Morgunblaðið - 11.03.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
— 12 ára
Framhald af bls. 32
starfi þeirra, einkum fram-
kvæmdastjóri þess, Þorvarður
örnólfsson.
Hefur hann heimsótt alla 6.
bekki skólans, setið kennarafundi
og gefið góð ráð.
Þá hafa nemendur einnig heim-
sótt hann á skrifstofu félagsins I
Suðurgötu.
öllum á nú að vera ljóst að
reykingar eru eitt mesta og alvar-
legasta umhverfis- og mengunar-
vandamál samtímans og valda
beinlínis dauða milljóna manna
um heim allan.
Ef íslenzkum börnum og ung-
mennum tækist að snúa al-
menningsálitinu gegn reykingum
t. d. þannig að þær minnkuðu á
næstu árum um helming frá því
sem nú er ynnu þau slíkt afreks-
verk á sviði heilbrigðis- og
menningarmála að eftir yrði tekið
um víða veröld.
Hér er tækifæri til að láta gott
af sér leiða með því að styrkja
góðan ásetning ungu kynslóðar-
innar og framtíðarmarkmið.
— íslendingum
selt
Framhald af bls. 32
Morgunblaðinu barst í gær
fréttatilkynning frá utanríkis-
ráðuneytinu, þar sem skýrt er frá
þessu samkomulagi við Norð-
menn. Er þar m.a. birt orðsending
utanríkisráðherra, sem afhent
var sendiherra Norðmanna í gær:
„I dag skiptust utanríkisráð-
herra, Einar Agústsson og Olav
Lydvo, sendiherra, Noregs, á orð-
sendingum um fiskveiðiheimild
Noregs hér við land.
Orðsending utanrikisráðherra
er svohljóðandi:
„Háttvirti sendiherra.
Eg leyfi mér að viðurkenna
móttöku orðsendingar yðar, dags.
i dag, sem er á þessa leið:
„Ég leyfi mér að vísa til við-
ræðna milli fulltrúa ríkisstjórna
Islands og Noregs og staðfesti hér
með að eftirfarandi samkomulag
náðist milli fulltrúanna:
Ríkisstjórnir Islands og Noregs
hafa orðið ásáttar um eftirfarandi
raunhæfa tilhögun i sambandi við
útfærslu islensku fiskveiðilög-
sögunnar í 200 sjómílur:
1. Samkvæmt samkomulagi
þessu skal á timabilinu 15.
febrúar til 1. desember veita
u. þ.b. 45 skipum, er stunda línu-
veiðar, allt að 125 fet að stærð,
skrásettum í Noregi, leyfi til fisk-
veiða á svæðinu milli 12 og 200
sjómilna utan Við grunnlínur um-
hverfis Island. I sérstökum tilvik-
um getur einnig verið um það að
ræða, að leyfi verði veitt öðrum
skipum til téðra veiða. Aðiljar
byggja á, að ekki séu fleiri en
Uf.þ.b. 30 línuveiðiskip, sem stundi
veiðar samtímis. Islensk stjórn-
völd munu ákveða hámarksafla þ.
á m. þorskafla. Leyfin skulu veitt
í samræmi við eftirfarandi
reglur:
a. Norsk stjórnvöld skulu til-
kynna íslenska sjávarútvegsráðu-
neytinu nafn, skráningarnúmer
og stærð skips, sem óskað er veiði-
heimildar fyrir svo og nafn skip-
stjóra.
b. Islenska sjávarútvegsráðu-
neytið veitir skipum, sem I hlut
eiga, leyfi til línu- og handfæra-
veiða. Leyfin eru veitt til 2—4
mánaða í senn, og er heimilt að
endurnýja þau.
2. Norsk skip, sem stunda veið-
ar samkvæmt ofan’greindum
ákvæðum skulu hlíta sömu
reglum sem íslensk fiskveiði-
skip við sams konar veiðar, og
tilkynna skulu þau fslenskum
stjórnvöldum staðsetningu skipa
daglega.
3. Norsk stjórnvöld skulu gefa
Fiskifélagi Islands misserislega
skýrslu um veiðimagn, sem aflað
er á grundvelli ofangreindra
ákvæða.
4. Samkomulag þetta haggar í
engu sjónarmiðum samningsað-
ilja varðandi lögsögu milli landa
þeirra.
5. Hvor aðili um sig getur fellt
samkomulag þetta úr gildi með 6
mánaða fyrirvara.
Ef ríkisstjórn yðar lýsir sig
samþykka framangreindu, Ieyfi
ég mér að leggja til, að samkomu-
lag þetta milli rfkisstjórna tslands
og Noregs gangi í gildi til bráða-
birgða þann dag er svarbréf yðar
er dagsett og endanlega, þegar
rfkisstjórnirnar báðar hafa til-
kynnt, að stjórnarskrárákvæðum
þeirra sé fullnægt."
Ég leyfi mér að staðfesta, aé
rfkisstjórn Islands er sammála of-
angreindu og fellst á, að orðsend-
ing yðar og þetta svar skoðist sem
samkomulag milli rfkisstjórnanna
er tekur gildi til bráðabirgða í dag
og endanlega, þegar ríkisstjórn-
irnar báðar hafa tilkynnt, að
stjórnarskrárákvæðum þeirra
hafi verið fullnægt.
Ég nota þetta tækifæri til þess
að fullvissa yður, herra sendi-
herra, um sérstaka virðingu mfna.
Einar Ágústsson."
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 10. mars 1976."
— Veiðihömlur
Framhald af bls. 32
11 skipverjar hafa hámarkið 105
net, 10 skipverjar 90 net,
8—9 skipverjar 75 net og 8 skip-
verjar 60 net. Þá er lagt til að
farið verði að tillögum Fiskveiði-
nefndarinnar um möskvastækkun
yfir línuna. Þar er m.a. gert ráð
fyrir þvi að möskvastærð á botn-
vörpupokum fari úr 135 mm i 155
mm, að möskvastærð við karfa-
veiðar verði 135 mm og á dragnót
170 mm. Lagt er til að á tima-
bilinu frá 16. mai til 15. okt. verði
allar togveiðar á þorski bannaðar
í tvo mánuði, minnst einn mánuð i
einu og að á tímabilinu frá 16. maí
til 15. sept. verði þorskveiðar f
botnvörpu algjöriega bannaðarog
hvað flotvörpu snertir er lagt til
að þar verði um algjört bann aó
ræða til áramóta.
Varðandi bann við þorskveiðum
f net á vetrarvertíðinni eru það
tillögur minnihlutans að takmörk-
un á netafjölda sé sú sama og i
áliti meirihlutans en að net verði
tekin úr sjó í 10 daga en ekki 4,
eða frá laugardeginum fyrir
pálmasunnudag og til 2. í páskum.
1 álitinu er talað um 280 þús.
tonna hámarksafla á þorski við
landið samkvæmt ráðum fulltrúa
Hafrannsóknastofnunarinnar og
er þar um að ræða 80 þús. tonna
minnkun á þorskafla við landið
eftir því sem næst verður komizt
en s.l. ár veiddu Islendingar einir
267 þús. tonn og aó auki koma
aðrar þjóðir. S.l. ár veiddu Islend-
ingar 35 þús. tonn af ýsu, 60 þús.
tonn af ufsa, 30 þús. tonn af
karfa, um 11 þús. tonn af steinbít
og siðan koma aðrar tegundir tals-
vert minna.
Bent er á i álitinu varðandi að-
gerðir til að draga úr samdráttar-
áhrifum að unnt sé að auka karfa-
veiðina, ufskaveiði, skelfisk, flat-
fisk og fleira, en nefndin leggur
sameiginlega áherzlu á að þessar
tillögur byggist á þeim upplýsing-
um sem fyrir liggja í dag og á
nauðsynlegt sé að þessi mál séu í
stöðugu endurmati.
— Lítið miðar
Framhald af bls. 3.
kaup fyrir dagana þrjá á undan.
Og nú sýna atvinnurekendur á
Akranesi ábyrgð sína með at-
vinnutæki bæjarbúa í höndum, að
eyðileggja milljónir i verðmætum
og hráefnum til þess að reyna að
berja niður hinar réttlátu kröfur
kvennanna að sá samningur gildi
áfram sem saminn var 1974 og gilt
hefur síðan, að konur fái 3 kaup-
tryggða daga í viku hverri, sem
fólst i upphaflega samningnum og
4 daga nú frá 1. marz, með viku
uppsagnarfresti miðað við viku-
lok. Það, sem konur berjast fyrst
og fremst fyrir er atvinnuöryggi
og þær mótmæla því að það skuli
eingöngu bitna á þeim ef ekki er
nægt verkefni fyrir hendi, heldur
skuli atvinnurekendur líka þurfa
að taka eitthvað á sig ef til upp-
sagnar og atvinnuleysisdaga kem-
ur. Krafa kvenna er atvinnu-
öryggi og jafnrétti en ekki van-
mat á störfum þeirra.
Rangtúlkun sú sem Vinnuv.
samb. Isl. er að vefja saman við
yfirlýsingar sínar varðandi At-
vinnuleysistryggingasjóð, er best
svarað með svari sjóðstjórnar'
varðandi umrætt mál og er á
þessa leið: Um skilning á
ákvæðum reglugerðar nr.
105/1974 um kauptryggingu
verkafólks í fiskvinnu.
Samþykkt sjóðsstjórnar:
„Meðan ráðningarsamningur er i
gildi ber að greiða dagvinnukaup
fyrir fyrstu þrjá atvinnuleysis-
daga i viku hverri án tillits til
hvaða vikudaga er um að ræða.
Samningur, sem sagt hefur verið
upp, kemur sjalfkrafa i gildi að
nýju, þegar launþegi hefur störf á
ný og fer um skyldur launa-
greiðanda, frá þeim tíma, með
sama hætti og áður en honum var
sagt upp." Formaður sjóðsstjórn-
ar yfirlýsti á fundi um þetta mál í
samræmi við þessa samþykkt eft-
irfarandi: Meðan kauptryggingar-
samningur er í gildi greiða at-
vinnurekendur sín 40% og At-
vinnuleysistryggingasjóður sín
60% af kauptryggingunni, en
þegar hann er úr gildi fallinn
greiða atvinnuleysisbætur til
þeirra sem eiga rétt til þeirra en
það eru ekki nærri allir, því
ýmsar takmarkanir eru á rétti
fólks til atvinnuleysisbóta.
Kvd. Verkalýðsfél. Akran."
— Laing
Framhald af bls. 1
Laing sagði að verið gæti að
evrópskum fiskiskipaflotum yrði
bægt frá ströndum Bandaríkj-
anna og Kanada og án 200 mílna
lögsögu til verndar evrópskum
miðum gæti farið svo að ásókn
togara margra þjóða á austan-
verðu Atlantshafi mundi aukast.
„Þeir sem standa aftast í
röðinni verða að gera sig ánægða
með það sem er eftir og jafnvel
getur gerzt að Bretar, Frakkar og
Þjóðverjar komi að lokuðum dyr-
um,“ sagði Laing.
— K.B. Andersen
Framhald af bls. 1
mönnum erfiðleikum en við von-
umst til að finna lausn fyrir til-
stilli EBE." sagði K.B. Andersen
að lokum.
Ib Stetter var ekki ánægður
með þetta svar og kvaðst efast um
að meirihluti þingsins styddi af-
stöðu ríkisstjórnarinnar til yfir-
lýsingar Norðurlandaráðs.
„Við veröum að hugleiða hvort
prófa skuli þingstyrk ríkisstjórn-
arinnar í þessu máli á einhvern
hátL" sagði Ib Stetter.
— Kúffiskur
Framhald af bls. 32
væri skelin tekin á grunnsævi,
sums staðar alveg uppi í fjörum.
Ætlunin væri að senda sýnishorn
á mismunandi vinnslustigum. Hér
væri mikið í húfi, þar sem í kúf-
fiski væru mikil verðmæti.
Dr. Björn Dagbjartsson for-
stjóri Rannsóknastofu fiskiðnað-
arins sagði þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær-
kvöldi, að tekið hefðu verið sjáv-
arsýnishorn viðs vegar við landið
og send út. Allir hefðu verið sam-
mála um að sjórinn við Island
væri ómengaður, þannig að meng-
un ætti ekki að vera þessum út-
flutningi til trafala. Þá sagði
hann, að við rannsóknir hér
heima hefði komið í Ijós að ekki
væri sama hvar fiskurinn væri
tekinn, þar sem perlumyndun og
sandur í skeljum væri mismun-
andi mikill eftir stöðum. En engu
að siður væru stór svæði við land-
ið, þar sém kúffiskurinn virtist
vera í mjög góðu ásigkomulagi til
vinnslu.
— Útsendari
Framhald af bls. 1
um starfsmanni KGB, sem hún
vissi um, að vera eftir.
Hugmyndin var sú að takast
mætti að hafa upp á svikaran-
um með því að fylgjast ræki-
lega með KGB-manninum sem
hann stóð í sambandi við, en
þegar stjórn Heaths hrökklað-
ist frá völdum eftir kosningarn-
ar í október 1974 hafði enn ekki
tekizt að bera kennsl á svikar-
ann að sögn Youngs.
KGB-foringinn var kallaður
heim þegar Verkamannaflokk-
urinn kom til valda að þvi er
Young segir. Hann telur að nú
geti verið að KGB sé að reyna
að lauma útsendara inn í stjórn
Harold Wilsons forsætisráð-
herra á sama hátt.
Young nafngreindi ekki
KGB-manninn sem svikarinn
vann með, en Chopman
Pincher, varnarmálasér-
fræðingur Daily Express, segir
að hann hafi verið Yevgeni
Georgovitch Kryukov, sem var i
nokkur ár fréttaritari Moskvu-
ritsins „Sósiaiistfskur iðnaður"
í London.
„öryggisþjónustunni MI5 var
vel kunnugt um starfsemi
Kryukovs," segir Pincher.
„Sefur svikarinn þangað til
íhaldsmenn komast aftur til
valda?" spurði Young. „Hver
veit," bætti hann við.
„En vitað er að starfsemi
KGB í Bretlandi er ekki lengur
hreinar njósnir heldur beinist
hún að þvi að kallast áhrifa-
svæði," sagði Young
— Nýjasta
Framhald al bls. 15
fiskveiðistefnu en raun bæri
vitni. Hefðu Bretar til dæmis
falið bandalaginu að annast fisk-
veiðideiluna við Islendinga hefði
verið hægt að beita mun meiri
þrýstingi en ella, t.d. með því að
samræma refsiaðgerðir aðildar-
rikjanna i sambandi við sölu á
íslenzkum fiski.
— Bóndi sýndur
Framhald af bls. 3.
Þorsteinn myndirnar í Festi í
Grindavík og i Hlégarði í Mos-
fellssveit nk. laugardag. Sýn-
ingarnar á þessum stöðum eru
kl. niu og tíu, en i Mosfells-
sveit einnig kl. 5 og 6. Lækkað
verð er fyrir börn og námsfólk
og ókeypis fyrir ellilifeyris-
þega.
— Telur
Framhald af bls. 1
nærveru bandarískra flugvéla-
skipa á Atlantshafi og taldi að
þeim mætti fjölga á striðstímum.
Hann taldi flota bandamanna
nógu öflugan til þess að tryggja
aðflutninga yfir Atlantshaf.
Bagley aðmíráll taldi Atlas Ex-
press þarfa áminningu til Rússa.
Hann taldi ekki að hugsanleg
olíuleit á svæðinu milli Noregs og
Svalbarða mundi valda NATO
erfiðleikum.
— Reagan
Framhald af bls. 1
kosningunum í Florida fyrir fjór-
um árum, hefur orðið fyrir alvar-
legu áfalli að sögn stjómmála-
fréttaritaranna.
Henry Jackson öldungadeildar-
maður, sem var í þriðja sæti í
forkosningum demókrata, sagði
hins vegar í dag, að Carter gæti
ekki sigrað í stóru iðnaðar-
fylkjunum þar sem demókratar
yrðu að sigra repúblikana í
nóvember og lýsti þvi yfir að
hann mundi halda áfram baráttu
sinni fyrir útnefningunni í fleiri
forkosningum. Carter hlaut 35%,
Wallace32% ogJackson21%.
Ösigur Reagans mun spilla fyrir
möguleikum hans í næstu for-
kosningum, í Illinois í næstu viku,
og skoðanakannanir sýna nú þeg-
ar að hann hefur minna fylgi þar
en Ford forseti. Nú hefur Reagan
tapað fyrir Ford í fjórum for-
kosningum í röð. Ford hlaut 53%
Reagan 43%.
Ford lét í ljós ánægju sína með
úrslitin í dag en kvað það ekki sitt
að svara því hvort Reagan ætti að
hætta. Bo Colloway, sem stjómar
baráttu Fords, sagði að Reagan
gæti engan veginn sigrað og sér*
fræðingar sögðu að það eina sem
gæti bjargað honum væri einhver
óvæntur ósigur Fords í for-
kosningunum.
Aðstoðarmenn Reagans töluðu í
dag um langa baráttu sem hann
ætti fyrir höndum og sögðu að
lokabaráttan yrði háð á flokks-
þinginu, en fyrir sex vikum sögðu
þeir að Reagan mundi fá helmingi
meiri fylgi en forsetinn í Florida
og þeir spáðu honum einnig sigri i
New Hampshire þar sem forset-
inn sigraði hann naumlega.
Aðstoðarmenn Reagans segja
nú að hann geti verið ánægður ef
hann fær meira en 40 af hundraði
atkvæða i Illinois. En stjórnmála-
fréttaritarar segja að ef Reagan
eigi að eiga einhverja von á
flokksþinginu verði hann að sigra
í einhverjum forkosningum á
næstu sex vikum og talið er að
hann bindi helzt vonir slnar við
Texas.
Ósigur Wallace var jafnvel
meiri en ósigur Reagans þar sem
Carter hefur höggvið inn í raðir
stuðningsmanna hans í Suður-
rikjunum, sem aðstaða hans
grundvallast á. Carter sagði í dag,
að hann teldi ekki að baráttu
Wallace væri lokið. Þótt litlar lík-
ur hafi verið taldar til þess að
Wallace hlyti útnefninguna hefur
verið talið að hann geti haft áhrif
á hana vegna mikils stuðnings í
Suðurríkjunum.
Jackson þykir enn koma sterk-
lega til greina þótt hann hafnaði í
þriðja sæti. Barátta hans var lítið
skipulögð en stuðningur hans við
Israel tryggði honum atkvæði
Gyðinga, sem eru allmargir í Flor-
ida, og sigur hans í Massachusetts
fyrir einni viku bættu aðstöðu
hans.
— Nixon
Framhald af bls. 15
fram og aftur um hvaða menn
ætti að setja undir eftirlit en
tveimur dögum síðar hefði niður-
staðan orðið sú að Alexander
Haig hershöfðingi aðstoðarmaður
Kissingers, útvegaði nöfnin.
Hann kvað Hoover hafa full-
vissað sig um að símahleranir
væru löglegar ef þær færu fram
með samþykki dómsmálaráðherra
og þær hefðu verið stundaðar í tíð
fyrri stjórna. Nixon kvaðst hafa
óbeit á símahlerunum og
ánægður að þær hefðu aðeins náð
til 17 manna en ekki rúmlega 100
eins og 1963 í tíð Kennedys for-
seta.
Hann lagi áherzlu á að það
þyrfti ekki að bera vott um ó-
tryggð þótt viðkvæmar upplýs-
ingar „lækju" en sagði að síma-
hleranirnar hefðu hafizt eftir 21
slíkan leka fyrstu fjóra mánuðina
Sem hann var i embætti, einkum
eftir að New York Times sagði frá
bandariskum loftárásum á Kam-
bódíu.
— Slysavarnar-
deild
Framhald af bls. 5
arinnar hér var Svavar Karlsson
og formaður Björgunarsveitar-
innar, Friðrik Friðriksson. Slysa-
varnadeildin Mannbjörg hefur
unnið hér mikió og gott starf, sem
Þorlákshafnarbúar eru að sjálf-
sögðu þakklátir fyrir. Hún á
ágætt skýli, þar sem hún geymir
björgunartæki sín, fatnað björg-
unarsveitarmanna og búnað og nú
bifreiðina góðu. Siðast en ekki
sizt á hún mjög góðu starfsfólki á
að skipa. Björgunarsveitarmenn
hafa eins og fram hefur komið,
hvorki sparað tíma né erfiði, þeg-
ar þurft hefur að byggja upp skýli
eða vinna við viðhald á tækjum
sveitarinnar, svo að allt mætti
veratil taks.
Stjórn deildarinnar skipa nú:
Anna Ölafsdóttir, Gestur
Amundason, Helga Kristinsdóttir
og formaður björgunarsveitarinn-
ar er Bjarnþór Eiriksson. Stjórn
slysavarnadeildarinnar vill nota
þetta tækifæri til að koma á fram-
færi innilegu þakklæti til allra,
sem stutt hafa deildina til starfa
með fjárframlögum og þrotiausri
vinnu fyrr og siðar. —
Ragnheiður.
— fþróttir
Framhald af bls. 30
þótt ekki skoraði hún mikið af mörkum
I leiknum.
Hjá Vlkingi voru þær Ástrós
Guðmundsdóttir og Ragnheiður
Guðjónsdóttir einna beztar
Mörk KR skoruðu: Anna Lind Sig-
urðsson 4, Hjördls Sigurjónsdóttir 3
og Hanslna Melsteð 2.
Möri Vlkings: Heba Hallsdóttir 2,
Ástrós Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður
Guðjónsdóttir 2, Halldóra Jóhannes-
dóttir 2 (2v)