Morgunblaðið - 28.03.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976
7
Við erum öðru hvoru á það
minnt, að meira en helm-
ingur mannkynsins býr við
skort. Sérstaklega eru það
börnin, sem líða fyrir þetta
víða um heim. Þau eru
óhörðnuð og þola minna en
hinir fullorðnu.
Þegar ég lít yfir barnahóp-
ana, sem ég stend frammi
fyrir daglega i skóla eða
fermingarundirbúningi, þá
fyllist hugur minn oft þakk-
læti. Það eru yfirleitt sælleg
andlit, sem við mér blasa. Sá
tími er, sem beturfer, liðinn,
þegar islenskir foreldrar
höfðu fulla ástæðu til að ótt-
ast, að þeir ættu ekki nógan
mat handa börnum sinum.
En það var algengt hér áður
að sjá börnin horuð og kinn-
fiskasogin, einkum á útmán-
uðum. Það var talað um, að
þau færu ekki að braggast
fyrr en vorbæran væri borin
eða hrognkelsin farin að
veiðast. Og svo gerðist það
stundum, að börnin lifðu
ekki veturinn af.
Þetta er liðin tíð, sem betur
fer. En annars konar hungur
hefur gert vart við sig, and-
legt hungur, og er reyndar
ekkert nýtt. Það þekktist lika
áður fyrr, en virðist hafa vax-
ið í seinni tið eftir því sem hið
líkamlega hungur hefur
minnkað. Ekki vil ég segja,
að þetta tvennt hafi haldist í
hendur, en ekki mun það þó
fjarri, að hið andlega hungur
sé afleiðing skeytingarleysis
um andleg mál, hugsunar-
leysis, sem víða verður áber-
andi, þar sem fólk hefur alls-
nægtir veraldlegra gæða.
Þetta gerist ekki síst meðal
nýríkra þjóða, sem áður hafa
lengi liðið skort eða barist í
bökkum. Öryggisleysi um af-
komuna kallar fram þörfina
fyrir traustið á andlegri hjálp.
En þegar öryggið um afkom-
una er fengið, vill svo oft fara
þannig, ekki síst fyrst i stað,
að það gleymist, að menn
eiga afkomu sína undir fleiru
en sjálfum sér, og þeir þurfa
kannski að reka sig á til að
átta sig á því, að þar kemur
líka til, það sem við nefnum
æðri mátt.
Jafnvægi þarf að haldast í
þessu eins og á öðrum
sviðum í lífi mannsins og
náttúrunnar allrar. Maðurinn
lifir ekki á brauði einu
saman. Hann þarf líka and-
lega næringu. Hann hefur
líka þörf fyrir orðið, sem fram
gengur af Guðs munni.
Já, við þökkum Guði
stundum hátt og í hljóði fyrir
það, að börnin okkar þurfa
ekki lengur að svelta líkam-
lega. En hvað um andlegu
hliðina? Er það kannski að
einhverju leyti andlegt
hungur, sem veldur því rót-
leysi, sem víða veikir lífs-
grundvöll æskumanna í dag?
Er það e.t.v. andlegt hungur,
sem veldur því, hve eiturlyf,
allt frá tóbaki til fíkniefna,
eru eftirsótt í dag? Ekki er
það líkamlegt hungur hér
okkar á meðal, svo mikið er
víst. Og þrátt fyrir aukna vel-
ferð, fjölgar afbrotum stöð-
ugt í hinum efnuðu löndum,
ekki síst meðal unglinga.
Hvað veldur?
Æsku heimsins skortir eitt
hvað í lífsgrundvöll sinn. Á
þvi er ekki vafi, þegar talað
er um hana sem heild.
Börn fyrri tíma ólust upp
við mikla guðrækni á heim-
ilunum, húslestra, bæn-
rækni, reglulegar kirkju-
göngur og margt fleira af því
tæi. Hins vegar skortir þá oft
hin veraldlegu gæði. Seinni
tímar hafa víða bætt úr þeim
skorti, en þeir hafa jafnframt
tapað miklu af hinu, og í
mínum augum er ekki vafi á,
að þar hafa horfið ýmsir
hlutir, sem höfðu mikið upp-
eldislegt gildi. Og afleiðing-
arnar segja til sín.
Ábyrgðartilfinning minnk-
ar eðlilega, þegar minna er
um það talað, að yfir öllu og
öllum sé andlegt afl, sem
taka verður tillit til og sýna
boðorðum þess hlýðni. Tillits-
semin við náungann minnkar
örugglega I sama mæli og
tillitssemin sem Guði er
sýnd Þetta er ósköp eðlilegt.
Um þetta gilda lögmál, sem
ekki verður haggað.
Við viljum gjarnan gefa
börnunum okkar það besta,
sem völ er á. Við viljum gefa
þeim það í fötum, fæði,
skólamenntun og öllu því,
sem í okkar valdi stendur. En
gerum við okkur þá Ijóst, að
það þarf að vera grundvöllur
undir þessu öllu? Þetta verð-
ur allt lítils virði, nýtist ekki
sem skyldi, ef lífsgrundvöll-
inn vantar.
Gleymum þess vegna ekki
honum, sem sagði: „Ég er
brauð lífsins. Þann mun ekki
hungra, sem til mín kemur,
og þann aldrei þyrsta, sem á
mig trúir." — Hann hefur
reynst hafa rétt fyrir sér.
Jafnvel þeir, sem hafna trú á
hann, viðurkenna, að það sé
siðfræði hans, sem skapi far-
sælast líf á jörð En hitt er þá
líka staðreynd, að siðfræði
verður að byggjast á trú. —
Annars skortir hana áhrifa-
valdið á líf einstaklinganna.
Þetta er atriði, sem er mjög
mikilvægt, að við íhugum
vel. Vegna þessa er kristin
trú þjóðfélagsleg nauðsyn,
jafnframt því sem hún varðar
okkar sálarheill.
Við eigum óteljandi bænar-
efni, er varða börnin okkar.
Við biðjum Guð um fæði og
klæði, heilbrigði, hamingju
og svo ótalmargt annað þeim
til handa. Það, sem þóskiptir
mestu máli, er það, að trú
þeirra á Jesú Krist sé einlæg
og sönn, að hún sé lifandi og
virk. Hann er brauð lifsins.
Án hans er það fátækt og
magurt, veitir ekki þá saðn-
ingu, sem mannssálin þarfn-
ast til að fullnægja andlegum
þörfum. En sá, sem á hann
að leiðtoga og trúnaðarvini á
lífsför sinni, hann á í honum
það lífsins brauð, sem mettar
hið andlega hungur. Og án
þess verða veraldleg gæði
ekki til þeirrar hamingju sem
þeim er ætlað að skapa. Það
verða efnisleg gæði aldrei,
nema þau séu reist á sterk-
um, andlegum undirstöðum.
STÓRTHÚS
Til sölu í Kópavogi stórt hús, tilvalið fyrir
vörumarkað, banka eða iðnað.
Ski
Doo
T
NT
1976
Þessi sleði er framleíddur af elsta og stærsta
vélsleða-framleiðanda í heimi, Bombardier í
Kanada. Nokkri sleðar til á lager
Gísli Jónsson & Co Hf.
Sundaborg, Klettagarðar 11
Sími86644
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN!
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÓRRI HURÐ
(auðvelt að hlaða og afhlaða)
LE/TIÐAÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÚRUM ÞVOTTABELG
(fer betur með þvottinn-Þvær betur)
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÓDÝR íREKSTRI
(tekur bæði heitt og kalt vatn, sparar rafmagn)
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ DEMPURUM
(lengri ending og hljóðlátari)
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÞUNG
(meira fyrir peningana, vandaðri vara)
o. fl. o. fl. o. ff o. ff o. ff o. ff o. ff
OG ÞÉR MUNUÐ SANNFÆRAST UM YFIRBURÐI
PHILCO ÞVOTTAVÉLANNA.
Þess vegna segjum við að þær hafi
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA OKKAR TRYGGIR YÐAR HAG.
Húsið stendur á mjög áberandi stað við fjölfarna götu. Húsið er ca. 400
fm að grunnfleti, tvær hæðir og kjallari. Stækkunarmöguleikar fyrir
hendi. Stórt bílastæði fylgir. Upplýsingar og tilboð sendist í PO Box
808, Reykjavík, merkt: „Þagmælska".
heimilistœki sf
Hafnarstræti 3—Sætúni 8