, á laugardögum og sunnudög- um. Og hún er byrjuð að æfa stórt hlut- verk í nýju leikriti eftir Guðmund Steinsson, sem nefnist Sólarferðin og er næntanlegt í april. Það fjallar um sólar Þegar hlutverk er a8 gerjast, sé ég það í litum Blanche er blðgrá og svolltill silfur- þrðður I henni í hlutverki Blanche I leikritinu. — Ég hugsa oft um það, að ef einhver hefði brugðizt öðru visi við eða sagt eitthvað annað, þá hefði ekki farið svona fyrir Blanche, segir Þóra. ferðir Islendinga á Spáni. Þóra leikur þar islenzka konu á ferð með manni sinum, sem Róbert Arnfinnsson leikur. — Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, sem mér finnst alltaf gaman að vinna með, segir Þóra. — Ég held að mér finnist vinnutíminn, þ.e. æfingartiminn meðan hlutverkin eru að skapast, skemmtilegastur, segir Þóra í samtalinu. — Venjulega er æft I 6—8 vikur og persónurnar taka sífelldum breytingum á þeim tíma. Þetta er svipað og að ganga með barn. Annað- hvort fæðist það svo fullburða og rétt skapað, eða að það er ,,steinbarn“ eins og Halldór Laxness segir. Auðvitað kemur fyrir að maður hefur ekki fundið rétta tóninn í hlutverkinu. Þá er eins mikil kvöl að leika það eins og hitt er skemmtilegt. Þá kviðir maður fyrir hverri sýningu og þær geta komizt upp [ 50—60 ef vel gengur. Þóra kvaðst eiginlega hafa farið i leik- skóla af rælni á sfnum tíma. Hún hafði lokið gagnfræðaprófi og var ekki ákveðin í að gera neitt annað, svo hún fór í leikskóla til Ævars Kvarans. Þaðan fór hún svo i Ieikskóla Þjóðleikhússins og kom þá fram á sviðinu sem statisti. Nemarnir fengu stundum að segja 2—3 setingar. Og svo kom stóra tækifærið, leikritið „Fædd í gær", þar sem hún sló rækilega í gegn í hlutverki „ljóskunnar". — Eftir það kom ekkert annað til greina en að leika, sagði Þóra. Raunar hafði ég áður verið ákveðin í að spreyta mig. Úr þvi ég var byrjuð á þessu, ætlaði ég auðvitað að halda þvi til streitu. Ekki kvaðst Þóra hafa hugmynd um hve mörg hlutverk hún hefur leikið, enda hefur það aldrei verið talið. Hún lék fyrst nokkur hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur m.a. í „Tíminn og við“ eftir Priestley og tveimur tengdamömmu- stykkjum, Tannhvassri tengdamömmu og Taugastriði tengdamömmu. Svo lá leiðin í Þjóðleikhúsið, þar sem hún hefur leikið í fjölda leikrita, m.a. Jenny í Allt í garðinum og fleira sem of langt yrði upp að telja. Alltaf er þar nóg að gera og lítill timi til nokkurs annars. — Þegar aðrir eiga frí, er mesti anna- timinn hjá okkur leikurunum og við verðum að laga okkur að því, segir hún. Leikhúsin verða að starfa á kvöldin og um helgar og maður venst því. Þetta er okkar starf. Til dæmis kemur ákaflega sjaldan fyrir að við hjónin eigum bæði frí um helgar. Leikarar eiga helzt frí á mánudagskvöldum og þá verður að reyna að hitta kunningjana. En þau kvöld er bara vinnudagur hjá flestum öðrum að morgni. Á sumrin dvelja þau Jón og Þóra aust- ur á Helgastöðum í Biskupstungum, þar sem þau keyptu sér jörð fyrir 6 árum. Þó hafa þau skroppið til Ítalíu og Þóra fór i leikför til Kanada í fyrra. En fyrir austan eiga þau hesta, 25 eru hausarnir, sem þurfa vetrarforða. Á sumrin þarf því að heyja fyrir austan, en á vetrum eru reiðhestarnir í bænum, í hesthúsi uppi í Selási. Þóra kvaðst sjálf litið hafa komið á bak í vetur. Varla hefur viðrað til þess, og svo gerði barnaleikritið um helgar strik i reikninginn. En hún hefur gaman af þvi að bregða sér á bak. Einnig ákaflega gaman af garðyrkju. Eftir að hún fór að fara austur, kvaðst hún hafa byrjað að dútla við ræktun og nú hefur hún líka svolitla garðholu eins og hún segir við húsið á Njarðargötunni. Túlipanarnir eru þar farnir að stinga Ljósm. RAX Hún er svo lítil og létt, eins og fjöður Að skapa hlutverk er eins og ganga með eins og fugla. Ég man sérstaklega eftir kerlingunni i Hornakóral, hún minnti mig á jaðrakann. Sjáðú, sagði Þóra og benti á fallega vatnslitamynd eftir Ás- grím yfir sófanum. — Littu á bláa fjallið hérna. Svona finnst mér Blanche vera. — Þessi Suðurríkjakona hlýtur þá að vera dálitið íslenzk, fyrst þú getur likt henni við þetta sérlega islenzka bláa fjall hans Ásgrims? — Já, ég hefi hitt fólk, sem finnst það hafa þekkt hana. „Þú minntir mig á þessa eða hina sem ég þekki“, segir það við mig. Raunar er manneskjan alltaf eins, hvar sem hún býr. Alltaf hægt að finna liðstæðu við ieikpersónuna og það verður maður raunar að gea. Á þvi er byggt, þegar maður fær nýtt hlutverk i leikriti. Enda eru persónurnar sem betur fer oftast af þjóðerni sem stendur okkur allnærri. — Þegar þú lifir svona mikið í persónu eins og Blanche, kemur það þá ekki fram í háttalagi og daglegri umgengni? — Það er víst bezt að spyrja einhvern annan en mig að því, svarar Þóra og hlær við. — Jú, bætir hún svo við hikandi. Ég finn að ég er dálítið uppstökk og verð svolítið að gæta min. Ekki fer hjá því þegar maður er svona mikið með henni. barn Það fæðist full- burða eða verð- ur steinbarn Vi iðtal við Þóru Friðriksdóttur, leikkonu upp kollinum, þvi snjórinn hefur hlift laukunum i vetur. — Það er voðalegt segir Þóra og páskahretið eftir. Dæturnar á heimilinu, sem eru 18 ára og 10 ára, virðast líka hafa tekið „leik- bakterfuna“ svokölluðu. Lára er nú að leika í Skjaldhömrum í Iðnó og Kristin var í jólaleikriti Sjónvarpsins. — Þær hafa vanizt þessu lífi á leikaraheimili og lært að bjarga sér, segir Þóra. Það hefur orðið ofur eðlilegt og ég sé ekki að þær hafi farið neins á mis. Auðvitað hafði ég alltaf hjálp með þær, þegar þær voru litlar. Mundi hún þá óska þess að þær yrðu leikkonur að ævistarfi? — N-ei, helzt ekki, svarar Þóra. Ég gæti hugsað mér betra ævistarf. Þetta getur verið svo grimmt. 1 því er annað hvort að duga eða drepast. Það er mikið álag á taugar og anda. En þetta er jafn- framt ákaflega töfrandi. Það er ekki eins og að sitja á skrifstofu frá klukkan 9 til klukkan 5. Sjaldan getur maður losnað undan vinnunni. Annaðhvort er verið að æfa eða leika. Vinnuna er aldrei hægt að leggja frá sér fyrr en tjaldið fellur eftir siðustu sýningu. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.