Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 32
HÁRSKERINN SKÚLAGOTU 54 HVERGI BETRI BÍLASTÆÐI OPIÐ Á LAUGARDÖGUM. P MELSTED FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 30 NEMENDUR í 12 ára bekk Breiðholtsskóla buðu 160 11 ára skólafélögum sfnum til samkomu I skólanum f gær þar sem 12 ára börnin heldu fyrirlestra sem þau höfðu sjálf undirbúið um skað- semi reykinga og fluttu þau efni sitt bæði í máli og myndum. Var það vel undirbúið og skemmtilegt og vakti mikla athygli. 12 ára krakkarnir, sem öll eru f sama bekk, skiptusérf 4 hópa og tóku fyrir eftirfarandi þætti: Efnið f tóbakinu, úthald og þol reykinga- manna, sjúkdómar samfara reyk- ingum og peningalega hliðin. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Magnússonar skólastjóra Breiðholtsskóla munu 4 aðrir 12 ára bekkir skólans kynna öðrum nemendum skólans efnið. Gestur barnanna var Guðmundur Gfsla- son sundkappi en hann ávarpaði börnin. Starfsmenn Krabha- meinsfélags Reykjavfkur ásamt kennurum hafa aðstoðað nemend- ur f þessu starfi þeirra og unnið er að frekari kynningu og baráttu f öðrum skólum. Nemendur 12 ára deilda Breið- holtsskóla hafa bundizt eins kon- Rafmagnið sló út Rafmagnslaust varð á Stór- Reykjavikursvæðinu um stund í gærkvöldi og olli því sam- sláttur á rafmagnslinum til fjalla, en mikill vindhraði var á þessu timabili. 12 ára börn hefja baráttu gegn reykingum FRA samkomu BreiðholtsskólSbarna f gær þar sem 12 ára börn f skólanum hófu baráttu gegn reykingum með kynningu á málinu fyrir skólafélögum sfnum. 1 ræðustól er 12 ára gömul stúlka, en á myndinni til vinstri e'ru tveir nemendur að sýna skólafélögum sfnum mynd þar sem 4 sfgarettur bera Ifkkistu á milli sfn. Ljósm. Mbl rax ar samtökum til þess að berjast gegn reykingum, byrja ekki á þeim og hafa áhrif á aðra í þá átt. Krakkarnir hafa skipt sér í hópa innan bekkjanna og hefur hver hópur afmarkað verkefni til úrvinnslu og flutnings. Síðan heldur hver bekkur kynningarfund með tilteknum hópi yngri nemenda. Nemendur hafa sýnt mikinn áhuga og dugnað og þeirra mark- mið er að koma i veg fyrir að þeir ánetjist þeim hættulega ávana sem reykingar eru. Börnin hafa sjálf kynnt sér blöð og bækur um þessi efni, aflað kvikmynda, teiknað og litað stór- ar myndir, útfært verkefni á glærur, gert tilraunir í eðiisfræð- inni og fleira mætti nefna. Auk skólans hefur Krabbameinsfélag Reykjavíkur stutt nemendur f Framhald á bls. 18 Samningar um veiðar Norðmanna innan 200 mílna: Myndin er tekin, er skipzt var á orðsendingum milli Norðmanna og tslendinga f gær: Hans G. Andersen, Olav Lydvo, sendiherra, og Einar Agústsson. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna og sjávarafurðadeild Sam- bands fslenzkra samvinnufélaga hafa hafið eða eru i þann veginn að hefja útflutning á kúffiski í tilraunaskvni. Er fiskurinn send- Stór markaður getur opnazt ef vel tekst til ur á Bandarfkjamarkað á mis- munandi verkunarstigum. Ef þessar tilraunir heppnast vel get- ur svo farið að i framtíðinni opn- ist stór markaður i Bandarfkjun- um fyrir íslenzkan kúffisk, en hann eins og annar skelfiskur er mjög verðmætur, en hins vegar dýr f vinnslu. Hjalti Einarsson hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sagði þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að SH hefði þrisvar sinnum á stuttum tíma sent nokkurt magn vestur til Bandaríkjanna. Eftir þeim fréttum að dæma sem borizt höfðu, líkaði islenski kúffiskur- inn vel, en sumum fannst hann kannski heldur of bragðmikill. Hann kvað neyslu á kúffiski verða nokkuð mikla í Bandaríkj- unum. Sennilega yrðu mestu vandkvæðin við útflutning á hon um þær ströngu innflutningsregl ur sem gilda i Bandaríkjunum á innflutningi skelfisks og ef úr yrði þyrfti eftirlitið hér heima að vera mjög gott. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, kvað þá i þann veginn að senda tilraunasendingu til Bandarikjanna. Sá fiskur sem nú færi, kæmi frá stöðum við Eyjafjörð. Hann sagði, að kúffiskurinn væri vandmeðfarið hráefni, enda Framhald á bls. 18 Gæzluvarðhaldið framlengt í dag? 1 DAG rennur út 45 daga varð- haldsúrskurður þeirra þriggja manna, sem fyrst voru settir inn vegna rannsóknar Geir- finnsmálsins. Örn Höskulds- son, rannsóknardómari í málinu, sagði við Mbl. í gær að Sakadómur Reykjavíkur myndi í dag ákveða hvort gæzluvarðhald umræddra manna yrði framlengt. Rann- sóknarlögreglumenn hafa und- anfarnar vikur unnið ötullega að gagnasöfnun i málinu og jafnframt hefur vfirheyrslum yfir föngunum verið haldið áfram. Veiðihömlur, möskvastækk- un og hámarks netafjöldi ? — samkv. tíllögum nefndar varðandi fiskveiðar 1976 NEFNDIN sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að gera tillögur um fiskveiðar og aðgerðir í fisk- verndunarmálum á Islandsmið- um á þessu ári hefur nú skilað áliti til ráðherra, en álitið er bvggt á því að ekki verði samið við aðrar þjóðir um frekari fisk- veiðar á Islandsmiðum og að veið- um útlendinga verði hætt nú þegar og iandhelgisgæzlan verði stórefld. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Mbl. að tillögur nefndarinnar mætti í stærstu dráttum flokka I þrennt: Stöðumál, samdráttar- leiðir og ábendingar til að draga úr samdráttaráhrifum. Um er að ræða álit bæði meirihluta og minnihluta nefndarinnar, sem taldi 8 menn og eru tillögur minnihlutans heldur róttækari þótt samstaða sé um ákveðin atriði. Sjávarútvegsráðherra kvað meirihlutann leggja til að dregið verði úr veiði með því að net verði tekin upp á vertíðarsvæðinu frá Stokksnesi að Látrabjargi 4 daga á vertíðinni, eða frá skírdegi og til 2. í páskum og einnig er tillaga um að banna togveiðar á sama tima. Jafnframt er lagt til að hámarksnetafjöldi á bát verði 120 net og er þá miðað við 12 manna áhöfn, en 120 net gera 8 trossur. Framhald á bls. 18 SH og S.Í.S. sendakúffisk á Bandaríkjamarkað Islendingum selt sjálfdæmi í að ákveða hámarksafla 30 línuveiðarar fá að veiða milli 12 og 200 RtKISSTJÖRNIR Islands og Noregs hafa gert með sér samkomulag um veiðar Norðmanna í fslenzkri fiskveiðilandhelgi. Samkvæmt samningnum sem gerður var með orðsendingaskiptum milli Einars Agústssonar, utanrfkisráðherra, og Olav Lydvo, sendiherra Noregs á Islandi, er norskum Ifnu- og handfæraveiðurum heimilt að veiða innan 200 mflna fiskveiðilögsögunnar allt upp að 12 sjómflum frá 15. febrúar til 1. desember eftir sömu reglum og Islendingar. Veiðileyfi cru bundin við 45 skip og mega flest vera 30 f einu að veiðum. 1 samkomulaginu er ákvæði um að Islendingar skuli ákveða hámarks- afla þ. á m. þorskafla. Morgunblaðið ræddi í gær við j herra, sem sagði að að sínu mati Einar Ágústsson, utanríkisráð- I væri hér um mjög mikilvægan mílna í senn samning að ræða og kvað hann þetta fyrsta samninginn um fisk- veiðar, sem tslendingar gerðu, þar sem viðurkennt væri að þeir ákvæðu hámarksafla. Kvað hann raunar þennan samning eins- dæmi, þar sem strandríki er í sjálfsvald sett, hve mikið veitt er. Kvað Einar Ágústsson siðan það ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins, hvert háTr,!irk vrði sett^z Norðmanna. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.