Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 14

Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Jafnstaða kvenna og karla: Verði kvenfélög opnuð körlum? Gunnar Thoroddsen, félags- málarádherra, mælti i gær i nedri deild Alþingis fyrir frumvarpi til laga (stjórnarfrumvarpi) um jafnstöðu kvenna og karla (sjá frétt bls. 2 í Mbl. sl. þriðjudag). Ráðherrann rakti þróun jafn- réttisbaráttu, bæði á alþjóðlegum vettvangi og hérlendis, og taldi lagalegt jafnrétti kynjanna hér til staðar. Engu að síður viðgengist margháttuð mismunun í raun og væri þessu frumvarpi ætlað að vera stefnumarkafidi að því marki að algjör jafnstaða væri tryggð í reynd: í menntun, starfi og launum. Jafnstöðu kynjanna þyrfti að tryggja með skýru stjórnarskrárákvæði — en meðan svo væri ekki gæti framkomið frumvarp, ef að lögum yrði, orðið stórt spor að lokamarkinu. Ráð- herrann gat þess að frumvarpið hefði verið sent ýmsum til um- sagnar, sem rétt væri að taka tillit til, er málið væri nánar skoðað í þingnefndum og deildum. Góðar undirtektir — en nokkrar athugasemdir. Miklar umræður urðu um mál- ið. Til máls tóku eftirtaldar þíng- konur: Geirþrúður Hildur Bern- höft (S), Svava Jakobsdóttir (K), Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Vilborg Harðardóttir (K) og tveir þíngkarlar: Gylfi Þ. Gíslason (A) og Gunnlaugur Finnsson (F). Fögnuðu allir framantaldir þing- menn frumvarpinu, sem þeir töldu viðleitni í verki, og spor i rétta átt en höfðu þó á fyrirvara um einstakar frumvarpsgreinar, er taka þyrftu breytingum í með- förum þingsins. Bar þar hvort tveggja til, að vandi væri að fram- fylgja tilteknum frumvarps- ákvæðum, einkum varðandi aug- lýsingar, bæði starfa og vöru (4., 5. og 8. gr.) og að frumvarpið gengi of skammt, sér í lagi um ákvörðunar- og úrskurðarrétt Jafnstöðuráðs, starfsaðstöðu og fjárráð. Einnig að ekki hefði ver- ið höfð nægileg samráð við ýmsa þjóðfélagsaðila, sem hér kæmu við sögu. Spurningar vakna. I máli þingmanna komu fram ýmsar spurningar varðandi fram- kvæmd slíkra laga um algjöra jafnstöðu kynjanna: • Hver verður staða kynjanna i launþegasamtökum, starfi og stjórnun, sem nú eru annaðhvort einvörðungu opin körlum eða konum? 0 Hvað um félagasamtök, sem starfa á alþjóðlegum grundvelli, og lokuð eru öðru hvoru kyninu? 0 Munu þessi lög í framkvæmd ná til heimilanna, en þar vildu sumir þingmenn meina að „undir- okun“ konunnar væri hvað mest? 0 Hvað um jafnan rétt til náms i ýmsum iðngreinum, sem í dag eru meira og minna lokaðar vegna svonefnds rneistarakerfis? 0 Verða hin ýmsu hagsmuna- félög opnuð konum (mökum) aðila á sama hátt og nú hefur verið gert i Búnaðarfélagi Islands um kjörgengi og kosningarétt til Búnaðarþings. 0 Verða kvenfélög opnuð körl- um? Að lokinni umræðu þakkaði ráðherra þingmönnum jákvæðar undirtektir og taldi rétt að fram- komnar ábendingar yrðu vand- lega skoðaðar í þeim þingnefnd- um, sem málið fengju til umfjöll- unar. Cíunnar Thoroddsen Geirþrúður Hildur Svava Jakohsdóltir Bernhöft SinurlauK Bjarna- Vilborg Harðardótt- dóttlr ir <«vlfi Þ. (ilstason Gunnlaugur Finnsson Tilrauna- verksmiðja í Dalasýslu? Þingmennirnir Ingi- berg J. Hannesson og Friðjón Þórðarson (S) hafa lagt fram fyrir- spurn á Alþingi svo- hljóðandi: 1. Leiðir könnun sú, sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum á nota- gildi leirs í Dalasýslu til þess að fyrirhuguð sé vinnsla leirsins með stofnun tilraunaverk- smiðju í sýslunni? 2. Ef um jákvæðar niður- stöður er að ræða í þessu sambandi, hvenær má þá vænta þess aö hafizt verói handa um stofnun og starfrækslu slíkrar verksmióju? Austur ■ sérstakt Ilalldór Asgrímsson (F) mælti f efri deild í gær fyrir frumvarpi tíl laga um sérstakt lögsagnarum- dæmi í Austur-Skaftafellssýslu. Er þar gert ráð fyrir því að lög reglustjórinn í Höfn í Hornafirði Skaftafellssýsla lögsagnarumdæ mi Laun oddvita hækki Frumvarp um íslenzka stafsetningu: Menntamálaráðuneytið gefi út reglugerð að fenginni heimild Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um íslenzka stafsetningu. Þar er gert ráð fyrir því, að menntamála- ráðuneytið setji reglur um staf- setningu, er gildi um stafsetn- ingarkennslu í skólum, um kennsluba-kur útgefnar á kostnað ríkisins eða stvrktar af ríkisfé, svoog um embættisgögn, sem gef- in verði út. Ráðuneytið skal Ieita tillagna nefndar í þessu efni, sem sé þannig skipuð: Einn tilnefndur af deildarráði heimspekideildar Háskóla Islands úr hópi fastra kennara háskólans i íslenzkrí mál- fræðí, þ.e. prófessora, dósenta og lektora, annar tilnefndur af íslenzkri málnefnd úr hópí nefndarmanna, og hinn þriðji af stjórn Félags islenzkra fræða, og skal hann vera móðurmáls kennari á grunnskóla- eða fram- haldsskólastigi. Ráðherra skipar formann nefndarinnar. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að stuðlað sé að æski- legri festu í stafsetningu og regl- um ekki breytt örar en nauðsyn- legt þykir til samræmis við eðli- lega málþróun. Aður en settar eru staf- setningarreglur eða gerðar breyt- ingar á þeim skal þó aflað heimildar sameinaðs Alþingis í formi þingsályktunar. Engín löggjöf er nú í gildi um' þessi mál og hafa auglýsingar út- gefnar af menntamálaráðuneyti um þetta efni, ekki við lög að styðjast (fyrst 1918, síðan 1929, þá 1973 (um afnám Z) og loks 1974). Það vekur nokkra athygli að frumvarpið er ekki á neinn hátt stefnumarkandi um staf- setningarreglur og er flutt af menntamálaráðherra en ekki sem stjórnarfrumvarp. „Skeiðsfoss” kom- inn tillandsins M.s. „Skeiðfoss" sem Eim- skipafélag Reykjavfkur hefur nýlega eignazt er kominn til landsins. Skipið er smíðað árið 1967 hjá skipasmíðastöðinni C. Lúhring í Brake. Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt ströngustu kröfum Germanischer Lloyds og styrkt til siglinga í ís. Það er smíðað sem hlífðarþilfarsskip og er 774 brúttó tonn að stærð opið, D.W. 1500 tonn. Tvær vörulestar eru í skipinu, samtals 110 þúsund teningsfet. Ganghraði er um 13,5 sjómilur. Skipið kom til landsins rneð fullfermi af vör- um frá Þýzkalandi og Noregi. Skipstjóri á m/s „Skeiðsfoss" er Atli Helgason og yfirvél- stjóri er Jóhann Vigfússon. verði sýslumaður Austur- Skaftafellssýslu og skipi dóms- málaráðuneyti fyrir um, hvernig málum verði háttað, sem varða hagsmuni Austur-Skaftfe'linga, en heyra nú undir sýslumanninn í Vík í Mýrdal (i Vestursýslunni). Á sínum tfma var rétt talið að stofna sérstakt lögreglustjóraem- bætti i Höfn, þar eð breyttar að- stæður í íbúahlutföllum sýsln- anna hömluðu eðlilegri þjónustu sýslumannsins í Vik við austur- sýsluna, m.a. vegna fjarlægðar og farartálma, þrátt fyrir góðan vilja. Taldi flutningsmaður nú rétt að stíga skrefið til fulls með stofnun sérstaks lögsagnarum- dæmis. Málinu var visað til skoð- unar í allsherjarnefnd deildarinn- ar. Hækkun oddvitalauna. Gunnlaugur Finnsson(F) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum (úr öllum þingflokkum), um breytingu á sveitarstjómarlögum. Meginefni frumvarpsins er að laun oddvita skuli vera 6% af rekstarartekjum sveitarsjóða og fyrirtækja sveitarfélaga i þeim sveitarfélögum, þar sem sérstak- ur sveitarstjóri er ekki starfandi, og oddvitar sinna nokkurs konar sveitarstjórastörfum. þykir þetta óhjákvæmileg leiðrétting á nú verandi kjörum oddvita til sam- ræmis við það sem gildir um sam- bærileg störf. Frumvarpinu var vísað til félagsmálanefndar deil- 1.000.000 Saab- bifreiðar FRÁ því 1950 hafa verið fram- leiddar 1.000.000 SAAB-bifreiðar f Saab-Scania verkdsmiðjunum í Trollháttan. Afmælisbíllinn Saab 99 Combi Coupé verður gefinn til umferðarráðs Svíþjóðar og verður hann notaður í herferð til aukins umferðarörvggis á árinu 1976. Fyrsta Saab-bifreiðin lauk ferð sinni í gegn um verksmiðjuna í lok árs 1949 en fjöldaframleiðsla hófst árið 1950. Það ár voru fram- leiddar 1246 bifreiðar en á þessu ári er gert ráð fyrir að 100.000 bifreiðar fari í gegn um hinar ýmsu verksmiðjur Saab. Auk þess að vera framleiddir í Trollhátten þá eru Saab-bílar einnig framleiddir í Finnlandi, Belgíu og Arlöv sem er nálægt Malmö í Sviþjóð. Milljónasta Saab-bifreiðin að koma út úr verksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.