Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
31
BIKARKEPPNI Iiandknattleikssambandsins er nokkuð á veg komin
þó svo að fvrstu leikirnir í meistaraflokki karla hafi farið fram í gær.
Fvrstu umferðinni er þegar lokið í 2. flokki karla og aðeins einum leik
er ólokið í 1. umferð meistaraflokks kvenna. I kvöld fer einn leikur
fram í karlaflokki, Grótta leikur gegn Akurnesingum í nýja lþrótta-
húsinu á Akranesi.
Urslit í 1. umferð meistara-
flokks kvenna hafa orðið sem hér
segir:
IBK — FH 8:15
UMFG — UBK 13:14
(framlenging)
Stjarnan — Armann 13:30
1R — Víkingur 10:11
UMFN — KR 17:13
Eins og sjá má af þessum úrslit-
um hafa nokkrir leikirnir verið
mjög spennandi hjá stúlkunum og
2. deildarlið Njarðvikur er komið
áfram í keppninni. Ekki hefur
spennan verið minni hjá strákun-
um í 2. flokki, en þar urðu úrslit i
1. umferðinni þessi:
Grótta — Afturelding 21:22
KR — UMFN 20:9
Valur — Fram 9:19
Víkingur — FH 14:15
Haukar — IR 13:10
Ármann — HK 22:21
Fylkir — Þróttur 11:9
UBK — IA 16:10
Stjarnan — Afturelding 19:18
I 2. umferð eiga þessi lið að leika
saman:
Víkingur — UBK
Ármann — Haukar
Fram — UMFN
Þór/Valur — FH
2. umferð2. flokks karla:
Fram — KR
FH — Ármann
Stjarnan — Breiðablik
Fylkir — Haukar
I meistaraflokki karla fóru
fyrstu leikirnir fram í gærkvöldi
eins og áður sagði og IA — Grótta
leika i kvöld. Næstu leikir verða
svo sem hér segir:
Föstudagur Þór — FH á Akureyri
Föstudagur Afturelding —
Víkingur i Asgarði
Föstudagur HK — IR væntanlega
f Kársnesskóla
—áij
Unglingameistara-
mótið í badminton
Unglingameistaramót fslands I
badminton verður haldið ð Siglu-
firði dagana 20. og 21. marz n.k.
Keppt verður I eftirtöldum grein-
um: Einliðaleik, tvfliðaleik og
tvenndarleik og verður keppt f
öllum aldursflokkum unglinga.
Þátttökutilkynningar skulu hafa
borizt til Jóhannesar Þ. Egils-
sonar. Siglufirði. I slma 96-71690
og 71691 fyrir 16. marz n.k.
ásamt þátttökugjaldi sem er kr.
800.00 furir einliðaleik og kr.
500.00 fyrir tvfliðaleik og
tvenndarleik.
Fimleika-
meistaramótið
MEISTARAMÓT íslands f fimleik-
um fer fram I fþróttahúsi Kennara-
háskóla fslands laugardaginn 27.
marz n.k. og keppa þá piltar og
sunnudaginn 28. marz n.k. er
stúlkurnar keppa. Keppt verður
um meistaratitil f eftirgreindum
aldursflokkum: 12 ára og yngri.
13—14 ára, 15—16 ára , 17 ára
og eldri.
Auk þess verður tekin upp sú
nýbreytni að um flokkakeppni
verður að ræða f hverjum aldurs-
flokki. Keppt verður f fimleikastig-
anum.
Þátttökutilkynningar þarf að
senda til Fimleikasambands fs-
lands fyrir 13. marz n.k.
ÞESSA skemmtilegu mvnd af
Stefáni Hallgrimssvni tók
Olafur Ölafsson á Meistara-
móti tslands i frjálsum íþrótt-
um innanhúss sem fram fór
um síðustu helgi. Stefán náði
ágætum árangri f langstökk-
inu, varð annar á eftir Friðriki
Þór Oskarssyni sem setti nýtt
lslandsmet með því að stökkva
7,10 metra. Nýtt efni hefur nú
verið sett á gólfið í Baldurs-
haga — salnum undir stúku
Laugardalsvallarins, og láta
frjálsíþróttamennirnir mjög
vel af því og þakka þvf að
hluta mjög bættan árangur
sinn f frjálsum íþróttum
innanhúss f vetur.
KR sigraði
í Coca Cola
KR-ingar báru sigur úr býtum f Coca Cola keppninni f körfuknattleik sem
lauk I fyrrakvöld. Þeir léku til úrslita við erkifjendur sfna úr ÍR, og sigraði KR
með 81 stigi gegn 78.
Þeir Þorsteinn Hallgrlmsson og Kobeinn Kristinsson léku ekki með ÍR að
þessu sinni, en á móti kom að „Trukkurinn" var með flensu og var ekki
hálfur maður. enda lék hann Iftið með. Hann fór út af rétt fyrir miðjan fyrri
hálfleik þegar staðan var 17:16 fyrir ÍR, en hinir ungu liðsmenn KR sem I
vetur hafa verið kallaðir „Stadistar" tóku góðan kafla fram að hléi og leiddu
þámeð 40:28.
KR hélt ávallt forskoti sínu í sfðari
hálfleiknum, munurinn var mestur 14
stig en fór síðan niður I 5 stig En þrem
mín fyrir leikslok hafði KR yfir 77 63
Þá gerðu ÍR-ingar harða hrið að KR, én
munurinn var of mikill til að þeim
tækist að vinna hann upp
Gunnar Jóakimsson var i aðalhlut-
verkinu hjá KR I þessum leik og var
frábær á köflum. Þá áttu þeir Gisli
... og irmann í 3. sæti
Gíslason, Hilmar Viktorsson Bjarni Jó-
hannesson og Birgir Guðbjörnsson all-
ir góða kafla, en „Trukkur" og Kol-
beinn Pálsson voru báðir veikir og gátu
ekki beytt sér á fullu Stighæstur hjá
KR var Gunnar með 19 stig, en bræð-
urnir hjá ÍR, Kristinn og Jón Jörunds-
synir, voru stighæstir ÍR-inga með 1 7
stig hvor
gk—
ÁRMANN tryggði sér 3. sætið f Coca Cola keppninni með naumum sigri yfir
UMFN. Ekki var þessi leikur sérstaklega vel leikinn, hann bar þess greinileg
merki að hann var ekki í íslandsmóti eða bikarkeppni. En jafn var hann allan
tlmann.
Liðin skiptust á um að hafa forust-
una allan leikinn og í hálfleik hafði
Ármann yfir 49:45 Sömu svipting-
arnar voru I síðari hálfleik, en rétt fyrir
IR - Armann
í kvöld fara fram tveir leikir í bikar-
keppni Körfuknattleikssambands fs-
lands og má segja að annar leikurinn
sé nánast úrslitaleikur I keppninni Er
það leikur ÍR og Ármanns, þeirra liða
sem hafa nú forvstuna I 1 deildar
keppni íslandsmótsins I körfuknattleik
Hefst viðureign þeirra I Hagaskólahús-
inu kl. 20.00, en strax að þeim leik
loknum leika UBK og UMFN einnig I
bikarkeppninni, en ætla má að UMFN-
liðið sé nokkuð öruggur sigurvegari i
þeim leik.
leikslok var jafnt Ármenningar reynd-
ust sterkari á lokasprettinum og sigr-
uðu með 94 stigum gegn 92 svo
naumara gat það varla verið
Jimmy skoraði mest fyrir Ármann
30 stig, en Jón Sig sem var besti
maður vallarins skoraði 25 stig
Stefán Bjarkason skoraði 24 stig
fyrir UMFN, Kári Marísson 17 og
Gunnar Þorvarðsson 1 5 gk.
Austur-
bergshlaup
Annað Austurbergshlaup Leiknis á
þessum vetri fer fram n.k. laugardag
og hefst kl 1 4 00
BÆJAR- og héraðsbóka-
safnið á Akranesi opnaði
á laugardag nýja barna-
bókadeild og lesstofu í
húsakynnum safnsins.
Um 200 gestir, flestir af
yngri kynslóðinni, voru
viðstaddir opnunina. Við
opnunina ávarpaði frú
Stefanía Eiríksdóttir
gesti. Þá talaði Stefán
Júlíusson bókafulltrúi
Rithöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Stefán Júlfusson lesa
fyrir safngesti.
Bætt aðstaða héraðsbóka-
safnsins á Akranesi
ríkisins en síðan hófst
barnabókakynning. Rit-
höfundarnir Uuðrún
Helgadóttir og Stefán
Júlíusson lásu úr bókum
sínum við mikinn fögnuð
hinna ungu gesta. Að
lokum flutti forseti
bæjarstjórnar Daníel
Ágústinusson, ávarp fyr-
ir hönd bæjaryfirvalda.
Blaðið hafði samband við
Braga Þórðarson bókasafns-
stjóra og sagði hann m.a.:
„Ekki þarf að efast um að þessi
viðbótaraðstaða í bókhlöðunni
verði vel þegin af bæjarbúum.
Með tilkomu lesstofunnar gefst
bæjarbúum kostur á að staldra
við, fletta upp í tímaritum og
skoða bækur sem ekki er hægt
að lána út í venjulegt útlán.“
Ennfremur sagði Bragi: „Á
þeim umbrotatímum sem við
nú lifum á er nauðsynlegt að
börn og unglingar fái sterk
tengsl við menninguna í sinu
bæjarfélagi. I bókhlöðunni
kynnast þau kyrrlátu umhverfi
þrungnu skemmtun og fræðslu
sem bækurnar veita.“
Anægðir hlustendur á barnabókakvnningu.
Ljósmyndir Guðmundur Garðarsson.
Hæfileikalýeppni í Kópavogi
UNDANFARIN þrjú ár hefur Tómstundaráð Kópavogs efnt til
svokaliaðrar hæfileikakeppni í Kópavogsbiói.
Þar hefur ungu áhugafólki gefizt kostur á að koma fram með
fjölbreytilegustu atriði svo sem söng, dans, pop og klassíska
tónlist, leikþætti o.fl. o.fl. Margt af því efni hefur verið frum-
samið, og hefur það sett sérstaklega skemmtilegan svip á keppn-
ina. Dagana 22. og 23. marz n.k. fer keppnin fram í fjórða sinn
með þeirri breytingu, að öllu áhugafólki úr Kópavogi gefst kostur
á að vera með en áður var keppnin eingöngu bundin við unglinga.
Tvenns konar verðlaun verða veitt. Annars vegar fyrir frum-
samið efni og hins vegar fyrir túlkun. Skráning í keppnina
stendur nú yfir á skrifstofu tómstundaráðs, Álfhólsvegi 32, og
lvkur föstudaginn 12. marz.
Leikritið Gísl á Akranesi
UM ÞESSAR mundir er Skagaleikflokkurinn að æfa leikritið
GlSL eftir Brendan Beham og hafa æfingar gengið vel. Leikstjóri
er Herdis Þorvaldsdóttir en aðalhlutverk eru í höndum Halldórs
Karlssonar, Þóreyjar Jónsdóttur og Þorsteins Ragnarssonar.
Áformað er að leikritið verði frumsýnt laugardaginn 13. marz í
Bíóhöllinni á Akranesi.
Meðfylgjandi mvnd er frá æfingu leikritsins á Akranesi.