Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Á hættu- slóðum í ísraelS'K4re Sigurður Gunnarsson þýddi Um tíma bjó ég á Spáni, sem er gott og auðugt land. En svo var ég rekinn þaðan. Fyrst tóku þeir bróöur minn af lífi og síðan einn af sonum mínum. Ég komst undan til Portúgals, og þaðan fór ég til Frakklands og Hollands. Aó nokkrum tíma liðnum flýði ég svo til Englands, fór þaðan til Þýzkalands og loks til Póllands, og þar var ég líflátinn. 1 Póllandi kröfðust þeir, að ég drægi fram lífið í mjög þröngri götu, sem þeir kölluðu Uhettó. Engum öðrum var leyft að koma þangað inn, og ég mátti ekki ganga um aðrar götur bæjarins. Og svo gerðist það, að þeir lokuðu báðum inn- göngum götunnar, kveiktu í henni og brenndu mörg þúsund manns inni, — ég var líka einn af þeim. En þrátt fyrir allar þessar ofsóknir liföi ég þær af. Ég flýði COSPER Ég revndi að opna ölflösku með goggnum hans. V til Rússlands, var enn ofsóttur, og þar var ég rændur öllu, sem ég átti. Og enn hraktist ég burt, og nú til Þýzkalands. En þá kom Hitler fram á sjónarsviðið. Og Hitler rak mig í gasklefa, mig og milljónir annarra, þar sem öllum var bani búinn. En ég lifói af allar hörmung- ar og hungur, þraukaði þorrann og gó- una, þrátt fyrir allt. Og ég veit hvers vegna: Ég vildi komast aftur hingað, — hingað til ísraels, — hingað til Jerúsa- lem. Þú sást krúsirnar inni í steinhverfing- unni, Óskar, — mörg hundruð krúsir. Þaó eru krúsir frá öllum flóttamanna- búðum í Evrópu þar sem Gyðingar voru sviptir lífi í síðustu heimsstyrjöld. í þeim er mold og aska hinna látnu, — og til Jerúsalem komu þeir aftur sem mold og aska. En ég lifði enn, þegar friður var sam- inn, og þá komst ég loksins hingað. Árum saman hafói ég keypt jarðir í þessu landi. Jarðir mínar voru dreifðar víða um iand- ið, og Arabar sátu þær flestar. Stundum voru þeir vinsamlegir stundum miskunn arlausir fjandmenn. Trúarbrögð okkar voru önnur en þeirra — og raunar áttum við fátt sameiginlegt. Þeir notuðu asna og úlfalda, en ég fór smám saman aö nota bíla og dráttarvélar. Og þegar ég svo stofnaði ríkið okkar nýja áriö 1948, ríkið ísrael, sem átti að verða aðsetur mitt upp frá þessu, lenti ég í styrjöld við Araba. Ég skil þá raunar mjög vel. Þeir voru hræddir við mig. Og ótti er einmitt oft undirrót styrjalda. Ég hata þá ekki, en ég varð að verja mig, og það geröi ég þann- ig, að þeir hlutu að taka eftir því. Ég varð að verja mig, og ég vann styrjöldina. Ég þráði að komast til Jerúsalem, því að þar hefði ég einmitt fæðzt fyrir þrjú þúsund árum. En ég þorði ekki að hætta á að fara hingað strax, og ég kom til landsins. Ég varð fyrst að sjá annað. Ef til vill eruð þið of ung til að geta skilið hvað ég á við. Ég varð að sjá tréð i eyðimörkinni, sjá, að þaö gat vaxið þar og þroskast, og að þangað var komió vatn, sem nægði mörgum trjám til vaxtar, — sjá meö eigin augum, að ungir menn gátu ræktað akurlendur og ávexti í eyðimörk- inni. Þá fyrst ætlaði ég að fara til Jerúsa- lem. Og nú er ég kominn til Jerúsalem og horfi yfir hina heilögu borg. Og nú vil ég segjashalóm.“ Kemur það aldrei fyrir þig,— engu líkara en þú miss- ir allt úr höndunum sem þú tekur á? Segið manninum vðar að konan hans sé í símanum. Heldurðu að það sé uppá- koma: Þar var 100 manna áhöfn á dallinum og svo þarf hann að rekast hingað. Hann gæti svo sem verið íþróttamannslegri— en hann er nú einu sinni undir ein- hverjum bíldruslum frá morgni til kvölds. Maður var að fiska í Dover og fékk pvngju með 30 sterlings- pundum á öngulinn. Þetta kom í blöðunum, og daginn eftir fékk maðurinn 58 bréf frá Aberdeen þar sem hann var spurður um, hverju hann hefði beitt. X Málari var eitt sinn beðinn um að mála för Gvðinga vfir Rauða hafið. Hann málaði pappirinn allan rauðan. — Hvar eru nú Gvðingarnir? spvr maðurinn, sem mála átti fvrir. — Þeir eru komnir vfir um. — En hvar eru þá Egvptarnir? — Þeir eru allir drukknaðir. X Kobbi litli átti að gera ritgerð um bíla, og átti hún að vera 300 orð. Stíllinn var svona: — Frændi minn keypti sér bil. Einn dag ók hann út af og bíllinn fór í rúst. Þetta eru 16 orð. Orðin, sem vantar, eru þau, sem frændi minn sagði á leiðinni heim. Jónas verkfræðingur var oft að gera tilraunir með sprengiefni heima hjá sér. Dag nokkurn varð ógurleg sprenging í til- raunastofu hans. Þakið fauk af húsinu og Jónas og kona hans sáust þeytast út úr húsinu. — Þetta er í fvrsta skipti, sem ég sé Jónas og frú fara út saman, varð einum nágrannan- um að orði. X — Ég var á fundi útgerðar- ráðsins. Ráðið samþvkkti að takatil herzlu alla þorskhausa, sem til eru í landinu. — Elskan mín, ertu ekki óró- legur? X Tveir Skotar, sem voru á skemmtiferð i Suður- Ameríku, voru svo óheppnir að lenda í lest sem ræningjar réðust á. Þegar ræningjarnir komu að Skotunum, tók annar þeirra upp 100 punda seðil, rétti honum og sagði: — Kærar þakkir fyrir lánið, Mae Intosh. Arfurinn í Frokkloncli það fyrr en allt er klappað og 15 bóginn gæti verið að hann vissi ekkert sem mér er ekki kunnugt um. David brosti. — Mjög dæmigerð afstaða lög- fræðings, sagði hann. Gautier teygði úr sér. Hann hafði farið úr jakkanum og losað um hálsbindið. Skvrtuhnapparnir voru úr skíraguili. — Góði David, sagði hann. — Eg vona ég megi annars kalla þig David og hætta þéringunum. Vertu ekki að gera grín að lög- fræðingæstéttinni. Yfirleitt er frjótt ímvndunarafl ekki helzta aðalsmerki hennar. Þeir höfðu sfðan snúið talinu að fvrirhugaðri sölu á húsinu. — Settu það ekki á sölulista alveg strax, sagði David. — Ekki fvrr en ég hef komizt á snoðir um hver konan var og hvort hún er lifandi eða látin. Eg get ckki selt klárt. — Og ef þú kemst ekki að neinu sérstöku sem gæti varpað Ijósi á það? — Engu að síður vildi ég bíða um hríð. Gautier yppti öxlum, umburðarlyndur ásvip. — Allt í lagi þá. Við bfðum. Síðan höfðu þeir talað um lyki- anæ — Hvað eru margir Ivklar að húsinu. Gautier lagði þá á borðið. — Eg lét Pinethjónin fá sinn hvorn. Viltu fá þá báða eða á ég að geyma annan? — Já, gerðu það. Eru fleiri Ivklar i umferð? — Mme Desgranges hefur Ivkil, sem var að sjálfsögðu nauð- svnlegt, en ég er nú ekki sérlega ánægður með. — Gæti ekki verið að fleiri lyklar hefðu verið gerðir. — Að sönnu rétt. Fyrri leigjendur hefðu sem hægast get- að látið smfða lykil eftir þeim sem þeir áttu og síðan ekki skilað þeimtilmín. — Hefur aldrei verið skipt um skrá? — Nei. Kannski var það hugsunarleysi af mér að athuga það ekki. Eg býst við að þessir flækingar sem komust inn öðru hverju hefðu átt að vekja athygli mína á því. En svo var nú reyndar ekki. Og konan sem þú sást til dæmis... — Eg man að í gærkvöidi áður en við fórum þangað, sagði David, hafðir þú orð á að þarna hefði getað verið um einhvern fyrr- verandi leigjanda að ræða. Eg hafði ekki fhugað þetta með lyklana en — hann rétti David annan og lagði hinn til hliðar — hér færðu lykilinn. Ég hef vfst ekki staðið mig sérlega vel i stykkinu. Viltu ekki bara losa þig við mig sem ráðgjafa þinn? — Nei. Ekki nema þú hafir gerzt sekur um fjárdrátt, sagði David glaðlega. — Ég held að þú munir sjá að þar cr allt með felldu. — Eg sagði þetta i gamni. — Veit ég það Sveinki. Hvernig væri að fá sér drvkk? Þegar þeir sátu yfir glösum sfn- um á torgkaffihúsinu skammt frá sagði David: — Ég get farið og komið i húsið að vild núna, eða hvað. — Að sjálfsögðu. Þú ert rétt- mætur eigandi þess. — Og hvað um lögreglu- kunningjann þinn? — Ég skal láta þig vita jafn- skjótt og ég frétti eitthvað. Og ef þú sérð kvenmanninn á ný, láttu mig vita. — Eg geri það. Sæll að sinni, Jacques. Eg hef samband við þig. Börnin voru að leik < görðunum umhverfis Place de la Liberation og í þctta skipti var það gömul kona sem sat uppi við tré og blundaði þegar hann gekk fram- hjá. Ilann gekk léttum skrefum áfram og fannst einhvern veginn að á þessum eina sólarhring, sem liðinn var frá þvi hann sté hér sfnum fæti, hefði bærinn eignazt f honum meiri ftök en hann hafði átt von á. Hann var ekki aðeins áhorfandi. Hann var orðinn þátt- takandi og honum fannst sem fólkið á þessum stað væri sér ekki ókunnugt, það kæmi sér við. Hann gekk að minnismerkinu sem reist hafði verið yfir fallna f strfðinu og las nöfnin sem greipt voru í steininn. Efst voru nöfn þeirra sem höfðu fallið fyrír hendi Þjóðverja. Þetta var langur listi og nafn Madeleine Herault var þar hvergi að sjá. Svo að hún hafði ekki dáið eftir að hafa feng- ið I sig þýzka bvssukúlu, hugsaði hann. Þarna var eitt nafn Englendings og hann horfði á það með athygli. Það þýddi sem sagt að Englendingar höfðu sent hingað menn til að aðstoða frönsku andspvrnumennina. Kannski hafði faðir hans verið f því starfi einnig. Hann gekk síðan í áttína til gistihússins og var í þungum þönkum. Hann rankaði við sér þegar hann heyrði bílflautu þeytta hressilega. Nicole kallaði til hans út úr sportbflnum sfnum. — Ég hef beðið f klukkutfma eftir þér. Hann gekk f áttina til hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.