Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
Loðnuveiðarnar:
F ry stingu lokið ef
ekki finnst ný ganga
Búið að frysta 3000 lestir
EFTIR þvl sem næst verður komizt var búið að frysta um 3000 lestir af
Ioðnu fyrir Japansmarkað f fyrrakvöld og leit þá út fyrir að loðnu-
frystingu væri lokið á þessari vertfð, ef ekki fyndist ný loðnuganga.
Loðnan var þá alveg komin að hrygningu og hrognin ýmist að fara úr
henni eða horfin. Sem kunnugt er var gert ráð fyrir, að fslendingar
gætu fryst allt að 10 þús. lestir af loðnu á þessari vertfð og ef ekki
verður fryst meira en það sem lokið er við, vantar 7 þúsund lestir upp
á, að hægt verði að afgreiða það magn til Japans, sem Japanir vildu
kaupa af okkur.
Hjalti Einarsson, framkvæmda-
stjóri hjá SH, sagði í gær, að
frystihús innan SH væru búin að
frysta 2200 lestir. Vissulega hefði
allt þokazt í áttina síðustu daga,
en enn vantaði mikið á að búið
væri að frysta það, sem hægt væri
að selja.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins, sagði, að þeirra
hús hefðu verið búin að frysta um
500 lestir í fyrrakvöld og tekið
hefði verið á móti allri þeirri
loðnu, sem hægt hefði verið að
frysta. Utlitið um áframhaldandi
frystingu væri orðið mjög slæmt,
ef ekki fyndist önnur ganga aust-
ur með landinu.
bá fékk Morgunblaðið þær upp-
lýsingar hjá íslenzku umboðssöl-
unni, að þar væri búið að frysta
um 400 lestir.
Freigátan si gldi
aftan á Baldur
KLUKKAN 14.40 í gær sigldi
freigátan Diomedc F 16 á varð-
skipið Baldur, en skipin voru þá
stödd á friðaða sva-ðinu á Þistil-
fjarðargrunni, 31,5 sjómilur frá
Langanesi. Fvrir ásiglinguna
hafði freigátan Mermaid F 76
gert harða hrið að varðskipinu, en
alls revndi Mermaid 18 sinnum
að sigla á Baldur að sögn Skip-
stjórnans, Ilöskulds Skarphéðins-
sonar.
Diomede F 16 hafði fjórum
sinnum án árangurs reynt að sigla
á Baldur er freigátunni tókst í
fimmtu tilraun sinni að sigla á
varðskipið. Diomede F 16 sigldi á
bakborðshorn varðskipsins.
Skemmdir á Baldri urðu nokkrar:
allur afturgálginn er undinn og
keðjuhrautin og efra þilfarið, þar
sem gálgafótur er festur, hafa
skemmzt og smávægilegar aðrar
skemmdir. Skemmdir á Diomede
virðast ekki miklar að sjá. Það
var akkeri freigátunnar, sem hitti
bakborðshorn afturgálgans á
varðskipinu, þ.e. hún sigldi uppi
skipið og rak nefið í það.
Um tíma tóku þátt i aðförinni
að Baldri auk freigátnanna
tveggja Euroman og Statesman
ásamt togaranum Primella.
Ljósm. Friðþjófur.
Fatnaður sá sem Alafoss framleiðir einkum fyrir erlendan markað.
Framleiðsluaukning
Álafoss 50-60%
Viðskipti í öllum heimsálfum
UTFLUTNINGSVERÐMÆTI fslenzkra iðnaðarvara frá Alafossi
var á liðnu ári um 575 milljðnir króna. Svarar það til u.þ.h. 2/3 af
hcildarsölu fyrirtækisins. Nam framleiðsluaukningin 50—60% en
aukning f verðmætum rúmlega tvöfaldaðist. A þessu ári ráðgerir
Alafoss enn frekari söluaukningu erlendis.
1 upphafi hvers árs eru vald-
ar ákveðnar flíkur, hannaðar
og framleiddar úr ull til þess að
sýna og selja á erlendum mörk-
uðum. Jafnframt er gefinn út
vandaður myndalisti til kynn-
ingar á þessum vörum. Er þessi
myndalisti gefinn út í 16.000
eintökum í ár.
Flíkurnar eru framleiddar í
14 prjóna- og saumastofum og
eru 10 þessara fyrirtækja utan
Reykjavíkursvæðisins. Allar
vörurnar eru framleiddar úr
hráefnum frá Álafossi h.f. sem
síðan sér um sölu og dreifingu
þeirra á erlendum markaði.
Örlög Air Viking óráðin
Málsskjöl Alþýðubankarannsóknarinnar
til saksóknara í kringum næstu helgi
Brynjólíur Bjama-
son ráðinn fram-
kvæmdastjóri AB
BRYNJOLFUR Bjarnason rekstr-
arhagfræðingur hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri Almenna
bókafélagsins og tekur hann við
því starfi af Baldvin Tryggvasvni,
sem eins og skýrt var frá í Mbl. í
gær hefur tekið við starfi spari-
sjóðsstjóra í Sparisjóði Revkja-
víkur og nágrennis.
Brynjólfur Bjarnason hefur í
rúm 3 ár verið deildarstjóri hag-
deildar Vinnuveitendasambands
Island, en þangað réðst hann að
loknu námi. Hann varð viðskipta-
fræðingur frá viðskiptadeild Há-
skóla íslands 1971 og fór þá utan
til Bandarikjanna til náms í
rekstrarhagfræði. Lauk hann
prófi i rekstrarhagfræði frá Há-
skólanum í Minisota, BMA-prófi
um áramótin 1972—’73.
EKKERT hefur enn verið af-
ráðið með áframhaldandi
rekstur flugfélagsins Air Vik-
ing, sem nú er fyrir skipta-
rétti. I samtali við Morgun-
blaðið í gær sagði Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri Olíufélags-
ins, helzta kröfuhafans í þrota-
búið, að fulltrúar aðalkröfu-
hafa hafi rætt um það sfn á
milli hvað gera ætti við félagið
og eignir þess, þar eð þeim
væri eðlilega mjög I mun að fá
sem mest út úr búinu.
Hann kvað engar raunhæfar
viðræður hafa farið fram við
utanaðkomandi aðila, svo sem
Flugleiði um áframhaldandi
rekstur félagsins og engin nið-
Loðnuaflinn orð-
inn 263 þús. les tir
HEILDARLOÐNUAFLINN var í
gærkvöldi orðinn um 26.3 þúsund
lestir, en á sama tíma i fyrra var
hann 387 þúsund lestir. I gær-
morgun var talið að loðnan á
Breiðafirði væri að mestu að
hverfa, en þá bárust þær fréttir
að togbátar hefðu fundið mikla
loðnu úti af Portlandi. Nokkrir
loðnubátar héldu í átt á þessar
slóðir, en gátu ekki athafnað sig
vegna fárviðris þar í gær.
urstaða fengin hvort þessum
flugrekstri yrði haldið áfram í
þeirri mvnd sem hann hefur
verið eða hvort reynt yrði að
koma eignum félagsins í verð
með öðrum hætti. Aftur á móti
kvaðst Vilhjálmur greinilega
hafa orðið þess var manna á
meðal að mikilli áhugi væri
fyrir því að reyna að tryggja
áfram rekstur Air Viking með
svipuðum hætti og verið hefði.
Ötrvgg fjárhagsstaða flugfé-
lagsins Air Viking kom sem
kunnugt er I Ijós við athugun
bankaeftirlits Seðlabankans á
útlánastarfsemi Alþýðubank-
ans, er leiddi til opinberrar
rannsóknar á viðskiptum flug-
félagsins og hankans, og siðar
á viðskiptum bankans við átta
aðra aðila. Þessa rannsókn hef-
ur annast Sverrir Einarsson,
sakadómari, og í samtali við
Morgunblaðið skýrði hann frá
þvi að nú væri verið að vélrita
og ganga frá málsskjölum
vegna þessa máls. Bjóst hann
við að þessi gögn yrðu siðan
send saksóknaraembættinu til
frekari ákvörðunar öðru hvoru
megin við næstu helgi. Sverrir
kvað rannsókn þessa hafa ver-
ið allumfangsmikla. og milli
20 og 30 manns verið kallaðir
fyrir vegna hennar.
Kosningar til stúd-
entaráðs í dag
KOSNINGAR til Stúdentaráðs Háskóla Islands fara fram í dag og
hefjast kl. 9.00 árdegis í Hátiðasal Háskólans og standa til kl. 18.00.
1 kosningum þessum takast á Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, og vinstri menn. Listi Vöku er A-LISTI. Nokkur kosninga-
barátta hefur verið háð innan háskólans vegna þessara kosninga og
1 fyrrakvöld var haldinn sérstakur framboðsfundur, þar sem fluttar
voru framboðsræður.
I kosningabaráttunni til Stúdentaráðs hefur fyrst og fremst verið
deilt um lánamál og málefni Félagsstofnunar stúdenta.
Hæstu vinn-
ingar hjá HÍ
DREGIÐ var í gær um 8640
vinninga í þriðja flokki Happ-
drættis Háskóla Islands.
Vinningarnir voru samtals að
fjárhæð 110.070.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, ein milljón
króna, kom á miða nr. 33996. en
trompmiðinn og þrir aðrir miðar
með númerinu voru seldir i Aðal-
umboðinu, Tjarnargötu 4. Einn
miðinn var seldur í umboðinu á
Djúpavogi.
Hálfrar milljön króna
vinningur kom á miða nr. 2321, en
allir miðar númersins voru seldir
í umboði Frimanns Frlmanns-
sonar í Hafnarhúsinu. 200 þúsund
krónu vinningur kom á miða nr.
19054. en trompmiðinn og tveir
aðrir með númerinu voru seldir í
umboði Þóreyjar Bjarnadóttur í
Kjörgarði einn var seldur á Akur-
eyri og annar á Skagaströnd.
Eftirtalin númer hlutu 50 þús-
und krónur hvert:
1164, 3389, 8196, 8198, 10400,
13346, 14635, 16516, 17783, 22572,'
22729, 23544, 24708, 25069, 32915,
33995, 33997, 37095, 45026, 46236,
46664,46958,52041, 53112.
Hafnarfjarðarveg-
urinn í deiglunni
Morgunblaðið hafði samhand við
Sigurð Jóhannsson vegamála-
stjóra I gær og innti fregna af
gangi mála varðandi úrbætur á
Hafnarf jarðarvegi. Sagði Sig-
urður að á fjárlögum væri gert
ráð fyrir 90 millj. kr. 1 fram-
kvæmdir á vegarkaflanum yfir
Kópavogslæk og upp á Arnarnes-
hæð, það er gerð nýrrar tveggja
akreina brautar, en hins vegar
væri beðið með framkvæmdir þar
til fram hefði farið á alþingi
endurskoðun á vegaáætlun 1977
og '78 en sú endurskoðun verður
tekin fyrir á alþingi áður en þingi
lýkur í vetur.
Sigurður kvað vinnu ætlun
liggja tilbúna fyrir þennan kafla,
en hins vegar kvað hann vegagerð
í gegnum Garðabæ ekki liggja
klára fyrir þar sem bæjarstjórn
Garðabæjar hefði ekki endanlega
afgreitt hugmyndir um vegar-
stæðið, hvort það verður á sama
stað, fyrir ofan bæinn eða niðri
við sjóinn.
„Þessi mál eru sem sagt í
deiglunni," sagði vegamálastjóri.
Sveinn Guðjónsson
Nýr framkvæmda-
stjóri S.U.S.
NYLEGA var Sveinn Guðjónsson
ráðinn framkvæmdastjóri Sam-
bands ungra sj álfstæðismanna.
Sveinn lauk kennaraprófi frá
Kennaraháskóla Islands vorið
1972 og stúdentsprófi frá sama
skóla ári slðar. Að loknu stúdents-
prófi starfaði hann um skeið sem
blaðamaður við Morgunblaðið og
kennari við unglingadeild Víði-
staðaskóla I Hafnarfirði. Jafn-
framt starfi framkvæmdastjóra
S.U.S. stundar Sveinn nám I þjóð-
félagsfræðum við Háskóla
Isiands.
I fréttafréttatilkynningu frá
stjórn S.U.S. er Sveinn boðinn
velkominn til starfa og jafnframt
væntir stjórnin þess, að félagar
færi sér í nyt margvislega
þjónustu skrifstofunnar sem er til
húsa í nýja sjálfstæðishúsinu við
Bolholt og er opin daglega eftir
hádegi.