Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
23
— Illkvitni
Framhald af bls. 10
hafi í íslenzku reglugerðinni fram
til 1. febrúar 1976. Og þeir hafi
einnig lýst sig fúsa að hlíta með
samningi nýju reglugerðinni, sem
tók gildi þann dag, og kveður á
um friðun svæðisins allt árið.
SAMNINGUR
Bretar munu segjast hafa boðist
til að setja deiiuna niður með
samningi um 75.000 tonna
hámarksafla, sem sé tæpur helm-
ingur meðal ársafla siðastliðinna
5 ára. Og þegar Islendingar hafi
reynst ófáanlegir til nokkurra
samninga, hafi Bretar sjálfir aug-
lýst takmörkun á afla sinum við
85.000 tonn, sem sé helmingur
meðal ársafla þeirra 5 árin áður
en deilan hófst 1972.
Sjáið hvernig fer, munu Bretar
segja, ef vér veitum strandríkjum
það vald, sem Islendingar hafa
reynt að taka sér. Græðgin verður
skynseminni yfirsterkari. Þessa
einhliða útfærslu hefir að sjálf-
sögðu engin þjóð viðurkennt ekki
einu sinni Norðurlöndin, og vér
höfum neyðst til að nota skip úr
brezka flotanum til að halda uppi
lágmarksreglu á miðunum.
En ef til vill ættum vér að vera
Islendingum þakklátir fyrir að
hafa i tæka tíð leitt í ljós, hvert
óráð það væri að leggja niður
svæðanefndirnar, eins og oft
hefur komið til tals, og fela
strandrikjum hlutverk þeirra,
munu þeir að lokum halda fram.
HISMI
Enginn mótleikur væri það af
vorri hálfú að ákæra Breta fyrir
hernaðaríhlutun. Því öll sú
áherzla, sem lögð er á árekstrana
á miðunum, er að glepjast á
hisminu og gleyma kjarna máls-
ins.
Flestir fulltrúanna á hafréttar-
ráðstefnunni hafa gegnt herþjón-
ustu og er því í blóð borið, að það
sé reginmunur á freigátu, sem
notuð er sem hlifikefli milli
togara og varðskips, og freigátu,
sem notuð er sem vopnahreiður.
Enda fer ekki milli mála, að
kæra Islands til öryggisráðsins
datt á rassinn, þegar brezki
fulltrúinn benti á, að þeim skot-
um sem skotið hefði verið, hefðu
Islendingar skotið.
KJARNI
Kjarni málsins er sá, að erindi
vort Islendinga á hafréttar-
ráðstefnuna er ekki að skemmta
fulitrúum gerræðisstjórna heims-
ins með ögrunum í garð Breta,
heldur eigúm vér það brýna
erindi að afla viðurkenningar
þeirra þjóða, sem hæst verð borga
fyrir fiskafurðir vorar, en það eru
auk Bandaríkjamanna, Bretar og
Vestur-Þjóðverjar; að afla viður-
kenningar þeirra á því með
tilstuðlan ráðstefnunnar, að það
verði hagkvæmara fyrir borgara
þessara þjóða þegar til lengdar
lætur að kaupa islenzkan fisk af
íslenzkum sjómönnum.
Oraunhæft er að láta svo sem
styrinn standi um það á hafréttar-
ráðstefnunni, hvort fiskveiðilög-
sagan skuli vera annað hvort 12
eða 200 mílna einkaréttur strand-
ríkja.
Lakasta likleg niðurstaða
hafréttarráðstefnunnar er 200
mílna forgangsréttur strandríkja
með þeim tákmörkunum, að
svæðastofnanir hafi með höndum
það hlutverk að meta veiðiþol
fiskstofna og að ákveða breyt-
ingar á veiði útlendinga, hvort-
tveggja bundið svæðasamningum,
þar sem beitt yrði purkunarlaust
markaðsréttindum móti veiðirétt-
indum. Fyrir oss yrði útkoman
einnig svipuð þessu, ef hafréttar-
ráðstefnan færi út um þúfur.
NIÐURSTAÐA
Hagstæðasta líkleg niðurstaða
hafréttarráðstefnunnar fyrir oss
er 200 milna réttur strandríkis til
að ákvarða veiðiþol fiskstofna og
breytingar á veiði útlendinga,
hvorttveggja háð reglum, sem til-
gréindar yrðu í hafréttarsátt-
málanum. Svo sem, að veiðiþols-
mat strandríkis megi ekki vera
lægra en t.d. 90% af mati vísinda-
stofnunar eins og Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins í Kaup-
mannahöfn, og svo sem, að ekki
megi ætla útlendingum að
minnka veiðar sinar á einu ári um
meira en til dæmis 20% af meðal
afla þeirra 5 siðastliðin ár.
Þessar ágizkuðu reglur væru
mjög hagstæðar fyrir oss, ef þeim
fylgdu reglur, sem bægðu frá
hættunni, að markaðshömlum
verði beitt gegn oss. Vér eigum að
leggja allt kapp á, að gera slíkar
reglur oss sem hagstæðastar, en
ekki láta oss nægja að þrauka
eftir því, að hafréttarráðstefnan
færi oss óskilgreindar 200 mílur á
silfurfati.
Og þvi þurfum vér að gera oss
grein fyrir, að þeim mun greiðara
verður að fá sérstöðu Islands
viðurkennda og þeim mun meira
valdi verður strandrikinu treyst
fyrir, sem vér föllumst á skýrari
ákvæði um, að fiskveiðidómur
skuli skera úr, ef ágreiningur
kemur upp um það hvort nýju
reglurnar séu framkvæmdar af
réttlæti.
MÖTLEIKUR
Úr öllum fyrrgreindum göllum
á málatilbúnaði vorum getum vér
Islendingar bætt með einum
sterkum mótleik sem vér enn eig-
um.
Hann er að mana Breta til að
sætta sig við, að fiskveiðidómur
skeri úr, hve mikinn afla þeir
megi taka í ár. Vér létum franska
sendiherrann í Reykjavikvitaað
vér teldum, að deiluna mætti
leiða til lykta með samningi til
tveggja ára, sem kvæði svo á, að
Bretar viðurkenndu rétt Islend-
inga til að setja reglur um lág-
marksstærð landaðs fisks,
möskvastærð og friðunarsvæði
innan 200 milnanna, brezkir
togarar mættu ekki vera fleiri en
30 I senn á nánar tilgreindum
svæðum upp að 20 milum, tolla-
fríðindin hjá Efnahagsbandalag-
inu kæmu til framkvæmda lönd-
unarbanninu yrði aflétt og
hámarksafli Breta árið 1976 yrði
úrskurðaður af fiskveiðadómi,
sem skipaður skyldi af einum is-
lenzkum dómara, einum brezkum
og þriðja dómananum skipuðum
af Waldheim, aðalritara Samein-
uðu þjóðanna, en skyldi vera Kan-
adamaður gagnkunnugur fisk-
veiðum.
Hvort sem Bretar höfnuðu eða
tækju þessum kostum, værum vér
búnir að rækja skyldu vora við
málstað vorn og barna vorra á
þessum merku timamótum, þegar
atkvæðagreiðslur hafréttar-
ráðstefnunnar standa fyrir dyr-
um.
— Vildu Bretar
Framhald af bls. 13
rétt, sem okkar eigin fiskimenn
hafa ekki og stangast á við fiski-
fræðilegar staðreyndir, sem þeir
viðurkenna sjálfir í orði. Þar
skutu Bretar yfir markið, ekki
sízt með hliðsjón af öllu því, sem á
undan var gengið. Það verður og
þeim og þeirra málstað að faili á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna.
Við verðum að sjálfsögðu að
hugsa okkar mál af stillingu,
næstu viðbrögð okkar og aðgerðir
í málinu sem heild. Það sem mest
á ríður er að tryggja óskertan rétt
strandríkja til að stjórna veiði-
sókn í eigin fiskveiðilandhelgi.
Náist það meginmark verður þess
ekki langt að bíða að Bretar missa
af strætisvagninum hér. Þeir eru
á málefnalegu undanhaldi og
hafa með framferði sínu '’.allað
yfir sig fordæmingu allra, sem
bera skynbragð á ástand fisk-
stofnanna og þýðingu þeirra fyrir
efnahagslegt sjálfstæði okkar
litlu þjóðar, sem er að berjast
fyrir efnahagslegu sjálfstæði
sínu.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Dial
Þessi glæsilegu sófasett eru komin aftur.
ViÖur-.Mahoni ogfura.
Bólstrun: ekta léour
eÓa áklceði.
SMIÐJUVEGI6 SÍMl 44544 m KJÖRGARÐI SÍMI16975
5 mínútun
Taflan sýnir árlegt tjön fyrirtaekis ef
FIMM MÍNÚTUR TAPAST
daglega af tima hvers starfsmanns
VIKUKAUP FJÖLD 5 I STARFS 10 FÖLKS 30
Kr. 20.000 53.950 107.900 323.700
Kr. 25.000 6 7.600 135.200 405.600
Kr. 30.000 81.250 162.500 487.500
TllMHNN IR PININQAR
STIMPILKLUKKA
hvetur starfsfólk til stundvisi
riCti
\.WI Cjffy
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
cA >
Hverfisgötu 33 Sími 20560
i ••*••*i
AUGLYSINGASTOFA KRISTlNAR ^=>-36.6