Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Bailey hann sem aðra er hann glímir við. En Browning virtist ekki skorta sjálfstraust og kvaðst sannfærður um sigur að lokum: hann sæti með staðreyndirnar I höndum og nú væri aðeins að gera sér mat úr þeim. Margs var þó að gæta fyrir Browning, þegar hann tæki til við að gagnspyrja Patty. Hætt var til dæmis við að of mikil harka af hans hálfu gagnvart Patty gæti orðið til að vekja upp • RÉTTARHÖLDIN yfir Patriciu Hearst sem nú standa yfir eru vitanlega eitt helzta efni blaða og mun svo sjálfsagt verða enn um hríð. Verjandi Patty, Lee Baily, hefur lagt alla áherzlu á að vekja þau viðbrögð hjá kviðdómendum að ræningjar SLA hafi kúgað hana til að lúta vilja þeirra í einu og öllu með því að láta hótun um líflát vofa yfir höfði hennar sí og æ. En sumum finnst þó með ólíkindum að Baily takist að fá stúlkuna sýknaða: sannanirnar gegn henni séu svo margar og býsna auð- sæjar. Ekki aðeins kvikmyndir, sem sýna hana í bankaráninu fræga, heldur einnig yfirlýsingar hennar á segulbandsspólum, þar sem hún lýsti andstyggð á fyrrver- andi unnusta slnum, foreldrum slnum og slnu fyrra llferni, og miklum fögnuði yfir því að hafa loks fundið slna einu og réttu hillu I lifinu. Ef Patty á að takast að sannfæra kviðdómendur mun hún sjálfsagt þurfa að leggja að sér á ýmsa vegu. í síðustu viku var hún 'eidd I vitnastúkuna fjóra daga I röð og gafst henni þá tækifæri til að lýsa þvl er SLA neyddi hana til að taka þátt I bankaráninu fræga, og sömuleiðis lagði Bailey mikið kapp á að fá hana til að lýsa hinum fjölþættu misþyrmingum, andlegum sem llkamlegum, sem hún hefði sætt af hendi ræningj- anna. Þegar Bailey hafði lokið yfirheyrslum tók svo saksóknarinn James Browning við með gagn- spurningar slnar. Það einvlgi þótti hið drama- tískasta. Browning, sem þykir samvizkusamur og nákvæmur en litlaus heldur, hefur þó að mörgu leyti komið á óvart. Að vlsu yfir- skyggir hinn magnaði persónuleiki Svipbrigðalaus sakbomingur — en brestur stöku sinnum í grát Myndir, sem teknar hafa verið af Patriciu Hearst þegar hún hefur komið til dómsalarins undanfarna daga. Allar teknar I sitt hvert skiptið og svipbrigðalaust andlit hennar hefur vakið furðu margra. Patty Hearst samúð hjá kviðdómendum. Margir sögðu að viðfangsefnið væri von- laust. En Browning þótti sleppa vel frá þessu og tókst að draga ýmislegt fram, sem Bailey hafði lagt sig I llma við að gera sem minnst úr. Ekki slzt vakti athygli er Browning fékk Patty til að viðurkenna að hún hefði „borið sterkar tilfinningar" til hins fræga foringja SLA, sem nú er látinn, William Wolfe. Á einni segul- bandsspólunni hafði hún lýst hon- um fögrum orðum, en I réttar- höldunum hafði hún slðar sagt grétandi frá þeim kynferðislegu misþyrmingum sem hún hefði sætt af hans hálfu. En það sem Browning reyndi um fram allt að draga fram og benda kviðdómi á var að Patty Hearst hefði haft yfrið næg tæki- færi til að sleppa frá SLA að lokn- um fyrstu mánuðunum. Bailey hafði nokkrum dögum áður feng- izt við það sama viðfangsefni og þá beindist hans viðleitni aðallega að þvl að sannfæra kviðdómendur um að hún hefði verið haldin ægi- legri hræðslu við að vera elt og drepin, ef hún reyndi að sleppa. Hún lýsti þvl einnig yfir að hún hefði ekki treyst sér til að leita til foreldra sinna vegna þess að hún hefði haldið þau væru búin að snúa við sér baki. Mun þá jafnvel Bailey hafa þótt sem hún gengi of langt og lét ekki fara lengra út I þá sálma. Harrishjónin sem mjög koma við sögu þessa mál og sitja nú einnig I fangelsi hafa verið óspör á að gefa yfirlýsingar um ósannindi, eins og þau kalla það, Pattyar slðan réttarhöldin hófust. Emely Harris bendir á að Patricia hafi haft „fullt frelsi frá þeim degi sem hún hætti að vera strlðsfangi. Hún hafi farið ein slns liðs I strætis- vagna, verzlanir og I kvikmynda- hús og hvert tækifærið borizt henni I hendur til að komast á braut ef hún hefði nokkuð kært sig um". Emely Harris segir einnig frá þvl að einhverju sinni hafi þau þrjú verið á baðstað fyrir utan San Fransisco. Þar hafi Patty farið að klifra I klettum og tveir menn sem héldu hún myndi fara sér að voða Teikning af Patty við réttarhöldin, en þar eru myndatökur bannaðar. hafi þust henni til hjálpar. Þeir hafi ekki þekkt hana þvl að hún hafi verið með hárkollu og ámálaðar freknur. „Hún hefði ekki þurft annað en hvlsla að þeim hver hún væri og biðja þá ásjár," segir Emely Harris. „En hún gerði það ekki." Þetta og margt fleira sem hnlgur I svipaða átt hefur Browning saksóknari reynt að benda á og talið að hann hafi náð allgóðum árangri. „Ég hefði kannski átt að reyna," sagði Patty þegar hann hafði spurt hana marg- sinnis hvers vegna hún hefði aldrei reynt að forða sér. Og Browning hefur tekizt að færa all- sannfærandi rök fyrir þvl, að margra dómi. Baily mun að sjálf- sögðu leggja á það megináherzlu að hún hafi verið búin að glata öllu sem kalla megi viljaþrek og sjálfstæði vegna þeirra kúgana sem hún hafi sætt. Á hinn bóginn dylst engum að það er meira en grettistak sem Bailey þarf að lyfta til að fá Patty Hearst sýknaða sjálfviljugri aðild að SLA- samtökunum. Lee Bailey, verjandi Patriciu Hearst. Sjávarútvegsráðherra á Alþingi: Landhelgisátökin við Breta eru títt til umræðu í þingsölum. Stjórn- arandstaðan nýtir þetta mál til linnulausrar gagnrvni á stjórnina, einkum þá viðleitni, að revna að ná friðsamlegri lausn f deilum okkar við aðrar þjóðir fram vfir lyktir hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Sú viðleitni hefur haft tvfþættan tilgang. að minnka nú þegar veiðisókn og aflamagn aðkominna veiðiflota, í samræmi við fiskifræði- legar niðurstöður um ástand fiskstofnanna, og styrkja málstað okkar og vigstöðu á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Um það efni ræddi Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra m.a. í þingræðu, er hann svaraði gagnrýni Lúðvíks Jósepssonar formanns þingflokks Alþýðubandafagsins. Ræða sjávarútvegsráðherra fer hér á eftir efnislega. 0 Viðvörun þegar1972 Það eru allir sammála um það, að landhelgismálið sé stærsta mál íslenzku þjóðarinnar. Hins vegar verð ég að segja það, að þegar sú ákvörðun var tekin að færa fisk- veiðilandhelgina út í 200 milur, þá var undanfari þess nokkuð misjafnt viðhorf ákveðinna stjórnmálamanna, sem vildu bíða, m.a. eftir lokaákvörðun hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Töldu þeir, að hér væri um of fljótfærnislega ákvörðun að ræða, sem mætti bíða, þrátt fyrirþað, að sérfræðingar okkar á sviði fisk- veiða, fiskífræðingar, hefðu alvarlega varað íslenzk stjórnvöld við þvi þegar á árinu 1972, að ásókn í þorskstofninn og fleiri nytjafiska væri allt of mikil og þyrfti sannarlega úr að draga. Stjórnvöld létu þessar aðvaranir sér í léttu rúmi liggja og í stað þess að draga þá þegar úr sókn á fullnýtta og ofveidda fiskstofna, þá hófst eitt gegndarlausasta kapphlaup um byggingu fiski- skipa til þess og ásöknarauki í þessa full- og ofveiddu fiskstofna. Þetta eru mál, sem allir hv. þdm. þekkja og þarf ekki að fara frekar út i. Þetta er eitt af okkar mestu vandamálum, sem við eigum nú við að stríða En í stað þess að standa saman í framkvæmd land- helgismálsins, standa að þeirri mikilvægu ákvörðun, sem tekin var íneð útfærslu í 200 mílur, verndun fiskstofnana og reyna að ná heildarstjórnun á veiðunum umhverfis Island, þá taka menn sig hér saman, sem eru í stjórnar- andstöðu, og það meira að segja flokkur, sem alltaf hefur verið ábyrgur í þeim efnum, og segja alveg skilyrðislaust: Enga samn- inga við útlendinga, fiskveiði- landhelgina algerlega fyrir okkur Islendinga og það strax. 0 Þýðing samstödu á hafréttarráðstefnu S.þ. Um það er enginn ágreiningur, að íslendingar ætla sér að nýta 200 mílna fiskveiðilandhelgi fyrir þessari stefnu vorum við líka að marka stefnu og samstarf með strandríkjum heims, sem staðið hafa með okkur og við með þeim á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við vorum að styðja við bakið á okkur sjálfum með því að stuðla að víðtæku samstarfi og sam- vinnu um, að 200 mílna auðlinda- lögsaga verði viðurkennd á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Ef við hefðum sagt: Við viljum ekki ræða við eina einustu þjóð, þá vorum við hreinlega að ráðast að þeim þjóðum, sem með okkur hafa staðið, við vorum að veikja þeirra málstað og okkar málstað á sviði alþjóðamála. Þess vegna urðum við, hvort sem er smávægilegur samningur um takmarkaðar línuveiðar innan is- lenskrar fiskveiðilögsögu. Sá samningur var einnig gerður 1973 i tíð fyrri rikisstjórnar og svo samningur við Færeyinga, sem var gerður 1973 og endurnýjaður í tið núv. ríkisstjórnar. 0 Samið við alla nema Breta. Við þurfum auðvitað að leggja á það höfuðáherslu, að lækka veiðar eða minnka aflakvóta þess- ara þjóða hér við Island, þó hann sé ekki hár eða mikill, eins og við verðum sjálfir að gera, en mín skoðun er sú, að við eigum að gera Vildu Bretar aldrei í raun fiskveiðisamninga íslendinga ? sig eina. Það fer ekki á milli mála. Þar þurfa engar leiðir að skiljast. En hitt er ekki á borð leggjandi nú, þegar hafréttarráðstefnunni er ekki lokið, þá höfum við það ekki í hendi okkar á sama augna- bliki og við færum út i 200 milur, að allir aðrir sætti sig við að fara út fyrir 200 mílur. Þá var það skoðun ríkisstj., að við yrðum að reyna að ná samkomulagi og sam- stöðu með öðrum þjóðum, þjóð- um, sem tækju fullf tillit til þeirr- ar sérstöðu okkar, að við byggjum líf okkar og lífsafkomu á sjávarút- vegi og sölu sjávarafla og jafn- framt, að við yrðum sjálfir að draga verulega úr sókninni á fiskimiðin. Þegar og ef þessar þjóðir viðurkenndu þessar aug- ljósu og einföldu staðreyndir, þá ættum við að gera samninga við þær tíl mjög takmarkaðs tíma um mjög takmarkað veiðimagn. Með okkur var það ljúft eða leitt, að reyna til hlítar að ná samkomu- lagi á þessum grundvelli og á þessum punktum, sem ég nefndi hér áðan. A þessum grundvelli er náð samningum við Vestur- Þjóðverja, sem ekki náðust samn- ingar við eftir útfærsluna 1972, fyrr en i lok s.l. árs. Við gerðum samn'ng við Belga um mjög tak- markaða veiði og stórum færri skip en voru í samkomulaginu frá 1973. Þá voru Belgum leyfðar veiðar með 19 skipum hér við land, að vísu öllum litlum. I þessu samkomulagi er aðeins rætt um 12 skip. 2 þjóðir fyrir utan Breta eru eftir, sem gerðir voru samn- ingar við. Það eru Norðmenn, sem samninga við báðar þessar þjóðir. Eg vil ekki fara neitt i launkofa með það; og það áður en haf- réttarráðstefnan hefst í New York 15. mars. Þá getum við sagt, og okkar fulltrúar á hafréttarráð- stefnunni: Islendingar hafa ekki verið með einstrengingshátt í samskiptum við þær þjóðir, sem hafa veitt innan 50 mílna fisk- veiðilandhelgi. Við höfum verið reiðubúnir til þess að ræða við þessar þjóðir um takmarkaðar veið.ar í stuttan tíma á meðan ekki liggja fyrir alþjóðasamþykktir um nýtingu 200 mílna fiskveiði- landhelgi. Við getum þá sagt, ef þetta nær fram að ganga: Við höfum samið við allar þær þjóðir, Matthlas Bjarnason sjávarútvegsráðherra. við Afstaða stjórn- arinnar hefur byggst á fiski- fræðilegum staðreyndum og stöðu mál- staðar okkar á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.