Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 16

Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. síðustu viku mátti hvarvetna líta langar biðraóir við mjókurbúðir á höfuóborgarsvæðinu. Slík- ar biöraðir við verzlanir hafa í raun og veru ekki sézt hér í einn og hálfan áratug eða frá því að hafta- tímabilinu lauk með til- komu Viðreisnarstjórnar. En skyndilega brá svo viö, að daglegar neyzluvörur, sern fólk hefur getað geng- að að hindrunarlaust ár- um og áratugum sam- an, fengust ekki. Mjólk og mjólkurvörur voru ekki til í nægilega miklu magni fyrstu vikuna eft- ir að verkfallinu lauk til þess að hægt væri að full- nægja eftirspurn. Vafa- laust hefur það verið ný reynsla fyrir marga, ekki sizt af yngri kynslóóinni, að þurfa að standa í bióröð langtímum saman til þess eins að fá jafn sjálfsagðar neyzluvörur og mjólk, smjör og skyr. En kannski hefur þetta stutta skömmt- unartímabil á mjólk og mjólkurvörum orðió okk- ur, sem búum á þéttbýlis- svæðum landsins, þörf áminning á fleiri en einn veg. Oft er fárast yfir verði landbúnaðarafurða og allir þekkja þær raddir, sem fram koma í hvert sinn, sem landbúnaðarvörur hækka í verði, að þessar hækkanir séu óhóflegar og að bændur græói of mikið á viðskiptum sínum við kaupstaðabúa. Hins vegar þykir okkur sjálfsagt að geta gengið að þessum vör- um dag hvern og við hrökkvum við, þegar þaö er ekki hægt. Þessi nýja reynsla undirstrikar mikil- vægi landbúnaðarins sem atvinnugreinar fyrir okkur Islendinga. Bændur fram- leiða mikinn hluta af þeirri matvöru, sem við neytum dag hvern og megum alls ekki án vera. Það er þýð- ingarmikið, að þessi fram- leiðsla fer fram í landinu sjálfu og að við erum ekki öórum þjóðum háðir um aðföng af þessu tagi. Sem dæmi má nefna, að þær raddir heyrast nú innan Efnahagsbandalagsins í Brussel, aó EBE hefði gengið betur að semja við íslendinga fyrir hönd Breta en Bretum sjálfum vegna þess, að EBE geti beitt Islendinga margvís- legum viðskiptalegum þvingunum, sem séu áhrifameiri en flotaíhlutun Breta. Segjum svo, að ís- lendingar væru í þeirri að- stöóu í dag að þurfa að flytja mestan hluta land- búnaðarafuróa inn frá ná- lægum löndum, eins og lagt hefur verið til. Mestu land- búnaðarlöndin í Evrópu eru einmitt í Efnahags- bandalaginu og sér þá hver maður í hendi sér, hvílíkt tak EBE hefói á okkur Is- lendingum, ef bandalagið kysi að beita því til þess að þvinga okkur á öðrum svið- um t.d. í landhelgismálum. Þetta er lítið dæmi, en um leið býsna stórt, um þýó- ingu þess fyrir okkur að vera sjálfum okkur nógir um landbúnaðarafurðir og aðra matvælaframleióslu. En mjólkurskömmtunin minnir okkur einnig á aðra tíma, sem eru svo fjarri hugsunarhætti okkar nú, aö hinir eldri eru búnir að gleyma þeim og hinir yngri hafa aldrei lifað þá, en það eru haftatímarnir. Á hafta- árunum mynduðust ekki aðeins biðraðir við mjólk- urbúðir i kjölfar verkfalla. Þá voru biðraðir alls staðar vi0 allar verzlanir vegna þess, að vöruúrval var ekki nóg. Hvers konar spilling blómstraði í skjóli haft- anna og svartamarkaðs- brask af versta tagi. I erfiðleikum okkar hin síðustu misseri hafa marg- ir haft á orði, að full ástæða væri til að banna innflutn- ing á þessu og hinu „drasl- inu“ og ekki beri að eyða gjaldeyri í þetta og hitt. Þeir, sem þannig tala, eru að biója um höft. Því er nefnilega óhætt að treysta, að þeir, sem annast inn- flutning, flytja ekki inn vörur í nokkrum mæli, sem eru óseljanlegar. Þegar frelsi ríkir í viðskiptum er það lögmál framboðs og eftirspurnar, sem ræður ferðinni. En þegar höft rikja eru það allt önnur lögmál, sem gilda. Þá eru það lögmál pólitískra sam- banda, kunningsskapar og spillingar, sem ráða ferð- inni. Þetta ættu þeir að hafa í huga, sem í raun og veru biðja um höft nú til þess að leysa efnahagsvanda þjóö- arinnar. Þá þurfa menn ekki einvörðungu að biða í biðröðum í mjólkurbúðum í nokkra daga, heldur munu biðraðir myndast við allar verzlanir hverju nafni sem nefnast fyrr en varir. Hver hefur áhuga á því? Það verður t.d. fróð- legt að fylgjast með við- brögðum hins almenna neytanda eftir nokkra mánuði, þegar hið alræmda kex verður ekki lengur á boðstólum, a.m.k. ekki í sama mæli og verið hefur, þar sem þaó hefur verió tekið af frílista. Biðraðirnar við mjólkur- búóirnar í síðustu viku hafa gert sitt gagn, ef þær hafa opnað augu ein- hverra, annars vegar fyrir þýðingu landbúnaðarins og hins vegar fyrir því, hversu fáránlegt þaö væri, ef nýtt haftatímabil hæfi innreið sína á íslandi. Mjólkurskömmtun, bið- raðir og höft Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi: Á síóustu árum hefur víða erlendis orðið ör þróun í samfé- lagslef>ri þjónustu fyrir þroska- hefta. Einn þýðingarmikill liður í þeirri þjónustu eru greiningar- og ráðgjafarstöðvar fyrir þroskaheft börn og for- eldra þeirra. Margir telja að hér sé um grundvallaratriði að ræða, vegna þess hversu nauðsynlegt sé að geta greint ástand barns- ins, sem fyrst á æviferlinum og byrjað þá meðferð og þjálfun, sem stuðlar að auknum þroska i frumbernsku. Ekki er siður nauðsynlegt að foreldrar fái réttar upplýsingar um ástand Annarsstaðar eru greiningar- stöðvar sjalfstæðar stofnanir, en eiga þó sammerkt þeim fyrr- nefndu í því að vera dagstofn- anir. Höfundur þessarar greinar átti þess kost á sl. hausti að heimsækja og kynna sér starf- semi nokkurra stofnana af þessu tagi og verður hér sagt lauslega frá einni þeirra. .Raeden stofnunin i Aberdeen er tiltölulega ný, hún tók til starfa síðla árs 1974 í nýjum og glæsilegum húsakynnum og er þetta fyrsta greiningar- og ráð- gjafarstöðin í Skotlandi, sem er Ur einni barnadeildinni. — Sjúkraþjálfi leiðbeinir móður með hreyf ihamlað barn. Raeden-stofnunin í Aberdeen barnsins, ásamt ýtarlegum leið- beiningum um meðferð þess og uppeldi, en það er einmitt þá, sem foreldrar hafa mesta þörf fyrir aðstoð og hjálp, þegarþeir hafa fengið vitneskju um ástand barnsins. Þau börn, sem ekki eiga þess kost að njóta réttrar þjálfunar og meðferðar á fyrstu 6—7 árunum hafa glatað dýrmætu skeiði ævinnar, sem oft er erfitt eða ógerlegt að bæta þeim upp siðar. En rannsóknir fræði- manna og vitneskja um þró- unarmöguleika einstaklingsins hafa leitt til þess að æ meiri áhersla er nú lögð á að koma upp vönduðum greiningar- og ráðgjáfar stöðvum, fyrir van- heil börn. Sumsstaðar fer þessi starf- semi fram við sérstakar deildir við almenna barnaspítala en greinist þó frá þeim, að þvi leyti að yfirleitt dvelja börnin þar einungis hluta af deginum. hönnuð sérstaklega í þeim til- gangi að sinna þessu verkefni. Að rekstrinum standa heil- brigðis- og fræðsluyfirvöld í Aberdeen og skiptist kostn- aðurinn þannig að heilbrigðis- yfirvöld greiða60% en fræðslu- yfirvöld 40%. Hlutverk stofnunarinnar er: í fyrsta lagi að taka við þroska- heftum börnum á aldrinum 6 mán. til 6 ára, í öðru lagi að veita foreldrum leiðbeiningar og ráðgjöf um meðferð og upp- eldi, og i þriðja lagi er stúdent- um veitt kennsla, sem stunda nám í læknisfræði, sálarfræði, uppeldisfræði og öðrum skyldum greinum. Alls geta dvalið þarna um 80 börn samtímis, og skiptast þau niður á þrjár deildir, sem svo aftur skiptast í smærri einingar 6—8 börn í hverri. Börnin koma m.a. eftir tilvísun frá heimilislæknum, eða heilsu- verndarhjúkrunarkonum, einn- ig geta foreldrar snúið sér beint til stofnunarinnar. Hvert barn sem kemur í fyrsta sinn fer i svokallaða inntökudeild og er þar í tvær vikur í mjög ná- kvæmri greiningu og athugun hjá sérfræðingum, að þvi ioknu flyst það í aðra hvora deildina sem fer eftir því á hvaða aldri barnið er. Tekur önnur við börnum upp að 3ja ára, en hin börnum á aldrinum 3ja til 6 ára. Á þessum deildum fá börn- in alla hugsanlega þjálfun, eftir nákvæmri áætlun, sem er gerð fyrir hvert einstakt barn að mati sérfræðinga. Yfirmaður stofnunarinnar, dr. McKey, er sérmenntaður á sviði barnalækninga, en auk hans starfa þar sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, sérmenntaóar fóstrur, þroskaþjálfar, talkenn- arar, iðjuþjálfar, félagsráð- gjafar, barnageðlæknar og fl. Ein fóstra eða þroskaþjálfi hefur með höndum umsjón 2—3ja barna á deildunum, en mjög náið samstarf er á milli allra sérfræðinganna sem veita þjálfun hver á sínu sviði. Eins og getið var um hér að framan, er foreldrum leiðbeint um uppeldi og meðferð barna sinna og er samvinna af þessu tagi við foreldrana talin mjög þýðingarmikil. Foreldrum er t.d. bent á hvernig heppilegast er að örva (stimulera) barnið með tilliti til málþroska, hreyfi- þroska svo eitthvað sé nefnt. Foreldrar fá þannig tækifæri til að dvelja daglangt (9—16) á stofnuninni, og fylgjast með og læra af starfsfólkinu. Mjög er misjafnt hversu langan tíma hvert barn þarf að sækja svo ýtarlega meðferð eins og þá sem þarna er veitt. En það fer mikió eftir fötlun barnsins, á hve háu stigi hún er, svo og öðrum ástæðum. Þegar börnin hafa náð 5—6 ára aldri fara þau í skóla eins og önnur heilbrigð börn, þar getur verið um ýmsa möguleika að ræða svo sem sérdeildir við al- menna skóla, sérskóla, heima- vistarskóla, o.fl. Börn, sem ekki hafa náð skólaskyldualdri, þegar þau útskrifast af Raeden- stofnuninni, fara gjarnan á al- mennar dagvistunarstofnanir, þegar þjálfun þeirra er það vel á veg komin að þau séu talín hafa gagn af að vistast með eðlilegum jafnöldrum sínum. Það mun ekki ofsagt að vel hefur verið vandað til alls, sem viðkemur Raedenstofnuninni. Allur búnaður, ytri sem innri er með því vandaðasta sem völ er á, bæði hvað snertir hús- gögn, þjálfunartæki og þroska- leikföng. Það dylst engum að reksturskostnaður svo fullkom- innar stofnunar er mikill, en enginn dregur í efa sem þarna á hlut að máli að sá kostnaður muni skila sér aftur, þegar árangur starfsins fer að koma betur í ljós. En hitt er þó aðal- atriðið að andlega og likamlega vanþroska börnum skuli veitt sú þjónusta sem raun ber vitni á Raedenstofnuninni I Aber- deen, og þannig auðvelduð þeim og foreldrunum leið til að lif þeirra megi falla í eins eðli- legan farveg og frekast er unnt. Æskulýðs- og fórnarvika 1976 Guð tuirfnasl jniina hanila

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.