Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 3 Búnaðarþingi lauk í gær 48 mál afgreidd á þinginu Guðný Guðmundsdóttir. Sinfóníutón- leikar í kvöld Guðný með fiðluleik í Stravinskykonsert 12. REGLULEGU tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands verða haldnir í Háskólabíói fimmtudag- inn 11. marz kl. 20.30. Stjórnandi er Karsten Andersen aðalhljóm- sveitarstjóri, og einleikari er Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari. Guðný leikur einleik í fiðlukonsert eftir Stravinsky, og er það frumflutningur á þvi verki hér á landi. Önnur verk á efnis- skránni eru Baechus og Ariadne eftir Roussel og Sinfónia nr. 6 eftir Tsjaikovsky. urðssonar. Gunnar Reynir Sveinsson útsetti og æfði lögin sem sungin eru í leikritinu, auk þess sem hann samdi tvö þeirra. Magnús Axelsson ljósa- hönnuður aðstoðaði við lýs ingu og einnig er fengin utan- aðkomandi aðstoð við hvísl og leikhljóð. Þá fengu nemendur leikskólans sem eru f sýning- unni sérstakt námskeið i förð- un hjáGuðmundi Pálssyni leik- ara. Öll önnur vinna er unnin af aðilumnemendaleikhússins. Tilgangur slikra sýninga sem nemendur síðasta árs standa að er bæði að kynna starfsemi skólans og að brúa bilið milli náms og atvinnulífs. I þessu tilliti verður einnig sett upp annað verk i vor. Höfundur leikritsins Dylan Thomas er einkum þekktur fyr- ir ljóðagerð. Var þetta leikrit í smiðum hjá honum í nálega 10 ár. Leikritið lýsir hugsunum, draumum, martröðum og raun- veruleikanum í velsku sjávar- þorpi. Sýningar leikritsins fara all- ar fram í Lindarbæ og eru eins og áður sagði fyrír almenning. Frumsýning er á sunnudags- kvöld en önnur sýning verður á mánudagskvöld. Fjöldi sýninga er ekki ákveðinn. legust þeirra mála, er Búnaðar- þing hefði fjallað um að þessu sinni. Fvrst nefndi Asgeir álvkt- un þingsins um innlenda kjarn- fóðurframleiðslu og bvggingu fleiri hevkögglaverksmiðja og sagði að þarna væri á ferðinni stórmál fvrir fslenzkan landbún- að. Þá minnti hann á raforkumá! sveitanna og þá nauðsvn, sem þriggja fasa rafmagn væri, og að síðustu vék hann að lánamálum landbúnaðarins. Að lokinni ræðu Ásgeirs Bjarnasonar kvaddi Sigmundur Sigurðsson búnaðarþingsfulltrúi frá Syðra-Langholti í Árnessýslu sér hljóðs og þakkaði forsetum þingsins samvinnuna fyrir hönd þingfulltrúa. A fundum Búnaðar- þings í gær var samþykkt ályktun um innlenda kjarnfóðurfram- leiðslu og er efni hennar gerð skil á öðrum stað í blaðinu. A fundum þingsins í gær var einnig sam- þykkt fjárhagsáætlun Búnaðar- félagsins fyrir næsta starfsár auk þess, sem þrír menn voru kjörnir f milliþinganefnd til að semja frumvarp til laga um vinnuaðstoð i sveitum. I nefndina voru kjörnir þeir Agnar Guðnason, Sigurður J. Líndal og Sigmundur Sigurðsson. Tregt í Þorlákshöfn Þorlákshöfn 10 marz. AFAR slæmar gæftir hafa verið hér það sem af er þessari vetrar- vertíð. Frá áramótum miðað við 1. marz er kominn á land bolfiskur, 2500 tonn og rúm 2000 tonn af loðnu, en héðan eru gerðir út 23 bátar. Afli togarans Jóns Vídalíns er unninn hér i frystihúsinu, en 10 tíma vinna hefur yfirleitt verið þar að undanförnu. Ragnheiður. 1 leikritinu koma draumar og martraðir við sögu Nemendur leiklistarskóla Is- lands frumsýna á sunnudag ieikritið Hjá Mjólkurskógi eft- ir Dvlan Thomas. Þvðinguna gerði Kristinn Björnsson lækn- ir en leikstjóri er Stefán Baldursson. Er þetta fvrstasýn- ing sem sett er upp af nemendaleikhúsi leiklistar- skóla Islands sem stofnaður var í haust og bvggður að miklu levti á SÁL, sem starfrækt var í nokkur ár á undan. I þessari sýningu taka þátt 11 nemendur leiklistarskólans sem allir ljúka námi í vor. Voru þeir allir í SÁL. Námið í leik- listarskólanum er fjögur ár og er síðasta árið nemenda leikhús þar sem nemendur setja upp verk pg sýna almenn- ingi. Alls eru i leikritinu Hjá Mjólkurskógi milli 60 og 70 hlutverk sem þessir 11 nemend- ur skipta á milli sin. Leiktjöld og búninga hafa nemendur gert sjálfir og nutu við það aðstoðar Steinþórs Sig- Æfing hjá nemendaleikhúsinu. BÚNAÐARÞINGI, því 58, í röð- inni, var slitið í gær. Að þessu sinni stóð þingið i 17 daga og hélt 22 fundi. 53 mál voru lögð fyrir þingið og hlutu 48 afgreiðslu. Ásgeir Bjarnason, forseti Búnaðarþings, sleit þinginu og vék nokkuð I ræðu sinni að þeim málum, sem hann taldi merki- Asgeir Bjarnason slftur Búnaðarþingi Saksókn- ari fær bollumálið RANN SÓKNA RLÖG REGLAN hefur um skeið mátt kljást við svonefnt Bollumál — þ.e. endalok og reikningshald Stúdentafélags Háskóla Is- lands. Mál þetta hefur verið æði niengað af stúdentapóli- tik; þeir háskólanemar sem kenna sig við lýðræðið höfðu tögl og hagldir í félaginu allt til þess að það var lagt niður, en félagsstarfsemi þevsi var hinum sem kenna sig við rót- tækni mikill þvrnir í augum. Töldu þeir og reikningshald félagsins vafasamt og kröfð- ust rannsóknar á þvf. Skýrslan með framburði vitna beggja herbúða er orðin um 18 vélrit- aðar siður ásamt aðskiljanlcg- um fylgiskjölum og hefur hún nú verið send vfirsakadómara, sem væntanlega sendir hana áfram til saksóknara, sem tek- ur frekari ákvörðun um máls- meðferð. Lítið miðar í samningunum SÁTTAFUNDUR hefur verið boðaður í dag klukkan 10 milli fulltrúa frvstihúsanna á Akranesi og kvennadeildar Verkalýðs- félagsins á Akranesi, en nokkuð er nú sfðan fundað hefur verið um deilu þeirra aðila. Þá var í Bóndi sýnd- ur í Festi og Hlégarði ÞORSTEINN Jónsson kvik- mvndagerðarmaður mun á næstunni sýna kvikmynd sína, Bónda, vfða um land en mvndin hlaut mikla aðsókn er Kvikmvndakiúbbur- inn Fjalakötturinn sýndi hana í Tjarnarbíói á dögunum. Þar sýndi hann einnig mynd sína „Hopp“, sem Þorsteinn mun einnig sýna úti á landsbvggð- inni ásamt tveimur öðrum verkum sfnum — „Framboðs- flokki" og „Höfn“. Þorsteinn hefur þegar sýnt þessar myndir tvisvar sinnum á Suðurlandi — i Hveragerði og á Hvoli — en i kvöld sýnir Framhald á bls. 18 gær fundur með farmönnum og fulltrúum skipafélaganna og stóð hann í tvær klukkustundir. Far- mannasambandið mun síðan koma á fund hjá sáttasemjara klukkan 14 í dag. Þá var i gær fundur með blaðamönnum og fuiltrúum blaðaútgefenda og var honum frestað sfðdegis í gær til klukkan 23 í gærkveldi. Ekki hafði í gær verið boðaður fundur með sjómönnum og útvegsmönn- um á Austf jörðum. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá kvennadeild Verkalýðsfélagsins á Akranesi, en í inngangi hennar segir að hún sé rituð vegna síendurtekinna yfirlýsinga Vinnuveitendasam- bands Islands um mál verka- kvenna á Akranesi. Fréttatil- kynningin er svohljóðandi: „Konur væntu sér mikils af kauptryggingarsamningi þeim sem samið var um i Loftleiða- samningunum í febr. 1974. En mikil vonbrigði hafa orðið út af misnotkun hans. Hann hefur ver- ið túlkaður öðruvísi af atvinnu- rekendum á Akranesi en víðast hvar annars staðar á landinu. At- vinnurekendur halda þvi fram að vikan byrji á þeim degi sem vinna byrjar og hefjist hún t.d. á fimmtudegi fá konurnar ekkert Framhald á bls. 18 Frumvarp alþýðubandalagsmanna: Hækkar innkaupsverð vara- hluta 116.550 bíla um 25% INNKAUPSVERÐ ávarahlutum f 16.550 bfla landsmanna mun hækka um 25% ef frumvarp alþýðubandalagsmannanna, sem nú liggur fyrir Alþingi verður að lögum. Samtals eru f landinu samkvæmt áætlun um 73.500 bflar, þar af cru 16.550 bflar af brezkri gerð og eru það um 22,5% af heildarbflaeign landsmanna. Samkvæmt lauslegri áætlun. sem Mbl. fékk frá Hagstofu Is- lands, mun láta nærri að brezkir fólksbílar séu rétt tæplega 15 þús- und á landinu og vöru- og sendi- ferðabílar munu vera um 1.580 talsins. Hlutfall brezkra bíla í bílaeign landsmanna hefur farið talsvert vaxandi undanfarin ár, þar sem samkeppnisaðstaða þeirra hvað verð snertir hefur verið mjög hagstæð og siðustu daga hefur þessi samkeppnisað- staða brezkra bíla enn batnað, vegna hrakfara sterlingspundsins á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Fyrir utan brezka bíla, má að auki nefna ýmsar tegundir, sem smiðaðar eru i öðrum löndum, en hafa vélar af brezkri gerð og ýmsa vélarhluta, svo sem eins og hemla- kerfi. Sem dæmi má nefna að bæði Volvo og Saab hafa a.m.k. til skamms tima haft brezka hreyfla og svo er einnig um Simca. Ættu þvi varahlutir i vélar þessara bila einnig að hækka í innkaupsverði, verði af þvi að alþingismenn sam- þykki 25% innflutningstoll á brezkar vörur. Fyrsta sýning nemendaleik- húss Leiklistarskóla íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.