Morgunblaðið - 06.03.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976
Á haettu-
slóðum í
ísraeKK5"
Sigurður
Gunnarsson þýddi
honum. En skyldi hann nokkurn tíma
koma framar heim til Noregs?
Kaunar var hann ekki lengur hræddur,
og myrkriö óttaðist hann ekki, þó aö
hann hnipraði sig saman í jeppanum og
gerði eins lítió úr sér og hann gat. Hann
minntist þess nú, sem brytinn hafði
hreytt úr sér á dögunum suður í hafnar-
bænum Eilat: Ó, þessir óhræsis Gyðing-
ar, . . . þessir óhræsis Gyðingar."
Það var einmitt þá, sem Óskar tók
lokaákvörðun um að flýja.
Hann leit til Maríu í myrkrinu. Hann
sá hana aðeins ógreinilega. Hún var hljóð
og alvarleg. Um hvað skyldi hún vera að
hugsa?
Já, um hvað skyldi Maria vera að
hugsa?
Hún var einmitt núna að hugsa um
það, að hún mundi aldrei geta haft sig í
að skjóta á Araba. Hún hafði tekið fram
skammbyssuna, þegar hún stökk upp í
jeppann. Hún ætlaði að taka þátt í að
leita að þeim sem höfðu stolið því litla,
sem hún átti, stolið eyrnalokknum góða
. .. Að skjóta ókunnan Araba? ... Gætir
þú unnið slíkt ódæðisverk, ef þörf
krefði? Henni var fullkomlega ljóst, að
hún gat það ekki. Hún hugsaði með
sjálfri sér: Þú hefur enga hugmynd um
hvort bróöir þinn lifir. En ef hann er
ennþá á lífi, er hann ef til vill hjá Aröb-
um ... Þú átt kannski bróður í hópi
þeirra, sem réðust á okkur í nótt...?
Þetta var hræðileg hugsun. Hún tók
fast um Óskar og þrýsti sér að honum, á
meðan jeppinn brunaði lengra inn í
myrkrió á eftir mönnunum, sem riðu
úlföldunum. Líklega mundu þau aldrei
finna þá?
Var það ekki líka bezt að þau fyndu þá
ekki?
Hún sat hér í jeppanum í náttmyrkrinu
og átti hvorki foreldra né systkini, átti
engan að nema afa gamla. Og allt í einu
varð henni ljóst, að nú var hún ekki eins
einmana og fyrr, þegar hún hafði ákveð-
ið, að hún myndi aldrei geta haft sig í að
skjóta Araba.
Og nú höfðu þau týnt úlfaldasporun-
um. Þau sáust ekki lengur í bílljósunum.
Jesemel sagói aftur eitthvað ljótt og
stöðvaói jeppann. En Míron stökk út úr
honum, kveikti á vasaljósi og hljóp einn
út í myrkrið til að leita að slóðinni. Þau
hin sátu eftir í ljóslausum jeppanum og
horfðu á daufan geisla vasaljóssins
hverfa inn í myrkrið. Óskar heyrði, að
María dró andann órótt við hlið hans.
Á meðan Míron var fjarverandi, hugs-
aði hann:
Það var gott, að viö námum staðar, sVo
ég gæti hlaupið út .. . Hann beygði sig
niður á bak við kaktus og seldi upp. Hann
vildi ekki segja þeim hinum frá því, að
hann seldi alltaf upp í hvert sinn sem
hann ferðaðist með einhverju ökutæki.
Þau héldu víst, að þaó væri aðeins eim-
reið, sem hann þoldi ekki að feróast með.
En þaó var ekki rétt. Allt frá því að hann
flýði þvert í gegnum Evrópu undir ógeðs-
legri járnbrautarlest, síhræddur um að
detta niður og merjast milli teinanna,
hafði hann ekki þolað að ferðast með
neinu farartæki, sem fór hraðar en reið-
Alveg frábær hugmvnd,
Vigga! Ég sé það á Alla að
hann er alveg til í að skreppa á
ball i kvöld!
Maðurinn minn er vanur að
fleygja sér eftir hádegismat-
inn.
Jens! Það er verið að bjóða
okkur að kynnast nýrri tegund
baðsápu.
— Nú ætla ég að binda um
veika handlegginn svo að
strákarnir í skólanum láti
hann i friði, sagði læknirinn
við Tomma litla.
— Viltu þá ekki heldur
binda um hinn handlegginn.
Þú þekkir ekki strákana í mín-
um bekk.
Ræðumaður var óánægður
með, hve sla-mt hljóð hann
fékk. Loks missti hann þolin-
mæðinaog hrópaði:
— Hafið ekki svona hátt
þarna aftur í salnum. Eg hevri
ekki til sjálfs mín.
Rödd á fremsta bekk:
— Láttu þér á sama stánda
Þú ferð ekki mikils á mis.
— Maðurinn þinn tók fyrst-
ur til máls á þorrablótinu í
gærkveldi.
— Nei, en gaman. Hvað
sagði hann?
— Hvar er tappatogarinn?
Tveir menn hittust á skipi,
kvnntu sig og tóku tal saman.
— Ertu einhlevpur maður?
spurði annar.
— Nei.
— Þú ert þá giftur.
— Nei, en ég er farandsali.
Faðirinn: — Hvers vegna
sagðirðu honum ekki að tala
við mig, þegar hann bað þín.
Dóttirin: — Ég sagði honum
það. Hann sagðist oft hafa tal-
að við þig, en hann elskaði mig
samt.
V.
J
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
11
— Og ég held það sé skynsam-
legra að ég hafi Gautier með í
ráðum. Það kann vel að vera að ég
hefði sem útlendingur verið lit-
inn grunsemdaraugum ef ég
hefði komið og farið að tilkynna
um þetta. Ég hefði kannski bara
verið settur inn og engum vörn-
um kornið við... Og hvað sem því
llður, sagði hann hugsi — getur
hlessað Ifkið varla hlaupi/t á
brott.
— Ég hef verið að velta því
fyrir mér, sagði Helen, — hvað
þér hafið fyrir starfi f Énglandi.
Þér vandið yður afskaplega mikið
að tala frönskuna og talið hana
revndar vel en ég held þér gerið
það ekki síður þegar þér talið
enskti. Eruð þér prófessor?
— Gautier hefur ekki sagt yður
það?
— Nei. Tfu fingur upp til guðs.
Ég heyrðl allt um húsið yðar og
móður yðar en ákaflega fátt um
sjálfan yður. Hef ég rétt fyrir
mér?
— Að vissu leyti. Ég er revndar
dósent.
— Já. Og gott hjá mér. Og I
hverju? Leyfið mér að reyna að
geta aftur. I tungumálum?
— Tja, eftír því hvernig á það
er litið. Forn-ensku nánar tiltek-
ið.
Gautier kom nú skeiðandi til
þeirra aftur og þrýsti höfðinu inn
um opinn gluggann.
— Ég er með lyklana, sagði hann
glaðlegur.
Enn á ný hófst athöfnin við að
hleypa honum inn I bílinn og
síðan var loksins ekíð I áttina til
hússins.
Húsið var enn kuldalegra og
hlægilegra en i dagsbirtunni.
Þetta var dæmigert hús sem börn
gætu orðið hrædd við ef þau
hefðu lesið Grimmsævintýri.
Helen hafði ekki séð húsið áður.
Hún greip undir hönd Davids
þegar hann hélt opinni hurðinni
fvrir Gautier svo að hann kæmist
út úr hílnum.
— Þetta er húsið er það ekki
áreiðanlegt?
— Jú, ég er hræddur um það.
— Og þér funduð bara eitt lík?
Gautier virtist ekki finnast
þetta agnar ögn fyndið. Hann
gekk hröðum skrefum upp gang-
stíginn að húsinu, valdi úr lykil
og opnaði dyrnar snöggt.
— Ég skai fara inn á undan,
sagði hann vinalega — Ég
kannast vist betur við mér hér.
Ég skal kveikja Ijósin fyrir yður,
Hurst.
Helen lét David fara inn á
undan og hvorugt þeirra virtist
gjörla vita fyrir hverju hún var
að láta hann vernda sig.
Inni var dimmt og húsið andaði
hljóðlega og beið eftir næsta leik
þeirra. Gautier kveikti Ijós og sið-
an gengu þau i áttina að stigun-
um.
— Hvaða svefnherbergi var
það, spurði Gautier og beindi
máii sínu til Davids.
— Yzta herbergið.
Þau gengu i halarófu upp stig-
ann og inn ganginn. Gautier
kveikti Ijós á vegi þeirra. 1 svefn-
herberginu logaði enn á nátt-
borðslampanum og Ijósið
kastaðist á rúmið, snyrtilegt og
vel umbúið — og tómt. David
starði á það eins og hann trvði
ekki sínum eigin augum. Hann
horfði á það með sömu óraun-
veruleikatilfinningu og hann
hafði horft á það stundu áður
þegar við honum hafði blasað hin
dána kona. Ilvergi voru nokkur
ummerki um konuna, ekkert sem
benti til að hér hefði lifandi eða
látinn legið.
— Eruð þér vissir um að þetta
sé rétta herbergið? sagði Gautíer.
— llandviss.
— Ég ætla samt að llta inn I
hin.
Hann gekk frá þeim og David
kveikti Ijósið I loftinu og fór að
leita um herbergið. Hann gægðist
inn í klæðaskápinn og dró út
skúffurnar I kommóðunni. Helen
haliaði sér upp að dyrastafnum
og fylgdist með honum. Allt var
snyrtilega tómt.
— Og ég sagði að ekkert lægi
á, því að hún myndi alténd ekki
hlaupa á brott.
— Þetta er alveg stórkostlegt,
sagði Helen og rödd hennar skalf
eilftið.
— Það þýðir sem sagt að hún er
ekki dáin. Hún hefur vaknað eftir
að þér fóruð og horfið sína leið.
— Alllsber?
— Fötin hennar gætu hafa ver-
ið í skápnum. Þótt skápurinn sé
tómur núna er ekki vist hann hafi
verið það þegar þér komuð I fyrra
skiptið.
Hann lagfærði rúmið. Hróflað
hafði verið við þvf, og
rúmfatnaður tekinn af. Á þvf var
ekkert nema tvær ábreiður. —
Einhver hefur verið hér, einhver
hefur fjarlægt konuna héðan,
hálsbrotna konu. Kannski hefur
hún verið vafin inn f lökin og
fötin tekin mcð.
— Og taskan hennar, sagði
Helen. — Hvað um hana?
— Auðvitað hefur hún verið
tekin líka, þar hefði verið nafn-
spjaldið hennar og fleira sem
sýndi hver hún var. Og hver var
hún, hvers vegna var hún drepin
og siðast en ekki sizt, hvers vegna
var hún skyndilega flutt héðan?