Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
13
Stórbrotin túlkun
Burtons í Equus
Burton 1 hlutverki læknis ins l Equus.
O Það vill á stundum
gleymast vegna stöðugra
frétta af stormasömu
einkalifi Richards Burtons,
að hann er ekki aðeins
eiginmaður Elizabethar
Taylor — eða ekki eigin-
maður Elizabethar Taylor
— heldur er hann einhver
frábærasti leikari sem nú
er uppi. I New York Times
birtist nú um síðustu
grein um leik
Burtons í leikrit-
inu „Equus“ eftir
Peter Schaffer og
segir þar í fyrir-
sögn, að leikur
hans í hlutverki
læknisins sé frá-
bærasta sviðsaf-
rek hans til þessa.
Hann leiki af
sannri innlifun,
svo áreynslu-
lausri að áhorf-
endur gleymi þvi
eftir fyrstu fimm
mínúturnar i leik-
húsinu að Burton
er ekki læknirinn, heldur
fer hann aðeins með hlut-
verk hans. „Ekki má
gleyma hinni stórkostlegu
raddbeitingu Burtons,"
segir i greininni. „Leik-
urum er tamt að beita rödd
sinni ýmist um of vegna
þess þeir telja það vott um
„leik“ ellegar þeir nota
röddina svo kauðalega að
úr verður ömurleg hlustun
áhorfenda. En Burton
hefur röddina ótrúlega á
valdi sínu, ekki sizt þegar
haft er í huga að raddbeit-
sviði er tvennt ólikt, og
Burton hefur ekki verið
tiður gestur á leiksviðinu í
mörg ár. Röddin skiptir
geysilegu máli í leiknum
en ekki aðeins það er full-
komið, sviðshreyfingar,
beiting líkama, allt er eins
fullkomnað og hægt er að
ímynda sér. Við upplifum
ekki leik — heldur lifun,“
í New York Times.
Hin fræga myndastytta
frá 500 f. Krist af
tvíburunum Romulusi og
Remusi að sjúga úlfynj-
una. Þeir tvíburarnir
voru samkvæmt goðsögn-
inni synir Mars og Rea
Silvia. Strax eftir fæðing-
una var þeim varpað í
fljótið Tíber, en með
hjálp guðanna rak þá á
land við rætur Palatinu
og úlfynja tók þá og
fóstraði. Síðar kom á dag-
inn hverrar ættar þeir
voru og fengu þeir þá
iand það sem Rómaborg
stendur nú á. Remus var
drepinn þegar hann og
bróðir hans deildu og
Romulus varð fyrsti kon-
ungur Rómaborgar.
Fundir þeirra, sem hafa nú verið á sýningu í Rómaborg upp á siðkastið, eru sagðir renna
stoðum undir efasemdir sem menn hafa haft um hvenær Rómaborg ver reist, en
samkvæmt hinni frægu goðsögn voru það tvfburabræðurnir Romulus og Remus sem
grundvölluðu hana. Opinberlega er borgin talin 2.729 ára gömul, en ofannefndir sérfræð-
ingar segja að hús sé að minnsta kosti 200 árum eldri. Þeir Ifta svo á að þeir hafi einnig
safnað nægilegum sönnunargögnum til að sýna fram á, að Rómaborg hafi ekki skipt eins
miklu máli í rómanskri menningu og tungumáli og jafnan hefur verið ályktað.
Prófessor Massimo Pallottino, forseti etrúskra og ftalskra sérkannana, segir: „Við erum
að koma að nýjum kafla, ekki einvörðungu f sögu Rómarrfkis heldur einnig í allri forsögu
okkar.“ llann sagði að hinar nýju niðurstöður stönguðust á við ýmislegt sem væri f
kennslubókum, og byggðist einkum á verkum skálda og sagnfræðinga frá þvf um
eitthundrað árum fyrir Krist.
Aftur á móti sagði prófessorinn að það gæti orðið bæði erfitt, óþægiiegt og kosnaðarsamt
— og jafnvel sársauka fullt eins og hann orðaði það — að endurskrifa söguna. En hann
telur að þróun Rómaborgar og Rómaveldis hafi verið öll önnur en nú er talið. Hann sagði
einnig að ltalirnir hefðu ekki haldið vöku sinni og eyðilegging margra merkra staða
ógnaði nú því að sagan vrði rétt skráð. Á sýningunni sem er kölluð „Kúltúr í frumbernsku
rfkisins'* er kort yfir 18 fornfræðilega merka staði sem hafa orðið að bráð nútíma
borgarþróun og hefur verið rutt á braut á allra sfðustu árum.
Samkvæmt sögninni var Rómaborg stofnuð árið 753 f.Kr. en nú segja þessir sérfræðing-
ar að Rómaborg hafi þá verið þróað borgarsamfélag með þjálfaðan her, uppbyggt
efnahagskerfi og félagslega þróuð og þar hafi verið stéttarskipting eins og vænta mátti.
Þeir Rómverjar sem byggðu borgina þá voru gerólfkir þvf fólki sem Cato lofsyngur á 2. öld
fyrir Krist, þegar hann fordæmir Iffsþorsta samtfðarmanna sinna.
Vagga Rómaborgar er Palatin, ein af sjö hæðum Rómaborgar, og á þeim punkti ber
fornleifafræðinni og goðsögninni reyndar saman.
• SÖGU
Rómarfkis þarf
að skrifa upp á
nýtt er marka
má niðurstöður
ftalskra forn-
leifafræðinga
sem hafa unnið
að uppgreftri
sfðustu tvo ára-
tugina í Róma-
borg og
nmhvorfis hana
Nýjar
kenningar
um aldur
Rómaborgar
sem samið var við eftir að land-
helgin var færð út í 50 milur 1972,
við höfum samið við allar þessar
þjóðir og við lifum i friði, sátt og
samlyndi við þær, nema eina og
það eru Bretar. Af hverju höfum
við ekki getað samið við Breta! Er
það fyrir það, að við höfum ekki
verið reiðubúnir til viðræðna?
Við ræddum við Breta strax á
síðastliðnu hausti hér í Reykja-
vík, siðan úti í London og svo
margvislegar aðrar viðræður, sem
hér hafa verið rifjaðar upp. En
það sem kemur þar upp er, að
Bretar hafa verið það óbilgjarnir
í þessum samningaviðræðum, að
það er ekki nokkur leið að ná
viðunandi samkomulagi við þá.
Þess vegna eru nú ekki fyrir
hendi nokkrir möguleikar að taka
þær viðræður upp að nýju.
0 Vildu Bretar
aldrei samninga?
Eg hygg að Bretar hafi með
þessu framferði sínu verið að
sýna okkur Islendingum það, að
þeir vilji í engu láta undan og mín
skoðun er sú, að brezka rikis-
stjórnin hafi aldrei ætlað sér við
okkur að semja. Þeir hafa
gjarnan viljað haida þessum
samningaleik áfram. Þeir vilja
gjarnan koma inn í frumvarpið á
hafréttarráðstefnunni, að þegar
að ágreiningur verður á milli
þjóða, eins og kemur til með að
verða f Norðursjónum, á milli
þeirra og nágrannaþjóða, þá eigi
að vfsa þeim ágreiningi til gerðar-
dóms og gerðardómur eigi að
fjalla um þann ágreining en
strandrfki eigi ekki að hafaóskor-
aðan rétt til þess að semja um eða
fullnýta sfna fiskveiðilandhelgi.
Ég er þegar fyrir allnokkru kom-
inn á þá skoðun, að þetta hafi
verið tilgangur Breta Þeir hafi
aldrei viljað semja við okkur,
aðeins láta líta svo út; og vildu
gjarnan að við Islendingar hefð-
um sagt, að við vildum ekki við þá
tala. Þá gátu þeir sagt við allar
þjóðir: svona eru þessir Is-
lendingar! Við vorum fullir vilja
til samstarfs og samninga við þá
um friðsamlega lausn, en þeir
vildu ekkert við okkur tala.
En þetta rekst á þá staðreynd,
að við höfum sýnt sáttavilja, sem
ekki verður í efa dreginn, en
aðeins á grundvelli fiskifræði-
legra staðreynda um hrunhættu
fiskstofna okkar að óbreyttri
veiðisókn.
0 Stefnaríkis-
stjórnarinnar.
Nú virðast samningar eins
fjarri og samningar geta verið á
milli tveggja ríkja. Það er ekkert
að óttast fyrir þá, sem alltaf hafa
óttast samninga, frá byrjun þess-
ara samningaviðræðna. En sátta-
viðleitni okkar, sem gagnrýnd
hefur verið, hefur engu að síður
verulega styrkt málstað okkar og
samherja okkar á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna. An
hennar væri vígstaða okkar þar
verri en hún nú er. Ég tel því ekki
ástæðu til þess að ráðast æ ofan í
æ á stefnu rikisstjórnarinnar i
sambandi við framkvæmd land-
helgismálsins eins og svo oft
hefur verið gert. Nú segja menn,
það hefur verið slitið stjórnmála-
sambandi við Bretland og það var
ekki vonum fyrr. Og nú er sagt,
næst verður að kalla sendiherra
Islands hjá NATO heim! Það yrði
nú gaman fyrir Breta, ef við
létum þá vera eina um það, að
skýra deilur og árekstra á Islands-
miðum; fá aðstöðu til einhliða
fréttaflutnings á fundum NATO í
Brussel, og ráða þar algjörlega
ferðinni. Það væri nú skynsam-
legt eða hitt þó heldur. Hvað
meina menn, sem segja, kallið þið
sendiherrann heim frá Brússel,
Island á að segja sig úr NATO,
vegna þess að þar er þjóð, sem
fremur á okkur ofbeldi, beitir
okkur þvingunum og herskip-
um. Við erum lika í Sameinuðu
þjóðunum og þar eru Bretar
einnig. Við höfum kært Breta
fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Er þá næsta skref að segja
sig úr Sameinuðu þjóðunum? Eig-
um við að kalla sendiherra Is-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum
heim, af því Bretar eru í Samein-
uðu þjóðunum og eiga sæti i
öryggisráðinu? Eigum við að
segja okkur úr samstarfi og sam-
félagi þjóðanna ef Bretar eru ein-
hvers staðar í þessu samfélagi?
Eigum við þá að éinangra okkur
algjörlega? Hvert eigum við að
selja afurðir okkar, ef við slítum
öllum tengslum við allar þjóðir?
Við ættum kannski að lifa á þvi að
vera í verkfalli? Þá get ég skilið
þennan hugsunarhátt. En ég held
að það sé ekki hægt. Ég held að
verkfalli verði að ljúka og við
verðum aftur að fara að framleiða
vörur og lifa eðlilegu lífi í landi
okkar. Þetta vil ég benda mönn-
um á, þegar þeir tala með þessum
hætti.
0 Fyrri átök
við Breta.
Mín skoðun er sú, að við eigum
ekki að sitja í NATO til þess að
vera þar eins og hvert annað at-
kvæði eða „dauður" meðlimur.
Við eigum að láta til okkar heyra
með okkar fulltrúa í NATO, gera
athugasemdir við það, sem okkur
sýnist, án þess að spyrja Breta eða
aðrar þjóðir þar um. Við eigum að
gagnrýna þessar þjóðir og fyrst og
fremst eigum við að gagnrýna og
ráðast harðlega að Bretum fyrir
þeirra framferði. Um það deilum
við ekki, að Bretar hafa gengið
svo langt, að ég hygg að enginn
hefði trúað því, þegar ákvörðun
var tekin um að færa landhelgina
út í 200 mílur. Þá trúðu því
fæstir, að Bretar myndu beita
okkur herskipavaldi. Hvað hafði
gerst áður? Þá hafa Bretar beitt
okkur herskipavaldi bæði 1958 og
1972 og þá var hv. 2. þm. Austurl.
I rikisstjórn í bæði þessi skipti.
Hann sat f rfkisstjórn án þess að
slfta stjórnmálasambandi við
Breta í bæði þessi skipti. Það er
ekki samið við Breta i seinna
skiptið fyrr en 13. nóv. 1973, en
landhelgin er færð út 1. septem-
ber 1972. Þá var hægt að sitja í
rikisstjórn án þess að slíta stjórn-
málasambandi við Breta. Af
hverju var það ekki gert? Menn
töldu þá rétt, sem fyrsta skref, að
kalla heim sendiherra okkar um
tíma Það var metið svo af ráð-
herrum í þessum rikisstjórnum
báðum, að skynsamlegt væri að
ganga ekki lengra en það. Hins
vegar má segja að atburðarásin í
núverandi landhelgisátökum hafi
verið harðari og atburðarás komið
mönnum i opna skjöldu. Eftir
ítrekaðar samningatilraunir af
okkar hálfu — og hegðan Breta,
FRA REYKJANESMÖTINU
1 SVEITAKEPPNI:
Staðan að 13 umferðum
Ioknum:
Sveit Stig:
1. Ármanns J. Láruss.,
B.Á.K. 218
2. Öla Kr. Björnss., B.H. 192
3. Böðvars Guðmundss.,
B.H. 191
4. Friðþjófs Einarss., B.H. 169
5. Boggu Steins. NPC., B.S. 165
6. Kára Jónassonar B.K. 161
7. Ólafs Gíslas., B.H. 160
8. Oskars Pálss., B.S. 137
Mótinu lýkur 21. mars, og þá
spila m.a. sveitir Ármanns og
Óla Kr. og Böðvars gegn Boggu
Steins.
28. mars verður mótinu form-
lega slitið, með tvímennings-
keppni, sem verður fyrsta
„Reykjanesmótið", í para-
keppni. Öllum félögum á
Reykjanessvæðinu er heimil
þátttaka, og pörum bent á, að
skráningu lýkur 21. mars.
Skráð er i félögunum, og er 600
kr. pr. par.
X X X X
FRA BRIDGEFELAGINU
ÁSARNIR:
12 umferðum er nú lokið, af
„Patton" keppni félagsins, og
er staðan þessi:
Sveit Stig:
1. Vilhjálms Þórssonar 138
2. Ólafs Lárussonar 136
3. Jóns Hermannssonar 127
4. Jóns Andressonar 121
sem óþarft er að lýsa, varð ekki
hjá því komizt að slita stjórnmála-
sambandi við þá. Það sem þar réð
úrslitum af minni hálfu var ekki
sizt, er brezka flotanum var beint
inn á alfriðað svæði, sem var fá-
heyrð ósvífni. Þar tóku Bretar sér
Framhald á bls. 23
Keppni lýkur á mánudaginn
kemur, en næsta keppni félags-
ins er „Butler" tvímennings-
keppni, og er öllum heimil þátt-
taka. Spilað er í Félagsheim-
ilinu I Kópavogi, á mánudags-
kvöldum, kl. 20.00.
X X X X
FRA BRIDGEFELAGI
SIGLUFJARÐAR
Síðustu leikirnir I sveita-
keppninni voru spilaðir 23.
febr. s.l.
Sveit Steingríms vann
sveit Páls 17—3
Sveit Haralds vann
sveit Sigurðar 18—2
Sigiufjarðarmeistari i sveita-
keppni varð sveit Boga Sigur-
björnssonar með 84 stig af 100
mögulegum. Auk Boga eru í
sveitinni 3 bræður hans, Anton,
Ásgrímur og Jón.
Sveit Stig:
2. Steingrims Magnússonar 65
3. Haralds Árnasonar 48
4. Sig. Hafliðasonar 45
5. Páls Pálssonar 44
6. Björns Olafssonar 4
HRAÐSVEITAKEPPNI
1. UMFERÐ:
Sveit Stig:
1. Sigurðar Hafliðas., 502
2. Boga Sigurbjörnssonar 481
3. Steingrims Magnússonar 445
4. Páls Pálssonar 384
5. Jóns Pálssonar 348
Meðalskor er 432 stig.
A.G.R.