Morgunblaðið - 11.03.1976, Síða 22

Morgunblaðið - 11.03.1976, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Minning: Bergþór E. Þorvalds- son stórkaupmaður Harmafregn barst mér til eyrna að morgni dags 4. þ.m., að góðvin- ur minn og félagi i 44 ár hefði kvöldið áður orðið bráðkvaddur. Hann var nýkominn úr ferða- lagi með konu sinni frá Dan- mörku og hugðist morguninn eftir fara í sundlaugarnar, sem hann að jafnaði stundaði daglega. Sú för var aldrei farin. Bergþór E. Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1914, sonur hjónanna Jakobínu G. Guðmunds- dóttur og Þorvalds Eyjólfssonar skipstjóra. Bergþór hóf nám í Verzlunar- skóla Islands 1931 og lauk þaðan fullnaðarprófi með ágætiseink- unn 1933. Nokkrum árum áður en hann hóf verzlunarnámið hafði hann gerzt starfsmaður í Heildverzlun Garðars Gislasonar, í fyrstu við snúninga, síðar við almenn skrif- stofustörf og gjaldkeri frá 1935—1942. Var hann dáður og elskaður af húsbændum sinum og samstarfsfólki, er lauk upp lofs- orði um háttprýði hans, dugnað, vinsældir og aðlaðandi fram- komu. Arið 1942 hóf Bergþór E. Þorvaldsson eiginn atvinnu- rekstur og stofnaði Heildverzlun- t Hjartkær eíginmaður minn og faðir okkar, HELGI HRAFN HELGASON, bókbandsmeistari, Miðtúni 18. lést í Borgarspítalanum 9 marz Inga Rúna Sæmundsdóttir og synir. Faðir okkar og tengdafaðir TORFI ÞÓRÐARSON, Lönguhlfð 13, fórst af slysförum á Tenerife í desember sl. Útförin hefur þegar farið fram Ásta Torfadóttir, Ásgeir Þorvaldsson, Elín Torfadóttir, GuðmundurJ. Guðmundsson, Gunnar Torfason, Svana Jörgensdóttir. Bróðir okkar BJARNIBÁRÐARSON, frá Holti, Álftaveri sem andaðist 2 marz verður jarðsunginn frá Víkurkirkju, laugardaginn 1 3 marz kl 14 Systkinin. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi INGIMUNDUR BJARNASON járnsmiður Suðurgötu 5, Sauðárkróki verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1 3 marz kl. 2. Sveinslna Bergsdóttir, Sigrlður Ingimundardóttir, Ólafur Tryggvason, Fannlaug Ingimundardóttir, Björn R. Ásmundsson, Herdls Ingimundardóttir, Eyjólfur Eyfeld, Steinunn Ingimundardóttir Jón Guðmundsson og barnabörn. t Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Nýlendugötu 18. Jónlna Ingólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Jóhannes Ingólfsson, Gyða Sigfúsdóttir, Einar J. Ingólfsson, Arndls Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá kl. 1 —4 vegna útfarar BERGÞÓRS E. ÞORVALDSSONAR, stórkaupmanns. Tösku- og hanzkabúðin, Skólavörðustíg 7. ina Berg, sem hann rak af árvekni og alkunnum dugnaði allt til dánardags. Hann átti sæti í stjórn Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur 1939—1943, og var um skeið vara- formaður félagsins. 1 stjórn Verzlunarráðs Islands var hann 1957—1958. I stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna 1944—1946 og 1957—1958. Þá átti hann sæti i stjórn Sambands vefnaðarvöruinnflytjenda 1944—1949, og nefnd Italíuvið- skipta 1948—1949. Af því sem hér er talið má glöggt greina að Bergþóri hafa verið falin mörg og vandasöm trúnaðarstörf á sviði samtaka verzlunarstéttarinnar. Öll þau störf rækti hann af stakri trúmennsku og samvizku- semi. A skólaárum Bergþórs féll faðir hans frá og ólst hann upp siðan hjá móður sinni að Grettisgötu 4, unz hann stofnaði eigið heimili. Oft átti ég unaðsstundir á heimili Jakobinu móður Bergþórs. Hún var blíðlynd, elskuleg og trúuð kona og lét sér annt um uppeldi og velferð sonar- ins. Eldri son, Eyjólf, hafði Jakobina misst að nýloknu prófi frá Verzlunarskóla Islands. Þrjár voru systur Bergþórs, Nanna, gift og búsett í Danmörku, látin fyrir nokkrum árum, Hulda, gift Sig- urði Jónssyni, og Jakobína, gift Sigmari Jónassyni. Bergþór E. Þorvaldsson kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Ölafíu Sigurðardóttur, 3. september 1949. Foreldrar hennar voru Halldóra Jónsdóttir og Sigurður Ölafsson, rakarameistari, sem voru alþekkt heiðurshjón hér í borg. Böm Ölafíu og Bergþórs eru Halldóra, bankamær, gift Andrési Andréssyni skrifstofumanni, Eyjólfur, verzlunarmaður, og Nanna, nemandi í Verzlunarskóla Islands. Þau Eyjólfur og Nanna eru í foreldrahúsum. Enda þótt viðskiptastörfin væru umsvifamikill þáttur i ævi- starfi hans, var honum ávallt kærast heimilið, eiginkonan og börnin. Fyrir þau var lífsstarf hans fegurst. Útför JÓNS SVEINSSONAR Hraunteigi 10 fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 1 3. marz kl 1 0.30. Halldóra Hafliðadóttir, Kristjana Jónsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi, JÓN M. SIGURÐSSON, Nesjavöllum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 2 marz kl. 1 5. GuSbjörg Guðsteinsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, KLARA HJARTARDÓTTIR, Selvogsgótu 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 12 marz kl 2 e h Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag (slands F.h. ættingja, Guðmundur Kristjánsson, Sigurjón Kristjánsson, Sigurður Kristjánsson og Jónlna Guðmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda-samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu GUÐBJARGAR SÆUNNAR JÚLÍUSDÓTTUR, Arnarhrauni 21. Harnarfirði. Einlna Einarsdóttir, Magnús Jónsson, Pétur Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sigurjón Guðmannsson, Gyða Einarsdóttir, Ingvar Geirsson. t Við þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð vegna fráfalls SVERRIS KRISTJÁNSSONAR, sagnfræðings. Sérstakar þakkir færum við Einsöngvarafélagi íslands og tónlistar- konum Akranesi. Guðmunda Eliasdóttir. Guðrún Sverrisdóttir, Sigurjón Sverrisson, Klemenz Kristjánsson, Sif Knudsen, Hans Knudsen og barnabörn. Guðmundur Guðjónsson. Hrafnhildur Júliusdóttir, Þórunn Kristjánsdóttir, Stefán Ásgrímsson, Við, sem vorum sambekkingar Bergþórs í Verzlunarskóla Is- lands, drúpum nú höfðum og tregum hin skyndilegu vista- skipti, sem orðið hafa á ævibraut hans. Minningarnar eru ofnar þakkarhug og gleði að haf a átt svo flekklausan og indælan samferðarmann og góðan vin. Eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum vottum við djúpa samúð og biðjum algóðan guð að hugga þau öll og þerra tárin. Adolf Björnsson. I dag fer fram útför Bergþórs E. Þorvaldssonar, stórkaupmanns frá Dómkirkjunni í Reykjavik. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu Sólheimum 22 — 61 árs að aldri. Að lokaprófum lokn- um f Verzlunarskóla Islands beindist hugur hans snemma að kaupsýslustörfum. Eftir að hafa unnið nokkur ár við heildverzlun stofnaði hann heildverzlunina Berg, nú til húsa i eigin húsnæði að Bergstaðastræti 4 og rak inn- flutningsverzlun með vefnaðar- vörur, prjónagarn og fl., sem sér- grein og vandaði ávallt öll inn- kaup og hlotnaðist umboð fyrir heimsþekkt fyrirtæki í þeim greinum. Fyrirtækið dafnaði þvi vel og laðaði til sín góða viðskipta- vini. öll samskipti við Bergþór einkenndust af lipurð og sam- viskusemi og gagnkvæmu trausti, samstarfsmanna og viðskiptavina. Hugur minn hverfur til liðinna tima og nemur staðar við fyrstu kynni okkar, er Bergþór kvæntist systur minni Ólafíu. Þá þegar ávann hann sér vináttu föður míns, systkina og fjölskyldu minnar allrar. Bergþór var um margt óvenjulega vel gerður maður, fjölgreindur og snyrti- menni I hvívetna. „Góð kona er gjöf frá Drottni", segir heilög ritning. Þessi sannindi fékk vinur minn Bergþór að reyna í ríkum mæli í áratuga sambúð við sína ágætu eiginkonu og móður þriggja barna þeirra, Halldóru, Eyjólfs og Nönnu er nú sakna ástkærs föðurs, sem kappkostaði að búa þau sem bezt undir lífið. Það er skjól i góðum vini og við erum öll þær félagsverur að þurfa slíkt skjól í misjöfnum veðrum, skjól sem líkja má við hús sem gefur öryggi og frið. Heimili þeirra Ólafiu og Bergþórs ber vitni þeirra smekkvisi, fegurðar og hlýleika, sem auðkenna góð heimili og góða sambúð. Halldóra elzta dóttirin er gift Andrési Andréssyni og eiga þau einn son, augastein af a og ömmu. Nú kveðjum við Bergþór með þakklæti og virðingu og mun minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifa lengst I hugum þeirra sem best þekktu hann og nutu samvista við hann í lengri eða skemmri tfma. Bergþór hefir lokið jarðvist sinni og heilladrjúgt dagsverk að baki. Við sendum ástvinum hans ein- lægar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar og farsældar um ókomin ár. Þorsteinn Sigurðsson. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.